Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987. Sljómmál Flugstoðin: Lampar hækkuðu um 22 milljónir - sérsmíða þurfti flesta lampa til að framfylgja óskum húsameistara Ámi Gunnarsson, þingmaður Al- þýðuflokksins, tók hækkun á kostn- aði við lampa í flugstöðinni sérstaklega fyrir í umræðum um flugstöðina á Alþingi í gær. Hann sagði að samkvæmt útboöi hefðu lampar átt að kosta 15,7 milljónir króna en endanlegur kostnaður vegna þeirra hefði orðið 37,8 milljón- ir króna. Saga lampanna væri aðeins eitt af fjölmörgum dæmum um mis- tök sem hann vildi skrifa á kostnað húsameistara ríkisins og skipti hundruðum milljóna króna. í skýrslu, sem Steindór Guðmunds- son staðarverkfraeðingur sendi Ríkisendurskoöun í lok október síð- astíiðins, segir hann að á verðlagi í dag kosti lampamir í byggingunni um 53 milljónir króna. í útboði var gert ráð fyrir 3.215 lömpum í flugstöðinni en við verklok vom þeir orðnir 5.573 talsins. Steindór rekur ítarlega hvémig það gerðist að lampakostnaðurinn hækkaði. Hann segir að þegar verk- taki og eftirlit hafi verið farin að ókyrrast mjög út af ákvörðunarleysi þrettán vikum eftir að verktaki lagði fram lampa til samþykktar hafi húsameistari fariö fram á að lampar yröu með ávölum homum, sem var breyting frá útboði. Húsameistari hafði einnig farið fram á að lampar yrðú með háglans- ristum, þrátt fyrir að framleiðandi mælti eindregið gegn því að þær yrðu notaðar. „Fyrir háglansrist í staðinn fyrir glansrist eða opalhlif bætast við 39%,“ segir í bókun verktaka. Fleiri breytingar á lömpunum eru taldar upp, svo sem: „Húsameistari fór fram á krómaða lampa. Þetta leiddi til 32% hækkun- ar.“ „Húsameistari krafðist þess að hom yrðu geirskorin." „Breytingar úr einfóldum lömpum í tvöfaida, magnaukning og svo að smíða sér tengistykki hækkaði verð.“ Segir að sérsmíða hefði þurft flesta lampa til að framfylgja einhliða ósk- mn jhúsameistara. -KMU Sameinast um að hækka ríkisstyrk til þingflokka og flokksmálgagna Formenn allra þingflokkanna á Alþingi hafa sameinast um breyting- artillögu við fjárlög þess efnis að styrkur til útgáfumála þingflokka verði hækkaður um 17% frá því sem ráö var fyrir gert í fjárlagafrumvarpi í haust. Þingflokksformemúmir leggja til að styrkurinn hækhi úr 13,5 milljónum króna upp í 15,9 millj- ónir króna, um 2,4 milljónir króna. Þeir leggja ennfremur til að styrk- ur undir heitinu „sérfræðileg aðstoð fyrir þingflokka" verði hækkaður úr 9,4 milljónum króna upp í 11,4 millj- ónir króna. Formenn fjögurra þingflokka, Páll Pétursson, Júlíus Sólnes, Eiður Guðnason og Steingrímur J. Sigfús- son, standa auk þess saman aö tillögu um að hækka styrk til flokksmál- gagna sinna um 3,3 milljónir króna, úr 26,1 milljón króna upp í 29,5 millj- ónir króna. Formenn þingflokka Sjálfstæðisflokks og Kvennalista, Ól- afur G. Einarsson og Þórhildur Þorleifsdóttir, skrifa ekki upp á þá tillögu. -KMU Seðlabankinn: Spáir 5% verðbólgu í lok næsta árs Seðlabankinn spáir því að verð- bólgan verði komin niður í 5% í lok næsta árs. „Á þeirri forsendu að gengi verði haldið stöðugu og laun á næsta ári þróist almennt á þann veg sem