Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1987, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1987, Síða 5
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1987. 31 Iþróttir - mönnum stafaði nefnilega hætta af hamfömm kempunnar Detroit Pistons er eitt af þeim liðum á austurströndinni sem búist er við að veiti Boston harða samkeppni í vetur. Þeir stóðu í Celtics í úrslitun- um í fyrra og með smáheppni hefðu þeir þá getað slegið Boston-liðið út. Aðall Piston-liðsins eru mjög góðir varamenn. Sá besti þeirra heitir raunar Winnie Johnson. Hann er kallaður „örbylgjuofninn“ í NBA deildinni, kappinn hitnar nefnilega svo fljótt þegar hann kemur til leiks. Þótt „örbylgjuofninn“ sé ekki nema 187 sentímetrar þá er hann byggður eins og skriödreki og lítur miklu frekar út fyrir að vera amerískur fótboltamaður en körfuknattleiks- maður. Að meðaltali skorar hann 17 stig í leik, kemur enda reglulega inn á og gerir út um leiki á örstuttum tima. Súkkulaðiþruman treður með stórmerkjum Annar maður, sem Pistons vonast til að hjálpi þeim í baráttunni um titilinn, er Darryll Dawkins. Félagið keypti kappann á fimmtudag frá Utah Jazz vegna þess að liðið skorti góðan og reyndan varasenter - mið- heija, að áliti forvígismannanna. Dawkins er frægastur fyrir sínar þrumutreðslur og eitt aðalgælunafn- ið hans er „súkkulaðiþruman.“ Sumar troðslur hans voru svo rosalegar að hann átti það jafnvel til að brjóta spjöldin - lamdi þá boltan- um svo fast í körfuhringinn. Þar sem spjöldin í NBA eru úr gleri þá ruku allir upp og bönnuðu honum að fremja þennan óskunda. Töldu menn að þetta væri hættulegt fyrir alla þá sem hafast við undir körf- unni. Var „súkkulaðiþruman" sektuð eftir sína aðra ofsatroðslu. Síðan þá hafa snjallir menn fundið upp kerfi sem að tengir hringinn við spjaldið með gormum þannig að hægt er að toga hringinn frá spjald- inu niður um 10 til 15 sentímetra, án þess að eiga það á hættu að fá allt galleríið í hausinn. Dawkins er á vissan hátt ábyrgur fyrir þessari uppfinningu. Keyptu heila þotu undir liðið Enn eitt sem yfirmenn Pistons hafa gert fyrir liðið var að kaupa flugvél undir leikmennina. Öll önnur félög ferðast með hefðhundnu áætlunar- flugi, reyndar á fyrsta farrými vegna hvað flesta sigra í röð varðar, í upp- hafi tímabils. Þeir unnu fyrstu átta leiki sína sem er met félagsins en NBA metið er 15 sigrar. Lakers tap- aði 9. leiknum heima fyrir Mill- waukee Bucks. Sá leikur var framlengdur og þó það hafi ekki ver- ið nægur tími fyrir Lakers til að vinna þá var það rétt nógur tími fyr- ir Kareem Abdul-Jabbar til þess að skora sitt tíunda stig. Málið er nefni- lega þaö að hann hefur skorað minnst tíu stig í leik í sjö hundruð áttatíu og fjórum leikjum í röö sem að sjálfsögðu er NBA met. Úrslitaleikir teljast ekki með í þessu, því er verið að tala um níu og hálft ár af ferli kappans. • Kareem Abdul-Jabbar hefur skorað fleiri en tíu stig i leik i níu og hálft ár. Símamynd Reuter Pétur Guðmundsson hjá San Antonio Spurs skrifar um NBA-körfuna: álagsins. Pistons keyptu sér DC 9, 63ja sæta og breyttu henni í 24ra sæti „lúxusþotu“ til þess að liðinu gengi betur aö heiman. Golden State mætti að ósekju taka sér Pistons til fyrirmyndar en þeir unnu ekki nema einn af fyrstu tiu leikjum sínum á þessu tímabili. Lakers sló ekki metið Lakers tókst ekki að slá NBA-metiö Ricky Pierce upp á kant við samninginn Það getur verið dýrt að vera ósáttur við samninginn sinn. Ricky Pierce hjá Millwaukee Bucks situr heima og heimtar að Bucks rifti núgildandi samningi við sig og veiti sér nýjan í kjölfarið. Pierce