Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987. FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987. 31 FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Laus staða: Við Fósturskóla íslands er laus til umsóknar staða stundakennara í næringarfræði á vorönn 1988. Umsóknir sendist skólastjóra Fósturskóla íslands við Laugalæk, 105 Reykjavík, fyrir 10. desember 1987. Menntamálaráðuneytið RSK AUGLÝSING FRÁ RÍKISSKATTSTJÓRA VERÐBREYTINGARSTUÐULL FYRIR ÁRIÐ 1987 Samkvæmt ákvæðum 26. gr. laga nr. 75, 14. sept- ember 1981 um tekjuskatt og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað verðbreytingarstuðul fyrir árið 1987 og nemur hann 1,1795 miðað við 1,0000 á árinu 1986. Reykjavík 1. desember 1987. Ríkisskattstjóri oBlAÐSÖtUBöm, Seljið Vinnið ykkur inn vasapeninga. Komið á afgreiðsluna um hádegi virka daga. AFGREIÐSLA Þ/erholti 11 Nauðungaruppboð á fasteigninni Vallarbraut 11,3 h.t.v., talinn eigandi Grétar Sigurðsson, fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57 á Akranesi, miðvikudaginn 9. desember kl. 13.15. Uppboðsbeiðendur eru Tryggingastofnun ríkisins og Veðdeild Landsbanka Islands. _____________________ Bæjarfógetinn á Akranesi Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Skagabraut 31, efri hæð, þingl. eig. Viggó Kristinsson, fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57 á Akranesi, mið- vikudaginn 9. desember kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru Akraneskaup- staður og Jón Sveinsson hdl. Bæjarfógetinn á Akranesi Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Kalmansvöllum 1, þingl. eigandi Hannes hf„ fer fram i dómsal embættisins, Suðurgötu 57 á Akranesi, miðvikudag- inn 9. desember kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Iðnlánasjóður. Bæjarfógetinn á Akranesi Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Reynigrund 20, þingl. eigandi Guðlaugur Þórðarson, fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57 á Akranesi, mið- vikudaginn 9. desember kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Lands- banka Islands. _______________ Bæjarfógetinn á Akranesi Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninnj Bakkatúni 14, neðri hæð, talinn eigandi Matthías Einarsson Höjgárd, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 9. desember kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka Islands, Brunabótafélag íslands og Jón Sveinsson hdl. ___Bæjarfógetinn á Akranesi Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Höfðabraut 4, rishæð, þingl. eigandi Finn- bogi Pálsson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 9. desember kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands, Steingrímur Þormóðsson hdl., Jón Sveinsson hdl. og Landsbanki íslands. Bæjarfógetinn á Akranesi Iþróttir Souness setur stefh- una á Evrópubikarinn - hefur keypt leikmenn fyrir 4,5 milljónir sterlingspunda „Ég hef ekkert verið að leyna því að stefnan hefur verið sett á sigur í Evrópubikarnum í knattspyrnu. Til þess þarf stóran hóp snjallra leik- manna og ég hef hug á að styrkja enn lið Rangers fyrir 15. desember," sagði Graeme Souness, stjóri Rangers, í Glasgow i gær. Leikmenn, sem keyptir eru eftir 15. desember, mega ekki leika í Evrópukeppninni á þessu leiktímabili. Síðan Souness tók við stjóminni hjá félaginu hefur hann keypt tíu leikmenn fyrir 4,5 milljónir sterlingspunda, auk þess sem hann sjálfur