Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987. 39 dv Fólk í fréttum Inga Jóna Þórðardóttir Inga Jóna Þórðardóttir, formaður Útvarpsráðs, hefur verið í fréttum DV vegna umræðna um samstarf Ríkisútvarpsins og Stöðvar 2. Inga Jóna er fædd 24. september 1951 á Akranesi og ólst þar upp. Hún varð viðskiptafræðingur frá Háskóla ís- lands 1977 og var innkaupastjóri hjá Þorgeiri og Ellert hf. á Akra- nesi 1976-1978. Inga Jóna var kennari við Fjölbrautaskólann á Akranesi 1978-1981 og fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins 1981-1984. Hún var aðstoðarmaður menntamálaráðherra 1984-1985 og aðtoðarmaður heibrigðisráðherra 1985-1987. Inga Jóna hefur verið formaður samstarfsnefndar um málefni aldraðra frá 1985 og for- maður fjölskyldunefndar ríkis- stjórnarinnar frá 1987. Inga Jóna hefur verið formaður Útvarpsráðs frá 1985. Maður Ingu Jónu er Geir H. Haarde, f. 8. apríl 1951, alþingis- maður. Foreldrar hans eru, Tomas Haarde símafræðingur og kona hans, Anna Steindórsdóttir. Dóttir þeirra er Helga Lára, f. 27. janúar 1984. Sonur Ingu Jónu er Borgar Þór Einarsson, f. 4. maí 1975. Systkini Ingu Jónu eru Herdís Hólmfríður, f. 31. janúar 1953, sjúkrahði, gift Jóhannesi Ólafs- syni, sjómanni á Akranesi, og eiga þau fjögur börn og Guðjón, f. 14. september 1955, rafvirki og knatt- spymumaður á Akranesi, giftur Hrönn Jónsdóttur og á hann þrjú börn. Foreldrar Ingu Jónu eru Þórður Guðjónsson, útgeröarmaður á Akranesi, og kona hans, Marselía Sigurborg Guðjónsdóttir. Faðir Þórðar er Guðjón, útvegsbóndi á Ökrum á Akranesi, bróðir Ragn- heiðar, móður knattspyrnumann- anna Ríkharðs og Þórðar Jónssona. Guðjón var sonur Þórðar, sjó- manns á Vegamótum á Akranesi, Þórðarsonar. Móðir Þórðar var Ingiríður, systir Árna, fiskimats- manns á Akranesi, föður Ingvars og Guðjóns, bifreiðastjóra á Akra- nesi. Ingiríður var dóttir Bergþórs, formanns og vefara á Bergþórs- hvoli á Akranesi, Árnasonar, b. á Stóra-Lambhaga, Bergþórssonar. Móðir Ingiríðar var Ingiríður, syst- ir Bjama, útvegsbónda á Neösta- Sýruparti, fóður Ástvalds, skipstjóra á Akranesi. Ingiríður var dóttir Jóhannesar, b. á Staðar- höfða á Akranesi, Bjamasonar, b. á Háuhjálegu, Sigurðssonar. Móðir Jóhannesar var Amdís Ámadótt- ur, systir Kristínar, langömmu Sigríðar, móður Gunnars Finn- bogasonar skólastjóra og ömmu Bolla Héðinssonar hagfræðings. Marselía er dóttir Guðjóns, b. á Hreppsendaá í Ólafsfirði, Jónsson- ar, útvegsbónda á Ytri-Gunnólfsá í Ólafsfirði, Þorsteinssonar, skyldur Hákarla-Jörundi. Móðir Marselíu var Herdís, systir Ástu, móður Reg- ínu, konu Eggerts Gíslasonar skipstjóra. Herdís var dóttir Sigur- jóns, b. á Hamri í Stíflu í Skagafirði, Ólafssonar, b. á Deplum í Stíflu, Guömundssonar. Móðir Herdísar Inga Jóna Þórðardóttir. var Soffía Reginbaldsdóttir, b. í Nefstaðakoti í Stíflu, Jónssonar. Móðir Soffia var Sigríður Þorkels- dóttir, b. í Húnstöðum, Hinrikssón- ar, b. á Auönum í Ólafsfirði Gíslasonar. Gústaf Lámsson og Þórhildur Magnúsdóttir Gústaf Lárusson húsasmíðameist- ari, Jöldugróf 8, Reykjavík, er sjötugur í dag, en kona hans, Þór- hildur Magnúsdóttir, verður sjötug 22. desember. Gústaf fæddist á Efra-Vaðli á Barðaströnd. Hann tók sveinspróf í húsasmíði við Iðnskól- ann í Reykjavík og hefur unnið sl. tuttugu ár sem verktaki hjá Pósti og síma. Gústaf er næstyngstur fjórtán systkina. Foreldrar hans voru Lárus Stef- . ánsson, b. á Efra-Vaðli, og kona hans, Jónína