kjara- samningar við opinbera starfsmenn segja til um er búist viö því að vem- lega dragi úr verðbólgu fljótlega á næsta ári,“ segir í greinargerð hag- fræðideildar Seðlabankans til þing- nefnda. „Um mitt næsta ár verður verð- bólgan á ársgrandvelli á fjögurra mánaða miðsettan kvarða um 10% og 5% viö árslok. Á milli ára verður hækkun framfærsluvísitölu 20% og um 11% frá upphafi til loka árs 1988,“ segir Seðlabankinn en hefur fyrir- vara: „Lítil vitneskja um þróun launa á næsta ári skapar mikla óvissu um verðbólguhorfur og mun hagfræði- deild Seðlabankans endurskoöa verðlagsspána þegar landverkafólk ASÍ hefur samið um kaup og kjör.“ Seðlabankinn spáir út frá forsend- um sínum um stöðugt gengi krón- unnar og launabreytingar í samræmi við samninga opinberra starfsmanna að kaupmáttur kauptaxta rými um 5% á tímabilinu frá desember 1987 til desember 1988 og hafi þá rýrnað um 10% frá því í júní 1987. Út frá sömu forsendum muni vísi- tala raungengis krónunnar hækka úr 129 stigum upp í 140 stig frá des- ember nú til desember 1988. „Menn hljóta að kaupa hina sterku krónu í Tókýó og London þegar kauphallir verða opnaðar í fyrramál- iö,“ sagði Svavar Gestsson, Alþýðu- bandalagi, í þingræðu í fyrrinótt um þessa spá Seðlabankans. -KMU Steingrímur J. Sigfússon, þingflokksformaður Alþýðubandalagsins, sýnir þingheimi línurit úr skýrslu Ríkisendurskoðunar um flugstöðina á Kefiavíkur- flugvelli við umræður á Alþingi í gær. Linuritið sýnir mannafla við verk- framkvæmd, áætlun og rauntölur. Kemur fram að mannafli allt að þvi þrefaldaðist miðað við áætlun vikurnar fyrir þingkosningarnar 25. apríl. DV-mynd Brynjar Gauti Utanríkisráðhena um byggingamefndina: Átti að ganga betur frá skýrslum og umsóknum una. Byggingamefnd flugstöðvar á Keflavikurflugvelh hefði átt að gánga betur frá skýrslugerð og umsóknum um viðbótaifjármagn en gert var þannig að óumdeit væri að Alþingi hefði samþykkt slíkar breytingar, að því er fram kom hjá Steingrími Her- mannssyni utanríkisráðherra í umræðum á Alþingi í gær þegar rætt var um skýrslu Ríkisendur- skoðunar um flugstöövarbygging- Steingrímiir sagði að byggingar- nefndin segðist hafa aflað heimilda og staðfesti skýrsla Ríkisendurskoð- unar það. Sagði hann að réttara hefði verið að byggingamefndin kæmi upplýsingum til ríkisstjómar og Al- þingis en til utanríkisráðherra og kynni sá háttur að hafa verið ámæl- isverður. -ój Stjómarandstaðan leggst gegn launa- skatti á útflutningsatvinnuvegi Minnihluti nefndarinnar leggst raunvextir eru hærri en nokkm lista, um fmmvarp ríkisstjómar- fyrir að launaskattur fyrirtækja í gegn hækkun skatta á útflutnings- sinni fyrr.“ innar um launaskatt. sjávarútvegi og iðnaði verði 1% af atvinnuvegina eins og hér er gert Þetta er sameiginlegt álit Svavars Stjórnarþingmenn í flárhags- og greiddum vinnulaunum en launa- ráð fyrir. Astæöan er sú að rekstr- Gestssonar, Alþýðubandalagi, Júl- viðskiptanefnd efri deildar leggja skattur annarra fyrirtækja verði arstaða útflutningsgreina hefur íusar Sólnes, Borgaraflokki, og hins vegar til að fmmvarpið verði 3,5%. versnað stómm á sama tíma og Guðrúnar