Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987. Útlönd Mikið lagt undir á leiðtoga- fundinum í Washington Þegar leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna leiða saman hesta sína í Washington á mánudag mætast þar í tröllaleik flórar per- sónur sem allar eiga mikið undir fundinum og árangri af honum. Leiðtogarnir tveir, Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhail Gor- batsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, líta báðir til fundarins sem mögulegrar aðstoð- ar viö lausn vandamála sem í raun tengjast ekki fundarefninu. Eigin- konur þeirra, Nancy Reagan og Raisa Gorbatsjova, eiga einni mikiö undir fundinum og verður að sumu leyti ekld síður athyghsvert að fylgjast með þeim þá daga sem mótið stendur. Tilefni leiðtogafundarins er und- irritun sáttmála um eyðingu tveggja gerða kjamorkuvopna. Leiðtogamir munu þó ræða mörg önnur mál. Þeirra á meðal mann- réttindamál, stöðu mála í Afganist- an, ástandið við Persaílóa og í Mið-Ameríku. Þá verða rædd ýms mál sem tengjast menningarlegum og vísindalegum samskiptum stór- veldanna tveggja. Þótt alhr þessir málaflokkar telj- ist mikUvægir muii mat manna á gildi fundarins þó líklega ráðast meira af því hver persónuleg „frammistaða" hvers leikmanns fyrir sig verður í þessu tafli. Við- ræður leiðtoganna koma ekki tU með aö breyta neinu um vígbúnað- arsamningana og líkast til litlu um önnur umræðuefni þeirra. Sú ímynd, sem þeim tekst að skapa af sér á fundinum, er hvetjum aðUa um sig enda mun mikUvægari enda getur hún haft afgerandi áhrif til frambúðar. Síðasta tækifærið Margir sjá þennan leiðtogafund sem síðasta tækifæri Ronalds Re- agan til þess að skapa jákvæða mynd af forsetatíð sinni. Telja þeir fundinn verða ráðandi um það hvemig forsetans verður getið á spjöldum sögunnar. Ljómi sá er stafaði af Reagan á fyrra kjörtímabili sínu hefur folnað verulega. Undanfarin tvö ár hefur forsetinn orðið fyrir hveiju áfaU- inu af öðru. Þar ber auðvitað hæst máhð sem reis út af ólöglegri vopnasölu tU írans og flutnings á fjármagni úr þeirri sölu tíl kontra- skæruhða í Nicaragua. Margir telja þó að önnur áfoh hafi ekki verið forsetanum síður erfið. Sífellt hefur fækkað í hópi nánustu ráðgjafa hans, „gamla genginu", sem Reagan treysti svo mjög á. Ýmist vegna afsagna ein- stakhnga úr þeim hópi, svo sem Caspar Weinberger vamarmála- ráðherra nú fyrir skömmu, eða vegna dauðsfalla, svo sem var um William Casey, fyrmm yfirmann bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Hvort sem það er vegna pólitískra áfaha eða vegna þess að „gamla gengið“ er orðið of fámennt tU að vernda forsetann er ljóst að sú mynd er Bandaríkjamenn gerðu sér af Reagan hefur breyst mikið. Hann er nú harðlega gagnrýndur og jafnvel látið að því hggja að hann sé einfaldlega orðinn gamalmenni sem ekki geti staðið í ghmunni við andstæð öfl í alþjóðastjómmálum eða sviptingar 1 efnahagsmálum. Jafnvel hátt settir bandarískir embættismenn segja að athygh hans haldist ekki lengur næghega við einstök atriði, hann eigi erfitt með að vinna úr upplýsingum og sé oft mjög iha undirbúinn. Komist Reagan vel í gegn um leið- togafundinn getur hann slegið nægUega á þessa gagnrýni tU þess að ganga af styrk inn í síðasta ár sitt í forsetaembættinu. Honum tækist þar með að komast á spjöld sögunnar sem forseti sem náði ár- angri. Ef ekki þá verður hans minnst sem Utt gefins gamalmenn- is sem sá og heyrði aðeins það sem hann vUdi og gaf Bandaríkjamönn- um falskar vonir um framtíð sem hann svo klúðraði sjálfur. Þótt hvorug myndin sé hin rétta kemur þar varla neitt á mUli tU greina og fundurinn í næstu viku verður ákvarðandi um það hvora hann situr uppi með. Framtíðin að veði Þar sem leiðtogafundurinn verður Uklega síðasti stórviðburðurinn á ferU Reagans forseta stefnir Mik- haU Gorbatsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, áreiðanlega að því að hann verði aðeins einn hinn fyrsti af mörgum. Aðalritarinn á þó ekki minna undir útkomu fundarins en forset- inn því að ljóst er að árangur eða árangursleysi í Washington getur orðið mjög ákvarðandi um póU- tíska framtíð hans. Gorbatsjov virðist hafa verið ípjög harðfylginn í því að þvinga fram stuðning við breytingastefnu sína innan Sovétríkjanna. Honum hefur tekist að koma flestum