Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1987, Blaðsíða 44
*r.m MWM* n BLwejp Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrifft - Dreiffing; Simi 27022 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987. Tók upp kart- öflur í . desember Sá einstæði atburður gerðist um síöustu mánaðamót að u.þ.b. eitt tonn af kartöflum var tekið upp óskemmt við bæinn Sandfellshaga í Öxafjarðarhreppi í N-Þingeyjar- sýslu, nánar tiltekið á austurbakka Jökulsár á Fjöllum. „Þetta kom mér mikið á óvart. Við fórum tveir og ætluöum að taka upp kartöflur sem orðið höfðu eftir í haust vegna hins mikla framboös sem var í sumar á kartöflum. Ég ætlaði að nota kartöfl- umar í kindafóður en þá kom í ljós að megnið af þeim var óskemmt. Ég vona bara að ég geti tekið upp nokk- ur tonn fyrir jólin,“ sagði Gunnar Björnsson, bóndi í Sandfellshaga. '~%Mikil veðurblíða hefur verið í vetur og sagði Gunnar að á þessum árstíma væri venjulega kafsnjór en nú væri auð jörð. Veðurblíðan hefur haldið kartöflunum óskemmdum en jarð- hiti, sem er á þessum slóðum, hefur einnig hjálpað til. -JBj Hagkaup í Skerfunni: Mikill samdráttur í eggjasölu Eggjasala í Hagkaupi í Skeifunni hefur minnkað um fjörutíu af hundr- aði á viku miðað við vikusölu áður en verðið hækkaði. Seld voru 1.790 kíló af eggjum og um 490 kíló af unga- eggjum í síðustu viku. Verðið er enn óbreytt frá því eggin hækkuðu eða 199 krónur og 130 krónur kílóið. Það síðarnefnda á við um ungaeggin. í vikunni þar áður seldust 1.840 kíló af eggjum og 690 kíló af ungaeggjum. í vikunni sem verð eggjanna hækk- .^S=aði seldust 870 kíló, að visu hafði áður verið hamstrað á gamla verð- inu. Á undanfómum mánuðum hafa að jafnaði verið seld um 3 tonn af eggjum í Hagkaupi og það var auðvit- að á gamla verðinu. -JGH LITLA GLASGOW LAUGAVEGI 91 SÍMI20320. LEIKFÖNG cily91 LOKI Fást ekki hærri útflutningsbætur á svona jólakartöflur? Vann 9 milljónir í Happdrætti Háskólans - sagði Jón Snædal, húsasmiður á Sauðáikróki „Ég er búinn að eiga þennan eina hann staddur á Eskifiröi þar sem Hann sagði að peningamir kæmu miða í 30 ár og hef unniö á hann hann er fæddur og uppalinn. sér þó vel fyrir sig vegna þess að þrisvar sinnum áður, en það vom „Ég játa aö mér varð heldur vel hann hefði byggt sér hús fyrir fáum allt smávinningar. Einu sinni leiö viö þegar mágkona mín, sem er árum og skuldaði því fé eins og bara mánuður á milli þess sem ég umboösmaöur happdrættisins á aðrir húsbyggjendur, vinningur- •vann í happdrættinu. Svo hafa þeir Sauðárkróki, hringdi í mig hingað inn myndi létta undir með sér að verið að bæta við röðum og tromp- austur og sagði mér tiðindin í gær- grynnka á skuldunum. Að öðra miða og ég hef tekiö þaö á þetta kvöldi. Eg er staddur á Eskifiröi í leytisagðist Jónekkistandaínein- númer," sagði Jón Snædal, húsa- dapurlegum erindagjörðum, þar um þeim framkvæmdum eöa öðru smiður frá Sauðárkróki, sem í gær sem á að jarðsyngja fóður minn á því sem hann myndi nota pening- vann 9 milljónir króna í happ- morgun, þannig að ég er nú lítiö ana í. drætti Háskóla íslands, þegar DV farinn aö hugsa út í það til hvers -S.dór ræddi við hann í morgun. Þá var ég nota peningana,“ sagöi Jón. Tæplega 200 námsmenn gengu með kyndla frá Háskóla íslands niður á Austurvöll í gær og staðnæmdust fyrir framan norska