Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987. Menning Að gera spekálur Stefán Jónsson. Að breyta fjalli. Svart á hvitu, 1987. Amma hans Stefáns fréttamanns var svo fámál að dóttir hennar fór að telja hve mörg orð hún heyrði hana segja á viku að meðaitali. Það urðu stundum 26 orð á sex dögum. Dóttursonur þessarar fámálugu konu hefur ekki hlotiö sína frægð fyrir slíkt fámælgi. Hér á ég við Stefán fréttmann, þann sem svo er enn kallaður þótt liðið muni drjúgt á annan áratug frá því að hann lét af störfum hjá Ríkisútvarpinu. Eins og fieiri Nú hefur Stefán, sem síðan hefur verið alþingismaður og guð má vita hvað, sest niður og ritað minninga- bók eins og við landar gerum gjarnan þegar síga tekur á seinni hlutann hjá okkur. Af þeim vinsældum, sem Stefán naut, sem fréttamaður í útvarpi þar sem hann, að ég held, dró fyrstur manna fram á sviöið eða kynnti ýmislegt almúgafólk, sem svo er kallað, þykist ég vita að margir búist nú við miklu. Þessi bók er vissulega bráðskemmtileg, full af alls konar skringisögum og hnyttn- um athugasemdum höfundar. Ég held hins vegar að bókin verði varla talin tímamótaverk enda varla að slíku stefnt. Tvö merkileg byggðarlög Meginefni frásagnarinnar er um æskuárin á Djúpavogi þar sem kreppan var farin að leggja sina heljarhönd yfir mannlifið. Þar hafði einokunarverslun Örums og Wulfs ráðið ríkjum enda staðurinn um aldir einokunarmiðstöð. Þar skorti átakanlega sjálfsbjargarvið- leitni eða samtakamátt hvort sem við viljum kalla það. í plássinu ríkti á fjórða áratugnum dæmalaust eymdarástand og er því lýst með spaugilegum og átakanlegum hætti í senn. Annars vegar kemur að nokkuð afdrifaríkri dvöl höfundar á Húsa- vík. Þar hafði raunar sama einok- unarkompaníið búverkað sem á Djúpavogi. Hér hafði hins vegar þingeyskum kotkörlum, og þá ekki síst Húsvíkingum, tekist betur að sjá sínum hag borgið en þeim eystra. Stefán Jónsson er ekki í vafa um skýringuna. Með Þingeyingum hafði risið upp sá boðberi félags- hyggju og samtakamáttar að ekki brást. Halldór Laxness nefnir Benedikt á Auðnum merkasta menningarfrömuð Þingeyinga ef ekki landsins. Benedikt hélt að mönnum, einkum ungu fólki, fræð- andi ritum, ekki sist um þjóðfélags- mál, sem hann aftur benti á til framfara í byggðarlaginu. Hér þurfti ekki að sækja austur undi Úralfjöll til Bukarins ellegar höfuð- paursins sjálfs. Hér gátu menn búið sér til eigin kenningu, þannig að jafnvel kommúnistarnir á Húsavík urðu kapítalistar án þess að vita af því. Blótsamur menningar- leiðtogi Benedikt á Auðnum hélt lestri góðra bóka mjög að fólki, ekki síst unglingum. Þetta heyrði ég sagt í æsku minni og þessi tvö þrjú skipti, sem ég sá hann, þótti mér hann gæðalegt prúðmenni, pínulítill að vexti, ögn hærri en jólasveinar í Haraldsbúð. Þótt Stefán fari lofsamlegum orð- um um Benedikt minnist hann sérstaklega á hversu ofboðslegur orðhákur sá gamli hafi verið, slíkur blótvargur að mönnum þótti nóg um og fór versnandi. Stefán fór í bókasafnið til Benedikts og vildi fá lánaða eina úr flokki þeirra gull- aldarbókmennta sem kenndar eru við Tarsan apabróður. Þegar Ben- edikt heyrði þetta umhverfðist hann gersamlega og hafði meðal annars þau orð um þessi eftilætis- rit manns, „að bækurnar væru svo lélegar að andskotinn gæti ekki einu sinni notað þær í eldsneyti í helvíti." Prakkari Fyrir nokkrum árum kom út Stefán Jónsson Bókmermtir Páll Líndal minningabók samstarfsmanns Stefáns hjá útvarpinu. Hann hefur þar sérstaklega orð