Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987. Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Skammgóður vermir Þessa dagana er verið að senda skattkortin til almenn- ings og kynna staðgreiðslukerfið. Staðgreiðslunnar er beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda hefur það lengi verið í tísku hjá stjórnmálaflokkum og hagsmunasanu tökum að mæla með staðgreiðslu skatta. Eftirvæntingin hlýtur þó að vera blandin því niðurstaðan er sú að skatt- byrðin hækkar í stað þess að lækka, svo ekki sé talað um greiðslubyrðina sem hlýtur að stórhækka í þrjátíu prósent verðbólgu. Staðgreiðslan er óneitanlega einfóld- un á innheimtu og samfara henni hækka skattleysis- mörkin. Almenningur hefur gleypt við henni vegna þess að tekjur yfirstandandi árs þarf ekki að telja fram þótt það breyti sáralitlu fyrir obbann af skattgreiðend- um. Allt bendir til þess að greiðsiubyrðin af stað- greiðslukerfmu þyngist hjá fólki með meðaltekjur og þar fyrir ofan. Við skulum því bíða með fagnaðarlætin þangað til árangurinn og afleiðingarnar koma í ljós. En ríkisstjórnin hefur afrekað meira. Hún hefur not- að tækifærið til margvíslegra hækkana á almennum neyslusköttum og alls er talið að þær hækkanir nemi tíu til tólf milljörðum króna. Á móti koma tollalækkan- ir, niðurskurður á aðflutningsgjöldum og niðurgreiðslur en samanlagt situr þjóðin uppi með auknar skattbyrðar sem einkum munu koma fram í hækkuðu vöruverði. Breytingar á toflskránni og gjaldskrám aðflutnings- gjalda eru vissulega róttæk tilraun til að einfalda og auðvelda innflutning á hvers kyns vörum. Þessar breyt- ingar létta á iðnrekendum og innflytjendum og eru löngu tímabærar. Einstaka vörutegundir lækka í verði ef fastgengisstefnan lifir og verðbólga helst í skeíjum. Hvort tveggja á þó í vök að verjast svo hér verður aftur að hafa fyrirvara á því hvaða hagsbætur hljótast af lækkun tolla. Við skulum ganga hægt um gleðinnar dyr. Neytandinn spyr ekki um það hvernig vöruverðið er reiknað út. Hann spyr ekki að því hvort tollar séu háir eða lágir, hvort ríkissjóður hirðir bróðurpartinn af verð- inu né heldur hvort álagningin sé sanngjörn. Neytand- inn spyr að því hvort verðlag sé viðráðanlegt yfir búðarborðið. Og því miður er niðurstaðan sú að neyslu- skattar, óbreyttur söluskattur og færri undanþágur hækka útgjöldin hjá heimilunum. Kúnstirnar með tofla- lagabreytingunum, hversu þarfar sem þær eru, koma að litlu gagni þegar þær eru notaðar sem skálkaskjól til að auka skattlagninguna og álögurnar af hálfu hins opinbera. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að afgreiða hallalaus fiárlög. Það er ábyrg stefna. En ráðherrarnir hafa heykst á að skera niður útgjöld svo um munar. Þeir hafa látið undan þrýstingi um að greiða niður offramleiðsluna í landbúnaðinum. Þeir eru ennþá uppteknir af því að veita fé í óarðbærar úárfestingar. Ósamkomulagið inn- an ríkisstjórnarinnar, sem almenningur hefur fengið að fylgjast með fyrir opnum tjöldum, stafar af því að hver flokkur heimtar sitt. Hagsmunagæslan er yfir- þyrmandi. Það er ekki afrek hjá ríkisstjórninni að afgreiða hallalaus fjárlög ef stöðugt er seilst í vasa skatt- borgaranna. Það eru þeir sem borga brúsann. Það eru þeir sem nú sitja uppi með marga milljarða í auknar skattaálögur. Ríkisstjórnin er að hrinda í framkvæmd umbótum í skattamálum sem lengi hefur verið beðið um. En það er gert á þann hátt að læðast aftan að skattgreiðendum með því að fara úr einum vasanum í annan. Það er skammgóður vermir. Ellert B. Schram „Alþingisfólk Kvennalistans viil t.d. láta kalla sig alþingiskonur en ekki alþingismenn eins og tiðkast hefur", segir greinarhöf. Frá landsfundi Kvennalistans sl. haust, þátttakendur í matarhléi. Málfræði og misrétti karla og kvenna I íslensku hafa mörg fyrirbrigði, svo sem hlutir og dýr, málfræöilegt karl- eða kvenkyn. Þetta er stund- um óþægilegt ef líffræðilegt kyn og málfræðiiegt kyn stangast á eins og gerðist sumarið 1980 þegar for- setaskipti urðu. Fjölmargt fólk vill ekki sætta sig við að láta talvenju, sem þróast hefur gegnum aldir þegar konur voru áhtnar eign karmanna, stjórna tali okkar á þeim tímum sem konur og karlar eiga að njóta jafnréttis og vera jafngild án tillits til kynferöis. Alþingisfólk Kvenna- listans vill t.d. láta kalla sig al- þingiskonur en ekki alþingismenn eins og tíðkast hefur. Karl- og kveneiginleikar hluta Ekki veit ég hvort þeir og þær sem hafa málfræði að atvinnu sinni hafa kannað mismunandi kyn orða með tilliti til þess að finna í þeirri skiptinu dæmi um kvennakúgun og fyrirlitningu. Málfræðingar hafa verið uppteknir af því að búa til tölvuorð á íslensku (takið eftir að tölvur urðu kvenkyns eftir að menn vissu að þær eru dyntóttar en fyrst í stað hétu þessi apparöt „rafmagnsheilar“ þegar þeir voru stórir og voldugir og haldiö var að þeir gætu allt) eða finna reglur um uppbyggingu málsins svo að pólit- ískt og félagslegt eðli þess hefur stundum orðið útundan. í Daglegu máli hafa þeir iðulega staðið í því að nagga um ómerkileg smáatriði. Hvers vegna varð t.d. íslenska orðið fyrir „traktor" dráttarvél en ekki dragi? Er það vegna þess að dráttarvél er dæmigert vinnudýr? Dragi, ágætt karlkynsorð, hefur enga slíka skírskotun og dó út. Það reyndist ekkt varpa neinni dýrð á karlkynið að gera þetta tæki að „karli“. Enn athyglisverðari er munurinn á þvi hvenær talað er um vél, mót- or eða hreyfil. Þannig er vél í bíl afar dyntótt og mikiö er átt við þær af karlmönnum. Eins er með vélar í skipum. Við þá dyntagripi er átt af karlmönnum og að auki eru þær einhvers staðar niðri í myrkri þar sem þær sjást ekki. Hins vegar er ekki hægt að tala um vél í ílugvél. Hvemig gæti kvenkyn gefið svo til- komumiklu tæki kraft? Sama gildir um mótora í dráttarvélum (traktor- um eins og þær eru vist gjama kallaðar). Dráttarvélamótorar og mótorar í ýmsum vinnutækjum eru of grófir, kraftmiklir og karl- mannlegir til að vera kvenkyns. Notendumir (næstum eingöngu karlar) tala líka með lotningu um þessar vélar. KjáUarinn Ingólfur Á. Jóhannesson sagnfræðingur, nemi í Wisconsin-háskóla í Bandaríkjunum Kennarar og kvenkennarar Það er nú kannski einhver far- in(n) aö spyrja núna „Er hann Ingólfur nú orðinn alveg galinnn af því að vera þarna vestur í landi Reagans?" Það getur vel verið að fólk sjái ekki ástæðu til að taka alvarlega það sem hér er skrifað að framan um vélar, mótora, tölvur og raf- magnsheila. Hins vegar þarf að taka ýmsa aðra málnotkun alvar- lega. Hvaða duldar merkingar liggja í orðum sem almennt eru ekki gagnrýnd? Er hægt að kúga fólk með því að hlusta ekki á það sem það segir á þeim forsendum, að það sé á „vondu máli“? Hvemig aðlagast tungumálið breyttum að- stæðum, félagslegum, menningar- legum og pólitískum? Athyglisverð breyting á íslensku máli er sú aö varla heyrist minnst á kennslukonur lengur. Ýmist em kennslukonur ekki aðgreindar frá kennslukörlum eða þær em kallað- ar „kvenkennarar". Hvað merki þaö að tala tun kvenkennara? Af hveiju em konur, sem kenna, ekki kallaðar kennslukonur ef þarf að aðgreina hvors kyns kennari eða kennarar em? Ég get aöeins gisk- aö. Ég hygg að fyrrum hafi stærri hluti kvenna viö kennslu veriö ógiftur en nú er og að orðið kennslukona þyki fela í sér ein- hverja tilvísun til „piparkerlinga". Ef þetta er rétt lýsir það þó fyrst og fremst fordómum í garð þeirra ljölmörgu kvenna sem helguðu líf sitt börnum og unglingum og upp- skáru lítið af þessa heims gæðum í staðinn. Önnur skýring gæti verið sú að formlegt launajafnrétti hefur lengi verið við lýði í stétt kennara, allt frá 1919, og þannig ekki þörf á því að aðgreina karla og konur með starfsheitum. Þannig hafi kennslu- kona „dáið út“ eftir að vitund fólks gagnvart sundurgreiningu eftir kynjum jókst en jafnframt eftir að giftum konum á meðal kennara íjölgaði. Nú má auðvitað segja sem svo að ekkert sé að því að taka upp nýtt orð í staðinn fyrir gamalt sem hefur verið misnotað. Illu hefili er kven- kennari þó karlkynsorð og ljótt að auki. En það er að sjálfsögðu smekksartiði. Meiru skiptir hvað þetta orð í rauninni merkir og hvort þörf er á sundurgreiningu kennara eftir kynjum. Aftur er að- allega um getgátur að ræða. Ég held að þetta orð sé fremur tilkom- ið af þörf fyrir að aðgreina kven- kennara frá „alvöru“kennurum en að nokkurri annarri ástæðu. Hvers „þörf ‘ það er get ég ekki sagt. Ég býst ekki við að nokkur vilji kann- ast við slíka þörf, ekki einu sinni þeir karlar sem halda eða héldu einhvern tíma að giftar konur í hlutastarfi væru dragbítar í launa- baráttu kennara. Þetta orð, kven- kennari, gæti líka táknaö velþóknun foreldra yfir því að hafa konu til að kenna bömum sínum. Hvað sem segja má um þetta til- tekna orð, sem ég held að sé kennurum, bæði körlum og kon- um, til tjóns, þá er víst að tungu- máliö er aldrei hlutlaust. Ýmiss konar gildi og fordómar liggja í leyni við hvert fótmál, bæði í merk- ingu oröa og beyginarreglum. Við þurfum aö vera vakandi yfir því að láta ekki þetta tjáningartæki okkar ráða yfir okkur eða láta aðra ráða yfir okkur á þeirri forsendu að þeir viti betur hvemig á að nota málið. Ingólfur Á. Jóhannesson „Er hægt að kúga fólk með því að hlusta ekki á það sem það segir á þeim forsendum að það sé á „vondu máli?““

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.