Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1987, Blaðsíða 4
30 MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1987. Iþróttir Ivar Webster , Haukum, stekkur manna hæst meö knöttinn við körfuhringinn. DV-mynd Brynjar Gauti Korfuknattleikur - úrvalsdeild Dýrmætur sigur norðanmanna - Þór vann Breiðablik, 55-66, í Digranesinu Þór frá Akureyri vann sinn fyrsta sigiu- í úrvalsdeildinni á fóstudags- kvöld. Þá mætti félagið Breiðablik úr Kópavogi og áttust liðin við í Digranesi. Þór gerði 66 stig í leiknum en Blik- ar 55. Það verður að segjast sem er aö varnir liðanna ollu ekki býsna lágu skori. Á hitt verður nefnilega að benda að leikurinn var sérlega slakur og hittrn vond hjá flestum. Eiríkur Sigurðsson Þórsari skar sig þó nokkuö úr hvað skotfimi varöar, gerði enda 23 stig eða ríflega þriðjung þeirra noröanmanna. Þótt framganga hðanna væri ekki með þvi besta í þessari mikilvægu viðureign í botnbaráttunni, var hún nokkuð jöfn lengst af og því spenna talsverð sem slaknaði þó í lokin. Sigur Þórsara var sanngjam, þeir vora að jafnaði yfir og náðu að hrista Uð Blikana af sér þegar mest reið á - í lokin. Bestir í Uði Blika vpru þeir Guð- mundur Stefánsson, Ólafur Adolfs- son og Kristinn Albertsson. í liði gestanna voru hins vegar þeir Eiríkur Sigurðsson og Guðmundur Björnsson mest áberandi. • Stig Blika: Guðmundur 13, Ólafur 10, Kristinn 10, Kristján 10, Guð- brandur 6, Sigurður 3, Hannes 2 og Lárus 1. • Stig Þórs: Eiríkur 23, Guðmundur 15, Bjarni 10, Konráð 6, Jóhann 6, Ágúst 4 og Björn 2. -JÖG Erfrtt hjá U-18 liðinu í ísrael Eins og kom fram 1 DV fyrir verður leikið í alþjóðlegu knatt- Sviss, Kýpur, Ungverjaland og Pól- skemmstu heldur unglingalið ís- spymumótiíþessumaldursflokki. land. lands, skipað knattspymumönnum Keppnislag er með þeim hætti aö í hinum riðlinum eru hins vegar yngri en 18 ára, utan milU jóla og spilað er í tveimur riölum og síðan Uchtenstein, Malta, írland, Dan- nýárs. í úrsUtum um ákveðin sæti. mörk, Grikkland og Rúmenía. Er steöian tekin á ísrael en þar í riðh með íslandi eru ísrael, -JÖG „Þessi leikur var uppálrfogdauða fyrir okkur“ - sagði Pálmar Sigurðsson, þjálfari Hauka, eftir sigur á ÍR, 67-73 „Þessi leikur var upp á líf dauða fyrir okkur. Því voru stigin fyrir sig- urinn mjög kærkomin. Það vantaði alla ógnunina í fyrri hálfleik hjá okk- ur en í þeim seinni náðum við upp góðri baráttu sem skóp sigur okkar. Ég lét reyna meiðslin og fann öðru hvoru fyrir sting í náranum. En von- andi eru bjartir tímar framundan," sagði Pálmar Sigurðsson, körfu- knattleiksmaðurinn snjalli, í samtaU við DV eftir að Haukar höfðu sigrað ÍR-inga, 67—73, í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Leikur Uðanna fór fram í íþróttaskóla Seljaskóla sl. laugardag. ÍR-ingar höfðu eins stigs forystu í hálfleik, 32-31. Jafnræði mestallan fyrri hálfleikinn Leikurinn fór frekar rólega af stað og notuðu bæði liðin fyrstu mínút- urnar til þreifinga. Jafnræði var á með Uðunum mestallan fyrri hálfleik og skiptust þau á um að hafa forystu. Vamarleikur Uðanna var þeirra að- alsmerki raunar allan leikinn en hittnin var léleg lengi vel í leiknum en skánaöi þegar á leið. Haukar náðu sjö stiga forskoti, 9-16, en ÍR-ingar náðu að jafna, 22-22. Þeir náðu síöan fjögurra stiga forystu, 30-26, skömmu fyrir leikhlé. Haukar mjög ákveðnir í síðari hálfleik Haukar komu mjög ákveðnir til leiks eftir leikhlé og var greinilegt á öllu að þeir ætluðu sér sigur í leikn- um. Um miðjan síðari hálfleik náðu Haukar tólf stiga forystu, 45-57, og má segja að þar með hafi sigurinn verið í höfn. ÍR-ingar náðu að vísu að minnka muninn niður í þrjú stig, 64-67, þegar rúm mínúta var til leiks- loka, en Haukar hleyptu þeim ekki nærri og tryggðu sér öruggan sigur á lokasekúndunum. ÍR-inga vantar reynslu Það sem stendur ÍR-ingum fyrir þrifum í úrvalsdeildinni er reynslan. Liðið er mjög ungt að árum og vant- ar alla þá dýrmætu reynslu sem þarf í þeirri hörkukeppni sem er í úrvals- deildinni. En ef þetta lið nær að halda áfram með sama mannskap koma þeir tímar síðar að liðið verður sterkt. Jón Örn Guðmundsson var þeirra besti maður í þessum leik og einnig komst Karl Guölaugsson ágætlega frá leiknum. Annars verður ÍR-ing- um veturinn erfiður eins og raunar var vitaö í upphafi keppnistímabils- ins. Haukar vel að sigrinum komnir Hauka-liðið var vel að sigrinum komið í þessum leik. Það var einnig vel meðvitað um það aö sigur varð að vinnast svo að liðið yrði áfram í baráttunni um að komast í úrslita- keppnina en í hana komast fjögur efstu liðin. ívar Ásgrímsson var best- ur Hauka-manna, var mjög sterkur, sérstaklega þegar á leið. Einnig kom Tryggvi verulega á óvart með góðum leik. • Kristinn Albertsson og Bergur Steingrímsson dæmdu leikinn og komust sæmilega frá því hlutverki. Stig ÍR: Jón Örn 21, Karl 17, Björn Stef 11, Björn Le 10, Jón 4, Jóhannes 4. Stig Hauka: ívar 19, ívar Webster 18, Tryggvi 16, Henning 9, Ingimar 4, Sveinn 4, Pálmar 3. -JKS . Einvígi tveggja leikmanna í sennu Blika og Þórs. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.