Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987. Spumingin Tekur þú inn lýsi? Sigurður Sigurðsson: Já, hef gert það í svona fimm eða sex ár. Hafliði B. Kristinsson: Nei, ég hef verið svo heilsuhraustur undanfarin ár. Karólína Árnadóttir: Já, hef gert það alla mína ævi. Hrefna Guðmundsdóttir: Já, stund- um, en gleymi því oft. Erla Magnúsdóttir: Nei, mér finnst það vont en ég tek inn vítamín í stað- inn. Valtýr Guðmundsson: Já, það hef ég gert yfirleitt á veturna en minna á sumrin. Lesendur Ráðhúsbygging eða kofadýrkun: Styðjum Davíð R.S. skrifar: Ágæti Davíð Oddsson. Mig og marga fleiri langar til að koma því á framfæri aö við styðjum þig heils hugar í því að láta byggja ráðhús við Tjörnina. Þá miklu ádeilu, sem komið hefur fram að undanfórnu í mörgum fjöl- miðlum, virðist mega rekja til tilfinningasemi og þess sem verra er, eins konar kofadýrkunar, sem mjög er vinsæl núna en táknar aft- urhaldssinnaða þrýstihópa sem vilja stöðva alla uppbyggingu í mið- bænum. Og það hefur þvi miður tekist í miklum mæh að því er miðbæinn snertir því uppbyggingin er ótrú- lega hægfara og því lengra sem líður þrýsta kofadýrkendur á varð- veislu fleiri og fleiri bárujárnshúsa sem hafa ekkert menningarlegt gildi. Að okkar mati eiga einungis fá hús rétt á varðveislu á þessum stað. Önnur ætti að fara með í Árbæjar- safn. Flest ætti þó að rífa. Ef fram heldur sem horfir, að skúradýrkendur fá hindrað eðli- lega uppbyggingu miðbæjarins, oft með því að slá ryki í augu fólks og persónulegu tilfinningavæli, þá verður miðbærinn ekki annað en þyrping bárujárnsskúra sem minnir á örbirgð þjóðarinnar und- angengnar aldir. Verslun verður þarna lítil sem engin, því flestir fara að sjálfsögðu og versla í hinum glæsilegu verslunum í Kringlunni, sem gömlu bárujárnshúsin í mið- bænum gátu ekki keppt við. Kofaþyrpingin mun aðeins gleðja hina háværu, afturhaldssömu skúradýrkendur sem telja sig vera að sinna „menningarhlutverki". - Hvers vegna má ekki byggja hærri hús, t.d. við Laugaveg, en 3ja til 4ra hæða? Ágæti borgarstjóri, við vonum að þér takist að koma ráðhúsinu, sem er af ákaflega hógværri stærð, upp. Einnig vonum við að alþingishúsið fái að rísa, svo og að Skúlagötu- skipulagið sjái dagsins ljós. En þar hafa þrýstihópar skúradýrkenda þrýst niður lóðanýtingu. Davíð, þú stóðst þig eins og hetja í rabbþættinum um ráðhúsið í sjónvarpinu. Láttu ekki misvitra afturhaldssinna stööva þig á braut framsýni og framfara. i m í miðborg Reykjavíkur. - „Kofadýrkun“ eða menningargildi? Myndin er nokkurra ára gömul en þarna er allt óbreytt. Upphlaup og óðagot kommanna islenskir alþingismenn skuli hafa látið Rjörleif Guttormsson hlaupa Pelshvarf í „paitíi“ Reynir Kr. skrifan Mikið svakalega hafa kommarnir hér heima hlaupið á sig í þessu Stefáns Jóhanns Stefánssonar máli sem kaliað hefur verið Leyni- skýrslurnar. Og klippari Þjóðvfij- ans sera var búinn aö gefa Þeir eiga aldeilis eftir að skamma þá norsku. Óskandi að þeir geri það á „nýnorsku“ eins og einhver komst að orði í grein mum málið nýlega. En hlægilegast af öllu er þó að með sig í gönur frammi fyrir aiþjóð og leggja orð i belg um „uppdikt- að“ mál frá grunni. - Og allt vegna þess að í einhverju safni fundust En hvaö var eðlilegra en aö ís- lenskur ráöherra væri „kontakt“- maður við erlend stjómvöld? - Málið er ailt