Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987. Frjálst, óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smááuglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Sameining sjálfstæðismanna Á flokksráðsfundi sjálfstæðismanna um síðustu helgi bar það einna helst til tíðinda að Þorsteinn Pálsson, formaður flokksins, setti fram þá áskorun til sjálfstæðis- manna, hvar í flokki sem þeir standa, að slíðra sverðin og sameinast að nýju. Formaðurinn minnti á að borgara- leg öfl á íslandi hafa í fimmtíu ár átt samleið undir merkjum Sjálfstæðisflokksins. En í síðustu kosningum skildu leiðir með þeim afleiðingum að fylgi Sjálfstæðis- flokksins hrapaði niður fyrir þrjátíu prósent atkvæða og flokkurinn tapaði þriðja hverju atkvæði. Þetta er að sjálfsögðu hrikalegt afhroð og einhvers- staðar hefði forysta flokks sem biði slíkan ósigur látið það verða sitt fyrsta verk að segja af sér. Raunar hefur það komið fram að bæði formaður og varaformaður flokksins veltu þeim möguleika fyrir sér. Hinn kostur- inn var þó valinn og endirinn varð sá að Þorsteinn myndaði ríkisstjórn undir sinni forystu og kaus að þrauka. Ekki er hægt að álasa honum fyrir þá ákvörð- un, enda var ekki að heyra að neinn þrýstingur kæmi fram innan Sjálfstæðisflokksins um aflausn Þorsteins. Það er líka skiljanlegt að Þorsteinn geri nú tilraun til að brúa bilið milli sín og flokksins annars vegar og I þeirra sem yfirgáfu hann hins vegar. Hann á sitt póli- tíska líf undir því að það takist. Ef Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki verulegum hluta af fylgi sínu til baka eru dagar Þorsteins taldir í formannssæti. En hversu heiðarleg sem viðleitni Þorsteins er nú 1 ákalli sínu til sjálfstæðismanna í öðrum flokkum þá er vafasamt um árangur. Sannleikurinn er sá að honum sjálfum er að langmestu leyti kennt um mistökin sem urðu þess valdandi að leiðir skildu. Hann ber sjálfur ábyrgð á óförunum en ekki hinir sem hurfu. Það er auðvitað þungur kross að bera en það eiga þeir líka að vita sem taka að sér forystu í Sjálfstæðisflokknum að það mikla vald er vandmeðfarið. Við getum látið það hggja milli hluta hverjum um sé að kenna, hver beri sökina á fylgishruninu en ábyrgðin er formannsins og forystunnar. Þess vegna vaknar sú spurning hvort bú- ast megi við að sameining geti orðið þegar þeir hinir sömu sitja við völd í flokknum og bera ábyrgð á sundr- ungunni. Þorsteinn gerir sér greinilega vonir um að hann geti höfðað til þeirra kjósenda sem sáu ekki ástæðu til að kjósa flokkinn eftir að hann tók við honum. Það er fróm ósk enda erfitt fyrir ungan mann eins og Þorstein að sætta sig við þau örlög að eiga heiðurinn af sundrungu Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn hefur marga góða kosti sem hæfur stjórnmálamaður og full ástæða er til að binda vonir við hann til framtíðarþátttöku í stjórn- málum. Það yrði dapur og raunar ósanngjarn endir á efnilegum ferli ef sundrung Sjálfstæðisflokksins endur- tekur sig í næstu kosningum. Þá sér Þorsteinn sína sæng upp reidda. Ef Þorsteinn ætlar að fylgja þessari áskorun sinni eftir verður fleira að koma til. Mestu máli skiptir að Sjálfstæðisflokkurinn sé stefnu sinni trúr. Með alls kyns rugh og ráðleysi í málflutningi, klysjukenndum tilsvör- um og merkilegheitum gagnvart almenningi og stöðn- uðu og stirðbusalegu yfirbragði í hverju málinu á fætur öðru hefur Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægst fjöldann. Ef Þorsteini tekst að sveigja flokkinn og sjálfan sig til meiri víðsýni og nærgætni í samskiptum við kjósendur verður honum að ósk sinni um sameinaðan Sjálfstæðis- flokk. Annars ekki. Ellert B. Schram Frá ráðstefnu um varnir gegn áfengi og fikniefnum. Afengisvamir má ekki svelta í aðdraganda endanlegrar fjár- lagagerðar fmn ég mig knúinn til að vekja athygli á einu atriði sem ekki hefur hátt farið. Raunar er það oft svo að fáir fmna sig knúna til að taka upþ málsvörn fyrir það ágæta forvarnarstarf sem víða er unnið gegn eiturefnum hvers kon- ar en þeim mun meiri dýrðarljóma er erfiðið við afleiðingarnar sveip- að og skal ekki amast við því út af fyrir sig. Alþingi til leiðsagnar Afengisvamarráð er lögbundin stofnun og Alþingi kýs í ráðið full- trúa. Því hefur Alþingi ótvíræðum skyldum að gegna við þetta ráð enda á þaö að vera til ráðgjafar og leiðsagnar um áfengismál okkar öll og því miður er þar um alltof víð- KjaHarinn Helgi Seljan fyrrverandi alþingismaður „Rökin eru sótt til þeirra aðila á heil- brigðissviðinu sem gleggst og best vita um orsakir og afleiðingar.