Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987. Neytendur Jólatré hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. DV-mynd BG Jólatréssala Á íslandi seljast árlega eitthvað milli tíu og tuttugu þúsund jólatré. Megnið af þessum trjám er innfluttur þinur en hann heldur betur barri en grenið og hefur því notið mun meiri vinsælda. Til skamms tíma tókst ekki að finna heppilegt aíbrigði af þin til ræktunar hérlendis. Sam- kvæmt upplýsingum Vilhjálms Sigtryggssonar, framkvæmdastjóra hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, hefur nú fundist aíbigði af þin sem er ræktanlegur hérlendis og er þess vart langt að bíða að hann komi á markað. íslensku jólatrén eru greni og fura. Þau hafa ekki notið jafnmikilla vin- sælda og þinur og hefur því Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur orðið að grípa til þess' ráðs að flytja inn nor- mannsþin frá Jótlandi i ár. Þetta er í fyrsta sinn sem Skógræktin hefur haft innílutt tré á boðstólum. Að sögn Vilhjálms heldur furan barri jafnvel og þinurinn og hefur því salan á henni farið vaxandi und- anfarin ár. Fyrir neytandann virðist furan líka mun vænlegri kostur en þinur því hún er á miklu lægra verði. Aðrir jólatréssaiar hafa svipaðar tegundir á boðstólum. Þó fæst frönsk fjallafura hjá Melanóru við Eiðistorg og er hún á svipuðu verði og sú ís- lenska. Hún er með lengri nálar og öðruvísi í laginu. Landgræðslusjóður hefur tO sölu íslenskt blágreni og omorikagreni. Hinu síðarnefnda svipar tii rauð- grenis nema hvað það er dekkra og bláleitara og heldur betur barri. Báð- ar þessar tegundir eru á sama verði og stafafuran. Sjóðurinn selur þininn í tveimur gæðaflokkum, gæðaflokki og öðrum flokki. Öll tré í öðrum flokki kosta 1.180 krónur, óháð stærð. Alaska kemur til með að bjóða upp á rauðgreni úr Skorradal í pottum. Með því að hafa trén í pottum halda þau barri mun lengur en hingað til. Þau eru þó ekki komin enn svo verð liggur ekki fyrir. Blómaval býður svipaðan kost, eða rauðgreni með rótarhnaus. Það er þá hægt að setja það í pott. Slíkt greni kostar örlítið meira en venjulegt rauðgreni. Þar fæst einnig omorika- greni og kostar það 1.150 krónur, óháð stærð. Athygli vekur hve hækkun er lítil milli ára. í flestum tilfellum er hún um 20%. Þaö vakti einnig athygli okkar(að í verðkönnun haustið ’85 kostaði rauðgreni, metri og minna, 595 krónur í Alaska en kostar nú 395 krónur. Talsverð lækkun þaö. Hjálparstofnun kirkjunnar er ekki með jólatréssölu þetta árið. Hins veg- ar selur hún friðarkerti víða um borgina og kostar minna kertið 150 krónur og það stærra 300. -PLP DV Bamavagnar lækka um Mikið hefur verið rætt að undan- fómu um fyrirhugaðar tollbreyt- ingar og hvaða vörur komi til með að hækka og hverjar lækka. Listi, sem birtur hefur verið í blöðum, vekur einnig margar spurningar því hann er langt frá því að vera tæmandi. Nú hefur fjármálaráðuneytið sent frá sér lista yfir verðbreyting- ar á íþrótta- og bamavörum og verður að segjast að upplýsingarn- ar á honum em mikið gleðiefni. Eins og neytendasíðan hefur bent á hafa tollar og vömgjald veriö undarlega há á barnavörum. Svo dæmi séu tekin þá var tollur á pel- um 40% og vörugjald 30%. Þetta breytist til batnaðar því frá og með áramótum falla tollar og vömgjald i verði 42% niður á þessum vöram. Yngsti borgarinn þarf því ekki lengur