Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987. Fréttir Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri: Mengun í fjörum landsins komín á hættulegt stig - gæti skaðað ímyndina um ómengað haf umhveifis ísland í ávarpi sínu viö upphaf þings Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands í gær sagöi Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri aö mengun færi vaxandi í fjörum landsins. Væri hún komin á það stig aö þaö gæti skaðað þá ímynd sem komiö hefur verið á um ómengaö haf umhverfis land- iö. Magnús sagði aö álit þeirra, sem til skipstjórnarmanna og baö þá eru aö kaupa fiskinn af okkur, að athuga þetta mál vel. gæti breyst okkur í óhag ef þessi þróun héldi áfram. Siglingamála- stjóri var þarna að beina máh sínu Hann sagði í örstuttu viðtali við DV að þarna væri vaxandi vanda- mál á ferðinni og að til væru bæði Ijósmyndir og tölur úr rannsókn- um sem staðfestu þetta mál. -S.dór Hópur 32 þmgmanna: Vona að hann haldi saman - segir Karl Steinar Gudnason „Ég get aö sjálfsögöu ekki sagt hefur verio „ „„ annaö en að ég vona að hann haldi að hópur 32ja þingmanna skuli saman þegar iruinvar])iö kemur til skrifa valdalausri nefnd slíkt bréf. kasta Alþingis. Ég tel nauðsynlegt Því er haldið fram að ef þing- að afiiema það óréttlæti sem norð- mennirnir afnema norður/suðurl- ur/suöurlinan hjá togurunum er. ínuna verði að breyta ýmsu öðru í Það gengur ekki aö togari sem seld- frumvarpinu í framhaldi af því og ur er af Suðurlandssvæöinu fái ekki er talið víst að hópurinn haldi sjálfkrafa hærri kvóta ef hann er saraan um þær aögerðir. keyptur á norðursva3ðið,“ sagöi Enn hefur ráðgjaíarnefiidin ekki Karl Steinar Guðnason alþingis- lokið störfum og einhveijir dagar maður í samtali við DV. í að frumvarpiö verði lagt fram á Þingmannahópurinn hefur verið Alþingi. Núverandi lög um fisk- gagnrýndur nokkuð undanfariö veiðistefnunarennaútumáraraót- fyrirbréfiðsemhannsendiráðgjaf- in og því nauðsynlegt að Alþingi amefndinni við undirbúning að samþykki ný lög fyrir jólafri þing- mótun fiskveiðistefnunnar. Bent manna. -S.dór á Qh fnr/Siilöof Eigum í sam- keppni við hval- ina um fiskinn -sagði HalldórÁsgrímsson sjávarútvegsráðherra í ávarpi sínu á þingi Farmanna- og fiskimannasambands íslands í gær kom Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra nokkuð inn á hvala- málið. Hann sagði í því sambandi að rannsóknir í Noregi hefðu sýnt að ern hrefna æti 40 lestir af fiski á ári. Hér við land er talið að séu 10 til 15 þúsund hrefnur og því er hér ekki um neinn smáafla að ræða. Hann sagði þetta ekkert smáræði þegar það væri borið saman við það sem nú yrði að skammta bátunum með kvótanum og þá væri ljóst að hvalirnir heföu yfirhöndina. Því væri ekki hægt fyrir okkur íslend- inga að leiða þetta mál hjá okkur. Halldór gagnrýndi einnig þær þjóð- ir sem væru að amast við hvalveið- um okkar. Hann sagði það sína skoðun að til lítils væri að vera í öryggissamstarfi við þjóðir sem ekki skildu í hveiju lífsafkomuöryggi okkar væri fólgið, sem væri í fiskin- um í hafinu umhverfis ísland. Loks bað hann menn láta af inn- byrðis deilum um skiptingu auðhnda okkar. Ef menn stæðu í slíkum deil- um væri hætta á að brysti í böndum hjá þjóðinni. -S.dór Fundarmenn á þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins í gær. Þingið stendur fram á föstudag. DV-mynd GVA Þing Farmanna- og fískimannasambands íslands: Vara við að leggja verð- jöfnunarsjóðinn niður -sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður sambandsins, í ræðu sinni Þing Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands var sett í gær. Guðjón A. Kristjánsson, formaður sambandsins, setti þingið og sagði hann meðal annars í ræðu sinni að hann varaði við að verðjöfnunarsjóð- ur fiskiðnaðarins yrði lagður niður. Hann kom fram með þá hugmynd að skipta sjóðnum á landshluta til að slá á þá gagnrýni sem komið hefur frá fiskvinnslunni á sjóðinn, einkum er varðar rækju og hörpudisk. Hann sagði öðru máli gegna með verðjöfn- un á framleiðslu botnfiskafurða. Guðjón kom inn á norður/suður línuna hvað varðar kvóta togaranna og sagði bréf 32ja alþingismanna á dögunum til valdalausrar nefndar furðulegt plagg. Hann varaði við að breyta eða leggja þessa línu niður. Hann sagöi nauðsynlegt að skoða vel frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórnun fiskveiða en sagði ljóst að ekki væri vilji til mikilla breytinga á frumvarpinu. Hann gagnrýndi Landssamband íslenskra útvegsmanna fyrir að vilja afnema frjálst fiskverð og sagði ljóst að fiskvinnslan ætti meiri ítök innan Landssambands íslenskra útvegs- manna en sjálfstæðir útgerðarmenn. Þing Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands mun standa fram á fóstudag. -S.dór Andstæðingar fengu bjómum frestað Þrátt fyrir að bjórfrumvarpið væri á dagskrá neðri deildar Al- þingis í áttunda sinn í gær tókst ekki að ljúka fyrstu umræðu um málið og afgreiða það til nefndar. Flutningsmenn frumvarpsins urðu fyrir miklum vonbrigðum þegar varaforseti deildarinnar, Óli Þ. Guðbjartsson, varð viö ósk Stef- áns Valgeirssonar, eins harðasta andstæðings bjórsins í þinginu, um að fresta umræðunni. Þetta var um klukkan hálfsjö í gærkvöldi. Stefán hafði áður lýst því yfir að óeðlilegt væri að halda umræðunni áfram. Spurði hann hvort málið ætti að hafa sérstakan forgang. Lið- in væri klukkustund fram yfir venjulegan fundartíma. Kvaðst Stefán þurfa að sinna öðru erindi og því ekki geta tekið frekari þátt i umræðunni. Sighvatur Björgvinsson varaði forseta sterklega við því að gefa fordæmið meö því að fresta málinu. Benti hann á að þingmaðurinn hefði þegar talað tvisvar um málið og hefði því samkvæmt þingsköp- um aðeins rétt til að gera örstutta athugasemd með sérstöku leyfi for- seta. Geir H. Haarde, annar flutnings- maður bjórfrumvarpsins, sagði að það væri eitthvað annað en að þetta mál hefði haft forgang. Það hefði verið á dagskrá 21. október, 26. og 28. október, 2. nóvember, 5., 17. og 18. nóvember og loks nú. Fór hann fram á að reynt yrði að ljúka fyrstu umræðu um málið á þessum fundi. Hann sagði helstu andstæðinga málsins hafa þegar talað í tví- gang. Ólafur Þ. Þórðarson kvaðst vilja mótmæla því að andstæðingar málsins hefðu gert eitt eða neitt til að koma í veg fyrir að það færi til nefndar. Hreggviður Jónsson sagði alrangt að andstæðingar hefðu reynt að tefja máliö. Það hefði hins vegar haft algjöran og óeðlilegan forgang. Geir Haarde sagði þá full- yrðingu Hreggviðs algjöra fjar- stæðu. Sighvatur Björgvinsson efaðist um að nokkurt mál hefði verið jafn- oft á dagskrá deildarinnar og þetta. Sagði hann ekki með öllu vansa- laust hversu erfiðlega virtist ganga að láta Alþingi taka afstöðu til bjórsins. Væri það ekki til að auka álit almennings. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.