Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987. 9 ______________________________________Útlönd Sjómenn í Danmörku mótmæla enn Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmarmahöfn: Sjómenn í Danmörku, sem fylkt hafa flskiskipum sínum aö Löngu- línu í Kaupmannahöfn undanfarna daga, mótmæla áfram. í dag er reiknað með að rúmlega hundrað skip liggi við Löngulínu og eru fulltrúar tvö hundruð áhafna þar saman komnir. Er mótmælt hinni slæmu stöðu sjómanna þar sem of mörg skip eru um of lítinn veiði- kvóta sem ákveðinn er af Evrópu- bandalaginu. -Formenn hinna tveggja sjómanna- sambanda í Danmörku áttu fund með Lars P. Gammelgaard sjávarútvegs- ráðherra fyrir helgi og náðu sam- komulagi þar sem ríkið er reiðubúið til að borga þeim sjómönnum verð- laun eða styrk sem leggja bátum sínum fyrir 1. febrúar á næsta ári. Er reiknaö með fjögur hundruð milljónum danskra króna í því sam- bandi sem er innan þess ramma sem gert er ráð fyrir í ílskveiðiáætlunum. Varðandi þau fiskiskip, sem eftir verða, verður gjaldfritt að veiða ákveðið magn umfram kvóta Evr- ópubandalagsins. Ef magn aflans er enn meira á að vera möguleiki að greiða gjald til ríkisins í stað sekta. Þar með losna sjómenn við að henda dauðum fiski fyrir borð eins og gert hefur verið til þessa. Á tilboð ráð- herrans að vera betra en frumvarp það sem er til meðferðar í þinginu þessa dagana. Sjómennirnir við Löngulínu eru óánægðir með samkomulagið. Segja þeir ekkert nýtt í því, auk þess sem gengið hafi verið fram hjá þeim við gerð samkomulagstillagna af hálfu sjómannasambandanna. Vilja sjó- mennirnir nýjan fund með sjávarút- vegsráðherranum og skýrar línur um fiskveiöistefnu stjórnarinnar. Polaroid - Myndavél og vasadiskó SAMAN I PAKKA á aðeins kr. 3.350,- Myndavélin er með innbyggt eilífðarflass. Rafhlaðan er í filmupakkanum. Sem sagt, filman í,og myndavélin er tilbúin Vasadiskóið er eitt hið minnsta á markaðinum. Cr02 metal. JOSMYNDAÞJONUSTAN HF rugavegi 178 - Simi 685811 nrmmi MaGNSSPN- na 6 tonna HJÓLBARÐAR Electro-fán rafmagnsviftan Sparar eldsneyt > orku dg billmn fvrr. Fáanleg i bifreiða og v°n kú pHn9: ntankur demParar' ,r 60 m va ,'andCruiser. ndCr uiser, iociim* £ patma9nss W* fióthio' A14RT VatnagörÖuml4 Sími 83188

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.