á því að Stefán hafi verið „afskaplega iðinn við hvers kyns prakkarastrik." Mér kom í hug að ef til vill væru þessi orð tilefni þess að Stefán ritar nokkuð langt mál um jprakkara- strik og eðli þeirra. Eg er illa •svikinn ef þetta er ekki fyrsta út- tektin á þessu merkilega viðfangs- efni. Á öldinni sem leið held ég að Reykvíkingar hafi annars vegar gert mun á því stífan „at göre Puds“ eða „gera spekálur" og hins vegar því að fremja óþokkabrögð. Greinargerð Stefáns þykir mér gott framlag um þetta efni. Skemmtilegir karlar og kerl- ingar Ailir búast við því að Stefán geri þessu eftirlætisviðfangsefni sínu sæmileg skil. Þeirra er minnst lofsamlega sr. Jóns Finnssonar, föður Eysteins og sr. Jakobs, svo og Ólafs Thorlacius læknis, föður Birgis, fv. ráðuneyt- isstjóra, og Kristjáns, form. BSRB. Hjörleifur nokkur, greindarkarl þar eystra, var mikið að velta fyrir sér skynsamlegu svari við þeirri líffræðilegu spurningu um eingetn- að Krists. Hann fór því til sr. Jóns að ræða málið en hann sagðist skorta menntun til að leggja fræði- legt mat á söguna um þungun Maríu og vísaöi á Ólaf lækni Thorlacius sem var tæpast feginn þessari sendingu en svo lýsti Hjör- leifur niðurstöðu að læknirinn vildi ekki fortaka neitt „en eitthvað hefði verið um það talað að Gabríel (erkiengill) hefði eitthvað verið að sniglast kringum hana.“ Þetta taldi Hjörleifur Mtt viðun- andi svar og kom þá aftur til sr. Jóns. Þá á sr. Jón að hafa svarað að aldrei heföi verið neitt að marka tilgátur um faðerni, hvorki þar í plássinu á lönguföstunni né suður í Betlehem milli jóla og nýárs. Smánöldur Bókin verður ekki til skraut- verka talin og má hver gráta það sem vill en frágangur er traustur, prentvillur rakst ég varla á utan eitt línubrengl. Ekki heföi skaðað að nafnaskrá heföi fylgt. í bókinni finnast ekki myndir og þykir sumum sjálfsagt skaði. Það heföi þó orðið til nokkurrar ánægju fyrir okkur, sem ekki lesum þau frægu blöð Der Spiegel og Paris Match, að fá að sjá myndirnar sem þau blöð birtu af Karli Steingríms- syni og getið er um. Þá heföi ég varla búist við að ekki birtist utan ein ferskeytla í minningabók Stefáns. Það þykir mér með ólíkindum að Kristján Júlíusson, kunningi minn, hafi ekki farið rétt með nafnið á einum dönskum höfuðbolsa sem var víst festur upp undir Stalín sem fleiri. í bókinni er hann nefndur Arne Petersen sem er út af fyrir sig ekki rangt. Hann hét hins vegar fullu nafni Ame Munch-Petersen sem er allt annar handleggur með Dönum, tvö ættarnöfn með band- striki á milli skilja milli enda af danskri höföingjaætt. Og vissi vel af. Verra þótti mér þó þegar Stefán fer ekki rétt með nafnið á helsta gullaldarriti Tarsanstímans. Það heitir Gimsteinar Oparborgar, en ekki Gimsteinar Opalaborgar, enda ekki farið að framleiða ópalið góða á þeirri tíð. í leikslok Hér að framan hefur mest verið ýjað í alls konar frásagnir af prakk- araskap, sproksetningu góðra manna og vísað beint eða óbeint í groddafengnar skemmtisögur sem falla vel undir hugtakið íslensk fyndni. Þar má segja frá áhuga- verðu kvennafari, merkilegu landabruggi o.s.frv. Því mætti ætla að þetta væri ske- mannsbók, þ.e. bók sem skemaður heföi skrifað, en skemaður merkir á okkar tungu m.a. þann sem fer með loddarabrögð. Slíkt væri mjög rangt meðfarið um þessa bók. Þetta er saga um einfalt líf fólks sem lét ekki baslið smækka sig, stóð alltaf upp úr. Foreldramir stóöu alltaf í farar- broddi hvernig sem á var litið. En þetta var líka fólk