Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1987, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1987.
Fréttir
Otti víða um land:
Trillukarlar sækja meira
af kappi en forsjá
Víða um land er fólk óttaslegið
vegna sókndirfsku trillukarla sem
nú keppast við að ná 60 tonna árs-
afla fyrir 15. desember þegar
róðrarbann kemur á þá. Arthúr
Bogason, formaður Landssam-
bands smábátaeigenda, sagði að
stjórn sambandsins bæri ugg í
brjósti vegna þessa því ljóst væri
að trillukarlar væru farnir að láta
pappíra og reglugerðir ráða meiru
- til að ná sér í 60 tonna ársafla sem viðmiðunartölu
en veðri og vindum um hvoft þeir
róa eður ei.
Samkvæmt heimildum DV hefur
verið farið fram á það við nokkra
alþingismenn að þeir fari upp utan
dagskrá á Alþingi og taki þetta mál
fyrir.
í frumvarpsdrögum sjávarút-
vegsráðuneytisins um skipulag
veiða báta undir 10 tonnum í nýju
fiskveiðistefnunni segir að út-
gerðaraðilar báta undir 6 brúttó-
lestum, sem aflað hafa 60 lestir á
þessu ári, skuli falla undir ákvæði
báta, 8 til 10 tonn að stærö. Því
skiptir það sköpum fyrir þá sem
eru á minnstu bátunum að ná 60
lesta markinu.
Nái þeir því mega þeir stunda
netaveiðar, annars ekki. Eins fá
þeir aðeins 40 lesta árskvóta ef þeir
ná 60 lesta markinu ekki en kom-
ast á mun stærri kvóta ef þeir ná
markinu. Því keppast menn á bát-
um undir 6 lestum við að ná þessu
aflamarki. Það eru aðeins tvær vik-
ur síðan þeir fengu að vita um þetta
mark en ef þeir hefðu fengið að
vita um þetta fyrr á árinu hefði
ástandið verið öðruvísi.
Dæmi eru um að trillukarl frá
Vestfjörðum hafi farið 25 sjómílur
á haf út á 5 tonna trillu á dögunum
vegna þess að engan fisk var að fá
á grunnslóð. Á þessum árstíma er
þetta mikið hættuspil.
Þá er dæmi um trillukarl á N-
Austurlandi sem var farinn að
sækja ógætilega vegna þessa.
Nokkrir félagar hans, sem komnir
voru yfir markið, lönduðu sínum
afla í gegnum hann til að koma
honum yfir 60 lesta markið.
-S.dór
Dælustöðin sem verið er að reisa við Skúlagötu. DV-mynd GVA
Reykjavík:
Nýjar skólplagnir
við norðurströndina
Nú er unnið að þvi að leggja nýja
skólplögn frá Laugarnesi að Kalk-
ofnsvegi. Búið er að reisa dælustöð
inni í Laugarnesi og nú er unnið að
því að reisa aðra á móts við gamla
útvarpshúsið á Skúlagötu 4. Þessum
framkvæmdum á aö vera lokið um
mitt ár 1988.
Samkvæmt upplýsingum Sigurðar
Skarphéðinssonar hjá borgarverk-
ingi leysir þessi nýja skólplögn af
hólmi allar minni útrásir á þessari
leið sem einungis hafa flutt skólp
10-15 metra frá ströndinni. í framtíð-
inni mun skólp fara 300-400 metra á
sjó út sem þýðir að þessi hluti norð-
urstrandlengjunnar meðfram
Reykjavíkurborg verður hrein.
HeÚdarkostnaður vegna þessa
verks mun vera um 300 milljónir
króna.
-J.Mar
Lúsafaraldur á Akureyri
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það er rétt að þetta er eitthvað
meira en venjulega en engar tölur
höfúm við þar að lútandi," sagði
Hjálmar Freysteinsson, læknir á
Akureyri, en hárlúsafaraldur hefur
veriö í bænum að undanförnu.
