Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 32
■ ■ m Imm Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987. Kvótasvikamálið: Skúla verður svarað -w innan tíðar „Ég get ekki sagt til um hvenær viö svörum bréfi Skúla Alexanders- sonar en það veröur þó innan tíðar,“ sagöi Árni Kolbeinsson, ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, í samtali við DV í gær. Skúli bendir á í bréfl sínu til ráðu- neytisins að senn séu liðnir 3 mánuðir síðan hann gerði athuga- semdir við úrskurð ráðuneytisins um að fyrirtæki hans, Jökull hf., hefði framið kvótasvindl en enn hefði ekkert svar borist. Skúli segir í bréfi sínu til ráðuneytisins að sá grunur læðist að sér að þannig sé viljandi staðið að verki. - . Árni Kolbeinsson var spurður Tivort búið væri að Ijúka málum fyr- irtækjanna fjögurra sem ásökuð voru um kvótasvik um leið og Jök- ull hf. Hann sagðist ekki vilja svara því og yfir höfuð ekki vilja skýra ijöl- miðlum neitt frá þessu máli, ekki heldur hvort fleiri fyrirtæki á landinu en þessi fimm heföu verið ásökuð um kvótasvik. Það er því ljóst að svona mál verða framvegis rekin fyrir luktum dyrum. -S.dór * Bjórinn í níunda sinn Níunda tilraun verður gerð í neðri deild Alþingis í dag til að ljúka fyrstu umræðu um bjórfrumvarpið og koma því til þingnefndar. Þessi til- raun ætti að heppnast því bjórinn er fyrsta málið sem tekið verður til umræðu á dagskránni. Ólafur G. Einarsson, formaður allsherjarnefndar neðri deildar, hafði gert ráð fyrir að bjórnum yrði vísað til nefndarinnar í gær og boðaö nefndina til fundar fyrir hádegi í dag. „Ég hef enga trú á að þetta mál verði afgreitt frá nefndinni fyrir jól *dr því að mönnum tókst að tefja þetta,“ sagði Ólafur. í bjórfrumvarpinu er gert ráð fyrir að sala áfengs öls verði leyfð úr versl- unum ÁTVR frá 1. október 1988. -KMU llar gerðir sendibíla 25050 senDiBiLJisTöÐin Borgartúni 21 Bjórsull er þetta á landsfeðrunum! LOKI „Ég tel þetta athyglisverða hug- sjávarútvegsráðherra hefur falið sú lifur sem hent er en nú er vax- og síöan bauju viö. Verksmiöjuskip- mynd og að hægt sé aö reikna út stofnuninni að reikna út arðsemi andieftirspumumallanheimaeftir in koma svo og hiröa nætumar upp hvort svona skip borgar sig. Við skips sem færi um miöin og hirti lýsi. Ýmsan annan úrgang mætti og vinna úr þvt sem í þeim er. erumumþaðbilaðheflaarðsemis- uppþað sem togararnir henda. lika hirðaognota til meltugerðar. „Égtelmjogathyglisvertaöskoða rannsókn á rekstri svona skips,“ Þar fara núkil verðmæti í sjóinn. Grímur Valdimarsson sagði að þessa hugmynd sjávarútvegsráð- sagði Grímur Valdimarsson, for- Grímurbentiáaðmikiöafsmáfiski algengt væri að verksmiðjuskip herra vel í ljósi þess að þarna fara stjóri Rannsóknastofnunar sjávar- væri hent í hafið sem auðvelt væri fylgdu veiðiskipaflota, skipin settu raikU verðmæti forgöröum,“ sagði - útvegsins, en Haildór Asgrímsson að koraa á markað. Þá er ótalin öll þennan úrgang í sérstakar nætur GrímurValdimarsson. -S.dór Lárus Sveinsson og dætur hans þrjár, þær Ingibjörg, Þórunn og Hjördís Erla, spila hér saman á trompet grískt lag, er nefnist Óöurinn til Ólympíu, á fræðslufundi hjá ólympíunefnd íslands. Dætur Lárusar hafa allar verið I námi hjá föður sinum og hafa þau spilað saman síðastliðið eitt og hálft ár eða síðan sú yngsta, Hjördís Erla, fór að geta haldið á trompetinum. DV-mynd GVA SÍS með kontórana á Kirkjusand: Búist við nýjum slag um Smárahvammslandið Með ákvörðun Sambands ís- lenskra samvinnufélaga um að flytja aðalstöðvar sínar á Kirkju- sand í Reykjavík er búist við að nýr slagur hefjist um Smárahvamms- land í Kópavogi. Samningur SÍS um kaup á 23 hekturum úr því bíð- ur ákvörðunar