kostaði Glasgow-félagið 300 þúsund sterlingspund frá Sampdoria á ítalíu. Einn þessara leikmanna hef- ur hann selt aftur, Colin West. Á fyrsta ári sínu sem stjóri gerði Souness, þessi frægi, skoski lands- liðsmaður, sem lengstum lék með Liverpool, Rangers að Skotlands- meisturum. í fyrsta skipti í níu ár sem Rangers vinnur titihnn. En mik- ið vill, meira og Evrópubikarinn, keppni meistaraliða, er nú takmark- ið. Þar er Rangers komið í átta liða úrslit. Souness hefur keypt sjö enska leik- menn, auk Wests, til Rangers og hefur þar með brotið blað í skoskri knattspyrnusögu. Hann vill fá fleiri. Stuart Pearce, enski landsliðsbak- vörðurinn hjá Nottingham Forest, er þar efstur á blaði. En Souness fær þar samkeppni. Nokkur ensk félög hafa fylgst með leikmanninum síð- ustu mánuði. Þeir Terry Butcher, sem keyptur var á 725 þús. pund, og Chris Woods (600 þúsund) eru fastamenn í enska landsliðshópnum nú þó Butcher leiki • Graeme Souness. ekki næstu mánuði vegna meiðsla. Verulegt áfall fyrir Rangers þegar hann fótbrotnaði á dögunum. Gra- ham Roberts (450 þúsund), Ray Wilkins (250 þúsund) og Trevor Francis (100 þúsund) hafa leikið mik- inn fjölda leikja með enska landsliö- inu. Francis lék með Souness hjá Sampdoria. Þá var Mark Falco keyptur á 250 þúsund sterlingspund. Samtals kostuðu þessir kappar Rangers 2,375 millj. punda eða litlu meira en skoski landsliðsmaðurinn Richard Gough þegar hann var keyptur fyrir nokkrum vikum frá Tottenham. Hann kostaði eina og hálfa milljón sterlingspunda. Þá hef- ur Souness keypt tvo aðra Skota, Tommy Coyne á 100 þúsund sterl- ingspund og Ian McCall, sem Sou- ness fékk frá Dunfermline, á 250 þúsund sterlingspund. Graeme Souness á marga aðdáend- ur hér á íslandi. Leikið á Laugardals- velh og var í dómnefndinni í Albert Hall þegar Hólmfríður Karlsdóttir var kjörin fegursta stúlka heims. -hsím • Valur Ingi- mundarson og menn hans töpuðu i fyrsta skipti í vet- ur i Grindavík í gærkvöldi. Sekúnduslagur í Grindavík! - allt vitlaust þegar UMFG lagði meistara UMFN í gærkvöldi, 94-92 ,„Við lékum illa og áttum skilið að tapa þessum leik. Eg vil nota tækifærið til að óska Grmdvíkingum til hamingju með þennan sigur,“,sagði Valur Ingimund- arson, pjálfari og leikmaður Islandsmeistara Njarð- víkinga í körfuknattleik, í samtali við DV eftir leik Grindvíkinga og Njarðvíkinga í úrvalsdeildinni í körfuknattleik 1 gærkvöldi. Grindvíkingar komu mjög á óvart og sigruðu með 94 stigum gegn 92. Iþróttahúsið í Grindavík lék á reiðiskjalfi er nalgað- ist leikskok. Ægir Már Kristinsson, DV, Suðumesjum: Þaö var gífurleg spenna á lokasek- úndum leiksins. Njarðvíkingar höfðu yfir, 83-89, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Grindvíkingar minnkuðu muninn í 89-92 þegar 45 sekúndur voru eftir og skömmu síðar jafnaði Jón Páll Haraldsson metin fyrir heimamenn með glæsilegri körfu fyrir utan þriggja stiga línuna. Njarðvíkingar höfðu knöttinn þar th fimm sekúndur voru eftir. Þá misstu þeir hann út af og Grindvíkingar fengu innkast. Knöttur- inn var gefmn á gamla brýnið Ólaf Þór Jóhannesson sem skoraði af öryggi og tryggði Grindvíkingum líklega stærsta sigur sinn frá upphafi í körfunni. Njarðvíkingar mótmæltu Njarðvíkingar höfðu í frammi mikil mótmæh í lokin. Þeir töldu að klukka tímavarðar hefði farið of seint af stað þegar innkastið var tekið í lokin. Dóm- ararnir ræddu málin sín í milh inni í búningsklefa en