Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Page 5
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987.
Einstæð og eftírminnileg saga, sem oft hefur verið
líkt við fræga ævisögu Martín Gray, Ég lifi, enda vekur
hún sömu tílfinningar hjá lesendum.
Mögnuð og átakanleg lýsing á grimmum og
miskunnarlausum örlögum og mannlegri þjáningu,
saga sem grípur lesandann heljartökum og heldur
honum föngnum frá upphafi til enda.
Þetta er saga manns sem er hrakinn út í ógæfuna af
eigin ástríðum og örvæntingu, sjúkur á sál og líkama.
Eitt sinn var hann elskaður og dáður um allan heim-
inn, en nú er hann flestum gleymdur. Eftir tuttugu ára
bið fær hann loks eitt einasta tækifæri til að sýna hvað
í honum býr. En er það of seint? Hefur hann þegar
steypt sjálfum sér og öðrum í glötun?
Ögnvekjandi saga sem lýsir skuggahliðum mann-
lífsins og örlagaþrungnum atburðum vægðarlaust en
þó af djúpum skilningi og samkennd. Sá sem hér segir
frá hlífir engum, hvorki sjálfum sér né lesendum, við
afdráttarlausri játningu sinni.
Bók scm lætur engan ósnortinn - engan.