Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1987, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1987.
5
Stjómmál
Agreiningur í ríkisstjóminni um niðurskurð á Iðnlánasjóði:
Friðrik áfvýjar til
fjárveitinganefndar
DV
Þingmenn
fá fimmtu-
dagsfrí
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp
á Alþingi að þingfundir falla niður
þriðja fimmtudag hvers heils starfs-
mánaðar. Fá þingmenn þar með
langt frí til, að sinna kjósendum, frá
því síðdegis á miðvikudegi til mánu-
dags.
A móti kemur að fundir verða á
föstudegi í næstu viku á eftir. Reglu-
legir þingfundir eru annars aldrei á
fóstudögum.
Þá hefur verið hrugðið frá þeirri
venju að láta alla þingfundi hefjast
klukkan 14. Fundir á fimmtudögum,
sérstakir fyrirspumafundir, munu
hér eftir heíjast klukkan 10 fyrir
hádegi.
-KMU
Friðrik Sophusson iðnaðarráð-
herra sættir sig ekki við niður-
skurð á framlögum til Iðnlána-
sjóðs.
„Ég vil láta það koma fram að ég
hef tekið þetta mál upp við fulltrúa
fjárveitinganefndar og lagt til að
framlag ríkisins á þessu ári verði
að minnsta kosti hliðstæð upphæð
og er á þessu ári,“ sagði Friðrik á
Alþingi í gær er hann svaraði fyrir-
spurn Maríu E. Ingvadóttur,
varaþingmanns Sjálfstæðisflokks-
ins, um málefni Iðnlánasjóðs.
„í fiárlagafrumvarpinu er lög-
bundið framlag ríkissjóðs til
þróunar- og markaðsdeildar Iðnl-
ánasjóðs alveg fellt niður en
framlag þetta var að upphæð 25
milljónir króna í ár en hefði átt aö
vera um 48 milljónir króna ef gild-
andi lagaákvæðum væri fylgt,"
sagði Friörik.
Hann vitnaði í athugasemdir með
fjárlagafrumvarpinu þar sem segir
að ætlun stjórnvalda sé að fella
niður sem mest af lögbundnum
framlögum og tekjustofnum og í
samræmi við það verði stefnt að
breytingum á lögum um Iðnlána-
sjóð.
„Orðalag þetta er frá fjármála-
ráðherra sem leggur fjárlagafrum-
varpiö og lánsfjárlög fram og var
ekki borið sérstaklega undir iðnað-
arráðherra fremur en önnur atriði
athugasemda frumvarpsins,“ sagði
Friðrik.
„Framlag til vöruþróunar- og
markaðsdeildar sjóðsins er nánast
eina opinbera framlagið til nýsköp-
unar og þróunar í iðnaði. Niðurfell-
ing þess í einu lagi er mjög
tilfmnanleg fyrir fjárhag sjóðsins
og tiltölulega mun meiri skerðing
en tíðkast á framlögum til annarra
atvinnugreina, svo sem sjávarút-
vegs og landbúnaðar,“ sagði
iðnaðarráðherra á Alþingi í gær.
-KMU
Egill, Páll og Eiður léttlyndir á fundi nefndarinnar.
DV-mynd Brynjar Gauti.
Þriggja manna nefnd stjórnarflokkanna:
Leitar samkomulags um niður-
skurð í landbúnaði
„Við höldum langa fundi og tíða.
Við erum ekki komnir að niður-
stöðu," sagði Páll Pétursson, formað-
ur nefndar sem stjórnarflokkarnir
settu á stofn til að ná samkomulagi
um niðurskurð á framlögum til land-
búnaðarmála.
Nefndin var skipuð eftir að Jón
Helgason landbúnaðarráðherra neit-
aði að styðja niðurskurð sem er í
fjárlagafrumvarpinu til landbúnað-
ar. Egill Jónsson er í nefndinni frá
Sjálfstæðisflokki og Eiður Guðnason
frá Alþýðuflokki.
Páll Pétursson sagði að nefndin
hefði kvatt á fund til sín fjölda
manna, fulltrúa þeirra stofnana og
framkvæmda sem væru skorhar nið-
ur í frumvarpinu.
„Við höfum rætt stöðuna við þessa
menn, í fyrsta lagi hvernig og hvort
þeir geti lagað sig að þeim aðstæðum,
sem frumvarpið gerir ráð fyrir, og
hvaða afleiðingar það muni hafa ef
fjárveiting verður óbreytt frá frum-
varpinu.
