Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987. Neytendur Tölvuteiknaðar eldhúsinnréttíngar „Oft kemur fyrir, þegar búið er að svona út? Ég gerði mér aldrei al- Friðriksson hjá fyrirtækinu Elda- setja eldhúsinnréttinguna upp, að mennOega grein fyrir því hvemig skálanum er DV fræddist hjá honum viðskiptavinurinn segir: Já, lítur það þetta yrði!“ Þannig mælti Erlingur um nýja þjónustu fyrirtækisins. Nú ELDASKALINN Þannig getur tölvuteikning af eldhúsinu þínu litið út, séð frá öllum sjónarhornum. Heimilisbókhaldið í október: Kostnaðurinn á hraðri uppleið Nú hefur kostnaðurinn í heimilis- bókhaldinu heldur betur tekið á skrið upp á við. Hækkunin varð hvorki meiri né minni en 24% frá september til október. Er þar farið að gæta matarskattarins illræmda sem settur var á stóran hluta mat- vörunnar 1. ágúst sl. Það verður þokkalegt ef og þegar skatturinn kemur á allar matvörur! Þannig varð meðaltalskostnaður á mann í október 6.893 kr., en var 5.549 kr. í september. Þarf ekki að gera því skóna að miklar hækkanir eiga eftir að verða tvo seinustu mánuði ársins þar sem jólamánuöurinn er vanur að fara „upp úr öllu valdi“. Eitthvaö er farið að glæðast hjá okkur aftur með þátttökuna í heimil- isbókhaldinu. Er það vel því það sýnir að fólk er aftur að fá áhuga á að sinna um í hvað það eyðir fjár- munum sínum. Einnig hafa skólanemendur hringt í okkur og spurt um heimilisbók- haldið en í einhverjum skólum er verið að vinna aö slíku verkefni og kenna börnunum að halda heimilis- bókhald. Það líst okkur vel á. Þannig er verið að búa nemendur undir að verða hæfari neytendur í framtíð- inni. Við hvetjum sem flesta til þess að vera með okkur í heimilisbókhaldinu og halda nákvæma búreikninga yfir innkaupin til heimilisins. Auðveld- ast er aö gera það þannig að skrifað- ur er listi áður en haldið er til innkaupa. Síöan verður að merkja verð inn á listann því kassakvittanir í flestum verslunum eru því miður svo illa úr garði gerðar að þær eru ekki nothæfar í búreikningahaldinu. Og svo gerist það líka að þær eru svo ógreinilega prentaðar að varla er hægt að lesa það sem á þeim stend- ur. Því verður aö færa veröið sem skráö er á vörurnar inn á innkaupa- listann og síðan inn í búreikninga- bókina. Þeir sem héldu búreikning í nóv- ember eru beðnir um að senda okkur upplýsingaseðilinn sem allra fyrst. -A.Bj. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig cruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar íjölskyldu af sömu stterð og yðar. Nafn áskrifanda ] Heimili ! Sími i Fjöldi heimilisfólks i Kostnaður í nóvember 1987: ] Matur og hreinlætisvrirur kr. 1 Annað kr Alls kr. DV Erlingur í Eldaskálanum hefur verið brautryðjandi með ýmsar vinnuspar- andi nýjungar í eldhúsinnréttingum sínum eins og t.d. svona útdregnar skúffur í stað hefðbundinna djúpra skápa sem koma að mun minni notum en skúffuskáparnir. er boðið upp á tölvuteiknaö eldhús. Þannig er hægt að grandskoða inn- réttinguna frá öllum sjónarhornum og á þannig ekkert að geta komið á óvart í eldhúsinu þegar það er full- búið. Ennþá er þó gerð svokölluð plan- teikning, þ.e. hvemig útlínur eld- hússins eru og hverjar eru óskir og þarfir viðskiptavinarins. Fyrirtækið hefur útbúið sérstakt eyðublað eða tilboðsbeiðni sem svara verður sam- viskusamlega til þess að eldhúsið hæfi sem best óskum og þörfum við- komandi. Spurt er um heimilistæki í eldhúsinu, sérstakar