jólatréð. Með göngunni mótmæltu námsmennirnir of lágum námslánum. Námsmennirnir afhentu Birgi ísleifi Gunnarssyni menniamálaráðherra undirskrif- talista frá tæplega 3000 nemum og skoruðu á hann að leiðrétta skerðingu á námslánum. DV-mynd GVA/JBj Veðrið á movgun: Hlýtt um allt land Á morgun veröur hæg suðaust- læg átt með súld við suður og vesturströndina, smáskúrir á an- nesjum norðanlands en þurrt annars staðar. Hiti verður á bil- inu 3 til 8 stig. Ólafsvík: Meirihiuti á mánudag? Viðræður Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðubanda- lags um nýjan meirihluta í bæjar- stjóm Ólafsvíkur hafa gengið vel til þessa. Líkur era á að nýr meirihluti verði tilkynntur á bæjarstjómar- fundi á mánudag. Eftir er að skipta nefndarstörfum á milli flokkanna. í gærkvöldi vora haldnir fundir í fiokksfélögunum þremur. Sam- kvæmt heimildum DV var jákvæður andi á fundunum fyrir samstarfi flokkanna. Sjálfstæðismenn höfðu farið þess á leit að Herbert Hjelm, bæjarfulltrúi Alþýðubandalags, segði af sér formennsku í bæjcirráöi og sjálfstæðismaður tæki við af hon- um. Þessu hafna alþýðubandalags- menn alfarið. Tahð er ósennilegt að það verði til þess að hindra myndun meirihlutans. Flokkamir hafa ákveðið skiptingu helstu embætta. Stefán Jóhann Sig- urðsson, fulltrúi Framsóknarflokks- ins, verður bæjarstjóri. Hann er jafnframt reyndasti bæjarstjómar- fulltrúinn og sá eini sem ekki hefur átt sæti í meirihluta á þessu kjör- tímabili. Þykir hann vænlegur kostur í embættið, meðal annars vegna þess að hann hefur staðið að mestu utan við þær illdeilur sem verið hafa í bæjarstjóm Ólafsvíkur. Sjálfstæðismenn fá forseta og vara- forseta bæjarstjómar, alþýðubanda- lagsmenn fá lúns vegar formann bæjarráðs. Sjálfstæðismenn fóra þess á leit að Herbert Hjelm segði af sér formennsku í ráðinu en tæki aft- ur við formennsku í vor þegar kosið verður á ný í ráö og nefndir. _sme Elkem í miklum erfiðleikum „Það hefur ekki komið orð um að það standi til að selja hlut Elkem í Islenska járnblendifélaginu hf.,“ sagði Páll Flygenring, ráðuneytis- stjóri í iðnaðarráðuneytinu, i morgun, en norska fyrirtækið Elkem á í miklum erfiðleikum vegna skulda, samkvæmt frétt í danska blaðinu Börsen. Þar lætur stjórnarformaður- inn uppi að hann ráðgeri að selja hluti Elkem í norskum og erlendum fyrirtækjum, að verðmæti 8,5 millj- arða íslenskra króna. Heildarskuldir Elkem era í kringttm 40 milljaröar íslenskra króna. Mikill samdráttiu- er þjá Elkem og hafa hlutafé í því hríðlækkað í verði í haust. Tap af rekstri Elkem síðasthðin tvö ár nem- ur alls um 2,2 milljörðum íslenskra króna. Tap af íslenska jámblendifé- laginu var 212 milljónir á síðasta ári. Ríkið á 55% 1 íslenska jámblendifé- laginu, Elkem 30% og japanska fyrirtækið Sumitomo 15%. .jgh Slökkt í mótherjanum Eftir orðasennu milli tveggja manna við veitingahúsið Fógetann greip annar mannanna til slökkvi- tækis og sprautaði úr því í andht hins mannsins. Sá sem varð fyrir vökvanum fór á slysadeild þar sem andlit hans var þrifið. Sá sem sprautaði fór upp í bifreið og ók á brott. Lögreglan hóf leit að bifreiðinni og fann hana skömmu síðar við nætursölu BSÍ. Ökumaður og tveir farþegar vora fluttir á lög- reglustöð til yfirheyrslu. Að henni lokinni var mönnunum sleppt. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.