Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987. Spumingin Hvernig líst þér á Gor batsjov? Vignir Barkarson: Mér lístbaramjög vel á hann. Pétur Gunnarsson: Mér líst vel á hann. Stefnan hjá honum er góö. Björn Helgason: Mjög vel.fmnst hann skýra sitt mál vel. Jóhannes Víðir Haraldsson: Lístvelá Gorbatsjov. Stefnan um friö í heim- inum er góð. Sigtryggur Þórhallsson: Mér finnst hann koma mjög vel fyrir og flytja sitt mál vel. Unnur Arngrímsdóttir: Líst nyögvel á hann. Hann er sjarmerandi maður og held að hann láti gott af sér leiða. Lesendur SkatUeysismörkin: Hærii launT hagur ríkisins Þórður Kristjánsson skrifar: Nú, þegar hin nýju skattalög og staðgreiðslukerfi skatta tekur gildi um áramót, gerist þrennt í senn: Margir munu vilja hætta vinnu um stundarsakir, skattlausir mánuðir hverfa og ríkið mun afla meiri tekna með sköttum en nokkru sinni fyrr. Eiginlega má segja að ríkið muni ekki harma það þótt launahækkanir verði umtalsverðar, þ.e.a.s. úti í þjóð- félaginu, því þær þýða aukna skatt- heimtu og draga úr þeim fjölda gjaldenda sem nú eru á skattieysis- mörkum eða neðan viö þau. Það er ekki víst að allir verði jafn- ánægðir með staðgreiðslukerfið og sumir sem áður bjuggust við að sleppa sæmilega frá því vegna hóf- legra tekna. Þeir sem standa í kringum skattleysismörkin munu sjá sína sæng upp reidda þegar laun þeirra fara fram úr þeim mörkum. Og það þarf ekki mikið til þess að launahækkanir verði beinlínis í óhag sumra, einkum þar sem tveir aðilar vinna fyrir tekjum. Með aukinni verðbólgu og hækk- uðum launum verður það því ofan á að margir sem í dag hafa reiknað út skatta sína og talið sig sleppa vel fyrstu mánuöina og jafnvel allt næsta ár kunna að sjá gjörbreytta stöðu í þeim efnum ef launahækkan- ir verða knúnar fram með offorsi, eins og ekki er ólíklegt, og þá ekki í mikilli andstöðu við stjórnvöld eins og áður er getið. En hið nýja staðgreiðslukerfi á líka eftir að breyta miklu varðandi hinn almenna vinnumarkað og allt verður það í þá átt að minnka þenslu en ekki auka og það verður líka til að koma til móts við ríkisstjórnina því hún stefnir réttilega að minnkun þenslu en ekki aukningu hennar. Á vinnumarkaðnum er nefnilega talsverður hópur fólks, t.d. einhleypt fólk og aðrir sem vilja minnka við sig vinnu en hafa ekki séð sér það fært vegna þess að menn hafa skuld- að skatta út árið og þurft aö standa skil á þeim þótt ekki sé verið í vinnu. Nú verða breytt viðhorf að þessu leyti og því munu margir sjá sér fært að biðja t.d. um launalaust orlof eða hætta störfum um óákveðinn tíma. Þetta á að vísu ekki við hema um þá sem eru nokkurn veginn sjálfstæðir og hafa ekki fyrir mörgum að sjá. En þetta gæti leitt til slíkra aðstæðna á vinnumarkaði að sum fyrirtæki ákvæðu að draga saman rekstur sinn tímabundið. Við það minnkar þensl- an í atvinnulífmu og tilganginum þar með náð og hringnum lokað. - Rétt skilið? f- 3 X t (0 73 '5 x 60 - 50 - 40 - 30 - 20 10 - o -- Einstaklingur Tekjur 60.000 kr. Útborguð laun Álagður skattur Greiddur skattur Tveggja manna fjölskylda Tekjur 80.000 kr. 50 - 40 - 30 ‘ 20 - 10 - 0 -■ Staðgreiðslukerfi skatta tekur gildi um áramót. - Kann að minnka þensluna í atvinnulífinu, segir í bréfinu. 4 manna fjölskylda í byggingarfrkv. með tvö börn Maki 2, heildartekjur 45.000 Nú er mikil eftirspurn eftir fjórmagni og fólk ólmast með innstæður sínar til og frá. segir m.a. í bréfinu. Bankar og verðbréfamarkaðir: Fróðlegur sjónvarpsþáttur Þingmennska: Búseta í eigin kjördæmi skilyrði Sigtryggur Einarsson skrifar: I sjónvarpsþætti nýlega var komið inn á mál sem er mjög brýnt að fjalla um og mætti gera meira af þessu hjá ríkissjónvarpinu. Upplýsingar um banka- og verðbréfamál komast nefnilega varla til skila nema gegn- um sjónvarp. Þau mál eru ekki auðskilin, t.d. í prentuðu máli. Jæja, mér fannst Ingvi Hrafn koma víða við og mér fannst auðvelt að gera mér grein fyrir því t.d. hvort sparnaðarformiö hentaði mér betur. Eg veðja á gömlu góðu bankana. Þá þekkir maður og þeir standa þar til þeir falla og sumir falla reyndar