kváðu brátt upp þann úrskurð að karfa Ólafs væri gild. Þar með höfðu íslandsmeistararnir tapað fyrsta leik sínum á keppnistímabilinu. Grindvíkingar hafa verið í mikilh sókn í körfunni undanfarið og sigurinn í gærkvöldi gegn UMFN sýnir svo ekki verður um villst aö ekkert hð í deild- inni getur bókað sigur þegar UMFG er annars vegar. Sanngjarn sigur UMFG Njarðvíkingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik, komust í 29-22, en mest- ur munur á liðunum var í leikhléi en þá var staðan 39-48, UMFN í vh. í síð- ari hálfleiknum börðust heimamenn af feikna krafti og náðu fljótlega að saxa á forskot Njarðvíkinga. Lokamín- útunum er áður lýst en spennan var þá gifurleg og fógnuður heimamanna • Guðmundur Bragason skoraði 23 stig fyrir Grind- víkinga i gær- kvöldi. mikill í lokin. Sigur UMFG var sann- fjam. tig Grindavíkur: Guðmundur Braga- son, Hjálmar Hallgrímsson 20, Rúnar Arnason 16, Eyjólfur Guölaugsson 10, Jón Páll Haraldsson 9, Ólafur Jóhannes- son 7, Steinþór Helgason 5, Guðlaugur Jónsson 2 og Sveinbjöm Sigurðsson 2. Stig Njarðvikinga: Isak Tomasson 19, Jóhannes Kristbjömsson 16, Teitur Ör- lygsson 15, Hreiðar Hr.eiðarsson 11, Valur Ingimundarson 9, Ámi Lárusson 8 og Helgi Rafnsson 6. Þess má geta að Valur Ingimundarson er meiddur á læri og gat lítið leikið með í gærkvöldi. Stórsigur Keflvíkinga á UBK ÍBK vann stóran sigur á Breiðabliki í gærkvöldi í Keflavík. Lokatölur 106-49 en staða í leikhléi 47-33. Stig ÍBK: Guðjón 23, Sigurður 16, Falur 14, Hreinn 11, Ólafur 10, Magnús 10, Matti 6, Axel 6, Jón Kr. 6 og Brynjar 4. Stig UBK: Guðbrandur 13, Sigurður 12, Guðbrandur L. 7, Björn H. 7, Kristján 6 og Ólafur 4. Iþróttir HM u-21 ávs: Góður ■ m C||f||U 9IKUI gegn Noregi - Ísland-Noregur, 23-21 íslenska landshðið í handknatt- leik, skipað leikmönnum undir 21 árs, vann sigur gegn Norð- mönnum í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Júgóslavíu. íslendingar sigruðu 23-21 eftir aö hafa haft yílr í leikhléi, 11-9. Skúli Gunnsteinsson var marka- hæstur í íslenska hðinu með 5 mörk en Einar Einarsson skoraöi 4 m.“ :. Aðrir sem skoruðu voru: Siguijón 3, Pétur 3, Stefán 3, Bjarki 2, Ámi 2 og Þórður 1. • íslenska hðið leikur í dag gegn Sovétmönnum og Ungvetj- um á sunnudag. -SK „Knattspyrnan hefur aldrei staðið með eins miklum blóma“ - Ársþing KSÍ hefst á morgun 42. ársþing KSI verður haldið að Hótel Loftleiðum um helgina. Þingið verður sett kl.10.00 á laugardags- morguninn. Fyrir þinginu liggja margar thlögur og verða örugglega líflegar umræður um þær. Meðal annars hggur fyrir tillaga um breyt- ingu á fyrirkomulagi á keppni í 3. deild sem felur í sér að fækka liðum í 10. 4. deild verði skipuð 16 liðum og þá í kjölfarið verði stofnuð 5. deild sem verði skipuð þeim liðum sem ekki eiga lið í deildunum fyrir ofan. „Knattspyrnan hefur aldrei staðið með eins miklum blóma og einmitt í dag. Aldrei hafa verið leiknir eins margir landsleikir og í ár eða alls 31 á móti 25 í fyrra. Fjölgun áhorfenda á leikjum í íslandsmótinu í sumar nam 36,5% sem er góðs viti,“ sagöi Ellert Schram, formaður KSÍ, á blaðamannafundi í gær sem efnt var til í tilefni af ársþinginu sem í hönd fer um helgina. Reikningar sam- bandsins liggja fyrir og þar kemur í ljós að veltan á starfsárinu fyrir af- skriftir nam 39,3 mhljónum en tekjur námu 38,5 milljónum. Aukningin í veltu á Tnilli ára var 10 milljónir. Lottó gaf sambandinu 7 milljónir í tekjur