Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987. 7 r>v Fréttir Þingmönnum kynntar breytingar á nýbyggingu Alþingte: Götuhliðar fái yfir- bragð þriggja húsa Alþingismenn skoða þessa dagana greinargerð og teikningar sem lýsa því hvernig hugmyndir að nýbygg- ingu Alþingis hafa þróast frá því að hönnunarvinna hófst á grundvelli verðlaunatillögu Sigurðar Einars- sonar arkitekts. „Verðlaunatillagan og forsendur í samkeppnisgögnum hafa verið skoð- aðar nánar af starfsfólki Alþingis og skrifstofustjóra, sem unnið hafa nýja húsrýmisáætlun í samvinnu við húsameistara ríkisins og arkitekt nýbyggingarinnar," segir í greinar- gerðinni, sem unnin er hjá húsa- meistara ríkisins. Umsjón með verkinu hafði Magnús K. Siguijóns- son. „Á þessum nýja grunni hefur Sig- urður Einarsson nú þróað nýjar teikningar sem kallast frumáætlun, því verkfræðilegri hönnun á því hönnunarstigi er nú lokið. Eins og fram kemur í teikningun- um hefur innra fyrirkomulag húss- ins tekið allmiklum breytingum. Form hússins og burðarvirki hefur hins vegar htið breyst, því verð- launatillagan var frá upphafi sveigj- anleg með tilliti til nýtingar." Hugmyndum að breyttu útliti hússins er lýst svo: „í verðlaunateikningunni virka götuhliðar byggingarinnar samfelld- ar. Hugmyndin er nú að bijóta götu- hliðarnar upp með því að draga þær inn viö stigahúsin, sem jafnframt fengju hærra ris og yrðu klædd með gleri. Þannig fengju götuhhðarnar yfirbragð þriggja húsa. Bakhhð nýbyggingarinnar var í verðlaunateikningunni ein samfehd hlið. í hugmyndinni er nú bakhhðin brotin upp og fær hún yfirbragð þriggja húsa, ólíkra að lögun.“ -KMU kvæmt nýju hugmyndunum, við hlió gamla Alþingishússins séð frá Austurvelli. Óánægja með sveinspróf í vélvirkjun: Prófað í því sem ekki var kennt - segja iðnnemar Óánægja er meðal iðnnema vegna sveinsprófs í vélvirkjun en óvenju- mikið fall var í prófi í þessari grein sem haldið var í vor. Féllu þá 5 nem- endur af þeim 19 sem gengust undir prófið. „Við höfum sent bréf til Iðn- fræðsluráðs og reynt að þreifa á málinu en ekki fengið nein svör. Máhð er á könnunarstigi," sagði Pét- ur Halldórsson, framkvæmdastjóri Iðnnemasambands íslands, í samtali við DV þegar hann var spurður um þetta mál. „Við höfum athugasamdir fram að færa um mörg atriði varðandi prófið. Það var óeðlilegt fall i þessari grein en fimm af nítján nemendum féllu á prófinu. Við ætlum að reyna aö ná fram leiðréttingu en þama eru marg- ir hlutir sem þarf að skoða,“ sagði Pétur. Pétur sagði ennfremur að prófið hefði lotið að málum sem nemendur hefðu ekki fengið fræðslu í og hefðu ekki verið kennd í náminu. „Þeir hafa ekki kært prófið, það væri eðlilegasta leiðin,“ sagði Sig- Norrænir dagar á Reyðarfírði Vigfús Ólafeson, DV, Reyöaifirði: Nýlokið er norrænum dögum á Reyðarfirði á vegum Norræna félags- ins. Þeir hófust sl. fóstudag með myndasýningu frá Færeyjum. Hjört- ur Pálsson hélt erindi og kynnti myndirnar. Einnig voru sýndar norrænar kvikmyndir. Sýningarnar voru á laugardag, sunnudag og þriðjudag. í bóksafninu verða útlán á norrænum bókum til áramóta. Myndasýning og kvikmyndir vom í Félagslundi. urður Kristinsson, formaður Iðn- athugavert við þetta próf og ég tel semekkivarkennt,“sagðiSiguröur. fræösluráös. „Það var ekkert ekki að prófað hafi verið í einhveiju -ój Slys gera ekki boð á undan sér! 9 9 m|UMFEROAR a rAÐ ÖKUM EINS 00 MENNI HEMIAHWTIRÍ VÖRUBÍIA • Hemlaborðar í alla vörubíla. • Hagstætt verð. • Betri ending. Stilling Skeifunni 11,108 Reykjavik Símar 31340 & 689340

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.