Hjálmar sagði að hárlúsafaraldur
væri árviss á Akureyri en á haustin
er fylgst með því hjá skólabörnum
hvort slíkt á sér stað. „Það var stærri
hópur, sem nú fannst með lús, en
verið hefur undanfarin ár,“ sagði
Hjálmar en bætti því við að ekkert
benti til annars en að tekist hefði að
komast fyrir þennan'faraldur núna.
Samtök fiskeldis- og hafbeitarstöðva:
Ósannað að eldisfiskur
blandist villtum laxi
segir Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri
„Þessi ályktun er ekki nógu góð
því að í henni eru fullyrðingar án
þess að þær séu rökstuddar. Það er
líka alvarlegt þegar fiskifræðingar
frá tveimur stofnunum, sem vinna
að rannsóknum á sviði fiskifræði,
standa að svona fullyrðingum,“ sagði
Friðrik Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri samtaka fiskeldis- og hafbeitar-
stööva, í samtali við DV.
Friðrik var spurður álits á ályktun
sem samþykkt var á aðalfundi Land-
verndar frá síöustu helgi, þar sem
því er haldið fram að náttúrulegir
laxastofnar á íslandi séu í hættu
vegna blöndunar við eldis- og haf-
beitarfisk.
Friðrik sagði að sú fullyrðing að
arfgengir eiginleikar náttúrulegra
laxastofna gætu spillst við blöndun
væri algerlega ósönnuð. Hann benti
á að við náttúrulegar aðstæður væri
alltaf nokkuð um flakk fiska á milli
vatnakerfa og taldi hann að shkt
flakk gæti átt við allt að 10% af fiskin-
um. Náttúrulegt flakk sagði Friðrik
vera til þess að viðhalda breidd á
erfðafræðilegum eiginleikum því að
ella myndu stofnarnir úrkynjast
vegna innri skyldleika.
„Það er alvarlegt ef fiskifræðingar
byggja fullyrðingar af þessu tagi á
óstaðfestum getgátum og ég get ekki
samþykkt þessar fullyrðingar," sagði
Friðrik.
Þá benti hann á að enda þótt eldis-
fiskur eða hafbeitarfiskur gengi í ár
væri ósannað að hann tímgaðist með
náttúrulegum fiski ánna. Friðrik
sagði að hér á landi hefði enginn yfir-
sýn jdir stöðu náttúrulegra laxa-
stofna, ekki væri vitað hve margir
þessir stofnar væru, hvort þeir væru
bundnir við hverja veiðiá eða hvort
þeir væru færri. „Það þarf að gera
úttekt á þessum stofnum, við þurfum
að vita hve margir stofnamir eru og
gera okkur grein fyrir erfðafræðileg-
um eiginleikum þeirra. Þetta verður
að gerast og fyrr en þessi vitneskja
liggur fyrir er ekkert hægt að full-
yrða um þessi mál,“ sagði Friðrik og
bætti því við að samtök fiskeldis-
stöðva, veiðiréttareigendur og
stangaveiðimenn ættu að taka hönd-
um saman í þessu máli.
-ój
Laxveiðar útlendinga hér á landi:
Minnkandi áhugi Bandaríkjamanna
- léleg veiði og hærra verð orsökin
„Eg held að þetta verði þungur
róður,“ sagði Sigurður Fjeldsted í
samtali við DV þegar hann var
spurður hvernig útlit væri með sölu
á veiðileyfum til útlendinga í íslen-
skar laxveiðiár komandi sumar.
Sigurður hefur haft milligöngu um
sölu veiðileyfa í Bandaríkjunum
undanfarin ár og sagði hann að útlit-
iö í sumar væri heldur dökkt. „Þetta
er auðvitað upp og ofan eftir ám,
sumar árnar hafa nokkra sérstöðu
því að þar hefur veiðst vel og þar er
stór fiskur, sá stóri dregur að,“ sagði
Sigurður.