Engilbertsdóttir. Gústaf giftist 1942 Þórhildi Magn- úsdóttur sem fæddist í Miðhúsum í Biskupstungum. Hún ólst þar upp og í Reykjavík en þangað fluttu for- eldrar hennar þegar hún var þriggja ára. Þórhildur rak mötu- neytiö að Höfðabakka 9 í Reykjavík frá 1974-87. Systkini hennar em: Ásdís, gift Óskari Péturssyni gull- smið í Reykjavík; Sigurður, verk- stjóri í Reykjavík; Áslaug, húsmóðir í Reykjavík, ekkja eftir Axel Guðmundsson; Brynjólfur, vörubílstjóri í Reykjavík, giftur Jónu Sigurðardóttur; Hulda, hús- móðir á Álftanesi, gift Gylfa Gústaf Lárusson og Þórhildur Magnúsdóttir. Magnússyni verkstjóra; og Gísli, vörubílstjóri í Reykjavík, giftur Helgu Guðmundsdóttur. Foreldrar Þórhildar voru Magn- ús Gíslason, b. á Miðhúsum í Biskupstungum, og kona hans, Guðrún Ragnheiður Brynjólfsdótt- ir. Börn Gústafs og Þórhildar eru: Ásta, f. 8.3. 1942, gift Kristjáni Mikkaelssyni, blikksmíðameistara í Reykjavík, en hún á fjögur börn; Hildur, f. 9.4. 1943, gift Birni Ey- mundssyni, skipstjóra á Höfn í Hornafirði, en hún á fjögur börn; Hulda, f. 19.4. 1944, hárgreiðslu- meistarai í Seattle í Bandaríkjun- um, gift Ottari Smith flugvéla- virkja, en hún á tvö börn; Auður, bankastarfsmaður í Reykjavík, f. 9.3.1948, á tvö börn, Margrét, hús- móðir í Reykjavík, f. 29.3.1949, gift Valdimar Jóhannessyni fram- kvæmdastjóra, en hún á þrjú börn; Guðrún, húsmóðir í Reykjavík, f. 18.9. 1950, gift Birni Einarssyni, ráðgjafa hjá Vernd, í Reykjavík, en hún á fimm börn. í tilefni af sjötugsafmæli þeirra beggja taka þau'hjónin á móti gest- um í Domus Medica eftir klukkan 15.00 laugardaginn 5.12. Gunnsteinn Magnússon Gunnsteinn Magnússon, starfs- maður hjá Flugumferðarstjóm, til heimilis að Sörlaskjóli 32, Reykja- vík, er sextugur í dag. Gunnsteinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Hann byijaði ungur að vinna hjá Pósti og síma en hóf störf hjá Flugumferðar- stjóm 1946 og hefur starfað á vegum hennar síðan, í Reykjavík og Keflavík. Kona Gunnsteins er Hjördís, dóttir Péturs, formanns á Helliss- andi, Guðmundssonar og Guð- rúnar Þórarinsdóttur, en þau eru bæði látin. Gunnsteinn á fimm systkini á lífi: Guðmundur Þórir er sundlaugar- 80 ára Margrét Magnúsdóttir, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfirði, er áttræö í dag. Guðmundur Steindórsson, Stóru- Ávík, Árneshreppi, er áttræður í dag. 75 ára Guðrún Jónsdóttir, Arahólum 4. Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Dómhildur Klemensdóttir, Aðal- stræti 18, Bolungarvík, er sjötíu og fimm ára í dag. Gunnsteinn Magnússon. vörður í Laugardalnum; Magnús Aðalsteinn er verkstjóri hjá Garð- yrkju Reykjavíkurborgar; Valtýr Eysteinn er sölumaður hjá Olís; Hjólmar H. Eyþórsson, Brekku- byggö 12, Blönduósi, er sjötugur í dag. Guðrún Þorsteinsdóttir, Hálsi, Dal- vík, er sjötug í dag. Hermann S. Björnsson póstaf- greiðslumaður, Engjavegi 32, Isafirði, er sjötugur í dag. 50 ára Rudolf Thorarensen, Hamragarði 4, Keflavík, er fimmtugur í dag. Hjálmar J. Fornason, Njálsgötu 33B, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Birna Ingadótir, Máshólum 5, Reykjavík, er fimmtug í dag. Guðríður Bára er húsmóðir í Reykjavik; Einara Karla er hús- móöir á Long Island í Bandaríkjun- um. Foreldrar Gunnsteins: Magnús Magnússon, f. á Hvanneyri í Borg- arfirði, steinsmiður í Reykjavík, og kona hans. Kristín Guðmundsdótt- ir. Föðurforeldrar Gunnsteins vorú Magnús Magnússon og Ingveldur Þórðardóttir. Móðurforeldrar hans voru Guðmundur, Stefánsson, b. á Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd, en ættaður frá Neðra-Dal í Bisk- upstungum, og Þórunn Einarsdótt- ir. Gunnsteinn verður ekki heima á afmælisdaginn. 