Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987. 17 Lesendur Veitingahúsið Hrafninn, Laugardaginn 5. des. kl. 15-19. Ekta handunnin TYRKNESK TEPPI til sýnis og sölu. Skipholti 37, s. 85670. Ráðhústeikningin betur fallin til að hýsa umferðarmiðstöð eða casino? I Ráðhúsbyggingin: Hálogalandsstíll við Tjömina? Borgarbúi skrifar: Það var gott að fá myndina af hinu fyrirhugaða ráðhúsi í DV í dag. Hún sýnir svart á hvítu hvernig ráðhúsið og umhverfi þess líta út eftir að því hefur verið komið upp. Ef því verður komið uþp væri nú réttara að segja. Mér datt í hug þegar ég sá mynd- ina: Er nú ekki gamla íþróttahúsið viö Hálogaland komið niður í bæ? Mér finnst þessi nýja bygging helst minna mig á þá gömlu braggalaga byggingu. Þessi bygging heföi sómt sér vel sem íþróttahús og þá t.d. í Laugar- dalnum og er mun fallegri sem slík en sú bygging sem nú stendur þar. Og það hefði ekki verið nema til- hlýðilegt að reisa íþróttahús í stíl við gamla Hálogalandið sem hýsti lengi vel íþróttastarfsemi í borginni! Raunar eru fleiri íþróttahús hér með þessu sniði. Ég man ekki betur en KR-húsið vestur í bæ sé enn ein útgáfan af lágreistu húsi í fiskhús/ braggastíl. Það sem ég hef á móti ráðhús'- byggingu, ef hægt er að kalla það að vera á móti henni, er það að ég vil sjá ráðhúsbyggingu á þessum stað miklu veglegri en þá sem nú er til umræðu. í gamla miðbænum þarf að koma til algjörlega nýr byggingar- stíll, há hús með nútímasniði, ekki lægri en 8-12 hæöir. Ég held það megi loka af helvískan gustinn af fló- anum og svo sunnanslagviðrið. Lóðirnar í gamla bænum eru það dýrar að ekki er verjandi að byggja lægra þar en 8-12 hæðir og þaðan af hærri byggingar. Þessi teiking af húsi er ekki ljót í sjálfu sér en hún passar ekki á þessum stað í mið- bænurri. Tjörnin er mér engin heilög kýr. Hún gæti rétt eins tekið upp á því að hverfa einn góðan veðurdag og sennilega eru talsverðar líkur á því og þá verður lítið að gert nema búa til aðra með manna höndum með auknum kostnaði, sem ólíklega yrði framkvæmt. Og það sem eftir stendur er þetta. Ég tel skynsamlegt að fresta ráðhús- byggingu á þessum stað enn um sinn og nota þessa teikningu fyrir hvað annað sem er, t.d. nýja umferðarmið- stöð, staðsetta í jaðri miðborgarinn- ar. Hún kæmi í stað járnbrautastöðv- ar annarra höfuðborga. Eða þá spilavíti (casino) sem okkur íslend- inga sárvantar. Spilavíti eru í flestum menningar- borgum og ekkert. nema gott um þau að segja. Borgin gæti rekið svona starfsemi sjálf og það yrði drjúg tekjulind og oft í beinhörðum gjald- eyri meðan á ferðamannatímanum stendur. Þessi teikning er einmitt lík því sem hýsir casino í mörgum borg- um Evrópu. - Að lokum. Reisn yfir gamla miðbænum! ÁSGf II I* _KO B S S O N * r® uiixin Mntmit .lAltUXX EÍMUtSSiUiÁ Hlftf.ffVMfVlK S~K U G~G~S J k MAGNÚS JÓNSSON BÆRÍ BYRJUN ALDAR HAFNARFJÖRÐUR HAFNARFJARÐARJARLINN Einars saga Þorgilssonar Ásgeir Jakobsson Bókin er ævisaga Einars Þor- gilssonar uni leið og hún er 100 ára útgerðarsaga hans og fyrirtækis hans. Einar hóf út- gerð sína 1886 og var því út- gerðin aldargömul á síðasta ári og er elzta starfandi út- gerðarfyrirtæki landsins. Þá er og verzlun Einars Þorgilssonar einnig elzta starfandi verzlun landsins, stofnuð 1901. Einar Þorgilsson var einn af „feðrum Hafnaríjarðar,'' bæði sem atvinnurekandi og bæjar- fulltrúi og alþingismaður. Þá ■ er þessi bók jafnframt almenn sjávarútvegssaga í 100 ár og um það saltfisklíf, sem þjóðin lifði á sama tíma. FANGINN OG DÓMARINN Þáttur af Sigurði skurói og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurdur, en hann hafði verið á ferð með þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslu- manni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sak- laus, hefur verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. BÆR IBYRJIJN ALDAR HAFNARFJÖRÐUR Magnús Jónsson Bær í byrjun aldar — Hafnar- fjördur, sem Magnús Jónsson minjavörður tók saman, er yfirlit yfir íbúa og hús í Hafn- arfirði árið 1902. Getið er hvar húsin voru staðsett í bænum, hvort þau standa enn o.s.frv. Síðan er getið íbúanna. Og þar er gífurlega mikill fróðleikur samankominn. Ljósmyndir eru af fjölda fólks í bókinni. Allur aðaltexti bókarinnar er handskrifaður af Magnúsi, en aftast í bókinni er nafnaskrá yfir þá sem í bókinni eru nefndir, alls 1355 nöfn. MEÐ MÖRGU FÓLKI Auðunn Bragi Sveinsson Auðunn Bragi Sveinsson, fyrr- verandi kennari og skólastjóri, hefur ritað margt sem birst hefur í blöðum og tímaritum í gegnum árin í ljóðum og lausu máli, og einnig hefur hann ritstýrt nokkrum bók- um. Bók sú sem hér birtist fjallar fyrst og fremst um fólk við ólík skilyrði og í mismun- andi umhverfi, — frá afdal til Austurstrætis, ef svo má að orði komast. Mcð mörgu fólki er heitið, sem höfundur hefur valið þessu greinasafni sínu. Mun það vera réttnefni. t"1 ...........A ÖSPIN OG ÝLUSTRÁIÐ Haraldur Magnússon Haraldur Magnússon fæddist á Árskógsströnd við Eyjafjörð 1931. Hann ólst upp í Eyja- firði og Skagafirði fram að tvítugsaldri. Nú býr hann í Hafnarfirði. Þetta smásagna- safn er fyrsta bók Haraldar, en þessar sögur og fleiri til hefur hann skrifað í frístundum sín- um undanfarin ár. Sögurnar eru að ýmsu.leyti óvenjulegar og flestar fela þær í sér boð- skap. Þetta eru myndrænar og hugmyndaauðugar sögur, sem höfða til allra aldurshópa. SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OITVERS STEINS SF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.