sem er um 17% af heildarfjár- þörfmni. Aðrar tekjur eru fengnar með innkomu aðgangseyris á lands- leikjum, styrkjum og framlögum ýmiss konar í samstarfi við fyrirtæki út í atvinnihfinu. Fastir tekjustofnar eru th að mynda engir svo að eins og á þessu sést þurfa margar hendur að hjálpast að til að starfsemi stærsta sérsambands innan ÍSÍ gangi sem best. Aðeins kostnaðurinn við að halda A- landsliðinu úti var um 14 milljónir á árinu. JKS Valsstúlkumar náðu ekki að stöðva sigurgöngu Fram - Fram sigraði Val, 20-17, og er nú á toppnum í 1. deild kvenna í handknattleik Framhðið hélt sigurgöngu sinni áfram í 1. deild íslandsmóts kvenna í handknattleik er þær unnu Val í Laugardalshöllinni í gærkvöldi, 20-17. Jafnt var í hálfleik, 10-10. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að skora. Varnarleikur Valsliðsins var mjög góöur í fyrri hálfleik og hirtu þær hvert skotið á fætur öðru frá Guðríði og Oddnýju. í síðari hálfleik vantaði þó alla einbeitingu í liðið og gengu Framstúlkur á lagið og nýttu sóknir sínar vel. Sóknarleikur Valsliðsins var bitlaus og gerðu stúlkurnar sig sekar um mörg mistök og nýttu fær- I Þrír markahæstu leikmenn Stuttgart, JUrgen Klinsmann, Asgeir Sigurvinsson og I | Fritz Walter. I * j er einn Millwall í þriðja sæli Hafnarlið Lundúnaborgar, Mill- wall, sigraði Reading, 3-0, í 2. deild- inni ensku á dögunum - komst við sigurinn í þriðja sætiö með 39 stig, fjórum stigum á eftir efstu liðunum, Middlesborough og Bradford. Tveir aðrír leikir voru í deildinni. Man. City vann góðan sigur í Bourne- mouth, 0-2, og Swindon vann Huddersfield, 4-1. -hsím Morg mistok er KR vann Þrótt in sín illa. Framliðið hefur oft sphað betur en það gerði í gærkveldi en nýtti sér mistök Vals vel í vörn og sókn. Kol- brún markvörður var traust að venju og varði oft vel. • Mörk Fram: Guðríður Guðjóns- dóttir 8/2, Oddný Sigsteinsdóttir 5, Arna Steinsen 2/1, Jóhanna Hall- dórsdóttir og Ósk Víðisdóttir 2 mörk hvor og Margrét Blöndal eitt mark. • Mörk Vals: Erna Lúðvíksdóttir 5/4, Katrín Friðriksen 4, Guörún Kristjánsdóttir 3, Kristín Arnþórs- dóttir 2, Guðný Guðjónsdóttir, Harpa Sigurðardóttir og Magnea Friðriks- dóttir eitt mark hver. -ÁS/EL Stórsigur! íslenska landsliðið í handknattleik 2, Jakob Sigurðsson 1 og Guðmundur átti ekki í nokkrum erfiðleikum með Guðmundsson sem var fyrirliði í að gersigra hð ísrael á Lotto-mótinu leiknum skoraði 1 mark. Staðan á í Noregi í gærkvöldi. Lokatölur 29-22 mótinu er þannig eftir leikina í gær- eftir 15-8 í leikhiéi. Yfirburðir ís- kvöldi: lands voru miklir eins og vænta Sviss...2 2 0 0 47-30 4 mátti. Ath Hilmarsson lék sinn 100. Júgóslavía.2 2 0 0 53-39 4 landsleik en Þorgils Óttar Matthies- ísland.....2 1 0 1 46-46 2 en, fyrirhði landsliðsins, var látinn Holland.2 1 0 1 45-50 2 hvíla aö þessu sinni. Mörkin skor- Noregur.2 0 0 2 38^4 0 uðu: Sigurður Gunnarsson 7/5, Ath ísrael..2 0 0 2 35-55 0, Hilmarsson 4, Sigurður Sveinsson 4, • í kvöld leikur ísland gegn Holl- Geir Sveinsson 4, Júlíus Jónasson 3, andi, Noregur gegn ísrael og Júgó- Valdimar Grímsson 3, PáU Ólafsson slavar mæta Svisslendingum. I - hefur skorað fjögur mörk til KR-stúlkur nældu í tvö dýrmæt stig í botnbaráttunni er þær báru sigurorð af neðsta liði deildarinnar, Þrótti, í Laugardalshöll í gærkvöldi. Eftir að hafa haft tveggja marka for- ystu í hálfleik, 8-6, juku þær muninn í síðari hálfleik og unnu verðskuld- að, 