Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987. Fréttir Steingrímur J. Sigfússon, þingflokksformaður Alþýðubandalags: - meiri háttar kerfísbreytingar á að keyra í gegn á tveim vikum Eitthvert mesta öngþveiti sem menn hafa staöiö frammi fyrir i þingstörfum kallaöi Steingrímur J. Sigfússon, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, stööuna á Al- þingi þessa dagana. Það geröi hann í gær þegar hann kvaddi sér hljóðs um þingsköp. Steingrímur J. sagði aö þegar tvær vikur væru eftir af þingtíma fyrir áramót væri fjöldi stórmála ókominn fyrir þingiö. Sagði hann að frumvörp, sem fælu í sér meiri háttar kerflsbreytingar, ætti aö keyra í gegn á tveim vikum. Taldi hann teflt á tæpasta vaö. Nefndi hann meðal annars frum- varp um stjórn fiskveiða, söluskatt, tollskrá og vörugjald. Hann sagði að íjárlagafrumvarp væri enn í nefnd og virtist miða rólega. Sömu- leiðis lánsfjárlagafrumvarpi. Húsnæðisfrumvarp væri ókomið úr nefnd og ágreiningur væri um frumvarp um útflutningsleyfi. Sagði hann að óskipuleg og hand- arbaksleg vinnubrögð ríkisstjórn- arinnar, sem vegna ósamkomulags eða annarra atriða, yllu því að nú keyrði um þverbak. Þörf væri fyrir ríkisstjómina að ráða til sín full- færan sáttasemjara og ekki síður verkstjóra. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra sagði rétt að mörg mál væru fullseint komin. Taldi hann það eðlilega og réttmæt,a gagnrýni. Tók hann undir að þingið ætti óvenjum- ikið starf fyrir höndum næstu tvær vikur og slæmt væri þegar það hefði ónógan tíma. Mál hefðu kallað á verulegan undirbúning, sem tekið hefði tíma. Hinni almennu stefnumörkun hefði hins vegar verið lýst þannig að fátt nýtt ætti eftir að koma fram. Júlíus Sólnes, Borgaraflokki, sagði með ólíkindum hvernig þing- störfin hefðu verið. Stjórnarand- stöðuþingmenn hefðu haldið þingstörfum gangandi. Stefán Valgeirsson sagði menn ekki skilja upp né niður í stefnu ríkisstjómarinnar enda væri fram- kvæmdin allt önnur en stefnan og handahófskennd. Stjórnin kæmi sér ekki saman um eitt né neitt. Ekki væri sæmandi að þessir stóru frumvarpsbálkar kæmu fram tveim vikum fyrir jólaleyfi. -KMU Vinnufélagar Guðmundar Finns Björnssonar á Bifreiðaverkstæði Ásgeirs Ásgeirssonar. Frá vinstri: Ásgeir As- geirsson verkstæðisformaður, Hjörtur Óskarsson og Hörður Kristófersson. DV-mynd GVA Vinnufélagar Guðmundar Finns Bjömssonar: „Góður og IJúfúr drengur" Fjármálaráðuneytíð: Töggur notaði ekki heimild „Viðkomandi fyrirtæki fór fram á þetta. Heimild var samþykkt af ráðu- neytinu. Heimildin var hins vegar aldrei notuð,“ sagði Snorri Ólsen, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu, um stærstu íjárhæðina sem tilgreind er í svari fjármálaráðherra á Alþingi um greiðslu opinberra gjalda með skuldabréfum. DV skýrði frá því í gær að stærsta dæmið væri vegna Töggs hf. Skulda- bréf að fjárhæð 44 milljónir króna, frá því í júní á þessu ári, er í svar- inu, sem gefið var við fyrirspurn Kjartans Jóhannssonar, tilgreint á hsta fjármálaráðuneytisins yfir mót- tekin skuldabréf sem greiöslu opinberra gjalda. „Það er ekki rétt að segja að þetta sé yfirlit um móttöku skuldabréfa. Þetta er yfirlit um heimildir. Þetta eru útgefnar heimildir en það er ekki vist að í öllum tilvikum hafi menn notfært sér þær heimildir. Það eru ábyggilega til einhver fleiri dæmi um að menn hafi fengið heim- ild en ekki skuldbreytt. Skýringar geta verið þær að menn hafa ekki uppfyllt sett skilyrði um að útvega veð eða hafa ekki getað fengið banka- ábyrgð,“ sagði Snorri. -KMU Sakar Al- þýðufíokkinn um ófrægíng- arherferð „Guðmundur Finnur er einstak- lega góður og ljúfur drengur. Hann er nfiög reglusamur, það mætti stilla klukku eftir honum. í þau fáu skipti sem honum seinkaði tii vinnu hringdi hann til að tilkynna hvenær hann kæmi,“ sagði Ásgeir Ásgeirs- son, yfirmaöur Guðmundar Finns Björnssonar, sem nú hefur verið saknað frá því klukkan rúmlega tvö aðfaranótt sunnudagsins 22. nóv- ember. „Föstudaginn fyrir þessa helgi vor- um við Guðmundur að vinna lengur, við hættum vinnu um sexleytið. Guð- mundur var hinn hressasti þegar við kvöddumst. Hann leit við hér á laug- ardeginum, var þá spariklæddur, hann kom ekki til að vinna heldur leit við til að heilsa upp á okkur,“ sagði Ásgeir. Guðmundur Finnur er nýbúinn að ljúka námi í bifvélavirkjun á Bif- reiðaverkstæði Ásgeirs Ásgeirsson- ar. Hann hóf þar störf fyrir fjórum árum. Ásgeir Ásgeirsson sagði að í fyrstu hefði Guðmundur Finnur ekki blandað miklu geði við vinnufélag- ana en það væri löngu breytt. Hann er lítið með vinnufélögum