Agnarsdóttur, Kvenna- samþykkt óbreytt. Það gerir ráð -KMU _ FJármálaráöhena: Áætlanir ekki til Líklegustu skýringuna á þvi aö kostnaöur viö byggingu flug- stöövar á Keflavíkurflugvelli fór svo mjög fi-am úr áætlun sem raun ber vitni telur Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra þá að byggingamefndina hafi skort yflrsýn, áætlanir hafi ekki verið tíl og að í raun hafi enginn vitað um heildarumfang verksins fyrr en því var nær lokiö. Þetta kom fram á fundi í sam- einuöu Alþingi í gær þar sem flugstöðvarmálið var til umræöu. Fjármálaráðherra sagöi enn- fremur aö skýrsla Ríkisendur- skoðunar staðfesti að byggingar- nefnd og utanríkisráðherrahefðu brej-tt út af byggingaráætlun þeirri sem Alþingi hefði sam- þykkt, án þess að láta þing eða fjármálayíirvöld vita. Einnig staöfesti skýrslan að einstakir verkþættir hefðu farið úr bönd- um, svo sem hönnun. Þá sagði fjármálaráöherra að þegar byggingarnefnd hefði hald- ið blaðamannafund í sumar, þar sem byggingarkostnaöur hefði verið framreiknaður til þáver- andi verðlags, og fengið út niðurstöðuna 66 milljónir Banda- ríkjadala, eða 2.600 mflljónir, hefði neflidin framreiknað upp- haflega áætlun sem nam 42 milljónum dala. Hins vegar hefði í þeirri áætlun verið gert ráð fyr- ir veröbreytingum og í kostnað- aráætluninni heföi verið reiknað með því að byggingarkostnaður yrði 33,5 milljónir dala og verð- hækkanir á byggingartíma næmu 8,5 mifljónum dala. Nefnd- in hefði aftur á móti framreiknað alla upphæðina og þar með kom- ist að áðumefndri niöurstöðu. Fj ármálaráðherra sagði að ann- aðhvort hefði nefndin verið að blekkja fjölmiðla og almenning með þessum útreikningum eöa að hún heföi ekki haft hugmynd um hvemig kostnaðaráætlunin hefði verið hugsuð.þráttfyrir þá heildaryfirsýn og góðu fjár- málastjóm sem hún státar sig afsagði ráðherrann. -ój Ráðherrarsekir -segirSteingrimur J. Sigfússon Hafi byggingamefnd haft heim- ild til stækkunar á flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli væm ein- stakir ráðherrar sekir um að heimila framkvæmdir sem heim- ild var ekki fyrir. Þetta kom fram í máli Steingrims J. Sigfússonar alþingismanns á þingi í gær þegar rætt var um flugstöðvarskýrsl- una. Sagði Steingrímur að bygging- amefhdin hefði falsað tölur þegar hún gerði í sumar grein fyrir kojtnaði við bygginguna. Einnig sagði Steingrímur að tölur í skýrslu utanríkisráðherra um málið væm rangar og þar væm beinar falsanir á ferðinni. Krafð- ist hann þess að utanríkisráö- herra drægi skýrslu sína til baka. Þá sagði Steingrímur að í fyrra hefði fræðslustjóra verið vikið úr embætti fyrri að fara nokkrar milljónir fram úr kostnaðaráætl- un viö sérkennslu bama á Noröurlandi eystra. Hins vegar heföi enginn verið rekinn fyrir að fara þúsund miljjónir fram úr áætlun við byggingu flugstöövar. -ój Gaukur kosinn umboðsmaður Gaukur Jömndsson lagapró- fessor var kosinn umboðsmaður Alþingis á fundi sameinaðs þings í gær. Hlaut Gaukur 40 atkvæði en Benedikt Blöndal hæstaréttarlög- maður 1 atkvæði. Auðir seðlar vora 9 talsins. Kosningin gfldir til fjögurra ara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.