Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987. Dægradvöl í íslensku veiði- mannasamfélagi Vel útbúin rjúpnaskytta og til í allt. Einar Páll og Assa tilbúin á veiöar. DV-mynd S. Á íslandi hefur aldrei verið veiði- mannasamfélag nema þá það af- brigði þess sem birtist í sjómenns- kunni. Það er í raun ekki fyrr en nú á síðustu tímum sem finna má veiði- menn og þegar við þá er rætt er ekki hægt að komast hjá því að undrast ástríðu þeirra í veiðimennskuna. Þetta er þannig tómstundaiðja að ekkert annaö virðist komast að eftir að menn hafa ánetjast. Sífellt meiri tíma og peningum er eytt í veiðimennskuna þó menn játi að ýmislegt komi til baka, sérstak- •iega ef veiðimenn eru fengsælir, sem mun vera að nokkru í réttu hlutfalli við útbúnað og hve mikið er lagt í hann. Við höfðum því samband við einn með veiðibakteríuna sem við vissum að hefði allan búnað í lagi enda með þeim reynsluríkari. Einar Páll Garðarsson heitir hann og báð- um við hann að lýsa búnaði vel útbúins veiðimanns. „Númer eitt, tvö og þrjú er auðvit- að áttavitinn. Hann er nauðsynlegt öryggistæki sem menn verða að kunna á. Þá bjóða skátarnir upp á skemmtilegan pakka sem fer ekki mikið fyrir og í honum eru nokkrir nauðsynlegir hlutir, svo sem sára- umbúðir og álpoki. Þá er einnig nauðsynlegt að hafa neyðarmerkja- skot með sér en bæði er hægt að fá skot í haglabyssur og sérstaka penna. Þá er það fatnaðurinn. Sem betur fer nota flestar yngri ijúpnaskyttur gönguskó en eldri menn vúja gjarnan nota stígvél. Ég tel að skómir séu mun betri, manni verður helst aldrei kalt í þeim. Ég nota skó sem eru klæddir að innan með goretex sem heldur frá vatni en hleypir út raka. Þá er gott aö vera með legghlífar. Varðandi buxur þá hættir mörgum til að fara á veiðar i gallabuxum, sem er afleitt. Góðar buxur verða að hafa þann eiginleika að auðvelt sé að þurrka þær. Ullarfót eru mjög mikil- væg en einnig er til góður klæðnaður úr gerviefnum fyrir þá sem þola ekki ull. Þá em jakkar úr góðu efni einnig nauðsynlegir. Það er einstaklingsbundið hvaða byssur menn vilja nota en flestallar rjúpnaskyttur nota haglabyssur. Reyndar nota þeir í Mývatnssveit- inni dálítið riffla og stafar það af því aö þeir þekkja veiðisvæðið mjög vel og ganga að ijúpunni vísri. Þessir karlar þama þekkja hveija þúfu og hvert hvarf. Þá vita þeir hvernig ijúpan hagar sér eftir veðri. Talstöðvar era mjög sniðug tæki við veiðar því auk þess aö vera ör- yggistæki þá auðvelda þær veiðam- ar. Ef nokkrir eru saman í hóp geta þeir komist yfir töluvert svæði og fundið út hvar bráð er að hafa.“ Hundurinn þarfasti þjónninn Af lýsingum sumra veiðimanna má ráða að veiðihundur er nánast bráðnauðsynlegur við veiðarnar. Þetta hefur orðið til þess að auknum veiðiáhuga hefur fylgt aukinn áhugi á hundum og hundarækt. Eitt af ein- kennum hreinræktaðra hunda er einmitt hve vel þeir venjast við veið- ar og því hafa þeir sem hafa fengið sér veiðihund haft samstarf við hundaræktendur. Rétt er þó að taka fram að enn sem komið er era þaö ekki nema fáir veiðimenn sem eiga hunda. „Ég á tveggja ára tík sem heitir Assa og er Labrador. Þaö er alveg ótrúlegur munur að hafa svona hund þvi maður týnir engum fugli og allur veiðiskapur verður mun skemmti- legri. Þá er allt annaö að veiða í kjarrlendi, sem er ipjög erfitt án hunds því að þar vill allt týnast. Hundurinn finnur hins vegar alla fugla og sama á við um veiðiskap í lausamjöll. Þó að fuglinn týnist í snjónum finnur hundurinn hann. Þá sækir hann fugl út í vatn og hann hefur meira að segja kafað eftir bráð.