bæjaryflrvalda í Kópavogi um hvort þau nýti for- kaupsrétt. Vitað er um aðila sem vilja ganga inn í samninginn og bjóða hugsanlega betur. SÍS hefur keypt 35% hlut Ögur- víkur hf. í Kirkjusandi fyrir 40-50 milljónir króna. Fiskvinnsla þar hættir og SÍS flytur þangað aðal- stöðvar sínar eftir milljónatuga breytingar. Guðmundur Oddsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, sagði bæjaryfirvöld fyrst hafa frétt þetta í gærkvöld. Hann sagði þetta mikil vonbrigði, þótt forráðamenn SÍS hefðu aldrei sagt berum orðum að aðalstöðvar þeirra yrðu fluttar í Smárahvamm. Guðmundur sagði að beðið væri eftir hugmyndum SÍS um nýtingu Smárahvammslandsins og ekki yrði fjallað um málið fyrr en þær lægju fyrir. Það skipti hins vegar miklu máli að landið kæmist sem fyrst í notkun og þar sem það væri á einhverjum besta stað á höfuð- borgarsvæðinu væri rökrétt að álykta að fleiri hefðu áhuga á því. Aðilar hefðu raunar þegar haft samband við bæjarstjóra og lýst slíkum áhuga. Bæjaryfirvöld í Kópavogi töldu mjög líklegt að SÍS ætlaði að flytja aðalstöðvar sínar í bæinn, en það hefði þýtt gríðarlegar skatttekjur. Ákvörðun SÍS um að nýta Smára- hvamm fyrir aðra starfsemi setur augljóslega strik í reikninginn. „Þetta eru skelfilegar fréttir," sagði Guðmundur Oddsson. -HERB Veðrið á morgun: Þurrt austan- lands Á morgun verður sunnan- og suð- vestanátt á landinu með skúrum vestanlands en þurru og björtu veðri austanlands. Hiti verður á bilinu 3 til 6 stig. Slæm staða bæjarsjóðs Ólafsvíkur Bæjarstjórn Ólafsvíkur sat á löng- ' um fundi með endurskoðanda sínum í gær. Verið var að fara yfir úttekt á bæjarsjóði fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs. Þeir bæjarfulltrúar sem rætt var við vilja ekki með nokkru móti segia frá niðurstöðum úttektarinnar. „Viljum ekkert Qöimiölafár," sagði einn bæjarfulltrúinn. Allir eru þeir sammála um að bæjarfélagið stendur frammi fyrir miklum vanda. Á þessu ári hefur skuldastaðan breyst mikið til hins verra. Fyrirsjáanlegur fjár- magnskostnaður er mjög hár. Einn bæjarfulltrúinn sagði að á þessu ári hefði verið framkvæmt það mikið að lítið verði hægt að vinna á komandi árum. „Þetta er verra en ég átti von á, bjóst ég þó við ýmsu. ðlafsvíkingar hafa aflað vel og greiða næsthæsta útsvar allra landsmanna þannig að ég sé ekki betur en ráðamenn bæjar- félagsins hafi brugðist," sagði einn bæjarfulltrúinn. Annar sagði að þessar staðreyndir ættu að vera öll- um bæjarfulltrúum ljósar. Ráðgert er aö kynna niðurstöður úttektarinnar á opnum bæjarstjórn- arfundi í byrjun desember. Þar til eru bæjarfulltrúar ákveðnir að segja ekki frá hver niðurstaða úttektarinn- ar er. -sme Sex ára drengur beið bana Banaslys varð í umferðinni í Reykjavík um klukkan nítján í Reykjavík. Slysið varð á Skógarhlíð. Drengurinn var á leið yfir götuna við mót Litluhlíðar er hann varö fyrir stórri bifreið sem var á leið niður Skógarhlíð. Drengurinn lést sam- stundis. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu. -sme Andakílsá í Borgarfirði: Ársleigan hækkaði um 300 prosent Um níuleytið í gærkvöldi var skrif- að undir leigusamning um Andakílsá í Borgarfirði sem hljóðar upp á þrett- án hundruð og fimmtíu þúsund í peningum næsta sumar og um tvær milljónir í byggingu veiðihúss sem á að reisa í vor. Samningurinn gildir í tíu ár og hækkar sem nemur vísitölu á hverju ári. Andakílsá var leigð á 575 þúsund í fyrra og nemur því hækkunin á milli ára um 300%. Leigutakar eru Kristján Stefánsson og Jóhannes Helgason úr Reykjavik. Þeir félagar ætla að selja eitthvað af veiðileyfum á almennum markaði en ekki er búið að ákveða veröið. -G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.