40 ára Erling Bjarnason, Smáraflöt 3. Garðabæ. er fertugur í dag. Guðmundur Loftsson, Efstahjalla 13, Kópavogi, er fertugur í dag. Hjörtur Friðriksson, Byggðarholti 37, Mosfellsbæ, er fertugur í dag. Magnús Aðalsteinsson, Melavegi 16, Hvammstanga, er fertugur í dag. Gunnþór Kristjánsson, Heiðar- garði 24, Keflavík, er fertugur í dag. Bára Magnúsdóttir, Engihjalla 3, Kópavogi, er fertug í dag. Guðmunda Ásgeirsdóttir, Hjalla- stræti 35, Bolungarvík, er fertug Jóhanna Ólafsdóttir, Funafold 48, Reykjavík, er fertug í dag. Rúnar Hauksson, Ásvallagötu 16, Reykjavík, er fertugur í dag. 70 ára ______________Afmæli Njáll Guðnason Njáll Guðnason verkstjóri, Keldu- landi 1, Reykjavík, er áttræður í dag. Njáll fæddist í Hafnarfirði og ólst upp á Hnausastöðum í Garða- hreppi hjá fósturforeldrum sínum, Þorgerði Halldórsdóttur og Eyjólfi Eyjólfssyni. Hjá þeim vann hann öll almenn sveitastörf og viö fisk- verkun en hann flutti til Reykja- víkur 1935. Njáll réð sig til SÍS árið 1937 en þar hefur hann unnið síð- an, fyrst í íshúsinu Heröubreið, þar sem síðar var Glaumbær en nú Listasafn ríkisins, og síðar sem verkstjóri hjá Afurðasölunni á Kirkjusandi. Kona Njáls var Guðrún, f. 6.6. 1911, d. 1980, dóttir Þorsteins sjó- manns Þorkelssonar og Agnesar Theodórsdóttur. Njáll Guðnason. Foreldrar Njáls voru Sesselja Helgadóttir, húsmóöir í Hafnar- firði, og Guðni Eyjólfsson, starfs- maöur í Gasstöðinni í Reykjavík. Ketill A. Hannesson Ketill Amar Hannesson ráðu- nautur, Þjóttuseli 6, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Ketill fæddist á Arnkötlustöðum í Holtahreppi í Rangárvallasýslu. Hann tók stúd- entspróf frá MA 1961 og búfræði- kandídatspróf frá búnaðarhag- fræðideild Háskólans í Edinborg (B.Sc) 1966. Ketill var í sumarvinnu hjá Ræktunarsambandi Holta-, Ása- og Landhrepps 1958-60 og hjá Jarðborunardeild ríkisins frá 1961-64. Ketill hefur verið ráöu- nautur í búnaðarhagfræði hjá Búnaðarfélagi íslands frá 1966 og jafnframt var hann forstöðumaður Búreikningastofu landbúnaðarins 1966-80. Kona Ketils er Auður Ásta f. 21.3. 1939. dóttir Jónasar, b. í Vetleifs- holti í Ásahreppi Kristjánssonar, og konu hans, Ágústu Þorkelsdótt- ur. Börn Ketils og Auðar Ástu eru: Kristján, f. 7.9. 1961; Bára Agnes, f. 21.2. 1968; írunn, f. 2.8. 1969; Hlmæli til afmælisbama Blaðið hvetur afmælisböm og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frænd- garð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Sérverslun með blóm og skreytingar. ()pi<) til /,/. 2/ iill kröld 0öBlóin wQskreytii^ar Uiugauegi 53, simi 20266 Scndum um Umd allL Andlat Karl Aðalsteinsson, Skarðshlíð 3, lést í Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri 1. desember. Sigurjón Maríusson andaöist að morgni 2. desember. Sigriður Ólafsdóttir, Aðalstræti 83, Patreksfirði, andaðist í sjúkrahúsi Patreksfjarðar miðvikudaginn 2. desember. Ketill A. Hannesson. Steinunn. f. 23.10. 1972; Guðmund- ur Hannes. f. 6.11. 1974; og Jónas f. 10.6. 1981. Foreldrar Ketils; Hannes b. á Arnkötlustöðum í Holtahreppi. Friöriksson frá Hóli í Stokkseyrar- hreppi, Friðrikssonar, og kona hans Steinunn Bjarnadóttir, b. á Efra-Seli í Landsveit. Björnssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.