Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 28
3§ MIDVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987. Fólkífréttum • Gunnar Guðbjartsson Gunnar Guðbjartsson, formaöur Framleiösluráös landbúnaðarins, hefur verið í fréttum DV vegna vinnureglna um innheimtu van- skila hjá ahfuglabændum. Gunnar er fæddur 6. júní 1917 á Hjarðar- felli í Miklaholtshreppi og varð bufræðingur frá Hvanneyri 1939. Hann varð bóndi á Hjarðarfelli 1942 og var formaður Stéttarsambands bænda 1963-1981. Gunnar var formaður Framleiðsluráðs land- búnaðarins 1963-1980 og stjórnar Grænmetisverslunarinnar frá 1963. Hann hefur setið í miðstjórn Framsóknarflokksins og var vara- þingmaður 1959-1971. Gunnar var stjórnarformaður Áburðarverk- smiðjunnar 1972-1980 og frá 1985. Hann hefur verið í stjórn Mjólkur- samsölunnar frá 1973 og verið framkvæmdastjóri Framleiðslu- ráös frá 1980. Kona Gunnars er, Ásthildur Teitsdóttir, f. 9. apríl 1921. Foreldrar hennar eru Teitur Eyjólfsson, b. í Eyvindartungu í Laugardal, og kona hans, Sigríður Jónsdóttir. Börn þeirra eru Guð- bjartur, f. 7. júlí 1943, b. á Hjarðar- felli, giftur Hörpu Jónsdóttur og eiga þau tvö börn, Högni, f. 20. okt- óber 1944, b. á Hjarðarfelli, giftur Báru Finnbogadóttur og eiga þau þrjú börn, Sigríður, f. 22. mars 1946, gift Michael Salle, starfsmanna- stjóra hjá Renau í París, og eiga þau þrjú börn, Hallgerður, f. 13. des- ember 1948, gift Sturlu Böðvars- syni, bæjarstjóra í Stykkishólmi, og eiga þau fjögur börn, Teitur, f. 30. mars 1954, efnaverkfræðingur hjá Áburðarversmiðjunni, giftur Guðbjörgu Björnsdóttur og eiga þau tvö börn, og Þorbjórg, f. 23. nóvember 1961, bókasafnsfræðing- ur á Egilsstöðum, gift Erlendi Steinþórssyni, sölumanni hjá Ferðaskrifstofu Austurlands, og eiga þau eitt barn. Systkini Gunn- ars voru Alexander, b. á Stakk- hamri, kvæntur Kristjönu Bjarnadóttur, Guðbrandur, hrepp- stjóri í Ólafsvík, kvæntur Kristjönu Sigþórsdóttur, Kristján, býr á Akranesi, kona hans var Björg Þor- leifsdóttir, þau slitu samvistum, Elín, gift Sigfúsi Kristjánssyni, brúarsmið í Rvík, Ragnheiður, gift Halldóri Jörgensen, trésmíða- meistara á Akranesi, og Guðbjörg, var gift Helga J. Halldórssyni kennara. Foreldrar Gunnars voru Guðbjartur Kristjánsson, b. á Hjarðarfelli, og kona hans, Guð- branda Guðbrandsdóttir. Bróðir Guðbjarts var Stefán, faðir Alex- anders alþingismanns. Faðir Guðbjarts var Kristján, b. á Hjarð- arfelli, bróðir Halldórs, langafa Ingólfs Margeirssonar ritstjóra. Kristján var sonur Guðmundar, b. í Miðhrauni í Miklaholtshreppi, bróðir Guðnýjar, langömmu The- odóru, ömmu Helga Ólafssonar stórmeistara. Systir Guómundar var Elín, langamma Helgu, móður Svavars Gests og ömmu Vilborgar Harðardóttur blaðamanns. EUn var langamma Þórðar Kárasonar fræðimanns og Rebekku, móður Þorsteins Geirssonar, ráðuneytis- stjóra í dómsmálaráðuneytinu. Bróðir Guðmundar var Jóhannes, langafi Guðmundar J. Guðmunds- sonar. Guðmundur var sonur Þórðar, b. á Hjarðarfelli, Jónsson- ar, sem Hjarðarfellsættin er kennd við. Guðbranda er dóttir Guðbrands, verslunarmanns í Ólafsvík, bróður Einars, fóður Bjargar rithöfundar og Þorkels Jóhannessonar prófess- ors og afa Lúðvíks Kristjánssonar rithöfundar. Bróðir Guðbrands var Jón, langafi Júlíusar Sólnes. Bróðir Guðbrands var Jón yngri þjóð- skjalavörður, afi Loga Guðbrands- sonar forstjóra. Systir Guðbrands var Guðrún, amma Arnar og Hauks Clausens. Guðbrandur var Gunnar Guðbjartsson. sonur Þorkels, prófasts á Staða- stað, Eyjólfssonar, dóttursonar