Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987. 15 Lesendur ■ 77****,,,. Ólöglegt áfengi og brugg hvers konar gert upptækt af lögreglu. Brugg og áfengissmygl: Minnir á bannárin í Bandaríkjunum Róbert skrifar: Þegar maður heyrir fréttir af því að upp hafi komist um aðila sem voru að brugga, eins og nýlega mátti heyra í útvarpsfrétt, hvarflar hugur- inn til bannáranna í Bandaríkjunum og þeirra mörgu kvikmynda sem gerðar hafa verið um það tímabil. Frægastur varð myndaflokkurinn „Hinir vammlausu" (The Untouch- ables) sem nú er verið að sýna á Stöð 2 og er mjög vinsæll. Þetta er nú löngu liðinn tími þar vestra, enda sáu menn að frelsi í þessum málum leysti upp hópa manna sem stunduðu ólög- legan innflutning á víni og brugg í stórum stíl. Þessi tími er enn við lýði hér á landi, enda sést og heyrist í fréttum um eltingaleik varða laganna við smyglara, bruggara og jafnvel ferða- menn sem eru að reyna að koma nokkrum dósum af bjór umfram leyfilegt magn inn í landið til að skenkja þeim sem ekki hafa aðstöðu til að kaupa sér aðgang að Fríhöfn- inni í Keflavík fyrir 16-35 þúsund krónur, eftir því hvert ferðinni er heitið. Er þetta ekki tímanna tákn á ís- landi áriö 1987 að eltast við bruggara og áfengismyglara þegar hægt er að leysa málin með því að leyfa fólki að kaupa áfengt, íslenskt öl í landinu sjálfu? Það er ekki íjarri sannleikanum þegar útlendingar, sem hingað koma sem ferðamenn eða í viðskiptaerind- um, segja að hér ríki sjúkt ástand í áfengismálum og eiga þá við of- drykkju fólks á sterkum vínum sem gera það ofurölvað, í stað þess að leyfa áfengt öl sem myndi gjörbreyta drykkjusiðum landsmanna. Ef nú svo færi, sem margir vonast til, einkum þeir sem eru fylgjandi þvi, að áfengt öl yrði gert algjörlega útlægt með því aö banna ferðamönn- um að taka það með sér inn í landið, sem er auðvitað lögbrot í dag, þá fyrst mætti búast við ófremdarástandi í brugg- og smyglmálum á íslandi, því landsmenn láta sér aldrei segjast ef sett eru lög sem telja verður óréttlát og ósanngjörn. Ef bjórinn kemst ekki í gegn á Al- þingi og snúið verður til fyrra horfs, þannig að eingöngu sjómenn og flug- fólk geti komið með hann til lands- ins, má alveg eins búast við ao hér taki við ástand sem líkja má við bannárin í Bandaríkjunum. Þá munu hinir „vammlausu" hafa í nógu að snúast. Jóhann Þórólfsson skrifar: t.d eiginmenn og konur, sem ekki það eiga allir að vera jafnir i þvi Eru trúmál íslendinga í afturfór? geta fylgt þeim látna vegna veik- tilliti ef óskaö er eftir. Mig langar aö koma því á framfæri inda, leggja talsvert upp úr því að Einnig vil ég minnast á að kirkju- við viðkornandi ráðamenn, þ.á m. getahlustaðájarðarfariríútvarpi. sókn heöir minnkað mikið frá því biskup og ráðherra, hvort ekki sem áður var. Þessu hvoru tveggja megi taka upp aftur þann góöa og Það er margt sem leggja mætti ættuviðkomandiráöamennaögefa gamla siö að útvarpa jarðarfórum, niður í útvarpinu á meðan jarðar- gaum. Guð stendur ávallt hjá þeim, eins og áður var. förum er útvarpað og jarðarfórum sem láta gott af sér leiöa. Þeir sem liggja á sjúkrahúsum, er útvarpaö við viss tækifæri og N N \ / V ÍSLENSKAR GETRAUNIR Iþróttamiðstöðinni v/Sigtún • 104 Reykjavík • Island • Sími 84590 GETRAUNAVINNINGAR 13. LEIKVIKA-21. NÓVEMBER 1987 VINNINGSRÖÐ: 2X1 -X2X-111-212 1. vinningur: kr. 595.143,36, flyst yfir á 14. leikviku þar sem engin röð kom fram með 12 rétta. 2. VINNINGUR: 11 réttir, kr. 255.061. T00362 Kærur skulu vera skriflegar. Eyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað ef kærur verða teknar til greina. Kærufrestur er til mánudagsins 14.12/87 kl. 12.00 á hádegi. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til islenskra getrauna fyrir lok kærufrests. Styrkir til háskólanáms í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð 1. Finnsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa íslend- ingum til háskólanáms eða rannsóknastarfa í Finnlandi námsárið 1988-89. Styrkurinn er veittur til níu mánaða dvalar og styrkfjárhæðin er 1.500 - 2.200 finnsk mörk á mánuði. 2. Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslend- ingi til háskólanáms í Svíþjóð námsárið 1988-89. Styrkfjárhæðin er 3.880 s.kr. á mánuði í 8 mán- uði. Jafnframt bjóða sænsk stjórnvöld fram þrjá styrki handa íslendingum til vísindalegs sérnáms í Svíþjóð á sama háskólaári. Styrkirnir eru tii 8 mánaöa dvalar en skipting í styrki til skemmri tíma kemur einnig til greina. Ennfremur gefst íslenskum námsmönnum kostur á að sækja um styrki þá er sænsk stjórnvöld þjóða fram í löndum þeim sem aðild eiga að Evrópuráðinu en þeir styrkir eru ein- göngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla. 3. Norsk stjórnvöld bjóöa fram styrki handa erlendum ungmennum til námsdvalar við norska lýðháskóla eða menntaskóla skólaárið 1988-89. Ekki er vitað fyrirfram hvort nokkur styrkjanna kemur í hlut ís- lendinga. Styrkfjárhæðin á að nægja fyrir fæði, húsnæði, bókakaupum og einhverjum vasapen- ingum. Umsækjendur skulu eigi vera yngri en 18 ára og ganga þeir að öðru jöfnu fyrir sem geta lagt fram gögn um starfsreynslu á sviði félags- og menningarmála. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamálaráðuneytisins, Flverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. janúar nk. á sérstökum eyðuþlöð- um sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. 23. nóvember 1987. Menntamálaráðuneytið. ----------------------------- .*>•»*??*' Wéteturtvai ATH! Noregsmeistarinn Kaare Nielsen kynnir þessa nýju hártoppa 28. og 29. nóvember. Tímapantanir $ HARSNYRTISTOFAN GREIFIM HRINGBRAUT 119 * 22077

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.