Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1987, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1987, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1987. 29 Iþróttir Aðeins einn féll á lyfjaprófúm Breta Heimsmethafmn í spjótkasti kvenna, Fatima Whitbread, og hlaupar- inn frægi, Steve Ovett, fóru oftast í lyfjapróf þeirra 139 bresku fijáls- íþróttamanna sem fóru í lyfjapróf hjá breska fijálsíþróttasambandinu á síðasta keppnistímabih. Tilviljun réð því að þau lentu oftast í prófun- um. Dregið var um það auk þess sem Fatima bauðst til þess á móti í Lundúnum strax eftir heimsmeistarakeppnina í Róm. Allir voru Bret- amir neikvæðir í prófunum, höfðu ekki neytt örvandi lyíja. Lyfjapróf- in voru 164. Að auki voru 204 erlendir keppendur lyfjaprófaöir hjá breska sam- bandinu eftir að þeir höföu keppt á mótum í Bretlandi. Aðeins einn þeirra var jákvæður, Sue Howland frá Ástrabu, spjótkastari. Hún var dæmd í keppnisbann af ástralska frjálsíþróttasam- bandinu. Þess má geta að tilvifjun réð einnig hveijir lentu í þessum lyflaprófum eins og hjá Bretunum. „Við munum halda þessum prófum áfram í framtíðinni og erum opnir fyrir öllum breytingum. Við viðurkennum að þessi próf eru ekki fullkomin en þó betri en hjá flestum. Það hefur víða átt sér stað misnotkun á þessu sviði og í sambandi við próf okkar hafa alls konar gróusögur gengið. Þess vegna ákváö- um við að birta niðurstöður prófanná og vonum að það hreinsi loftið," sagði Tony Ward, talsmaður breska sambandsins. -hsím Pólverji til Bochum Vestur-þýska knattspymufélagið Bochum hefur fest kaup á pólskum leikmanni en sá heitir Ándrzej Ivan og lék með Gomik Zabrze í heimalandi sínu. Andrzej Ivan, sem er 28 ára að aldri, lék með pólska landsliðinu í heims- meistarakeppninni 1978 og 1982. Bochum á í miklum erfiðleikum um þessar mundir og er liðið nálægt botn- inum í Bundeshgunni. • Fatima Whitbread, oftast prófuð og alltaf neikvæð. Mikill ahugi áPolarCup Mikill áhugi er á Polar Cup mótinu í handknattleik sem hefst í Noregi um miðja næstu viku en Islendingar taka þátt í mótinu. Norska sjón- varpið hefur ákveðið að sýna beint frá þremur leikjum norska liðsins og meðal annars viðureigninni við íslenska liðið. Norskum almenningi finnst tími til kominn aö norska karlalandsliðið fari að sýna einhvern árangur og krefst þess á mótinu. Johnston valinn á ný í skoska landsliðið • Maurice Johnston. „Brian McClair, Man. Utd, hefur ekki skorað í síðustu fimm lands- leikjum Skotlands og því hef ég ákveðið að gefa honum frí þegar Skotland leikur Evrópuleikinn við Luxemburg í næsta mánuði." sagði skoski landsliðsþjálfarinn Andy Roxburgh þegar hann tilkynnti 22ja manna landsliðshóp Skota í leikinn í Lúxemborg sem verður 2. desemb- er. Leikurinn er í 7. riðli og með sigri ná Skotar öðru sætinu í riðlinum. írar hafa tryggt sér sæti úr riðlinum í úrslitin í V-Þýskalandi. Roxburg valdi heldur ekki Jim Bett, Aberdeen, en hins vegar tvo leikmenn. sem leika með frönskum liðum, í stað Betts og McClair. þá Maurice Johnston. Nantes. og Eric Black. Metz. Johnston er marka- hæstur í frönsku 1. deildinni. Þá koma þeir Ally McCoist. Rangers. og Willie Miller. Aberdeen. á ný í lands- liðshópinn. Gary McKay. Hearts. sem kom inn sem varamaður gegn Búlgaríu í Sofíu og skoraði sigur- mark Skota í leiknum. er valinn á ný. Af öðrum leikmönnum má nefna að Bryan Gunn. Norwich. sem varði svo frábærlega í Liverpool á laugar- dag. er í hópnum. einnig Steve Nicol og Gary Gillespie. Liverpool. Ian Wilson og Graeme Sharp. Everton. Pat Nevvin. Gordon Durie og Steve Clarke. Chelsea. -hsím Leikbann Bradys stytt? - ákvörðun þess efnis tekin fýrir á fundi stjómar UEFA17. desember „Stjórn UEFA mun koma saman 17. desember nk. og þá verður tekin fyrir áfrýjun írska landsliðsmanns- ins Liams Brady sem dæmdur var í fjögurra leikja bann af aganefnd sambandsins," sagði Rudolph Roth- enbuhler, blaðafulltrúi Evrópusam- bandsins, í Bern í gær. Brady var rekinn af velli í Evrópuleik við Búlg- aríu 14. október og það var í fyrsta skipti í 67 landsleikjum sem hann fær að sjá rauða spjaldið dómarans. írar sigruðu 2-0 í leiknum. Ef leikhann aganefndar verður staðfest 17. des- ember missir Brady af úrslitum Evrópukeppninnar í V-Þýskalandi næsta sumar - verður þá ekki valinn í írska liðið. Ef dómur aganefndar verður mildaður verður Brady í írska landsliðshópnum á EM. Liam Brady leikur sem kunnugt er með enska liðinu West Ham United en þangað var hann keyptur á sl. vori frá ítalska liðinu Ascoli. -hsím • -N v>>' Róma hornsófi, smíðaður eftir máli. Áklæði: leður- leður lux. Róma sófasett. Áklæði: leður - leður lux. SMIÐJUVEGI 30 SÍMI 72870 KHÚSGAGNA-I val Sófasett og hornsófar Tórínó sófasett. Áklæði: leður - leður lux. Góð greiðslukjör gÖRÖ KREDIT KHÚSGAGNA-I val SMIÐJUVEGI 30 SÍMI 72870 Tórínó hornsófi, smíðaður eftir máli. Áklæð leður - leður lux. Mílanó sófsett. Áklæði: leður - leður lux.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.