Jóns Þorlákssonar, skálds á Bæg- isá, og konu hans Ragnheiðar Pálsdóttur, prófasts í Hörgsdal, Pálssonar, langafa Guðrúnar, móð- ur Péturs Sigurgeirssonar biskups. Afmæli Guðmundur Sigurpálsson Guðmundur Sigurpálsson, Aðal- stræti 36, Akureyri, er fimmtugur í dag. Guðmundur fæddist á Brim- nesbakka á Árskógsströnd og ólst þar upp til tólf ára aldurs, en þá flutti hann með foreldrum sínum að Hauganesi í sömu sveit þar sem foreldrar hans búa enn. Guömund- ur var ekki nema sjö ára þegar hann hóf sjóróðra með föður sín- um. Hann fór á mótomámskeið á Akureyri 1955 og var svo vélstjóri á síldarbátum frá Keflavík, Sand- gerði og Akureyri. Guðmundur hætti til sjós upp úr 1960 og vann þá í þrjú ár við blikksmíðar. Hann starfaöi svo við akstur og viðgerðir hjá Essó, en hefur nú starfað sl. níu ár hjá Hitaveitu Akureyrar. Kona Guðmundar er Sigurrós, f. 5.12. 1943, en þau giftu sig 26.10. 1963. Foreldrar hennar eru Pétur Guðjónsson og Jóna Kjartansdótt- ir. Guðmundur og Sigurrós eiga þrjá syni, þar með tahnn einn fósturson. Fóstursonur þeirra er Helgi Bergs- son sjómaður, f. 4.10.1962, en hinir synirnir eru Sigurpáll vélstjóra- nemi, f. 5.12. 1964, og Sævar sjómaður, f. 5.7.1971. Guðmundur á átta systkini sem öll eru á lífi: Inga Sigurbjörg, hús- móðir á Akureyri, er gift Reyni Valdimarssyni lækni og eiga þau þrjá syni; Sævar, stýrimaður á Akureyri, er giftur Róslínu Tómas- dóttur og eiga þau fjögur börn; Gunnhildur Ásdís, húsmóðir á Akureyri, er gift Árna Þorsteins- syni rafvirkja en þau eiga tvö kjörbörn og Ásdís á eina dóttur fyrir; Matthías, stýrimaður í Reykjavík, er giftur Oglu Sigurð- ardóttur; Sigurður, vélstjóri á Akureyri, á einn son; Sveinfríður, hjúkrunarforstjóri á Blönduósi, er gift Kristni Bjarnasyni sjómanni en þau eiga tvö böm; Arndís, hús- móðir á Akureyri, er gift Einari Erni Grand bátasmið og þau eiga tvö börn; Óskar, stýrimaður á Ak- ureyri, er giftur Þorbjörgu Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Guðmundar eru Sigur- páll, útgerðarbóndi á Hauganesi, f. 2.8. 1910, Sigurðsson á Kálfskinni, Guðmundur Sigurpálsson. Kristjánssonar, og kona hans, Hall- dóra, f. 11.5.1916, Guðmundsdóttir. Foreldrar Halldóru vora Guð- mundur Guðmundsson, búfræð- ingur og b. á Sæbóli á Ingjaldss- andi, af Arnardalsættinni, og kona hans, Ingibjörg Guðmundsdóttir. Jón Björnsson Jón Bjömsson, tónskáld, söng- stjóri og fv. b. á Hafsteinsstöðum, lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 18. nóvember. Jón fæddist að Glaumbæ í Skagafirði 23.2. 1903. Hann stundaði tónlistarnám á Ak- ureyri frá 1921-24 en búskap stundaði hann frá 1926-69. Hann var b. að Brekku í Seyluhreppi í tíu ár, að Reykjarhóli í tvö ár og að Hafsteinsstóðum í Staðarhreppi frá 1939-69, en 1973 flutti hann til Sauð- árkróks og bjó hann þar til dauða- dags. Jafnframt búskapnum var Jón frammámaður í tónlistarlífi Skagfirðinga en hann var söng- stjóri Karlakórsins Heimis í Skagafirði frá stofnun hans 1927-68 og Samkórs Sauðárkróks frá 1966-71. Jón var organisti við Glaumbæjar- og Reynistaðarkirkju frá 1925 og við Sauðárkrókskirkju, Ketu- og Hvammskirkju frá 1972. Hann var formaður skólanefndar Staðarhrepps 1943-64 og gjaldkeri sóknamefndar í þrjátíu ár. Jón hefur hlotið listamannalaun og~~ hann var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir tónlistarstörf 1979. Kona Jóns var Sigríður, f. 14.10. 1888, Trjámannsdóttir, en hún lést 3.9. 