Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. NÖVEMBER 1987. íþróttir • John Barnes. Liverpoo! burstaði Watford Liverpool endurheimti topp- sætið í ensku fyrstu deildinni í gærkvöldi. Liverpool, með John Bames í fylkingarbijósti, lagði þá væng- stýft lið Watford á heimavelli sínum, 4-0. Barnes virtist nánast alls staðar á vellinum í gærkvöldi og lagði hann upp tvö mörk auk þess aö skora eitt sjálfur með þrumuskoti af löngu færi. Ásamt John Barnes, sem lék um hríð með Watford, skoruðu þeir Steve McMahon, John Aldridge og Ray Houghton íyrir Liverpool. Þess má að lokum geta að Liverpool hefur nú 37 stig efdr 15 leiki en Lundúnafélagið Arse- nal, sem er næst toppnum, er með 35 stig efdr 16 viðureignir. -JÖG Super Cup Porto vann Ajax Porto frá Portúgal vann í gær- kvöldi Ajax frá Hollandi i svo- nefndum Super Cup. Leikurinn, sem var sá fyrri milli liðanna tveggja, er árviss viðburður - háður milli Evrópumeistaraliö- anna tveggja, sigurvegara í keppni bikarhafa- og meistara- Uða. Viðureigninni, sem fór fram í Amsterdam, lauk 1-0 og skoraöi Rui Barros mark Porto eftir nokkum einleik. Liöin mætast aö nýju í Portúgal 13. janúar. -JÖG Bikar- leikir í handbolta Bikarkeppni HSÍ hefst á ný í kvöld og þá verður einn leikur að Varmá í Mosfellssveit. Þar leika Afturelding og Víkingur í karlaflokki. Leikurinn hefst kl. 21.20 en á undan er leikur í 2. deild kvenna. Á flramtudagskvöld verða fjórir leikir í karlaflokki. Njarðvík og Fram leika í Njarðvfkum. Valur og KA leika að Hliöarenda, Grótta og B-lið KR leika í íþróttahúsinu á Seltjamamesi og Keflavfk og Breiðablik leika í Keflavik. Allir leikimir hefjast kl. 20. -hsim Þeir hafa skorað mest í 1. deild: Héðinn tekínn við af félaga Þorgils - grfuitega jöfh barátta um markakóngstitilinn Fyrirliði íslenska landsliðsins, Þorgils Óttar Mathiesen, hefur misst af efsta sætinu yfir markahæstu leik- menn 1. deildar íslandsmótsins í handknattleik. Það er félagi hans í FH-liðinu, Héðinn Gilsson, sem nú trónir í efsta sætinu en afar mjótt er á mununum hjá efstu mönnum þegar baráttan um íslandsmeistaratitilinn er hálfnuð. Þorgils Óttar er hins veg- ar áfram markahæsti línumaðurinn í 1. deild og KR-ingurinn Konráð Olavsson er markahæstur á meðal hornamanna. # Listinn yfir 20 markahæstu leik- menn í 1. deild lítur annars þannig út (mörk úr vítum í sviga): 1. Héðinn Gilsson, FH........55(0) 2. Konráð Olavsson, KR.......54(10) 3. Júlíus Gunnarsson, Fram...53(14) 4. Hans Guðmundsson, UBK.....53(16) 5. Valdimar Grímsson, Val....51(4) 6. Þorgils Óttar Mathiesen, FH....50(0) 7. Sigurpáll Aðalsteinsson, Þór .50(34) 8. Karl Þráinsson, Víkingi...43(10) 9. Júlíus Jónasson, Val.....43(15) 10. Sigurður Gunnarsson, Vík. .43(15) 11. Skúli Gunnsteinsson, Stjörn. 