“ Einar mælti ekki á móti því að fengurinn hefði aukist eftir að hann fékk hundinn og það jafnvel á kostn- aö félaganna en enn sem komið er er hundaeign ekki mjög algeng meðal veiðimanna. Tíkin er svo fljót að smala saman bráðinni að veiðimenn í nágrenninu eiga sér einskis ills von. Þá hefur hún fundið á auga- bragði fugla sem menn hafa verið búnir að leita lengi að. „Það er rosa- lega mikil vinna að þjálfa upp góðan hund,“ sagði Einar Páll og bætti við að hans líkamsrækt væri að mestu fyrir tilstilli hundsins. Æfingar eru nauðsynlegar Nú er ijúpnaveiðitíminn ekki nema frá 15. október til 22. desember svo að veiðimönnum er nauðsynlegt að leita annað til að halda sér í æf- ingu. Reyndar era flestir ijúpna- veiöimenn á kafi í annarri veiði, svo sem gæsaveiði, og lengir það veiði- tímabilið til mikilla muna. Það er auðvitað bráðnauðsynlegt að veiði- menn kunni að umgangast þau varasömu vopn sem þeir meðhöndla og ekki síst að þeir beri tilhlýöilega virðingu fyrir þeim. Sumir veiðimanna era jafnframt í skotfélögum og er óhætt að mæla með því að menn geri það. Nú á síð- ustu áram hefur rjúpnaveiðimönn- um og byssueigendum fjölgað og því er brýnt að kenna mönnum rétta meðhöndlun skotvopna. Mörgum hefur þótt bera við að menn sem ekki kunna með skotvopn að fara fái þau svo til viðstöðulaust í hendurn- ar. Þá er auðvitað nauðsynlegt fyrir menn, sem ætla að ná einhveijum árangri við veiðamar, að vera í góðri þjálfun. Gott líkamsástand er mikilvægt atriði vegna þess að menn era á gangi heilan dag og þurfa stundum að burðast með þungar byrðar ef veiðin hefur gengið vel. Það verður að átta sig á því áöur en lagt er af stað í veiðitúr hvað hægt er að bjóða sjálf- um sér og færast ekki of mikið í fang. Segja frá ferðum sínum Þegar farið er í veiðiferðir er mikil- vægt að láta vita af ferðum sínum og einnig um áætlaðan komutíma. „Hins vegar kemur oft fyrir að mað- ur flytur sig og fer á annað svæði sem maöur lét ekki vita af. Auðvitað er það ekki nógu sniðugt því það er mikilvægt öryggisatriði að láta vita af ferðum sínum,“ sagði Einar Páll en það getur verið mjög misjafnt hvemig veiðist eftir svæðum. Einn daginn veiðist vel á einu svæðinu en ijúpan er fljót að færa sig til og ferð- ast jafnvel á milli landshluta. Hver veiðimaður á sinn uppáhaldsveiði- stað sem hann gefur helst ekki upp. Þetta sama má reyndar segja um skipstjóra sem ekkert era að básúna hvar þeir fiska best. Veðrið ræður að sögn kunnugra mestu um hvernig gengur við veið- arnar. Rjúpan er mjög spök í miklu frosti og logni en þá vill hún kúra sig til að sleppa við orkutap, sem er henni nauðsynlegt til að lifa af hina óblíðu veðráttu hér. Rjúpan skynjar ekki liti og því er ijúpnaskyttum óhætt að vera í litskrúðugum göllum við veiðamar, það eykur öryggi þeirra. Þegar menn heíja veiðar er nauð- synlegt að afla sér eins mikillar þekkingar og unnt er fyrirfram. Áö- ur hefur verið nefnt að heppilegt er að skrá sig í skotfélög en þar geta menn lært helstu undirstöðuatriði varðandi meðferð skotvopna. Þá er nauðsynlegt aö kunna eitthvað fyrir sér í meðferð áttavita. Þeir veiöi- menn, sem spjallað var við, mæltu eindregið með því að fara á veiðar í upphafi með reyndum mönnum. Það eykur öryggið auk þess sem menn læra mun fljótar hvemig ber að at- hafna sig við veiðarnar. -SMJ Hvað kostar að gerast rj úpnaskytta? Hér á eftir fer upptalning á þeim búnaði sem rjúpnaskyttur notast við. Auðvitað er þetta engan veginn tæmandi upptalning en hún ætti þó að geta geflð einhveija hugmynd um hvemig ber að útbúast fyrir veiðar. Verðið sem upp er gefiö er til viðmiðunar en sjálfsagt er hægt að kaupa bæði dýrari og ódýrari útbúnað. Áttaviti: 1700 til 1900 kr. Pakki frá skátafélaginu sem inni- heldur: álteppi, plástur, sárabindi o.fl.: 980 kr. Neyðarmerkjaskot í haglabyssu: 580 kr. 5 i pakka Pennaskot: 1.700 kr. 10-12 skot Gönguskór: 6.000 kr. Sérstakar göngubuxur: 5.000 til 11.000 kr. Vaxjakki: 5.000 kr. Úlpur úr goretexefni: 12.000 til 20.000 kr. Einhleypa: 7.000 til 14.000 kr. Tvíhleypa: 34.000 til 130.000 kr. Talstöðvar: 15.000 kr. Vasahnífur: 1.500 kr. Lítill sjónauki: 5.000 til 6.000 kr. Rjúpnavesti: 4.000 til 6.000 kr. Bakpoki: 3.000 kr. Neyðarljós: 2.600 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.