Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 30
43 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987. Menning r>v Lrfrænn breytileiki Steinunn Siguröardóttír- Kartöfluprins- essan, 59 bls. löunn, 1987 Bókinni er skipt í fjóra kafla sem heita Tvöþúsundsteinar, Veðra- tími, Á suðurleið með myndasmið og stelpu og Kartöfluprinsessan. Kímnin er löngu orðin aðals- merki Steinunnar og hún er trú þeim tóni sínum í þessari bók. En það er einungis hið ytra gervi; að stórum hluta er í Ijóöunum te- kist á við óvissuna í lífi manns, óviðráðanlegan breytileikann í öllu sem Ufir, veðrabrigðin. Viðhorf ljóðmælanda er aö sönnu nokkuö blendið: stundum veldur stjórn- leysi tilverunnar sárum en það má einnig fagna hverri góöri stund sem gefst, lifa hið óvænta. Mér segir svo hugur um að hér gæti víðar meiri dýptar en áður í ljóðum Steinunnar. í fyrsta kaflanum greinir frá veðrabrigðum ástarinnar sem geymir með sér hina fullkomnu sælu, „andartak okkar er eitt“, en það varir aðeins augnablik, konan býr ekki til lengdar að ástmannin- um staðföstum „í frjósömu gólf- teppi að ryksuga" og brátt skipast veður í lofti, draumurinn kveður. Bókmenntir Berglind Gunnarsdóttir Og býr til kartöflumús Og öfugsnúinn draumurinn, tó- mið, ummyndast í ljóð: Landslag æskunnar útmáð klöppin okkar sprengd fyrir djúpan grunn undir ekkert hús... Síðasta ljóð bókarinnar, samn- HLJOMPLOTUR/KASSETTUR 1. (4) Dirty Dancing - Úr kvikmynd.... 2. ( 1 ) Bubbi-Dögun........... 3. ( 3 ) Bjartmar-! fylgd með fullorónum .. 4. ( 2 ) La Bamba- Úr kvikmynd.. 5. ( 6 ) Lög Jóns Múla-Ýmsir.... 6. ( - ) Jólagestir-Ýmsir.... o'í 5)J?'Ck Ast,eV" Whenever you need somebody. 8. ( - ) Geiri Sæm - Geiri Sæm...... 9. (11) Eurythmics-Savage...... 1° ( 7 ) Megas - Loftmynd...... 1. (10) Dirty Dancing-úr kvikmynd........... 1.299,- 2. ( 8 ) A very special Christmas-ýmsir....... 1.399,- 3. ( 5 ) Rick Astley-Wheneveryou need somebody... 1.299,- 4. ( 2 ) Magnús Eiriksson-20bestu lögin..... 1.399,- 5. ( 6 ) Eurythmics-Savage.................. 1.299,- 6. ( - ) Hitson CD nr. 8-ýmsir.............. 1 299,- 7. ( - ) Inxs-Kick.......................... 1.299,- 8. ( 3 ) Sting- Nothing likethesun............ 1.299,- 9. ( - ) Cock Robin-After herethrough Midland. 1.499,- 10.( 7 ) Pet Shop Boys-Actually 1.499,- Venjulegt Okkar verð verð 799,- 719,- 899,- 799,- 899,- 809,- 799,- 719,- 899,- 799,- 899,- 799,- 799,- 719,- 899,- 799,- 799,- 719,- 899,- 799,- Venjulegt Okkar verö 1.169,- 1.259,- 1.169,- 1.259,- 1.169,- 1.169,- 1.169,- 1.169,- 1.349,- 1.349,- Tilboð vikunnar 15% afsláttur af plötunni „Smellir" - ný safnplata med ýmsum flytj- endum. Okkar verö 679,- leyft verð 799,- S-K-l-F-A-N KRINGLUNNI • BORGARTÚNI • LAUGAVEGI efnt henni, kemur svo ögn betur inn á sama efni: konan bíður þess mátulega þolinmóð í moldinni að vera tekin upp en prinsinn bíður ekki eftir uppskerunni - fyrr stelur hann útsæðinu og býr til kartöflu- mús - það er að segja hinn algjöri prins. í öðrum kafla varðar óvissan lífið sjálft og er undirstrikuð markvisst með líkingamáli úr náttúru- og veð- urfari, þar er allt á eilífri ferð en ekki kyrrstætt, tilgangurinn óljós. Samt þýðir ekki annað en beygja sig undir þetta lögmál og fylgja eft- ir skýhnoðrunum „á óskipulegri ferð milli höfuðátta þvers og kruss“. í Ijóðum þessum er víða ort á næman hátt og eftirminnilegan um stóra hluti (lífsgátuna sjálfa?) og þar má finna sterka og ljóðræna einlægni, í senn mannlega, sann- færandi og djúpa: Þú spurðir. Hið rétta er: Ég þekki ekki dagleiðir skógarins milh árstíma. Ég veit ekki hvem veg hann sveigist í golu og stormi. En trén úti dimma garðinum allsber og stök fara sömu leið fyrir vindi og gras sem er grænt. Fara þá allir sömu leið - í lífinu og dauðanum? Altént dauðanum. Það sem ekki sést Sérstakur kafli er eitt samfellt ljóð um ferðalag í bíl: Á suðurleið með myndasmið og stelpu. í því ferðast ímyndunaraflið fijálst og skoðar náttúru og landslag gegnum Steinunn Sigurðardóttir. - enda bílrúöan á milli. Þaö sem ekki sést það er ekki til. Hraði bílsins, síbreytileikinn og ferðagleðin renna saman í eitt og opna leið til hinnar ljóðrænu