Vegna lækkunar dollarans sagði
Sigurður að menn væru að hækka
veiðileyfin og það í kjölfar lélegrar
veiði nokkur síðustu ár yki ekki lík-
umar á sölu veiðileyfanna. Sagði
hann að allmargir Bandaríkjamenn,
sem hingað hafa komið undanfarin
ár, ætluðu ekki að koma aftur.
Sigurður sagði að þó væri aukinn
áhugi meðal Evrópumanna fyrir að
koma hingað til laxveiða og kynni
það að laga stöðuna eitthvað.
Misjafnlega gekk í fyrrasumar að
selja leyfi til útlendinga og í einstaka
á gekk það illa. Þar vantaði veiði-
menn um lengri eða skemmri tíma
Einnig spillti frekar dræm veiði í
fyrrasumar fyrir sölumöguleikum
næsta ár og það að viðbættu hækk-
uðu dollaraverði gefur ekki ástæðu
til bjartsýnium sölu leyfanna. -ój
Þung aukaútgjöld ríkisins framundan vegna Irfeyrissjóðs ríkisstarfsmanna:
Kosta rikið 1,5 milljarða aukalega
Jón Baldvin Hannibalsson fiár-
málaráðherra sér fram á þung
aukaútgjöld ríkisins vegna lífeyris-
sjóðs ríkisstarfsmanna.
„Ekki er unnt að segja til um það
með nákvæmni hversu háa fiár-
hæð hér er um að ræða en ekki
kæmi það á óvart að heyra tölu á
bilinu einn til einn og hálfur millj-
arður nefnda í þessu sambandi,"
sagði ráðherrann í fiárlagaræðu
sinni á Alþingi í fyrri viku.
Bráðabirgðaákvæði er um Líf-
eyrissjóö starfsmanna ríkisins í
tillögum að lagafrumvarpi svokall-
aðrar 17-manna nefndar um breyt-
ingar á lífeyrissjóðakerfinu.
Ríkisstjórnin hefur heitið því að
vinna að framgangi þeirra tillagna.
„Samkvæmt ákvæði þessu ber
fiármálaráðherra að semja við
samtök opinberra starfsmanna um
þær breytingar er þá snerta og skal
miða þá samninga við að heildar-
kjör starfsmanna ríkisins raskist
ekki,“ sagði Jón Baldvin.
„Náist slíkir samningar ekki
skulu þau réttindi sem nú eru
bundin í lögum haldast haldast
óbreytt en gerðardómur meta og
ákveða það iðgjald, sem ríkissjóður
skuli greiöa lífeyrissjóðnum og
nægja á til að standa undir þeim
réttindum sem hann veitir.
Það hefur löngum verið ljóst að
lífeyrisréttindi opinberra starfs-
manna eru langt umfram það sem
borið verður uppi af iðgjöldum eins
og þau eru nú. Mismunurinn er
greiddur með svokallaðri verð-
tryggingu atvinnurekenda, það er
ríkissjóðs.
Framangreint ákvæði úr laga-
frumvarpi 17-manna nefndarinnar
þýðir einfaldlega að þessi mismun-
ur skuli framvegis greiddur af
ríkissjóði með hærra iðgjaldi eða í
hærri launum ef um það semst að
breyta réttindareglunum. Hvor
leiðin sem farin verður mun leiða
til stórfelldra greiðslna úr ríkis-
sjóði umfram það sem að óbreyttu
hefði orðið.
Þessi útgjaldaauki er tímabund-
inn og stafar af því að hinar
hækkuðu iðgjaldagreiðslur koma
til viðbótar við þá verðtryggingu,
sem greidd er vegna þeirra sem
hafið hafa töku lífeyris eða hefla
töku lífeyris, sem þeir hafa unnið
sér rétt til, fyrir gildistöku laganna.
Tímabil þessarar tvöfóldu greiðslu-
byrði verður því ærið langt.“
-KMU