Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Side 30
«42 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 ■ BOar til sölu Dodge turbo Z Daytona 174 hö. ’84 til sölu, bíll með öllu, leðursæti, talandi bíltölva, allt rafdrifið, græjur + 6 hátalarar og margt fleira. Óaðfinnan- legur bíll sem slær flestum öðrum sportbílum við. Verð aðeins 680 þús. 93-61575 og hs. 93-61446. Turbo Trans-am, árg. '81, ekinn aðeins 37.000 mílur, fluttur inn ’82 nýr, til- boð. Uppl. í síma 92-12339 e. kl. 19. HANN VEIT HVAÐ HANN SYNGUR Úrval Mercedes Benz 280 S, árg. 78, ekinn 150.000 km, litur blár, ný Michelin vetrardekk, útvarp, kassettutæki, dráttarkúla, fallegur og góður bíll á góðum kjörum. Uppl. í síma 71972 eft- ir kl. 20. Mazda E 2000 4X4 ’86 til sölu, ekinn 80 þús., sæti fyrir 15, góður í skóla- keyrslu. Uppl. í síma 985-23188 og 96-31188 eftir kl. 19. Porsche 924 ’82 til sölu, ekinn aðeins 55 þús., litur svarbrúnn, ýmsir auka- hlutir, útvarp, segulband. Verð 780 þús., 690 þús. staðgreitt. Uppl. í hs. 19522 og vs. 32166. Jakob. Oldsmobile dísil 98, árg. ’83, ekinn 48. 000 km, gullfallegur bíll, sem nýr innan sem utan, leðurklæddur að inn- an, rafmagn í öllu. Til sýnis og sölu á bílasölu Guðfinns. Toyota Corolla Liftback XL '88 til sölu, nýr bíll, ekinn 2.000 km, bein sala. Uppl. í síma 675434. Porsche 924 með Carrera GT útliti. Til sölu þessi stórglæsilega bifreið með vönduðu breytingasetti, meiri háttar bíll. Verð aðeins 600-650 þús. Uppl. hjá Porsche-umboðinu í síma 611210. Þessi Benz 309, hærri og lengri gerð- in, 20 sæta, ’80, er til sölu. Upplýsingar hjá Mosfellsleið hf., sími 667411, og Alla Rúts, véladeild, sími 681667. Biluð vél, hagstætt verð. Til sölu Mazda E 2000 ’84, nýinnfluttur, m/gluggum og sætum f. 9. Toppástand f. utan vél. Selst óviðgerður langt undir gang- verði v/utanlandsferðar. Uppl. í síma 611210. Fréttir i>v 7 milljónir fyrir 140 netalagnir -11.500 laxar veiddust í netin síðasta sumar Fundur veiðiréttareigenda og leigutaka veiðiáa í Borgarfirði um upptöku neta á þriðjudagskvöldið stóð langt fram á nótt. Voru neta- veiðimálin rædd, hvað hægt væri að bjóöa bændum sem vildu taka upp net sín og leyfa löxunum að fara í sínar veiðiár. En heimildir okkar herma að þetta séu um 140 netalagn- ir sem um er að ræða og þessi net hafi lent 11.500 laxar síðasta sumar. Þetta eru lagnir í Hvítá og nokkrar í sjó. Það eru 25 aðilar sem eru með þessar 140 netalagnir Veiðiárnar, sem eru inni í þessu samkomulagi sem um ræðir, eru Langá, Urriðaá, Andakílsá, Gljúfurá, Norðurá, Þverá, Flókadalsá, Reykja- dalsá, Grímsá og í Hvítá, Brennan, Svarthöfði og Straumar. Upphæðin, sem á að bjóða bændum fyrir þessa netaupptöku, er 7 milljónir, segja heimildir okkar, og þýðir það um 400 krónur fyrir kílóið af laxinum. Á fundinum á Hvanneyri var skipuð nefnd sem mun næstu daga ræða við þá netabændur sem eiga í hlut og kanna hug þeirra til málsins. Verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Veiðimenn, sem DV ræddi við, telja þetta eitthvert mesta mál sem komið hefur upp í sögu laxveiða á íslandi og mikinn ávinning ef vel tekst til. „Þó veiðfleyfin hækki aðeins, mest um 2000-2500 krónur, er það vel til vinnandi. Laxinn fær að ganga í sín- ar veiðiár og veiðimenn fá fleiri á færiö,” sagði einn veiðimanna. -G. Bender Innbrotsþjófar staðnir að verki Lögreglan í Reykjavík hafði hend- ur í hári þriggja innbrotsþófa í nótt. Tveir menn voru teknir við innbrot í Vinnufatabúðina við Hverflsgötu. Einn maöur var tekinn eftir að hann hafði brotið rúðu í versluninni Nesco á Laugavegi. Gerð var tilraun til að bijótast inn í íbúðarhús við Ránargötu. Styggð komst að innbrotsmönnunum og lögðu þeir á flótta. Þeir náðust ekki. -sme Fjórir bflar í árekstri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fjórir bíiar lentu í árekstri á Akur- eyri í gærkvöld, á mótum Þórunnar- strætis og Hrafnagilsstrætis, og skemmdust þrír þeirra talsvert. Ökumaður eins bílsins var fluttur á sjúkrahús en var ekki tahnn alvar- lega slasaður. - vi Jólagetraun DV - 4 hluti Hvar er jólasveinninn? En spurning- in i dag er: í hvaða borg er jóla- sveinninn staddur? London NAFN: Tokýo Stokkhólmi HEIMILISFANG: SÍMI: Það er með ólíkindum hvað jólasveinninn þarf að fara víða um. Nú er hann kominn til Skandinavíu og geysist um á skíðasleða. Hann er ekki sérlega ánægður fremur en fyrri daginn því honum flnnst þreyt- andi að þurfa að mjaka skíðasleðanum áfram. En allar gjafir skulu á rétta staði fyrir jól. Jólasveinninn hugsar með sér að gaman gæti verið að lita til kóngsins í landinu, hans Karls Gústafs og hennar Sylvíu, drottningar hans. En nógu er þessi ferðamáti seinlegur þótt ekki sé verið að tefja tímann með ónauðsynlegum heimsóknum. Þegar þið hafið merkt við rétt svar á seðlinum khppið þið hann út og geymið þar til allir tíu hlutar getraunarinnar hafa birst. Þá eru svarseðlamir sendir í einu umslagi th DV, Þverholti 11, 105 Rvík, merkt: „Jólagetraun“. í pottinum bíða 16 glæsilegir vinningar þess að veröa dregnir út. Það eru geislaspilari, geislaferðaspilari, útvarpsferðatæki, dansandi og talandi brúður og bangsar og síðast en ekki síst leysibyssa. Hehdar- verðmæti vinn- mganna er ríflega 130.000 krónur. Þetta volduga ferðaútvarpstæki er vinningur nr. 3 í jólagetraun DV. Með einum takka geturðu skipt um hlið á spólunni. Þá er tækið búið tónjafnara, innbyggðum hljóðnema, fjórum bylgjum o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.