sínum ut- an vinnutíma. „Þetta er okkur algjörlega óskiljan- legt. Guðmundur er það reglusamur og góður drengur. Ég get ekki hugsað mér betri starfsmann, bæði er hann reglusamur og stundvís og svo er hann góður fagmaður. í fyrstu féllst ég á að taka hann til reynslu. Fljót- lega kom í ljós hve mikill úrvalsmað- ur hann er,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson. Vinnufélagar Guðmundar voru all- ir á einu máli um að hvarf hans væri með öllu óskiljanlegt og lögðu allir áherslu á að Guðmundur væri einstaklega öfgalaus og þægilegur maður. -sme Albert Guðmundsson: Ég var að bjarga peningum fyrir ríkið „Ég má ekki fara burtu þá byrja þessar árásir á mig. Ég hef alltaf ver- ið stórtækur í öllu sem ég hef gert og stórtækari en flestir aðrir. Ég kem með nýjan hugsunarhátt og er ekki staðnaður í kerfinu. Þrælar kerfisins líta það alltaf homauga sem er öðru- vísi gert en alltaf áður,“ sagði Albert Guðmundsson, fyrrverandi fjár- málaráðherra, í samtali við DV þegar hann var spurður áhts á fréttum af því að hann hafi verið umsvifamest- ur fjármálaráðherra í skuldbreyting- um opinberra gjalda til einstaklinga og fyrirtækja. „Þessar persónulegu árásir á mig hafa staðið í langan tíma vegna þess að ég vinn öðmvísi en aðrir. Al- þýðuflokkurinn setur þetta nú á svið, Jón Baldvin fær Kjartan í lið með sér,“ sagði Albert. „Það er ekki rétt að þama hafi ég verið að lána fólki peninga ég var að gera fólki kleift að standa skil á greiðslum til ríkisins. Ég var að bjarga peningum fyrir ríkið. Það er reynt að gera það tortryggilegt þegar menn reyna að standa öðmvísi að hlutunum en kerfið hefur áður gert. Það er fáránlegt. Menn sem hafa ekki sveigjanleika til þess að starfa með öðrum eða hafa ekki reynslu af við- skiptum, eiga ekki að koma nálægt fjármálaráðuneytinu. Þar verður að vera maður sem veit hvað hann ger- ir, en ekki einhver tréhestur sem er þræll kerfisins. Fjármálaráðuneytið er sá öxull sem allt viðskiptalífið snýst um. Ráðherra verður að kunna og þora að fara með þær heimildir sem hann hefur, til þess er hann kjör- inn,“ sagöi Albert Guðmundsson. -ój „Umsógn borgar- verkfræðings ekki boðleg" Á fundi borgarstjómar í gærkvöldi urðu harðar umræður vegna um- sagnar borgarverkfræðings um til- lögu Elinar G. Ólafsdóttur, Kvennalista, þess efnis aö lífríki tjamarinnar verði kannað. Var lögð fram bókun frá minnihluta borgar- sijórnar þar sem meðal annar segir að umsögn borgarverkfræðings væri:...engan veginn boöleg sem umsögn embættismanns borgarinn- ar og höfnum við henni sem slíkri.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði umsögnina póhtíska og „ekki úr penna borgarverkfræðings". Borgar- stjóri mótmælti þessum ásökunum á hendur borgarverkfræðingi. „Borg- arverkfræðingur er hæfur embættis- maður og mönnum til vansa að veitast aö honum." Umsögn borgarverkfræðings er um margt óvenjulegt plagg. Þar er ekki getið hver gerir útektina og hún er hvorki með haus né undirskrift. Þá er því slegið fram að öll andstaða við ráðhúsið sé á póhtískum forsend- um. Tillaga Ehnar var síðan endurflutt og fehd. -SMJ Júlíus Sólnes, varaformaður Borg- araflokksins, sakaði Alþýðuflokkinn á Alþingi í gær um að reka gegn AI- bert Guðmundssyni ófrægingarher- ferð sem minnti á Geirfinnsmáhð. Júhus sagði að Stöð 2 hefði birt í fréttatíma. sínum nöfn ýmissa aðila sem sagðir voru hafa fengið heimhd fjármálaráðherra til að greiða opin- ber gjöld sín með skuldabréfi. Spurði þingmaðurinn hvort trúnaður hefði verið brotinn og hvort Stöð 2 væri orðin upplýsingaskrifstofa fjármála- ráðuneytisins. -KMU Fékk ráðherra aðrar teikningar en samþykktar vom hjá borginni? „Ósmekklegar ásakanir“ „Það er nánast sjúkt að halda því fram að ég og forstöðumaður borgar- skipulags höfum falsað skipulagið. Þetta eru ósmekklegar ásakanir,“ sagöi Davíð Oddsson borgarstjóri vegna þeirra ásakana minnihlutans um að tvær teikningar væru í gangi af Kvosarskipulaginu. í gærkvöldi var flutt tiUaga Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í borgarstjórn um að kynning fari fram á ráðhúsinu. Var tiílögunni vísað frá. í umsögn með tiUögu sinni sagði Ingibjörg að íbúar hafi átt að taka afstöðu til ráðhúsins og koma með kvartanir án þess að vita forsendur, lóðarstærð eða umfang hússins. Þá vék hún að því að ekki væri allt með feUdu varðandi þær tehcningar sem lagðar hefðu verið fram og að ekki hefði verið lagt fyrir ráðherra það plagg sem var samþykkt. Um þetta sagði Davíð: „Það á bara að hengja sig í formgalla." -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.