16-12. Leikurinn var ekki mjög vel leik- inn og mikið um mistök á báða bóga enda tvö neðstu lið deildarinnar að spila. Þó var ágætis barátta hjá báð- um liðum og þá sérstaklega hjá KR-stúlkunum í síöari hálfleik og má segja að þær hafi unnið þennan leik á ágætis varnarleik og skyndi- sóknum í síðari hálfleik. • Mörk Þróttar: Sigurlín, Ásta og María þrjú hver, Unnur, Erna og Ágústa eitt mark hver. • Mörk KR: Sigurbjörg 6/3, Nellý 3, Karólína, Birthe og Snjólaug tvö hver og Bryndís eitt mark. -ÁS/EL . . : • Guðný Gudjónsdóttir, Val, brýst hér í gegn um vörn Fram en Margrét Blöndal i Fram er til varnar. Fram sigraði i leiknum, 20-17, og er á toppnum i 1. deild. DV-mynd S I ÁsgeirSigurvinssonernæstmarkahæsti Eðvaldssyni sem leikur með Bayer leikmaður Stuttgart þrátt fyrir að hafa Uerdingen. I | en þeir Fritz Walter og Jurgen Klins- herklæðum Hannover 96. Hefur hann I . mannhafavinninginnsemstendur.liafa htið sjö spjöld á timabilinu. | báöir gert ehefu mörk fyrir félagiö. Þá má geta þess að Stuttgart vennir | IStanda þeir tveir raunar best að vígi í nú annað sætið í stigagjöf iþróttaritsins ■ baráttumú um markakrúnuna v-þýsku. Kickers er á liælum Bayern Munchen I IÁsgeir hefur hlotið tvö gul spjöld til með 35 stig. Bæjarar hafa 36. -JÖG | þes9a i Bundesligunni. jafnmörg Atla Sóren Lerby bjartsýnn á góðan árangur á EM I kvöld, . eru tveir leikir á dagskrá i 2. deild karla á Islandsmót- inu i handknattleik. Reynir og Grótta leika í Sandgerði klukkan átta og i íþróttahúsinu í Digranesi i Kópavogi leika HK og Fylkir klukkan hálftíu. Einn körfuboltaleikur fer fram í kvöld en það er viðureign Tindastóls og Léttis og hefst leikur liðanna á Sauðárkróki klukkan átta. • ............... - . / . : - iti ií : Danska landsliöið í knattspymu tryggði sér sem kunnugt er þátttöku- rétt í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Vestur-Þýskalandi næsta sumar. Danir, sem þegar eru farnir að undirbúa hð sitt fyrir keppnina, eru mjög bjartsýnir á góð- an árangur ef marka má ummæli Sören Lerby í blaðaviðtali nýlega. „Það er ekkert launungarmál aö við förum til Vestur-Þýskalands með því hugarfari að sigra, annað kemur ekki til greina. Við erum nánast með sama mannskap og lék á HM í Mexí- kó og keppnin þar færði liðinu mikla reynslu sem kemur að góðum notum í Vestur-Þýskalandi. Liðið mun æfa af krafti fyrir keppnina,“ sagði Sören Lerby en hann leikur með PSV Eind- hoven í Hollandi. Sepp Pinotek var ekki eins stórorð- ur og Lerby en sagði þó að ef danska liðið spilaði með réttu hugarfari gæti allt gerst og hðið mundi ef til vill ná langt í keppninni. -JKS Pétur Guðmunds meiddist a fingri Pétur Guðmundsson, körfu- knattleiksmaöur með San Antonio Spurs í Bandaríkjunum, meiddist lítiUega í leik með hði sínu í fyrrinótt. Mættu „Sporam- ir“ þá Houston Rockets og unnu sigur, 97-93. Sigur Spurs var mjög sætur enda var félagið undir lengst af en náði að rétta úr kútnum í lok- in. Skoraði hðiö síðustu ehefu stigin við mikinn fögnuö fjöl- margra áhorfenda. „Ég meiddist strax í upphafi leiksins við Rockets,“ sagði Pétur i spjalli við DV. „Það var fingur sem fór úr hði. Ég vonast til að ná mér sem fyrst og reikna með að leika strax á laugardag. Þá mætum viö Chicaco Bulls, einu sterkasta höi deildarinnar.“ Þess má geta að Pétur lék í sex mínútur í leiknum viö Rockets og skoraði þá tvö stig. -JÖG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.