að greiða lúxustolla af tilveru sinni. En það er fleira sem lækkar. íþróttavömr hafa einnig verið hátt tollaðar, sem og spil ýmiss konar. Tafl hefur t.d. verið með 50% toll og 24% vömgjald. Þetta fellur niður með vætnanlegum breytingum. Hljómplötur hafa einnig verið dýrari hér á landi en annars stað- ar, og gildir þá einu hvort þær eru íslenskar eða ekki. Hljómplötur með íslensku efni lækka nú um 16% og hljómplötur með erlendu efni um 33%. Á meðfylgjandi lista má sjá hvemig þessar breytingar em í raun. -PLP Yfirlit um áætlaðar verðbreytingar Dæmi verða Heiti Tollur Vörugjald T V Verðlækkun íþróttavörur: Knettir 35% 0% 0% 0% 26% Hlutirog búnaöur til fimleika og frj. iþr. 35% 0% 0% 0% 26% Hlutirog búnaður fyrir borótennis 50% 24% 0% 0% 46% Skautarog hjólask. 50% 0% 0% 0% 33% Golfkylfur 35% 0% 0% 0% 26% Taflborð og taflmenn 50% 24% 0% 0% 46% Spil 80% 24% 0% 0% 55% \ íþróttaskór og -fatnaður breytast ekki í verði fremur en annar fatnaður og skór. Barnavörur: Barnareiðhjól og varahlutir til þ. 50% 30% 0% 0% 48% Barnavagnar og varahlutirtil þ. 40% 24% 0% 0% 42% Barnabílstólar 20% 0% 0% 0% 16% Barnapelar 40% 30% 0% 0% 45% Barnasnuð 35% 24% 0% 0% 40% Hljómplöturog segulb/m/ísl. efni 20% 0% 0% 0% 16% Hljómplöturog segulb/m/erl. efni 50% 0% 0% 0% 33% Við alla þessa útreikninga er gert ráð fyrir sama álagningarhlutfalli fyrir og eftir breytinguna og tollum miðað við samninga EFTA/EB. Vörur frá Asíu, Afr- iku og Ameríku fá í sumum tilfellum á sig ytri tolla á bilinu 0-30%. Vörugjald er þó alltaf óbreytt. Umhirðajólatrjáa Blómaval Landgr. sjóður Aiaska Melanóra Skógræktar- fél. Reykjavíkur Rauðgreni 70-100 395 415 395 415 415 100-125 660 670 650 670 670 125-150 930 945 920 945 945 150-175 1270 1260 1230 1270 1260 175-200 1660 1680 1630 1680 1680 Stafafura 70-100 515 540 520 540 540 100-125 865 880 850 880 880 125-150 1290 1230 1190 1230 1230 150-175 1625 1640 1600 1640 1640 175-200 2200 2180 2125 2180 2180 Norðm.þinur 70-100 995 1170 850 1100 995 100-125 1260 1430 1150 1395 1260 125-150 1760 1890 1730 1800 1760 150-175 2180 2360 2150 1990 2180 175-200 2850 3260 2820 3090 2850 Greinar, 500 g Norðmþinur 140 165 160 165 Nobilis 165 190 Cypresgreni 100 Tuja 165 Jólatré eru að margra mati ómissandi þáttur í jólahaldi. En gamanið fer þó að kárna ef allt barr hrynur af trénu fyrir jól. DV-mynd KAE Hvernig er best að meðhöndla jóla- trén þannig að þau haldi nálunum? DV sneri sér til Skógræktarfélags Reykjavíkur og fékk leiðbeiningar hjá sölumanni. Best er aö geyma trén úti allt þar til þau era skreytt. Veður eins og veriö hefur að undanfomu skapar bestu mögulegu geymsluskilyrði fyr- ir trén, en þau eru mikill raki og 5-10° hiti. Eftir að tréð er komið upp er best að halda því síröku. Þá er gott að úða tréð með vatni en þá verður að gæta þess að ekki sé búið að setja upp ljósaseríu. Eftir að hún er komin upp verður að nægja að hafa alltaf nóg af vatni í fætinum. Ef tréð er geymt lengi frá því að það er höggvið getur sárið á rótinni þomað. Þá gildir það sama um jóla- tré eins og afskorin blóm, til að auðvelda uppsog er gott að skera í sárið til að æöar opnist. Eitt meginskilyröið fyrir því að tréð haldi barri er aö það sé ekki sett upp nálægt ofni. Of mikill hiti gerir það að verkum að tréð deyr mun fyrr en ella. -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.