Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1987, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987. Merming Hvað var í kerinu? Svava Jakobsdóttir: Gunnlaðarsaga 196 bls. Forlagið 1987 Saga þessi gerist í Kaupmanna- höfn og segir frá dularfullum atburðum. Sögumaður er miðaldra íslensk kona sem fer út að hjálpa dóttur sinni sem lent hefur í sér- stæðu sakamáli, ákærð um að hafa stohð ævafornu gullkeri á Þjóð- minjasafninu. Dramatísk spenna bókarinnar felst í því m.a. að hún spannar ár- þúsundir því nú á í fyrsta lagi að komast að því hversvegna dóttirin tók kerið en jafnframt að hinu, hvaða örlögþrungni atburður gerð- ist á bronsöld og kallar enn á nútímakonu að bæta úr því sem þá varð. Jafnframt þeirri spennu er hin, hvað verður um dótturina, fer hún á geðveikrahæli, í fangelsi eða hvað? Þetta er þroskasaga móð- urinnar, í gegnum dóttur sína fylgist hún með bronsaldarkon- unni Gunnlöðu og öðlast smám saman skilning á henni í gegnum blekkingavef Snorra-Eddu. í þeirri bók er fremur lítilfjörleg saga af því aö Óðinn svaf hjá jötunsdóttur þrjár nætur og átti að fá að launum þriá sopa af miði sem léði skáld- gáfu. En hann svalg þá allan mjöðinn upp og flaug burt með hann. Þessi saga má þykja ómerki- leg vegna þess að hún byggist öll á tilviljunum. En í Gunnlaðarsögu birtist aUt önnur saga á bak við hana; hvernig konungur hlýtur vígslu í kvenveldi fomaldar. Innan þess ramma em hér tínd fram alls- konar brot úr fomum goðsögum; Völuspá, Hávamálum og Snorra- Eddu, en ekki sundurlaus, ekki bara til skrauts. Þá yrðu þau ómerkileg. Hér falla þau saman í heild, sem áður var lesendum ókunn, brotin öðlast þá nýja merk- ingu. Þetta er því að þakka að höfundur hefur kynnt sér efnið vel, m.a. fomindverskar goðsögur, sem munu vera af sama stofni og norrænar, og því kemst hún út yfir arfleifð okkar. Ég er ekki dómbær um þennan goðsagnalærdóm sjálf- an, en í sögunni myndar hann samhengi, heild sem er kjami þess- arar sögu. Aldahvörf frá bronsöld til jámaldar em sýnd sem hrun kvennamenningar, upphaf karla- veldis. Þá hefst námagröftur og með honum tækniöld sem leiðir til óhugnanlegrar niðurstöðu í Tsémóbil-slysinu í nútímaþætti sögunnar. Lýsingar em myndríkar og nákvæmar. Þar ber mest á andstæðum nútíma og fortíðar svo sem eðlilegt er. í Svava Jakobsdóttir. Kaupmannahöfn nútímans er jafn- vel náttúran (í lystigörðum) daunill og deyjandi úr mengun. Þetta speglast á ljóðrænan hátt í brons- aldammhveriinu eftir áfallið, þar sem skáldað er á frumlegan hátt upp úr upphafi Völuspár (bls. 50-51). En í nútímanum er einkum lýst sóðalegum fátækrahverfum, fyrst kaffihúsi þar sem sögumaður finnur hæli hjá veitingakonunni Önnu, og síðan niðumíddasta hluta versta slömmsins, þar sem eitur- lyíjaneytendur hirast. Sá staður er beinlínis kallaður Helvíti og sögu- maður eltir þar þöglan fylgdar- mann. Fleira minnir hér á heljarkviðu Dantes, umhverfið er óljóst, þar sjást aðeins einstakar persónur: „Fyrst er það hávaðinn. Rokktónlist skellur á mér eins og barsmíð. Síðan mslið sem golan sópar saman í gráan svelg á hominu og rykið sem sest í vitin og á mig alla. Á auga- bragði er ég sveipuð hjúpi úr gráu ryki. Hér er fólk ekki í hópum. Ein og ein mannvera situr á gangstétt eða stendur upp við húsvegg. Og þó að tvær eða fleiri sjáist saman er samt eins og hver sé út af fyrir sig. Húsin híma hrörleg og ömur- leg. Það er á þeim feigðarsvipur og shtróttur er andardrátturinn út úr húsaportum." (bls. 123). Það er merkilegt umhugsunar- efni að kjami þessarar lýsingar er rangsnúin maddonnumynd: „sýnin laust mig eins og högg í bringspal- imar. Ung stúlka sat eins og þúst á jörðinni með komabam upp við bert magurt brjóstið.j...] Horíöi á okkur svipbrigðalausu augnaráði undan ógreiddum hárflóka.