Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987. 45 Fréttir Eyjamenn minna þingmenn á sig „Þeir komu til að minna á sig,“ sagði einn af þingmönnum Suður- landskjördæmis um fór bæjarstjóm- ar Vestmannaeyja til Reykjavíkur á fund þingmanna kjördæmisins. Bæjarfulltrúar Eyjamanna hittu þingmgnn Suöurlandskjördæmis að máli í fundarherbegi ríkisstjórnar- innar í Stjómarráðinu við Lækjar- torg á miðvikudag. Erindi þeirra var að tryggja fram- gang hagsmunamála Vestmannaeyja við lokaafgreiðslu fjárlaga á Alþingi, einkum þó þriggja mála; Vestmanna- eyjaferju, skólabyggingar í Hamars- hverfl og orkuveitu. „Ég hygg að vel hafi verið séð fyrir málum þeirra,“ sagði þingmaðurinn. -KMU Bæjarfulltrúar úr Vestmannaeyjum á fundi með þingmönnum Suðurlands í fyrradag. Óvenjulegur afli: Fékk höfrung á línu Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: Jónas Þór Guðmundsson, út- gerðarmaður Líneyjar SU, sem er tæplega 6 tonna bátur, gerður út frá Eskifiröi, kom með harla óvenjulegan afla að landi í síð- ustu viku, nefnilega þennan myndarlega höfrung. Jónas hefur stundað línuveiðar upp á síðkastið og lagt við Gerpis- röstina. Mjög óvenjulegt er að höfrungur veiðist á línu og taldi Jónas að höfrungurinn hefði synt á krókinn og þannig fest í. . Höfmnginn, sem er um 2,60 m á lengd, batt Jónas viö síðuna og sigldi síðan sem leið lá heim til Eskifjarðar. Að sögn Jónasar er þetta allra stærsta kvikindi sem hann hefur veitt um ævina. Zmtm Jónas og börn hans, Líney og Guðmundur, við höfrunginn væna. DV-mynd Emil * Á BLS. 63 í DV Á MORGUN, LAUGARDAG EF ÞÚ HEFUR ÁHUGA * * A EINHVERJU NÝJU UM ÁRAMÓTIN Ferðaskrifstofa, Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1 símar 28388 og 28580 Einstæð og eftirminnileg saga manns sem leggur allt undir í örvæntingar- fullri baráttu sinni við óvægin örlög, bók sem oft hefur verið líkt við fræga ævisögu Martins Grey, Ég lifi, enda vekur hún sömu tilfinningar hjá les- endum. Mögnuð og átakanleg lýsing á grimmum og miskunnarlausum örlögum og mann- legri þjáningu, saga sem grípur lesandann heljartökum og heldur honum föngnum frá upphafi til enda. Þetta er saga manns sem er hrakinn út í ógæfuna af eigin ástríð- um og örvæntingu, sjúkur á sál og líkama. Eitt sinn var hann elskaður og dáður um allan heiminn, en nú er hann flestum gleymdur. Eftir tuttugu ára bið fær hann loks eitt einasta tækifæri til að sýna hvað í honum býr. En er það of seint? Hefur hann þegar steypt sjálfum sér og öðrum í glötun? Ógnvekjandi saga sem lýsir skuggahliðum mannlífsins og örlagaþrungnum atburðum vægðarlaust en þó af djúpum skilningi og samkennd. Sá sem hér segir frá hlífir engum, hvorki sjálfum sér né lesendum, við afdráttarlausri játningu sinni. ÍÐUNN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.