1969. Foreldar hennar voru Trjámann, b. að Fagranesi í Öxnad- al, Guðmundsson, og kona hans, Sigurrós Sigurðardóttir. Jón og Sigríður áttu einn son, Steinbjörn, b. á Hafsteinsstöðum, en hann lést 1975, þá fjörutíu og níu ára að aldri. Sambýliskona Jóns, eftir að hann missti konuna, var Anna Jóhann- esdóttir frá Vindheimum, en hún er látin fyrir nokkram árum. Hálfsystkini Jóns eru Lovísa, húsmóðir á Sauðárkróki; Ingibjörg, sem lengi hefur unnið á Kristnes- hæh, og Halldór, sem hefur verið w - ¦sÆMk SS TÍfe-- j-^**^' H ^öi^^^JB ^^T^mÍ Bl ¦"'¦:"" ^B WtjL r-^t Jón Björnsson. b. á Seylu í Seyluhreppi. Foreldrar Jóns vora Björn Lárus Jónsson, b. og hreppstjóri að Stóra-Seylu, og kona hans, Stein- vör Véfreyja Sigurjónsdóttir. Andlát Margrét Einarsdóttir frá Þórodds- stöðum, Ölfusi, lést 23. nóvember. Sigurjón Björnsson, Jaðarsbraut 21, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness 22. nóvember. Sigfús Hallgrímsson, Ytra-Hóli, Öngulstaðahreppi, lést á Hjúk- ranarheimihnu Seli á Akureyri laugardaginn 21. nóvember. Valgerður Kristinsdóttir, Hverfis- götu 66, Reykjavík, lést aðfaranótt 24. nóvember. l'áll Guðmundsson frá Höfða i Kirkjuhvammshreppi lést í Sjúkra- húsi Hvammstanga 22. nóvember. f>_ Lárus Karlsson Lárus Karlsson, Frumskógum 9, Hveragerði, er sjötíu og fimm ára í dag. Hann fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum en móður sína missti hann tíu ára að aldri. Lárus gekk í VÍ og útskrifað- ist þaðan 1931. Hamm starfaði þá í nokkur ár hjá Alfred Adenhaubt, þýskum kaupmanni sem verslaði í Suðurgötu 3 í Reykjavík. Lárus vann svo í fjölda ára við bókhald hjá ýmsum fyrirtækjum en 1960 hóf hann skrifstofustörf hjá íslenskum aðalverktökum og þar starfaði hann í rúm tuttugu ár eða þar til hann hætti fyrir aldurs sakir. Systkini Lárusar voru átta að tölu en hann á nú einn bróður á lífi, Garðar, kaupmann í Reykjavík. Foreldrar Lárasar vora Karl, kaupmaður í Reykjavík, f. 8.5.1885, d. 1.10. 1944, Lárusson og kona hans, María Thjell, f. 3.9. 1886, d. 23.8. 1923. Föðurforeldrar Lárusar voru Lárus G. Lúðvíkson, skó- kaupmaður í Reykjavík, f. 14.8. 1860, d. 20.7. 1913, og kona hans, Málfríður Jónsdóttir, útgerðar- manns í Skálholtskoti, Arasonar. Foreldrar Lárusar skókaupmanns voru Lúðvik steinsmiður Alexíus- son, lögregluþjóns í Reykjavík, Ámasonar og kona hans, Sigurlaug Friðriksdóttir. Móðurafi Lárusar var Hagbart, kaupmaður í Stykkishólmi, Thejll en systir Maríu var Sigrid Lydia Thejll, móðir Helga Tómassonar, yfirlæknis á Kleppi, og amma Tóm- asar yfirlæknis og Ragnhildar alþingismanns og ráðherra. 75 ára 40 ára Ragnar Sigfinnsson bóndi, Gríms- stöðum II, Skútustaðahreppi, er sjötíu og fimm ára í dag. 50 ára Baldur Guðlaugsson húsasmíða- meistari, Bæjarstíg 1, Búðahreppi, er fimmtugur í dag. Edda Þ. Guðlaugsdóttir, Stórateigi 21, Mosfellsbæ, er fimmtug í dag. Friðgerður Hallgrímsdóttir, Sund- stræti 15, ísafirði, er fimmtug í dag. Magnús Kristjánsson, Þrastar- hrauni 4, Hafnarfirði, er fimmtug- ur í dag. Björn Friðriksson, Heiðarbrún 11, Hveragerði, er fertugur í dag. Ágústa Sigurgeirsdóttir, Hraunbæ 64, Reykjavík, er fertug í dag. Sigurbdrg Sveinbjörnsdóttir, Más- hólum 6, Reykjavík, er fertug í dag. Matthías Nóason, Bröttugötu 31, Vestmannaeyjum, er fertugur í dag. Ingvar. Árnason, Vallarbarði 18, Hafnarfirði, er fertugur í dag. Hafsteinn Sigurðarson, Súluhólum 2, Reykjavík, er fertugur í dag. Hann er erlendis á afmælisdaginn. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsing- ar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.