“ Þann- ig er lesendum færður heim sannur um að þetta sé helvíti. í umhverfi Gunnlaðar ber hinsvegar mest á kyrrð og friði (t.d. bls. 130); „Sem silfurregn hmndu geisl ar tunglsins niður á milli greina trjánna. Síðan var sem ég gengi skínandi tjamir milli einstakra tijáa og loks var ég komin út á reginhaf mánans er heiðin öll laugaði sig í víðfeðmri birtunni. Á þessari nóttu svaf ekkert kvikt. í rauðu og gulu lyngbeði sínu vakti hvert smáblóm. Smá- fuglar sem spmttu upp tístandi og þutu milli þúfna settust strax aftur [...] Allt beið þess eins og ég að hinn dýri safi mánans Bókmenntir örn Ólafsson flæddi yfir barma og miðlaði okkur af ofgnótt sinni.“ Athugið að sagt er frá smágerð- um lífverum, það sýnir friðinn, einnig litfegurðin; rautt, gult og silfur á móti gráma nútímans. í stúf viö þetta stingur flóttalegur skuggi Óðins sem læöupokast í grenndinni. Lýsingar þessa brons- aldarlandslags færast yfir í ógur- legan storm (bls. 105-6) sem er fyrirboði umskiptanna sem verða við vígslu Óðins og svik. Það ber mjög lítið á því þegar horfið er á milli þessara tveggja heima, umskiptin sjást helst á nöfnunum. Nútímakafla lýkur um kvöld, síðan hefst fomaldarkafli um nótt. Með þessum hætti verður áþreifanlegra hvílíkt erindi þessi fomaldartíðindi eiga viö nútímann, hvemig persónur tveggja tíma tengjast, enda fer sögumaður æ meir að sjá nútíma sinn í Ijósi fom- aldaratburðanna. Þar við bætist að lýsingar nútímans era af goðsagna- tagi eins og áður segir. Sérstaklega vel gerð þótti mér fyrsta lýsing umskiptanna (bls. 21-2). Fyrst er lýst hvirfmgarmynstrinu sem al- gengt er á fomgripum frá þeim tíma, en þaö er forboði þess hvem- ig Dís sogast eins og í hringiðu inn í bronsöldina. Hún horfir í spegil frá þeim tíma og í speglinum birtist - ekki hennar andlit heldur ann- arrar konu, munurinn myndar óp, augun sýna botnlausa örvæntingu, og halda Dís fastri, draga hana til sín yfir aldahaf. Þetta er mjög vel útfært. Persónur era nær allar konur. Þar ber mest á sögumanni, sem ég held aö verði einfaldlega best kallaður gljá- tík. Aðaláhugamál hennar erii að ná hagstæöum samningum í her- mangi og hún virðist tilbúin að fóma dóttur sinni til þess. Svo hugsar hún mest um fín fót og búð- ir og er frábitin menningarfyrir- bæram, svo sem söfnum og bókum. En þegar á bjátar hverfur hún frá yfirstéttarhóteli sínu inn í alþýð- lega krá. Öðlast samstöðu við alþýðuna, hættir að vera hrædd við unglinga, tekur hamskiptum til skilnings, eins og áður segir. Það er algengt að hafa í sögumiðju slíka ósérkennilega persónu, hún á þá gjaman að vera nokkur eftirmynd venjulegra lesenda og þeim til fyr- irmyndar í sinnaskiptunum. Dóttir hennar, Dís, og alþýðukon- an, Anna, sem tekur sögumann upp á arma sína, era báðar göfgaðar, einhliða persónur, alltaf eins, enda til fyrirmyndar. Hvar er þá líf? Ekki í bronsaldarfólkinu. Aðalper- sóna þess, Gimnlöð, opnar okkur huga sinn hvað eftir annað, en þar birtist einkum fögnuður yfir um- hverfi hennar, sem hinsvegar mjög lítið sést af, helst hofgyðjuhlutverk hennar og tilhlökkun til að vígja Óðin konung. Ein skýring á því hve einhliða persónumar era er að þær renna saman. Dís segir frá Gunn- löðu, og lifir sig alveg inn í hana, og móðirin smám saman líka. Þetta er nátengt meginatriði bókarinnar, að því er mér