eitt gönuhlaup frá upphafi. Móðir skrifar: Við hjónin dvöldum erlendis nokkra daga í lok október og sem er varla í frásögur færandi, nema vegna þess að ég varð fyrir talsverðum skakkafóllum hér heima meðan á fjarverunni stóð. Þannig var að dóttir okkar hélt „partí“ í leyfisleysi fóstudagskvöldiö 30. október og haföi komið þangað fjöldinn allur af ungmennum, boðn- um og óboðnum, bæði úr Hafnarfirði og Garðabæ, að því mér er tjáð. Áfengi hafði verið haft um hönd og það er ekki að orðlengja það að einn gesturinn labbar heim í pelsin- um mínum. - Þetta var brúnn, hálfsíður pels, þungur og mikill. Hann er úr refaskinni, keyptur er- lendis, og er sennilega sá eini sinnar tegundar hér á landi. Nú vil ég gefa ungmenninu, sem gekk út í pelsinum, færi á að skila honum aftur, hvort sem það er til blaðsins eða lögreglunnar. Að öðrum kosti að skilja hann eftir við dyrnar hjá mér, að Vallarbarði 19, Hafnar- firði (sími 53061). Ég held að ungmennið geri sér ekki alveg grein fyrir ábyrgðinni sem þaö á að hafa af gjörðum sínum. - Einnig óska ég eftir hjálp foreldra með því að líta í kringum sig með tilliti til þessa. Ég frétti af myndinni í sjónvarpinu um „partí“-hald unglinga og vil vekja athygli fólks á þess konar ábyrgðar- leysi. gogn um að islenskur raöherra fréttastofu hljóðvai’psins „prik“ hefði veriö „kontakt“;maöur fyrir viðvikið og frammistöðuna! bandarískra stjómvalda á íslandi! Aðalfundur HÍK 12.-14. nóv. sl.: Áskorun til fundarmanna Þór Stefánsson skrifar: Eins og öllum er í fersku minni fóru félagsmenn í HÍK í hálfs mán- aðar verkfall fyrr á þessu ári, sem skilaði félagsmönnum mismiklum kjarabótum og sumum kjaraskerð- ingu. Við, leiðbeinendur, fengum að- eins tveggja launaflokka hækkun á samningstímanum á meðan kenn- arar fengu fjóra launaflokka. Þessir tveir auka, handa réttinda- fólkinu, fengust með því að setja á yfirvinnuþak, þannig að núna fæst aðeins greitt u.þ.b. 70% af yfir- vinnu umfram 10 tíma á viku frá því sem áður var. Ætli aörar stéttir létu bjóða sér annað eins? Hverjir eru það síðan sem þurfa að kenna umfram 36 tíma á viku? Aðallega leiðbeinendur eins og t.d. verknámskennarar. Ekki eru leið- beinendalaunin til aö laða að mannskap. í sumum tilfelluym er um allt að tvöfalda kennslu að ræða. Siðan umbunar stéttarfélagið okkur með því að lækka yfirvinnukaupið til að hækka launin hjá þeim sem eru með kennsluréttindi. - Nei, þá vil ég frekar gömlu samningana aftur. Annars minnir þetta mig óneitan- lega á söguna um félaga Napóleon. Ég þarf t.d. að kenna 48 stundir á viku svo að Sunnlendingar geti lokið grunndeild rafiðna og iðn- braut rafiðna heima í héraði. Yfirvinnuþakið hefur þau áhrif að ég fæ u.þ.b. 10 þúsund krónum minna á mánuði en ef gömlu samn- ingarnir væru í gildi. Þetta verða næstum 50 þúsund á önninni, eða nálægt einum mánaðarlaunum. Er þetta kjarabót? Hún kemur mér ansi spánskt fyrir sjónir. Hvað er þá til ráða? - Ég skora á stjórnina að leiðrétta þessi afglöp í næstu samningum og bæta okkur sem kennum umfram 36 stundir á viku tapið úr kjaradeilusjóði. Varla er verið að senda fólk í verkfall til að semja um kjara- skeröingu. Það voru til peningar til að bæta tapið í verkfallinu að hluta, hvers vegna ekki núna? Frá verkfalli og motmælum kennara fyrr á árinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.