“ feðman, viðkvæman og vandmeð- farin málaflokk að ræða. Hlutverk þessa ráðs og allra hinna íjölmörgu undirnefnda þess um allt land er ærið og erfitt og ekki hefur sá löggjafi, er kom því á, séð sóma sinn í að gera starf þess eins og vera bæri. Það hefur ekki verið mulið undir þaö, svo að gripið sé til gamals orðtaks. Stundum hefur þaö flögrað að mér aö ástæðan væri sú að löggjaf- anum eða mörgum sem þar á hlut að hafi þótt býsna gott að afgreiða þessi mál á einhvers konar frið- þægingarmáta - þrátt fyrir allt höfum við þó áfengisvarnaráð, hvorki meira né minna. Og eins væri á erfiðum stundum auövelt að benda á það og segja: Hvað aðhefst áfengisvamaráð og allar áfengisvamanefndirnar? Allt flýtur í áfengi - afleiðingarnar alls staðar - unghngarnir drekka - heimilin líða - glæpirnir viögang- ast og samt eigum við áfengisvarn- aráð - hvorki meira né minna. Það er ljótt aö hugsa svona en eitthvað svipaö þessp gerist þó þeg- ar verið' er að skella skuldinni á allt annað en bölvaldinn sjálfan, af því að hann er þeim þóknanlegur sem tala. Gamalgróið viðhorf En nóg um hugleiðingar af þessu tagi og aftur að þeim raunveruleika er birtist okkur í íjárlagafrum- varpinu og vekur bæði furðu og hryggð. Ekki það að ég ætti von á því að núverandi fjármálaráðherra ynni áfengisvamaráði hugástum. Hann hefur raunar haft það helst til áfengisvama að leggja á hðnum árum að bera fram frumvarp um að áfengt öl verði bein viðbót við allt sem þegar viögengst og ölíum hugsandi mönnum fmnst meira en nóg. Rétt er það að áfengisvarnaráö hefur ekki brugðist skyldu sinni gagnvart löggjafanum hvað þetta frumvarp áhrærir, upplýsingar þess og röksemdir hafa á einn veg verið: andmælin ekki á sandi byggð, heldur leitað í smiðju fær- ustu sérfræðinga innan lands og utan. Rökin eru sótt th þeirra aðila á heilbrigðissviðinu sem gleggst og best vita um orsakir og afleiðingar. Sjálf Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin og hennar vísa lið leitt fram til vitnis. Ég neita þó að trúa því að nokk- urt samhengi sé þarna á mhli og þeirrar ákvörðunar fjármálaráð- herra að leggja ekki fé th áfengis- varna. Meir hygg ég að ráði gamalgróiö viðhorf til þessa ráðs byggt á miklum misskilningi - sem sé þeim að það gangi erinda bind- indismanna í einu og öllu, geti ekki tekið hlutlægt á málum, þar ráði hhnda og ofstæki vondra templara ríkjum. Þessa sleggjudóma hefl ég m.a. hlýtt á inni í þingnefnd og ekki kæmi mér á óvart þó jafn- mikill ofurhugi og ráðherrann er í ölmálinu sem og öðru hafl skoðun eitthvað í þess áttina. Skotheldar álitsgerðir Ég er ekki hlutlaus í þessu máli því sjáifur álít ég að það sé einmitt skylda áfengisvarnaráðs að taka mið af bindindi og reglusemi í öll- um sínum geröum, ekki fara í einu og öllu þar eftir, en virkilega líta til þess sem hinnar einu raunsönnu áfengisvarnar. En reynslan segir mér það af störfum og álitsgerðum áfengisvarnaráðs að þar séu það blákaldar staðreyndir og álit hæf- ustu aðha, sem framar öllu ráði ferðinni. Þar sem þessar álitsgerðir hafa verið lagöar fram, t.d. í bjór- málinu, hafa þær reynst blessunar- lega skotheldar fyrir andmælum öllum, m.a.s. þeirra sem sleggju- dómana hafa haft uppi. En nóg um það af hvaða frum- stæðu hvötum það er sem hinn vaski ráðherra ristir svo á þessum vettvangi. Fyrir honum þarf Al- þingi einfaldlega að hafa vit. Því Alþingi ber th þess skylda að ganga hér sem rösklegast að verki. Al- þingi hefur ákveðiö skipan þessa ráðs og ákvarðar hlutverk þess og ber á því ábyrgð. Hlutverk ráðsins er viðamikið og viðkvæmt en Alþingi sjálft hefur ákveöið að svo skuli það vera. Og ráðið hefur sannað tilverurétt sinn einmitt á síðustu árum, rækt hlut- verk sitt svo að Alþingi hefur getað á hverjum tíma fengið þaðan full- komnar upplýsingar um þennan málaflokk, hérlendis sem erlendis, einmitt á þann veg sem lög segja til um. Duttlungar ráði? Forvarnarstarf í vímuefnamál- um er hvergi nærri það sem skyldi, þaö viðurkenna held ég alhr. Marg- ir vilja gleyma áfenginu viljandi en einbeita sér að öðrum vímuefnum, mest tií að friða eigin samvisku og geta skipt vímuefnum i góð og vond eftir eigin vilja. Þaö kæmi sannar- lega úr hörðustu átt eftir aUt umtal liðinna ára ef Alþingi veitti ekki sómasamlega upphæð til áfengis- varna þar sem virkilega er verið að fást við þær. Því skal einfaldlega ekki trúað að duttlungar ráðherra eigi þar að ráða, duttlungar sem jafnvel eru byggðir á ákveðinni hefndarþörf, þó erfitt sé að trúa því. En það er líka erfitt að sjá ann- að raunverulegt tilefni. Þessu verður Alþingi að kippa í Uðinn og það veit ég að veröur gert. Svo mikið af almennri skynsemi og venjulegri, heilbrigðri dóm- greind er þar innan veggja að vitlegri úrlausn ætti að mega treysta. Helgi Seljan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.