Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987. 11 Utlönd Caledonian Gizur Helgason, DV, Danmörku: Skandinaviska fliugfélagið SAS hefur boöið breska flugfélaginu British Caledonian sera svarar ura sex milljörðum íslenskra króna fyrir þriðjung hlutabréfanna í breska félagipu. British Caledonian, sera er næst- stærsta flugfélag Bretiands, hefur átt í miklum íjárhagsvandræðum upp á síökastið og vill íremur leysa þau mál með SAS en stóra bróður, það er að segja British Airways. Ástæðan er afar einfóld þvi að SAS segir að British Caledonian eigi aö halda starfsemi sinni áfram sem sjálfstætt flugfélag en British Air- ways vill helst gleypa litla bróður því þeir vflja leggja nafn þess niður og meö þ ví tvö þusund starfsmenn. British Airways bauö í sumar um flmmtán milljarða króna fyrir fyr- irtækið en eflir hruniö á verðbréfa- markaöinumféll tilboðið niöur í tíu milljarða. Allt í einu skaust SAS inn í myndina og bauð nokkrum mifljörðum betur. British Airways reynir nú að stöðva hugsanlega samvinnu SAS og British Caledonian. Helge Lindberg, aðstoöar-for- stjóri SAS, sagöi í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að þessi kaup myndu ekki gera SAS að stórveldi en þetta væri fyrsta skrefið til þess að halda lífi í þeirri fijálsu samkeppni sem nú ríkir. SAS verði að útvega sér félaga sem hafi svipuð markmið og í samvinnu við þá geti félagið byggt upp áætlanir sem séu samkeppnis- færar við risana á markaönum. „Að minu mati liggur vandamál- ið Ijóst fyrir, það er að segja aö í Evrópu verði i framtíðinni örfá risavaxin flugfélög og nú þegar eru þrjú slík til, það er BA, Air France og Lufthansa. Okkar markmið er að verða einn af risunum, ekki síð- ar en 1995, og þetta er eitt af skrefum okkar í þá áttina,“ sagði Lindberg að lokum. lækka enn vexti Gizur Helgason, DV, Þýskalandi: i gær lækkaði Zentral-bankinn í Þýskalandi vexti sína í þriðja sinn á einum og hálfum mánuði, úr þremur prósentum í tvö og hálft prósent. Um leið og Þjóðverjar reyna með þessu að koma meiri stöðugleika á gengis- málin, eru þeir að styðja nýjar efnahagsráðstafanir stjómarinnar í Bonn, sem hún birti í fyrradag, en það er hin svonefnda markaðsáætl- un, sem ætlað er að tryggja enn örari vöxt í efnahagslífi V-Þýskalands á komandi árum. Háar efasemdaraddir hafa þegar heyrst frá atvinnulífinu um þá áælt- un. Otto Lambsdorff greifi, sem eitt sinn var viðskiptamálaráðherra stjómarinnar, sagði að áætlunin gæti fengið sjálfa Bandaríkjamenn til að skella upp úr. Stjórnarmenn biðja hins vegar Lambsdorff um samstöðu með gömlum kollegum. Eftirmaður Lambsdorff og formað- urJijálslyndra, Martin Bangemann, og Gerhardt Stoltenberg fjármála- ráðherra sögðu að loknum ríkis- stjórnarfundi í gær að áætlunin hentaði nákvæmlega þörfum V- Þýskalands og myndi tryggja tvö prósent aukningu eða meira í við- skiptalífinu. Þessi áætlun á að leysa af hólmi sveitarstjórnar- og atvinnu- málalegar fjárfestingar upp á um tuttugu og einn milljarð þýskra marka í formi lána á lágum vöxtum. Ríkisstjórnin vill láta v-þýska þróun- arbankann, öðru nafni Endurupp- byggingarstofnunina, annast um úthlutun lána til sveitarfélaga upp á í allt fimm milljarða þýskra marka á ári, til endurbóta í borgum. Fær stofnunin það hlutverk að útvega fjármagnið á frjálsum markaði, en fær að auki um tvö hundruð milljón- ir þýskra marka á ári til þess að lækka vexti um tvö prósent á meðan lánin vara. Á tíu ára tímabili er því um að ræða opoinbera markaðsaðstoð upp á um tvo og háifan milljarð þýskra marka, samkvæmt ummælum fjár- málaráðherrans. Samtímis veitti ríkisstjórnin póst- þjónustunni fyrirgreiðslu upp á hálfan annan milljarð marka á ári, upp í kostnað vegna kapalkerfissjón- varps. LUKKUDAGAR 4. desember 43238 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800,- Vinningshafar hringi i sima 91-82580. ' ■ -v. - Skæruliðar Karen-hreyfingarinnar, sem margir eru unglingar, búa sig til leitar. Simamvnd Reuter Ekkert finnst enn Flak s-kóresku farþegaþotunnar, sem hvarf síðastliðinn sunnudag, hefur ekki fundist enn þrátt fyrir víötæka leit á stóru svæöi við landa- mæri Thailands og Burma þar sem talið er að þotan hafi farist. Stjórnvöld í Thailandi hafa nú fengið skæruliða Daren-hreyfingar- innar í Burma, sem hafa stór svæði í suðurhluta landsins á sínu valdi, til þess að aðstoða við leitina. Er tal- ið að þeir þekki svæðið betur en flestir aðrir og því geti leit af þeirra hálfu orðið árangursríkari. Stjórnvöld í Suður-Kóreu telja að hermdarverkamenn muni hafa orðið þotunni að grandi og hafa látið aö því liggja að Norður-Kórumenn kunni aö standa þar að baki. Grunur leikur á að kóreskt par, sem fór af þotunni á síðasta við- komustað hennar og reyndi að fremja sjálfsmorð þegar taka átti þau til yfirheyrslu, hafi skilið eftir sprengju um borð. í þós hefur komið að parið skildi farangur eftir í þot- unni og hefur það styrkt þennan grun. SAS vill kaupa hluta British

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.