hins and- lega lífs, vildi leiða sína skjólstæð- inga til betra og göfugra mannlífs og ber bókin þess mjög vitni. En um hugarfarið hjá þeim sem mestir voru skal aðeins þessi saga sögö: í byrjun útvarpsára gerðist það að ekkert heyrðist í Vatnsendastöð hjá Gísla stórhöföingja Þorvarðar- syni í Papey. Þá var nýbyijað að útvarpa messu. Þegar ekkert hafði heyrst um stund stóð frú Jóhanna á fætur og bjóst til að bera fólki kaffi. Þá sagði Gísli bóndi: „Sit þú kyr, Jóhanna, söm er athöfnin, þótt ekkert heyrist." Ég gleymdi að geta þess að þeir eru náfrændur Stefán fréttamaður og Thor Vilhjálmsson. P.L. Flestum líður vel á bökkum Laxár Á bökkum Laxár 168 síður Jóhanna á Steingrimsdóttir Almenna bókalélagið 1987 í gegnum tíðina hefur ýmislegt verið rætt og ritað um Laxá í Að- aldal, bækur, blöð og tímarit hafa gefið þessari á mikið pláss og tíma. Laxá í Aðaldal hefur líka sinn stór- kostlega ljóma sem fær þúsundir veiðimanna til að koma á hverju ári og renna. Renna fyrir fiska sem aldrei er vitaö hve vænir eru eða, eins og Jóhanna Á. Steingríms- dóttir segir í bók sinni Á bökkum Laxár um stórlaxa, „Laxá er talin skýla í hyljum sínum stórum löx- um, þessum stóru sem alla veiði- menn dreymir um en alltaf sleppa. Ýmsar sannanir eru þó fyrir til- veru þeirra og eg ætla að segja þér tvær sögur sem eg veit að eru sann- ar: Um aldamótin síðustu fékk Þorgrímur Pétursson, bóndi í Nesi, um miðjan september lax í fyrir- drátt. Laxinn var grindhoraður og leg- inn en firnastór. Þegar Þorgrímur kom heim með þennan risa og var búinn að slægja hann blöskraði honum stærðin á hausnum svo að hann brá honum á vog. Hausinn reyndist vera 9 pund.“ Og seinna segir Jóhanna um hinn stórlaxinn. „Svo er hér önnur saga af risa. Árið 1921, um jólaleytið, fannst dauður lax á Núpum í Aðaldal. Skepnan var ótrúlega stór en grindhoruð, svo að varla var hægt að segja aö hún væri meira en roð ■ og bein. Laxinn hafði skriðið upp ’D/l.'L u.-.i |; lindarós neðst í túninu á Núpum JÖOKmermnr og beðið þar dauða síns.“ Um stærð -----------;---------- laxins segir Jóhanna nokkru Gunnar Bender seinna. „Hann var bæði veginn og ---------------------- mældur, reyndist hann vera þrjá- Veiðimenn hafa oft lent í góðri veiði í Laxá í Aðaldal og veitt þá væna, í kringum Nes skeður margt í bókinni. DV-mynd G. Bender. tíu og sex pund og lengdin frá tijónu aftur á spyrðustæði, sporð- blaka ekki talin með, var fjörutíu og sjö danskir þumlungar.“ Jóhanna Á. Steingrímsdóttir frá Nesi í Aðaldal hefur leitast við að skrá sögur sem hún hefur heyrt í kringum sig og segja lesendum sín- um frá, bæði í bókinni og eins í skemmtilegum útvarpsþáttum. í bókinni er þetta tveggja manna tal um ýmislegt sem hefur skeð á bökkum árinnar og gerir hún það lipurlega, enda góður penni. Sögur Jóhönnu snúast ekki um veiði eingöngu í þessari bók, ekki nema nókkra sögur greina frá henni. En Jóhanna hefur fylgst með lífinu í kringum sig hvort sem þaðeru sorglegir atburðir, kátlegir, slysfarir eða veiðiskapurinn. Myndirnar í bókinni eru flestar af veiðistöðum í ánni og eru æði misjafnar, sumar þokkalegar en aðrar frekar daprar. Kápumyndin er kraftlaus og hefði maður frekar valið myndina á bls. 33 til að prýða hana, það er virkilega góð mynd. Það er kannski meira líf sem vant- ar í myndirnar, ekki bara rennandi vatn til sjávar. En textinn er góður og hann vegur þungt. Þess er vegna er bókin þægileg til lestrar. -G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.