42(0) 12. Stefán Kristjánsson, KR..42(14) 13. Guðmundur Þórðarson, ÍR ..41(13) 14. Gylfi Birgisson, Stjörn.39(0) 15. Bjarki Sigurðsson, Vík..38(0) 16. Ólafur Gylfason, ÍR...36(10) 17. ÓskarÁrmannsson, FH.....35(12) 18. Guðm. Guðmundsson, Vík..34(0) 19. Óskar Helgasson, FH.....34(3) 20. Jakob Sigurðsson, Val...32(1) Tveir markverðir hafa skorað Tveir markverðir í 1. deild hafa gert sér lítið fyrir og skorað mark fyrir lið sitt. Þetta eru þeir Guð- mundur Arnar Jónsson í Fram, sem skoraði með því að henda knettinum yfir allan völlinn, og Gísli Felix Bjarnason, markvörður KR, sem skoraði glæsilegt mark af línu. MARKAHÆSTU SKYTTUR 1. Héðinn Gilsson, FH......55(0) 2. Júlíus Gunnarsson, Fram.53(14) 3. Hans Guðmundsson, UBK...53(16) 4. Sigurpáll Aðalsteinsson, Þór .50(34) 5. Karl Þráinsson, Víkingi.43(10) 6. Júlíus Jónasson, Val..43(15) 7. Sigurður Gunnarsson, Vík. ...43(15) 8. Stefán Kristjánsson, KR.42(14) MARKAHÆSTU LÍNUMENN 1. Þorgils Óttar Mathiesen, FH....50(0) 2. Skúli Gunnsteinsson, Stjöm. ..42(0) 3. Hilmar Sigurgíslason, Víkingi 31(0) 4. Guðm. Guðmundsson, KA.....28(1) 5. Birgir Sigurðs, Fram.25(0)5 leikir 6. Árni Stefánsson, Þór..25(0) 7. Kristján Halldórsson, UBK..23(0) 8. Jóhannes Stefánsson, KR...16(5) MARKAHÆSTU HORNAMENN 1. Konráð Olavsson, KR........54(10) 2. Valdimar Grímsson, Val.....51(4) 3. Bjarki Sigurðsson, Víkingi.38(0) 4. Ólafur Gylfason, ÍR...36(10) 5. Guðm. Guðmundsson, Vík....34(0) 6. Jakob Sigurðsson, Val.....32(1) 7. Sigurjón Guömundsson......30(3) 8. Pétur Petersen, FH....28(0) • Á listunum hér að ofan vekur mesta athygli hve landsliðsmennirn- ir í liðunum hafa sig lítið í frammi við markaskorunina, það er leik- menn a-landliðsins. Aðeins Þorgils Óttar Mathiesen er í efsta sæti yfir línumenn. -SK Grikkir mótmæla úrskurði UEFA - leika við Holland án áhorfenda í Norður-Grikklandi „Við munum leika Evrópuleikinn við Hollendinga í Alexandroupolis í Norður-Grikklandi 16. desember og áhorfendur verða ekki á leiknum. Við gerum þetta til að mótmæla þeim úrskurði UEFA að leikur Hollands og Kýpur skuldi endurtekinn," sagði Sotiris Alimisis, forseti gríska knatt- spyrnusambandsins, í Aþenu í gær. Holland sigraði Kýpur sem kunnugt er, 8-0, í Evrópuleik landanna í Rott- erdam 28. október. Markvörður Kýpur slasaðist snemma í leiknum eftir að áhorfandi kastaði reyk- sprengju inn á völlinn. Þegar málið kom fyrir aganefnd UEFA var leikurinn dæmdur tapað- ur Hollandi. Hollenska knattspyrnu- sambandið áfrýjaði dóminum. UEFA tók málið fyrir á ný og þá var ákveð- ið að leikurinn skyldi endurtékinn í Hollandi. Að sögn talsmanns knatt- spyrnusambands Kýpur veröur leikurinn 9. desember. Sigri Hollend- ingar í leiknum hafa þeir tryggt sér sæti í úrslitum Evrópukeppninnar sem verður í Vestur-Þýskalandi næsta sumar. Tapi Hollendingar hins vegar þurfa þeir stig i síðasta leiknum í riðlinum, það er í leiknum við Grikkland. En eins og staðan er í dag hafa Grikkir ákveðiö að tefla fram - að sögn Alimisis - reynslulitlum, ung- um piltum gegn Hollandi 16. desemb- er. Leikið verður við sömu aðstæður og í leik Hollands og Kýpur. Engir áhorfendur, ekkert sjónvarp eða út- varp. -hsím Hörkubarátta um heimsmeistaratitil Það hefur gengiö mikið á á skógar- stígum Bretlands þegar 3 af