Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987. DV Lesendur Ónýtir Subaru-bílar: Stöðva á innflutning ÓES skrifar: Þessir „sjóuðu“ bílar, sem lentu í vatnsflóðunum í Noregi, eru nú í þann veginn að taka land hér á ís- landi. Samkvæmt fréttum er búið að festa kaup á 235 bifreiðum. Hvorki meira né minna! Hvað er að ske í innílutningsmál- um okkar? Fæst innflutningsleyfi fyrir hvaða vörutegundum sem mönnum dettur í hug að fjárfesta í? - Bifreiðaeftirlitið hefur lýst því yfir að það muni ekki skrá um- rædda bíla og framleiðandinn segist telja bílana ónýta og að þeir uppfylli ekki þær kröfur sem fyrir- tækið, þ.e. framleiðandinn, setur. Eru þetta ekki nógu gildar ástæð- ur til þess að fara gætilega í inn- flutning á þessum bifreiðum? Það hlýtur að vera nokkur áhætta því samfara að flytja inn svo margar bifreiðar.sem búið er að fjalla um á þapn hátt sem gert hefur veriö. Það verður ekki bara vandamál þess er kaupir svona bíl í fyrsta sinn, hvernig til tekst. Þessir bílar hljóta svo að fara í endursölu sem notaðir bílar síðar meir, ef þeir eru fluttir inn, og þá eru þeir orðnir vandamál eiganda númer tvö og síðan koll af kolli. Ég hélt nú að nóg væri fyrir af nýjum bílum í landinu, bílum sem biðu eigenda sinna í bílageymslum bifreiðaumboðanna þótt ekki væru fluttir inn bílar sem vitað er að ekki verða skráðar hjá Bifreiðaeft- irlitinu. - En, eins og maðurinn sagði: það er frjáls innflutningur á bílum og þá má flytja þá inn, jafn- vel þótt þeir verði ekki skráðir! Til skamms tima a.m.k. hafa nýir bilar beðið eigenda sinna í geymslum bifreiðaumboðanna. MEÐ MÖRGU FÓLKI Auðunn Bragi Sveinsson Auðunn Bragi Sveinsson, fyrr- verandi kennari og skólastjóri, hefur ritað margt sem birst hefur í blöðum og tímaritum í gegnum árin í ljóðum og lausu máii, og einnig hefur hann ritstýrt nokkrum bók- um. Bók sú sem hér birtist fjallar fyrst og fremst um fólk við ólík skilyrði og í mismun- andi umhverfi, — frá afdal til Austurstrætis, ef svo má að orði komast. Með mörgu fólki er heitið, sem höfundur hefur valið þessu greinasafni sínu. Mun það vera réttnefni. ÖSPIN OG ÝLUSTRÁIÐ Haraldur Magnússon Haraldur Magnússon fæddist á Árskógsströnd við Eyjafjörð 1931. Hann ólst upp í Eyja- firði og Skagafirði fram að tvítugsaldri. Nú býr hann í Hafnarfirði. Þetta smásagna- safn er fyrsta bók Haraldar, en þessar sögur og fleiri til hefur hann skrifað í frístundum sín- um undanfarin ár. Sögurnar eru að ýmsu.leyti óvenjulegar og ílestar fela þær í sér boð- skap. Þetta eru myndrænar og hugmyndaauðugar sögur, sem höfða til allra aldurshópa. BÓKABÚÐ OUVERS STEINS SE ~~r. -—~ :---------nrrn Bandarískur jólapappír og merkimiðar með Gretti Líka Grettis loðdýr B0ftA HUSIED IAUGAVEGI178, SÍMI686780. Hjól hvarf við Laugar- nesskóla Helga hringdi: Ég hringi til ykkar vegna þess að mér finnst hjólastuldur vera farinn að ágerast hér í borg. Sonur minn varð fyrir því að hjóli hans var stolið við útidymar fyrir stuttu. Það hefur ekki fundist. Fyrir viku var svo annað hjól hans tekið við Laugarnesskólann. Þetta er nýlegt BMX réiðhjól, blátt að lit og er ári bretta. Ég hefi haft samband við lögreglu og aðra sem þarna búa í grennd, en án árangurs. Ég vildi mega biðja foreldra og aðra sem kynnu að verða varir við hjól af þess- ari gerð að láta mig vita og þá í síma 84154. i ciTna miHi kL 13 og 15 eða skrifiö A S C [IH i A K O B S S O N IllfAIK FJAMUÞAR JUtUXA mwuis s.k;,i iHnuiii.ssox.ni S K IJ G G S i A HAFNARFJARÐARJARLINN Einars saga Þorgilssonar Ásgeir Jakobsson Bókin er aoyisaga Einars Þor- gilssonar um leið og hún er 100 ára útgerðarsaga hans og fyrirtækis hans. Einar hóf út- gerð sína 1886 og var því út- gerðin aldargömul á síðasta ári og er elzta starfandi út- gerðarfyrirtæki landsins. Þá er og verzlun Einars Þorgilssonar einnig elzta starfandi verzlun landsins, stofnuð 1901. Einar Þorgilsson var einn af ,,feðrum Hafnarfjarðar," bæði sem atvinnurekandi og bæjar- fulltrúi og alþingismaður. Þá v er þessi bók jafnframt almenn sjávarútvegssaga í 100 ár og um það saltfisklíf, sem þjóðin lifði á sama tíma. ASGEIR JAKOBSSON BYRJUN ALDAR ÞÁTTUR AF SIGURÐI SKURÐI OG SKÚLA SÝSLUMANNI SKUCGSIA FANGINN OG DÓMARINN Þáttur af Sigurði skurði og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurðuren hann hafði verið á ferð með þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslu- manni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sak- laus, hefur verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. BÆR I BYRJUN ALDAR HAFNARFJÖRÐUR Magnús Jónsson Bær í byrjun aldar — Hafnar- íjörður, sem Magnús Jónsson minjavörður tók saman, er yfirlit yfir íbúa og hús í Hafn- arfirði árið 1902. Getið er hvar húsin voru staðsett í bænum, hvort þau standa enn o.s.frv. Síðan er getið íbúanna. Og þar er gífurlega mikill fróðleikur samankominn. Ljósmyndir eru af íjölda fólks í bókinni. Allur aðaltexti bókarinnar er handskrifaður af Magnúsi, en aftast í bókinni er nafnaskrá yfir þá sem í bókinni eru nefndir, alls 1355 nöfn. SKVGGSJA - PRISMA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.