Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 21
21 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987. Mermirig „Ég átti bara eitt þarflegt þing“ Gils Guðmundsson. Ævintýramaður. - Jón Ólafsson ritstjóri. Vaka-Helgafell. Æviferill Jóns Ólafssonar, rit- stjóra og alþingismanns frá Kol- freyjustað, bróður Páls Ólafssonar, skálds, er vafalítið sviptingamesta tilþrifa- og baráttusaga íslensks stjómmála- og blaðamanns á ára- tugunum beggja megin aldamót- anna síðustu. Hún er eins og fellibylur og það var sem allt lauslegt færi af stað þar sem hann fór og lét að sér kveða. Hann gerði ýmist að fella menn og málefni eins og fls eða hefja þá og koma málum fram eins og hendi væri veifað. Hann var ýmist hataður eða dáður. „Kjaftur- inn“ var skæðast vopn hans og það eina sem hann átti eins og hann sagði sjálfur í vísukomi - svo eggj- að að ætíð beit en var þó aldrei eitrað. Hann var langa tíð þing- maður og þótti þar skörungur og frábær málafylgjumaður en baðst aldrei griða eða að hvarflaði að honum að verja þingsæti sitt með nokkrum undanslætti, sagði meira að segja þrisvar af sér þing- mennsku að óloknu kjörtímabili en átti ætíð víst traust kjósenda sinna að. Rauðasta rósin Enginn íslenskur stjómmála- maður, blaðamaður eða skáld, hefur fyrr eða síðar þurft að flýja af íslandi, meira að segja tvisvar á ævinni, undan yfirvöldum og dóm- um annar en Jón Ólafsson og ætli hann sé ekki eini íslendingurinn sem orðið hefur útlægur úr landinu fyrir skáldskap sinn og hafa menn þó löngum verið níðskældnir hér á landi en þjóðin líka umburðarlynd í besta lagi um þá iðju. Og kvæðið íslendingabragur er og verður rauðasta rósin í hnappagati Jóns Ólafssonar í hugum Islendinga ár og aldir. Svo nákominn var hann huga og hjarta íslendinga og er enn. Og þó skildu þeir við Dani án haturshugar. Það er góð einkunn. Framlag Jóns Ólafssonar til ís- lenskrar blaðamennsku á bemskuárum hennar er bæði mik- ilvægt og merkilegt og vafalítið setti hann mark sitt á hana með þeim hætti að það sást lengi eftir hans dag og máist vonandi ekki út að fullu á næstu áratugum. Góð blaðamennska á að vera orðská og tæpitungulaus og hugur að fylgja máli en þó án þess að hatrið myrkvi hugina. Þar lýsir fordæmi Jóns vel. Jón Ólafsson gaf víst sjálfum sér einkunnina ævintýramaður þegar hann hóf að rita sjálfsævisögu sína á síðustu æviárum án þess að hon- um entist aldur til þess að segja frá helstu ævintýrum lífs síns. Þessari nafngift er haldið á þessari bók og má það allvel hæfa þó að varla verði sagt að Jón hafi alltaf efnt til ævintýra sinna af yfirlögðu ráði. Hitt mun sanni nær aö honum voru Jón Olafsson ritstjóri. þau beinlínis ásköpuð vegna gerðar sinnar og víkingslundar. Auðrakin ævislóð Margt hefur verið ritað um Jón, bæði fyrr og síðar, og auk þess er Bókmenntir Andrés Kristjánsson slóð hans auðrakin í blöðum hans og annarra bæði austan hafs og vestan. Þessi ævintýri standa því síðari kynslóöum ljóslifandi fyrir augum, ef einhverjir verða til þess að draga þau fram fyrir almenn- ingssjónir. Og þaö hefur Gils Guðmundsson gert myndarlega með samantekt sinni í þessari bók. Þetta eru þættir sem hann samdi og flutti í útvarp árið 1986, alls 27 að tölu, og stóð hver hálfa stund. Þættir þessir nutu ómældra vin- sælda, eins og efni stóðu tjl, þar sem hvort tveggja var að girnilegra frásagnarefni er vandfundið svo að forvitni fólks seildist eftir því og Gils dró það saman úr hinum mörgu námum og valdi það sem feitast var á stykkinu með góðri yfirsýn og listilegum frásagnártök- um. Það er ætíð nokkur áhætta að gefa út í bók slíka útvarpsþætti eða aðrar frásagnir sem búnar hafa verið úr garði til munnlegs flutn- ings. Þótt þeir þyki áheyrilegir og áhrifasterkir í flutningnum og rísi jafnvel hátt þar í eyrum manna er hætt við að ævintýrin fólni við prentun þessa mælta máls. En svo vel eru þessir þættir samdir og saman settir að þeir sigla hiklaust fram hjá því skeri í bókinni og saga Jóns Ólafssonar verður lesanda enn skýrari fyrir hugarsjónum eft- ir lesturinn. Sviptingamikil Lífssaga Jóns Ólafssonar er svo sérstæð, flughröð, sviptingamikil og safarík að varla mun kostur á öðrum eins innviðum mannlegrar átakaævi áþessu landi á síðari öld- um. Jón Olafsson á blátt áfram engan sinn líka að áræði, hjarta- hita og vígfimi. Þetta er myndarleg bók og vel úr garði gerð, bætt í þættina myndum af blöðum Jóns og samferðamönn- um. Það yljar manni svo vel um brjóstið að lesa sögu þessa hugum- stóra manns sem þorði að segja það sem honum bjó í brjósti um hvern sem var. A.K. ATVINNIJHÚSNÆÐI Til leigu 160 fermetra götuhæð að Hjallahrauni 13, Hafnarfirði, t.d. fyrir létta iðnað eða verslun. Allar nánari upplýsingar gefa Árni Einarsson hdl., sími 82455, og Bergur Jónsson, sími 50312. DV HAFNARFJÖRÐUR Blaðbera vantar í: MIÐBÆ OG VESTURBÆ. Upplýsingar ( síma 50641. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Sunnuhvoli, Reyðarfirði, þingl. eign Þórdís- ar Pálu Reynisdóttur, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 21. des. 1987 kl. 10.30. ________________ Sýslumaður Suður-Múlasýslu Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Geysi e.h., risi, Djúpavogi, þingl. eign Sigurð- ar Pálssonar, ferfram á eigninni sjálfri föstudaginn 18. des. 1987 kl. 13.Ö0. Sýslumaður Suður-Múlasýslu Samstarf sem skilar þér frábæm kaffi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.