fylgis- mönnum fyrri stjórnunarhátta úr embættum þótt þunglega gengi að ýta þeim síðustu tU hUðar. Raunar var það ekki fyrr en í desember á síðasta ári sem honum tókst að koma Dinmukhamed Kunayev, einum af helstu samstarfsmönnum Brezhnevs, úr embætti flokksleið- toga í Kazakhstan og brottvísun hans oUi þá meira að segja miklum óeirðum í ríkinu. Þrátt fyrir þetta harðfylgi er ljóst að Gorbatsjov mætir enn mikiUi andspyrnu. Honum hefur ekki tek- ist að sannfæra aUa ráðamenn í Sovétríkjunum um ágæti þess að breyta stjómarháttum og starfsað- ferðum í iðnaði og viðskiptum landsins. Leiðtogafundurinn í Reykjavík á síðasta ári varð Gorbatsjov greini- lega mikil hjálparheUa. Allt frá þeim fundi hefur orðstír þessa so- véska leiðtoga farið vaxandi, greinilega á alþjóðavettvangi og að því er virðist einnig heima fyrir. Hefur hann enda orðið æ harðorð- ari gagnvart þeim sem standa í vegi fyrir breytingastefnu hans, hefur gagnrýnt þá í sívaxandi mæU. Árangur á alþjóðavettvangi er Gorbatsjov mikUvægur. Ekki ein- ungis vegna árangursins sjálfs heldur einnig vegna þeirrar ímynd- ar sem hann skapar af leiðtoganum heima fyrir. Þeir sem skipt geta sköpum um framtíð Gorbatsjovs og stefnu hans hljóta að vega það og meta á hvern hátt breytingamar hafa áhrif á stöðu Sovétríkjanna gagnvart öðrum ríkjum. Einkum á þetta við um tengsUn við Bandarík- in. Með því aö fá Reagan forseta, sem eitt sinn kallaði Sovétríkin heimsveldi hins iUa og leiðtoga þeirra siðlausa, til samninga við sig hefur Gorbatsjov knúið fram í verki viðurkenningu sem varla fer fram þjá nokkrum Sovétborgara. Með því aö koma af Washington- fundinum með hag Sovétríkjanna óskertan, öryggi þeirra tryggara og ímynd þeirra á alþjóðavettvangi bætta getur Gorbatsjov því rennt stoðum undir áframhaldandi starf sitt og þá um leið póUtíska framtíð, framtíð sem engan veginn er tryggð í dag þótt honum hafi tekist að skipta um meira en helming af ráð- herrum sovésku ríkisstjórnarinn- ar og mikinn fjölda lægra settra stjórnenda. Eiginkonurnar Staða eiginkvennanna í tafli þessu er óræðari en leiðtoganna sjálfra. Ljóst er þó að þær eiga báð- ar mikið undir því að vel fari á með leiðtogunum. Nancy Reagan hefur verið gagn- rýnd fyrir óhæfileg afskipti af starfi eiginmanns síns. Er hún sögð áköf um að Reagans verði minnst sem „friðarforseta" og jafnvel látið að því liggja að hún hafi fengið Ronald til að slá af gagnvart Sovétmönnum til þess að svo mætti verða. Aðrir gagnrýnendur forsetafrú- arinnar segja að hún hafi ekki áhuga á öðru en að hoppa um með ríkum repúblikönum og endurnýja borðbúnað hvíta hússins. Raisa Gorbatsjova er enn minna þekkt. Ljóst er af allri framkomu hennar, svo og af ummælum so- véska leiðtogans sjálfs, að hún hefur mun meiri áhrif en eiginkon- ur sovéskra leiðtoga hafa til þessa haft. Talið er að sumir samstarfs- menn eiginmanns hennar hafi nokkrar áhyggjur af áhrifum henn- ar, telji þau óhæfilega mikil. Athyghsvert er að líkt og Nancy Reagan er frú Gorbatsjova gagn- rýnd fyrir að vera tildurdrós sem hafi ekki áhuga á neinu nema fót- um. Hvers sem eiginkonurnar tvær vænta af leiðtogafundinum má vera ljóst að báðar leita þar stað- festingar á stöðu sinni. Ljúflingsfundur Ef til vill er ekki mikilla tíðinda að vænta af þessum leiðtogafundi í Washington í næstu viku, að minnsta kosti engra sem verulega koma á óvart. Ekki er að búast við að leiðtogarnir ræði nein mál í ein- stökum atriðum enda telja Banda- ríkjamenn forseta sinn varla færan um slíkt. Báðum leiðtogunum er mest í mun að koma óskaddaðir frá þessum leik og því má líklega bú- ast við að þeir leggi áherslu á átakalítinn fund sem framkvæmd- ur verði með sem mestum glæsi- brag. Undirbúningur fundarins bendir enda eindregið til þess að slíkt sé ætlunin. Viö hann hefur öll áhersla verið lögð á rétt form, fundurinn allur skipulagður sem samfelld glæsisýning sem orðið geti báðum leiðtogunum til framdráttar. Leiðtogar stórveldanna leiöa nú saman hesta sina í þriðja sinn og líklegt að þetta verði siðasti fundur þeirra Gorbatsjovs og Reagans. Símamynd Reuter Stóra systir fylgist með þér CORDA þjónustutölvo Arnarflugs, veit allt um hótel, bílaleigur, tengiflug, lestarferðir og jafnvel hvernig veðrið er í Amsterdam.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.