aldr- ei, sama hversu mikið gengur á. Mér varð svona um og ó þegar ég hlustaði á talsmenn þessara nýju verðbréfamarkaða því mennimir voru bara hreint út sagt ekki nógu traustvekjandi, hvorki í tali né fram- komu. Bankamenn verða að vera, a.m.k. þeir sem koma fram sem tals- menn stofnananna, mjög traustvekj- andi og hafa mikla ábyrgðartilfmn- ingu sem ekki er bara til að sýnast í viðtölum. Nú er mikil eftirspurn eftir lánsfé og svokölluð lausafjárstaða bank- anna hefur versnað af þeim sökum. Getur ekki verið að ein ástæðan fyr- ir versnandi stöðu bankanna sé sú að fólk er að ólmast meö innstæður sínar til og frá, úr bönkunum og á verðbréfamarkaðinn, til að kaupa verðbréf og þó oftar skuldabréf sem eru í mörgum tilfellum afar var- hugaverð verðmæti. í þessu þjóðfélagi, sem við búum í, þurftum við síst af öllu á að halda fleiri stofnunum sem höndla með fjárreiður manna. Við erum ekki milljónaþjóð og vantar þar upp á mörg hundruð þúsund og margar aldir til viðbótar. Ég held að engin smáþjóð á borð við okkur geti borið og haldið uppi svo viðamikilli og dreifðri fjármálastarfsemi sem hér er nema hafa jafnframt mikil erlend viðskipti í landinu sjálfu og að stöð- ugt fjárstreymi erlends og innlends gjaldmiðils sé milli fyrirtækja og al- mennings. Þetta getur gengið í löndum eins og í Lúxemborg, Móna- kó og Lichtenstein þar sem er svipaður íbúafjöldi og hér en blómleg alþjóðaviðskipti. Ég vil benda fólki á að fara sér hægt í því að leggja mikið undir í viðskiptum sém það þekkir ekki til nema af afspurn. Það er því fróðlegt að fylgjast með viðskipta- og banka- málum í sjónvarpi. Stöð 2 byrjaði á þáttaröð um verslun og viðskipti en þeir þættir duttu svo niður. Vonandi getur ríkissjónvarpið sinnt þessum málaflokki, t.d. með vikulegum þátt- um um banka- og viðskiptamál. Kristinn skrifar: Ætli það þekkist nokkurs staðar nema hér á íslandi að alþingis- menn, sem eru kjörnir fulltrúar hvers kjördæmis, séu búsettir allt annars staðar á landinu? Ég hef ekki heyrt um það að þing- menn, t.d. í Vestur-Þýskalandi, Noregi, að ekki sé nú talað um Bandaríkin, séu fulltrúar fyrir annað svæði en það sem þeir eru búsettir í. Hvernig gæti t.d. þing- maður frá Texasfylki boðið sig fram fyrir fylkið Alaska eða Kali- forníu? Hann væri ekki tekinn alvarlega, þingmaðurinn sá! Hér virðist gilda einu máli hvar á landinu menn eru búsettir, þeir komast upp með það að bjóða sig fram hvar sem er. Kannski er þetta vegna þess að enginn annar hæfur maður finnst í ákveðnu kjördæmi frá viðkomandi flokki en einhver sem býr á hinu horni landsins. Það er ansi hart að kyngja því að menn úr Reykjavík t.d séu aö koma og bjóða sig fram til þings í ákveðnu kjördæmi á þeirri for- sendu aö þar finnist enginri maður sein vill eða getur farið í framboð fyrir sinn flokk. Þetta á ekki við um Reykjavík. Allir þingmenn Reykjavíkur eru búsettir í Reykja- vík og eiga þar fast heimilisfang. Eg mun ekki sætta mig við slíkt fyrirkomulag lengur og mun vinna að því meö oddi og egg í mínu kjör- dæmi að flæma alla þá þingmenn úr framboði sem ekki hafa fasta búsetu eða hafa sitt lögheimili a.m. k. í kjördæminu. Þetta er löngu orðið óþolandi og ég skil raunar ekkert í þeim þingmönnum sem hafa geð í sér til að vera aö sækjast eftir þingmennsku vítt og breitt um landið án þess að hafa búiö þar og þekkja til allra aðstæðna. Hvað skyldu þeir vera margir sem sitja á Alþingi núna og eru þingmenn fyrir allt annað kjör- dæmi en þeir búa í? þeir eru sennilega nokkuð margir og úr flestum flokkum. Það væri ef til vill léttara fyrir þá þingmenn, sem falla í kosningum, að komast til starfa á ný ef þeir væru búsettir í kjördæipi sínu. Þaö væri fróðleg samantekt ef einhver félagsstofnunin, sem gerir hvað tíðastar kannanir um þessar mundir, birti samantekt á því hver margir þingmenn eru búsettir utan eigin kjördæmis. Eg vil gera það að skilyrði fyrir framboði til Alþingis að frambjóð- endur komi úr úr því kjördæmi sem þeir bjóða sig fram í og það fyrir næstu alþingiskosningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.