virðist, boðskap um kvennasamstöðu. Konur hafa sam- eiginlega dulvitund, sem nær aftur í öróf alda, þannig komast þær aft- ur fyrir elstu ritaðar heimildir, sem era sögufalsanir karla. Um hvað á kvennasamstaðan að vera? Fljótt á litið mætti ætla að hér ríkti hinn rammasti aftur- haldsboðskapur, um afturhvarf til gullaldar kyrrstöðu. Mikið er talað um eilífa hringrás sem einkenni kvennamenningu. En nánar að gáð er þó skáldskaparmj öðurinn meg- inatriði, eða kerið sem hann er í, tákn fyrir sköpun; þ.e. frelsi og framlega hugsun. En vissulega er þetta afstrakt, mér finnst að lesendum sé efdrlátiö mikið svigrúm í túlkun sögunnar. Og hitt, hve einhliöa persónurnar era, og hve einhliða mynd brons- aldársamfélagsins er, það held ég að takmarki töluvert dramatískan kraft verksins. Að vísu kemur ljóð- ræn fegurð lýsinganna til að fylla þessa mynd bronsaldar, en þó getur hún ekki verið mótvægi við nei- kvæða mynd nútímans. Enda er það sjálfsagt ekki ætlunin, það mótvægi birtist í fijórri kvenna- samstöðu. Þetta er listavel skrifuð bók, sum- ar lýsingamar hljóma í huga manns eins og ljóð að loknum lestri. Hún er auðlesin og spenn- andi, en margraddaö bergmál milli nútíðar og fortíðar nýtur sín best við umhugsun og endurlestur. Sönggleði og soig Frá tónleikum Kammersvettar Reykjavíkur Tónleikar á vegum Kammer- sveitar Reykjavíkur era nokkum vegin trygging fyrir góðri skemmt- un. í það minnsta man ég ekki eftir að það brygðist. Kvöldstund með Mozart var auðvitað engin undan- tekning frá þeirri reglu. Þama vora fluttir þrír kvintettar fyrir blásara og strengjakvartett, Homkvintett- inn, Óbókvintett (saminn upp úr blásaraserenöðu) og Klarinett- kvintettinn frægi. Á undan verk- unum flutti Gunnar Eyjólfsson leikari samantekt um Mozart, gerða af Þorsteini Gylfasyni, sem kom sér vel. Homkvintettinn er líklega sístur þessara verka þó aö hann sé auðvit- að fallegur. Og hann var leikinn með miklum kærleik af Josep Ognibene og kvartett undir forastu Símonar Kurans. Óbókvintettinn í c-moll er sam- inn fyrir óbó, fiðlu, tvær víólur og selló en ég er ekki frá því að það séu til tvær aðrar útgáfur af verk- inu, önnur fyrir blásara, hin fyrir strengi. En eins og það var þama datt manni ekki eitt augnablik í hug að það væri ekki upphaflega Tónlist Leifur Þórarinsson gert fyrir óbó í aðalhlutverki. Óbó- leikur Kristjáns Stephensen var líka svo sannfærandi. Þar var allt á hreinu, tónninn mikill en léttur þó, hvergi blettur eða hrukka á tæknibrögðum. En það sem skipti þó mestu var að Kristján náði að tjá okkur sönggleðina og sorgina sem býr í hverri tónhendingu eöli- lega og án þess aö ofgera í einu eða neinu. Klarinettukvintettinn í A-dúr kom svo síðast og hann er vita- skuld best þekktur af þessum verkum, bæði hér og annars stað- ar. Allir klarinettleikarar með sjálfsvirðingu hafa leikið hann á einum eða öðrum staö og þama var Guðni Franzson, aö ég held, aö leika hann í fyrsta sinn. Hann gerði sannarlega margt fallega þó hann næði kannski ekki alveg að töfra mann upp úr skónum. Helstu hnökrar vora, að ég held, að hljóð- færin stemmdu ekki alveg saman á köflum. Það var eins og munaði brotabroti úr tóni. Þaö haföi slæm áhrif á heildina, skapaði visst ör- yggisleysi. Strengjakvartettinn (enn undir forastu Símonar) hefði mátt vinna þetta ívið betur. En kammersveitin má vera stolt af þessum tónleikum og eftir því sem séð verður á boðuðum efnis- skrám ætlar hún ekki að bregöast okkur í vetur frekar en fyrri dag- inn. LÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.