skynjunar: Hendi var veifað, hæhó, í Kömb- um frábending sorta, nú er lag, obbosí, undirdjúp Suðurlands í léttu ljósi og bíllinn er skúta, hljóðlaus á malaröldum. ' En landið sjálft er eins og kyrra- lífsmynd, efniviður sem ímyndun- og ólíkum forsendum en þess eigin \ - í takt við hraðamæli bílsins. í þessu langa ferðaljóði nýtur sín best óheft og galsafengin kímni Steinunnar en annars flnnst mér henni takast best upp þegar hú- morinn verður ekki öðru yfirsterk- ara í ljóðum hennar. Þó er það fullvíst að ljóðrænn veruleiki - og þar með hinn huglægi - er margsl- unginn og fjölbreytilegur, þar er hver maður sinn eigin heimur. Og stílbrögðin aðeins listrænn búning- ur, eða hluti hans, en raunveruleg- ur kjarni ljóða e.t.v. ávallt sá sami, óumbreytanlegur þrátt fyrir ólíkar aðferðir og gervi. sín gleraugu - ekki hin jarðbundnu araflið kveikir líf í, út frá öðrum -BG Allt Chebet og týndl kiölingurinn. Höfundur: Ben Alex. Þýðandi: Jóhannes Tómasson. Útgefandi: Salt 1987. er gott og fa Þessi saga segir frá 8 ára Pókot- stelpunni Chebet sem týnir sinni einustu veraldlegu eign sem er lítill llegt máli og myndum. En í mínum augum er guðstrúin framandleg í þessu umhverfi og boðskapurinn um týnda sauðinn þar af leiðandi pínulítið hjá- róma í sambandi við fund kiðlings- ins. En sá boðskapur er fyrst og fremst boðskapur bókarinnar. Þegar „Bók þessi varð til þegar ég dvaldi hjá Pókotfólkinu í Amay- Bókmenntir adalnum í vesturhluta Kenýu. Þessi þjóðflokkur býr fjarri al- Hildur Hermóðsdóttir þessi boðskapur verður heyrinkunn- ur vaknar líka sú spurning hvort faraleið og hefur lítt orðið fyrir áhrifumafsiðmenningunni. /.../ Ég tileinka þessum þjóðflokki bókina og minnist um leið orð- taks þeirra: „Stjörnurnar heyra, jörðin heyrir, fólkið heyrir. Allt er gott og fallegt.““ Þessi orð höfundar, Ben Alex, eru á titilsíðu bókarinnar og segja meira en mörg orð um innihaldið. kiðlingur. Lesandi slæst í för með henni í leit að kiðlingnum og'verður margs vísari um lifnaðarhætti ætt- ílokksins og lífsbaráttu. Við fáum upplýsingar um húsakynni, búpen- ing, ræktun, matvenjur, hætturnar sem leynast úti í náttúrunni, skólann og trúarbrögðin. Sú mynd sem af þessu er dregin er trúverðug, bæði í rétt sé að þessi þjóðflokkur hafl lítt orðið fyrir áhrifum frá siðmenning- unni. Samt sem áður er sagan af Chebet litlu ágætlega sögö og ásamt hinum fallegU myndum leiðir hún lesandann á slóðir sem gaman er að kynnast og minnir á hve „gott og fallegt" getur verið að lifa í takt við náttúruna. HH Nýjar bækur * Syndir feðranna, II. bindi Fyrra bindið kom út 1986 og var end- urútgáfa endurbætt. Fékk hún mjög góðar móttökur svo að ákveðiö var framhald á þessum bókaflokki sem sýnir að enn kunna íslendingar að meta íslenskan fróðleik. Gunnar Þorleifsson sá um útgáf- una. Hildur gaf út. Verð kr. 1.288. Önnubók ísafold hefur gefið út bókina Önnu- bók eftir Fynn í þýðingu Sverris Páls Erlendssonar. í bókinni Kæri herra guð, þetta er hún Anna segir Fynn frá kynnum sínum af Önnu, þessu óvenju ein- læga, skýra og hreinskilna barni. Þegar Anna lést, aðeins sjö ára gömul, lét hún lítið eftir sig nema minninguna um tilvist sína. En hún hafði safnað saman í nokkra skó- kassa ýmsu dóti sem hún vildi varðveita. Þar á meðal voru niður- stöður skemmtilegra athugana hennar, ýmsar hugleiðingar og svo- lítil sagnabrot. í önnubók leyfir Fynn okkur að njóta með sér brots af þessum handritum. Bókin er gefin út með styrk frá þýðingarsjóði. Bókin er innbundin, 63 bls. Verð kr. 988. Hvaðan ert þú? ísafoldarprentsmiðja hf. hefur gef- ið út barnabókina Hvaðan ert þú eiginlega? eftir Ásrúnu Matthías- dóttur. Bókin er ætluð 8-10 ára lesendum og fjallar um Laufeyju og Lárus sem eru hressir krakkar í litlu sjávarþorpi úti á landi. Skólanum er að ljúka, fjaran er leiksvæði barn- anna og sjórinn heillar. Þar þekkja allir alla. Það er því ekki furða þótt Laufey litla, sem er bara 8 ára, lendi í ýmsum ævintýrum þegar hún kem- ur í heimsókn til borgarinnar og kemst að raun um að þar þekkir enginn neinn. Hvaðan ert þú eiginlega? er 91 bls. Verð kr. 860.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.