Við höfum aflað okkur mikilla upp-
lýsinga. Á grundvelli þeirra leitum
við samkomulags. Við metum hvert
tilvik í dæminu.
Okkur var líka falið að gera tillögur
um tekjuöflun ef okkur sýndist að á
henni þyrfti að halda.
Við göngum til verks á þeirri for-
sendu að styðja þá viðleitni ríkis-
stjórnarinnar að hafa fjárlög
greiðsluhallalaus," sagði Páll.
Niðurskurðarhnífur Jóns Baldvins
skar meðal annars á framlög til
framkvæmdar jarðræktarlaga og
búfjárræktarlaga, til Áburðarverk-
smiðju, héraðsráðunauta, Veiði-
málastofnunar og tilraunastarfsemi
í landbúnaði. Þar á meðal voru allar
tilraunastöðvar nema ein þurrkaðar
út úr frumvarpinu. -KMU
Tillaga Kvennalistans:
Textasímaþjónusta
fyrir heyrnarskerta
Landssímanum. Þjónustumiðstöð-
in yrði opin á skrifstofutíma en
síðan tæki Landssímavaktin við.
í greinargerð segja þær að með
textasíma hafi nýir möguleikar
opnast fyrir heyrnarskerta. Flestir
heyrnarskertir hafi þegar eignast
slíkt tæki með aðstoð Trygginga-
stofnunar. Sá böggull fylgi
skammrifl að textasími nýtist því
aðeins að annar textasími sé hinum
megin línunnar.
í þeim tilvikum sem heyrnar-
skertur maður geti ekki hringt
beint í annan aðila geti hann haft
samvinnu á milli þjónustumið- þjónustumiðstöðina sem millihð.
stöðvarinnar og textasímavaktar á -KMU
Þingmenn Kvennalistans hafa
lagt fram á Alþingi tvær þingsá-
lyktunartillögur er varða málefni
heyrnarskertra. Þórhildur Þor-
leifsdóttir er fyrsti flutningsmaður
beggja tillagnanna.
Önnur tillagan er um að komið
verði á fót þjónustumiðstöð fyrir
heyrnarskerta þar sem veitt yrði
textasíma- og túlkaþjónusta.
Hin tihagan er um að koma á fót
textasímaþjónustu í tengslum við
Landssímann (02) allan sólarhring-
inn.
Kvennalistakonur hugsa sér
Virðisaukaskattur í stað
söluskatts eftir rúmt ár
Úr Kjósarsýslu;
Framsóknarfélag Kjósarsýslu
fagnar því að ríkisstjómin skuli
hafa frestað álagningu söluskatts
á matvæli. Telur aðalfundur fé-
lagsins að slík skattlagning eigi
alls ekki að eiga sér stað.
„Aðrar leiðir eru farsælh, svo
sem stóreignaskattur, hærri tolla
á lúxusvarning og hert eftirlit
með innheimtu söluskatts,“ segir
í samþykkt fundarins.
-KMU
Virðisaukaskattur tekur við af
söluskatti eftir rúmt ár nái áform
ríkisstjórnarinnar fram að ganga.
Jón Baldvin Hannibalsson fjármála-
ráðherra hyggst á þessu þingi leggja
fram stjórnarfrumvarp um virðis-
aukaskatt sem miðast við gildistöku
1. janúar 1989.
„Brestir núverandi söluskattskerf-
is eru svo alvarlegir og ágallarnir svo
miklir að ekki er um annað að ræða
en að byggja upp nýtt kerfi, taka upp
virðisaukaskatt," sagði Jón Baldvin
i ftárlagaræðu sinni á dögunum.
Þetta verður í fjórða sinn sem virð-
isaukaskattsfrumvarp er lagt fyrir
Alþingi. Þrisvar hefur verið reynt
áður en án árangurs, síðast í fyrra.
Þá dagaði virðisaukinn uppi eftir að
hann hafði sætt talsverðri gagnrýni,
ekki síst úr herbúðum stjórnarliðs-
ins.
Gagnrýnin beindist einkum að
hliðarráðstöfunum en einnig að
skatthlutfallinu sem þá var ráðgert
24%.
„Við undirbúning málsins nú er
mjög byggt á fyrra frumvarpi en
miðað við að skatthlutfallið verði
mun lægra, eða 21 til 22%,“ sagði Jón
Baldvin.
-KMU
L OFTLJ ÓSUM OG L ÖMPUM
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121
Verð frá kr. 1.746,-
Litir: hvítt, svart, rautt.
JIS
KORT
Verð
1.350,-
Simi 10600