Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987. 17 For^eti sameinaðs þings, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, og Matthias Bjarnason alþingismaður. - Eru þeir að ræða virðingu Alþingis? Orðbragð á Alþingi: Flokkast það undir Lesendur tjáningarfrelsi? Kona skrifar: Nú hefur keyrt svo um þverbak í málílutningi sumra þingmanna að hinn almenni borgari getur ekki lengur orða bundist og ritar bréf til forseta sameinaðs þings og lýsir undrun sinni á því orðbragði sem viðgengst á Alþingi. Ekki eru alhr þingmenn undir sömu sök seldir hvað varðar slæmt orðbragð en þeir sem það nota setja ljótan blett á allan þingheim og rýra stórlega álit almennings á þingstörf- um í heild. Mátti þó síst við því. Sérstaklega hefur sumum þing- mönnum hitnað í hamsi vegna húsnæðisfrumvarps félagsmálaráð- herra, Jóhönnu Sigurðardóttur, og svo vegna sláturhúsaleyfa og kröfu um undanþágur frá þeim. Ekki er ólíklegt að sumir þingmenn láti i sér heyra vegna bjórfrumvarpsins og er ■ raunar þegar farið að örla á hnútu- kasti innan þings í því máh. Það sem er þó einna mest áber- andi, að slepptu orðbragðinu sjálfu hjá þingmönnum, er hvemig þeir „réttlæta" munnsöfnuð sinn og bregðast við gagnrýni. Þá fyrst tekur nú steininn úr. Svör þingmanna við gagnrýni fólks eru yfirleitt á þann veg að ýmist er hún virt að vettugi og sagt sem svo: þetta kemur mér ekkert við - er al- veg sama hvaða álit fólk úti í bæ hefur - eða þá að þau lýsa bamalegu viðhorfi: Ég hef bara ekkert ljótt sagt, eða: Ég tek ekkert aftur af þvi sem ég hef sagt og gæti bætt við miklu meiru! Forseti sameinaðs þings reynir að fara með löndum í viðtaU um máUð og ítrekar að fólk eigi að geta Utið til alþingis ef það viU kynnast drengi- legri og málefnalegri afgreiðslu hvers máls. En þótt þingmenn hafi frelsi til að tjá sig getur það varla þýtt það að þeir geti leyft sér ýmis þau ummæU sem dæmi hafa verið tekin um í frétt- um nýlega. Þingmenn hafa hreinlega ekki leyfi til að svara kjósendum með þeim setningum sem halðar hafa verið eftir þeim Matthíasi Bjarnasyni og Páli Pétursyni og fleirum. Ég fagna orðum forseta sameinaðs þings þegar hann segir að því megi treysta aö forsetar Alþingis muni jafnan leitast við að vaka yfir virð- ingu og velsæmi í innræðum á þingi. En hann á þá líka að ávíta þá þing- menn og vanda um viö þá sem misbjóða velsæminu og virðingunni. BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA BÍLAMARKAÐUR DV er nú á fulhi ferð Nú getur þú spáð í spilin og valið þér bíl í ró og næði. Blaðauki með fjölda auglýsinga frá bílasölum og bílaum- boðum ásamt bílasmáauglýsingum DV býður þér ótrúlegt úrval bíla. Auglýsendur athugið! Auglýsingar í bflakálf þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 fimmtudaga. Smáauglýsingar í helgarblað þurfa að berast fyrir kl. 17 föstudaga. Síminn er 27022. LOKAÐ verður þriðjudaginn 10. nóvember kl. 13.00 til 15.00 vegna jarðarfarar ÓSKARS SIGURGEIRSSONAR. Flugmálastjórn SÖLUTURN Söluturn, mjög vel tækjum búinn og meö nýjum innréttingum, er til sölu. Söluturninn er á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Ársvelta ca 22 milljónir. Tilboð merkt „Miklir möguleikar" sendist DV fyrir 14. nóvember. Jörð til sölu Til sölu eru 2/5 hlutar (40%) jarðarinnar Brimness, Seyðisfjarðarhreppi (þ.e. Brimnes II). Góð jörð. Matsverð 105.000 kr. 4 ha., mikil hlunnindi, góðir ræktunarmöguleikar. Sigurður Einarsson, Hátúni 10A, Rvík. Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur 1987 Aðalfundi Taflfélags Reykjavíkur 1987, sem halda átti miðvikudaginn 11. nóvember, er frestað til föstu- dagsins 20. nóvember kl. 20. Fundurinn verður haldinn að Grensásvegi 46 og verður dagskráin óbreytt frá því sem áður var auglýst. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin. Auglýsing um kr. 50.000.000 hlutafjárútboð í Sjóefnavinnslunni hf. Hluthafafundur, haldinn í Keflavík 31. október 1987, samþykkti að auka hlutafé félagsins um kr. 50.000. 000, þ.e. í kr. 54.000.000, miðað við verðiag í nóvember 1987. Áskrift fyrir nýjum hlutum skal fara fram á skrifstofu félagsins í verksmiðjunni á Reykjanesi eða í Reykja- vík en þar hefur félagið aðstöðu að Rauðarárstíg 25, 3. hæð. Frestur til áskriftar er fjórar vikur, talið frá og með 11. nóvember 1987, en hluthafar geta nýtt forgangs- rétt sinn innan þriggja vikna, talið frá sama tíma. Nýir hlutir skulu greiðast þannig: 1) 25% við áskrift. 2) 75% með skuldabréfi til 5 ára er greiðist með fjór- um jöfnum afborgunum, 1. júní ár hvert, árin 1988, 1989, 1990 og 1991. Skuldabréfið verði verðtryggt miðað við lánskjaravísitölu í nóvember 1987 og beri 5% ársvexti. Setja skal fullnægjandi tryggingar fyrir bréfinu skv. mati viðskiptabanka félágsins. Hlutir skulu hljóða á nafn. Hækkun hlutafjár tekur eigi gildi nema áskrift fyrir 80% hlutanna fáist. Skv. 28. gr. hlutafjárlaga eiga hluthafar rétt á að skrá sig fyrir nýjum hlutum í réttu hlutfalli við hlutafjár- eign sína. Nú notar einhver hinna eldri hluthafa ekki áskriftarrétt sinn að fullu og eiga þá aðrir hluthafar aukinn rétt til áskriftar. Að því frágengnu er áskrift öllum heimil. Stjórn félagsins skiptir hlutum, ef aðilar skrá sig fyrir meira hlutafé en boðið er út, og taka aðrar nauðsyn- legar ákvarðanir um hlutafjáraukninguna. Upplýsingar um fyrirhugaða fjárhagslega endur- skipulagningu félagsins liggja frammi á áskriftarstöð- unum, auk þess sem þar eru veittar allar frekari upplýsingar. Stjórn Sjóefnavinnslunnar hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.