þessi var valinn besti „sjötti maður“ (fyrsti varamaður) í fyrra. Honum finnst hann því eiga rétt á launahækkun. Ég vona satt best að segja aö hann hafi verið duglegur að leggja inn í banka því að Bucks hefur bvrjað mjög vel án hans. Ætla þeir sér því ekki aö gefa kappanum nýjan samn- ing. Á meðan allt situr fast þá tapar Pierce þrjú þúsund dollurum í hverj- um leik sem hann á að fá samkvæmt núgildandi samningi. Xavier McDaniels var valinn leik- maður vikunnar 15. til 22. nóvember eftir að hafa skorað að meðaltali þijátíu og eitt stig í þeim þremur leikjum sem Seattle, félagið hans, spilaði á þeim tíma. Að lokum er hér svo besta löglega nafnið í NBA. Lloyd Free var ekki ánægður með skímarnafn sitt og þegar hann var upp á sitt besta með Philadelphia 76ers svaraði hann frekar gælunöfnum en sínu rétta. Best fannst honum þó að geta sýnt hug sinn með því að fá nafni sínu breytt í kirkjubókum. Tók hann þá upp nafnið World B. Free - já, lauslega þýtt frelsið heim- Sjáumst að viku liðinni. Pétur Guðmundsson. „Súkkulaðiþrumunni“ var bannað að troða Unglingalandslið íslands á æfingu á laugardag. Llðið æfir nú fyrir komandi átök, HM f Júgóslavíu. DV-mynd Brynjar Gautl Handknattleikur - U-21 landsliðið: Strákamir æfa af miklum krafti Handboltalandslið íslands. skipað leikmönnum 21 árs og yngri. keppir á heimsmeistaramóti í þeim aldurs- flokki snemma í næsta mánuði. Fer keppnin fram í Júgóslavíu og verður róðurinn án efa þungur hjá okkar mönnum. Mótheijar verða firnasterkir auk þess sem liðið sjálft hefur orðið fyrir miklu áfalli. FH-ingurinn Héðinn Gilsson handarbrotnaöi nýlega í deildarleik og Jón Kristjánsson, Val. gaf ekki kost á sér til fararinnar. Þeir sem verða í liðinu eru þessir: • Markverðir: Hrafn Margeirsson..............ÍR Bergsveinn Bergsveinsson.......FH Guðmundur Jónsson............Fram • Aðrir leikmenn Skúli Gunnsteinsson....Stjörnunni Einar Einarsson........Stjörnunni PéturPetersen..................FH Gunnar Beinteinsson............FH Þorsteinn Guðjónsson...........KR Konráð Olavsson................KR Stefán Kristjánsson............KR Árrii Friðleifsson........Víkingi Bjarki Sigurðsson.........Víkingi Þórður Sigurðsson.............Val Július Gunnarsson............Fram Siguijón Sigurðsson...Shutterwald • Þjálfari er Geir Hallsteinsson. „Fengum mikiKægt stig“ sagði Sigurður Grétarsson eftir 2-2 jafntefli við Seivette „Við fengum mikilvægt stig á úti- velli gegn Servette. Það getur allt gerst ennþá. Við eigum tvo leiki eftir í deildinni áður en sjálf úrslitakeppn- in byrjar og þá leiki þurfum við hugsanlega að vinna til að eiga möguleika," sagði Sigurður Grétars- son hjá Luzem í samtali við DV. En um helgina gerði Luzern jafntefli 2-2 við Servette í Genf. Servette komst yfir í 2-0 eftir tutt- uga mínútna leik en Luzem jafnaði í síðari hálfleik með mörkum Jurgen Mohr og Berna Cina. Karl Heinz Rummenigge sat á varamannabekk Servette en hefur átt við meiðsli aö stríða að undanfómu. • Úrslit í leikjunum urðu þessi: St. Gallen-Young Boys.......2-0 Neuchatel-Lausanne...........3-0 Servette-Luzern..............2-2 Zurich-Basel.................0-4 Bellinzona-Grasshoppers......0-1 Sion-Aarau...................1-1 • Þegar tuttugu umferðum er lokið er Neuchatel Xamax efst með 27 stig, Grasshoppers er í ööm sæti með 26 stig og Aarau er i þriðja sæti með 25 stig. Luzern er í níunda sæti með 19 stig. • Luzern á eftir að leika við Basel á heimavelli og við Zurich á útivelli en þessi bæöi liö er fyrir neðan Luz- em aö stigum í deildinni. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.