fjórum keppnisdögum í RAC rallinu eru að baki. Finninn Juha Kankkunen tók strax forustu á Lancia Delta keppnis- bílnum en það var ljóst fyrir rallið að þessi lokakeppni heimsmeistara- keppninnar yrði einvígi milli hans og landa hans, Markku Alen, einnig á Lancia, því sigur í rallinu mundi færa þeim heimsmeistaratitilinn eft- irsótta. Þeir voru efstir jafnir að stigum fyrir rallið. Alen velti bíl sín- um á fyrsta degi en ekki taföi það kappann nema um hálfa mínútu. Það var munurinn á þeim að loknum fyrsta degi rallsins. Sá munur hélst þar til í gær er Alen velti öðru sinni og nú tafðist hann mikið og féll við það í 6. sæti. Eina von Alens er nú að Kankkunen falli úr keppni. Svíarnir Stig Blomqvist á Ford Sierra og Per Eklund á Áudi eru jafnir í ööru til þriðja sæti fimm mínútum á eftir Kankkunen. Það eru Skandin- avískir ökumenn í 8 af 10 efstu sætum þegar einn keppnisdagur er eftir. íslensku ökumönnunum hefur gengið misjafnlega. Hjörleifur og Sig- urður urðu að hætta á síðustu leið annars dags vegna vélarbilunar en þeim Hafsteini og Vitek hefur gengið þokkalega þrátt fyrir bilaðar brems- ur og ónýtan þurrkumótor. Þeir voru í 50. sæti af 100 keppendum sem eftir. eru af 162 sem lögöu af stað á sunnu- dag. Akstursskilyrði í rallinu hafa verið mjög erfið vegna þoku og snjó- komu. BG/ÁS Stórskyttan Héðinn Gilssor Hann hefur skorað 55 mörk í 9 leikjum eða bakgrunni er Júlíus Gunnarsson sem er í 3. Svarvið leiksdeildar, gerði í gær athugaserad varðandi skrif á íþróttasíöu í DV, annars vegar um fjárhagslega útkomu Víkinga í leikjunum gegn danska liðinu Kolding í Evrópukeppninni á dögunum og svo varð- andi skríf undirritaðs um dráttinn í S-liða úrslitunum. Örstutt svar varðandi það sem snýr að undirrituðum. Hallur vitnar í klausu sem undirritaður skrifaði þegar dregið hafði verið í 8-liða úrslit Evrópukeppninnar en þar sagði orðrétt: „Víkingar voru mjög óheppnir og möguleikar þeirra eru litlir.“ Hallur segist ekki vita hvort CSKA Moskva væri betra lið en Víkingur og ég ætla ekki að deila við hann um það atriði. Mín skoðun er hins vegar sú að Víkingar hafi ekki jafn- sterku liði á að skipa og CSKA Moskva. Hallur segir orðrétt: „Við höfum enga minnimáttarkennd gagnvart rússneska birninum - af hverju skyldi DV hafa það?“ DV hefur ekki haft neina minnimáttar- kennd gagnvart rússneska birninum og mun ekki hafa hana. Þeirri fullyrðingu Halls er því vísað til íoöurhúsanna. Flestir geta veriö sammáia Halli þegar hann segir að Víkingar hafi oft náð frábærum árangri í Evrópukeppnunum. Vonandi halda Vík- ingar áfram á svipaðri braut. Undirritaður yrði ekki síður en aðrir handboltaunnendur ánægður með góð úrslit Víkinga í leikjun- um gegn CSKA Moskva. En vonandi skilja Vikingar minnimáttarkenndina eftir heima, ef hún er þá til staðar, áður en þeir halda í Evrópuleikina. • Ef rangt hefúr verið fariö með tölur varðandi hagnað Víkinga af Evrópuleikjun- um gegn Kolding biðst DV velviröingar á því. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.