óskir, æski- lega borðhæð, hversu margir séu í heimili, hvort oftast sé borðað í eld- húsinu, hvort eldhúsborð sé fyrir- liggjandi og hvernig það sé í laginu, hvort mikið sé bakað og matreitt í eldhúsinu. Að fengnum öllum þessum upplýs- ingum er svo hafist handa viö að fullgera teikningar sem síðan eru bornar undir viðskiptavininn. Tölvutæknin gerir mögulegt að skoða innréttingarnar frá öllum hugsanlegum sjónarhornum. Erlingur sagði að því fyrr sem fyr- irtækið væri kallað til við húsbygg- inguna því betri eldhúsinnréttingu væri hægt að bjóða upp á. Það getur skipt sköpum hvort færa þarf vegg um 5 cm. Hins vegar er þessi þjón- usta ekki síður fyrir þá sem eru að endurnýja gömul eldhús. Við spurðum Erling hvort einhver ákveðinn staðall væri til fyrir eldhús í byggingasamþykktum á íslandi, t.d. um hve margir . rafmagnstenglar ættu að vera í eldhúsinu eða í hús- byggingum yfirleitt. Sagði hann að svo væri ekki. Það væri einungis undir hverjum og ein- um komið hve margir tenglar og dósir væru í húsum. Erlingur sagði einnig að hann teldi að alltof fáir tenglar væru í húsum. Hann hvatti fólk til þess að auka heldur við tenglafjöldann heldur en að halda sig við „hefðbundinn" tenglaljölda. Við þekkjum þetta öll. í flestum húsum þarf að notast við ótal fram- • lengingarsnúrur og aukatengla sem getur verið stórhættulegt fyrir þá sem þurfa að búa við slíkt, fyrir utan öll óþægindin. Þó verður að segjast að tenglamir hafa færst ofar á veggnn og er næsta sjaldgæft að sjá innstungur niðri við gólflistana eins og algengt var og nær alsiða fyrir svona 10-20 árum. Hjá Eldaskálanum er boðið upp á 80 mismunandi útlitsgerðir á eld- húsinnréttingum. Það eru danskar innréttingar sem Eldaskáhnn er með og heita Invita. Verð á meðaleldhúsi getur kostað frá 150 þúsund kr. upp í 450 þús. kr. Má þó fá eldhúsinnrétt- ingu fyrir allt niður í 100 þúsund kr. og einnig upp í 700 þús. kr. Er það fyrir utan heimilistæki og uppsetn- ingarkostnað. Hann er yfirleitt á bilinu 15-20 þús. kr. að sögn Erlings. Tölvuteikningin að eldhúsinu kost- ar 2 þúsund kr. en ef tilboði er tekið um innréttinguna gengur sú upphæð upp í kaupverðið. Eldaskálinn er til húsa á hominu á Mjölnisholti og Brautarholti. Fyrir- tækið var stofnað í janúar 1981. -A.Bj. Dýrt að panta hjá Veróld Varist skram í auglýsingum Við rákumst á nýtt fréttabréf frá bókaklúbbnum Veröld á dögunum. í fréttabréfinu, sem í raun er pönt- unarlisti, er farið fjálglegum orðum um verð og óspart gefið í skyn að verð klúbbsins séu mun lægri held- ur en gengur og gerist. Þannig em alltaf gefin upp tvö verð. Annars- vegar er gefið upp það sem gefið er í skyn að sé venjulegt verð og hins vegar tilboð klúbbsins. Þessi verðtilboð klúbbsins em hins vegar ekki alltaf lægri heldur en venjulegt verð hlutanna. Þannig er auglýst hljómplatan Dögun með Bubba Morthens og kostar hún kr. 849 hjá klúbbnum. í fréttabréfinu er sagt aö venjulegt verð plötunnar sé 999. Það er ekki rétt hjá bókaklúbbn- um Veröld að staðhæfa að venju- legt verð Bubbaplötunnar sé kr. 999. Samkvæmt upplýsingum Grammsins, sem gefur plötuna út, er leyft verð hennar kr. 899 og má raunar fá hana í flestum hljóm- plötuverslunum á kr. 810 sem er mun lægra en svokallaö „tilboð“ hjá bókaklúbbnum Veröld. Neytendur verða að taka svona tilboðum með fyrirvara og athuga hvað hlutimir kosta annars staðar. -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.