Alþýðublaðið - 02.07.1921, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 02.07.1921, Qupperneq 1
Alþýðublaðið Gelið út aí Alþýðaflokknttm. 1921 Laugardagina 2. júlí. 149 tölubl. Spánarsamningurinn. Norðfflenn standa með íslendingum. Fyrir nokkrusia dögurn barst landsstjórainni skeyti frá danska utanrikisráðuneytinu um það, að Spánverjar viidu ekki veita ís landi beztu tollkjör nema því að- eins, að ieyfður yrði innflutningur á vínum frá Spáni til íslands. Þetta kom mjög á óvart, því allan þann tíma sem samningar stóðu yflr hafði ekkert verið minst á þetta, en þremur dögum áður en undirrita átti samninginn, og sendiherra Dána kvaðst rita undir fyrir Danmörku og ísland i sam- einingu, neituðu Spánverjar þvi. Sögðu ísland sjálfstætt ríki, og að þeir settu því skilyrði sem að of- an greinir. Landsstjórnin svaraði skeyti ut- anríkisráðuneytisins þannig, að ekki kæmi til mála að ganga að þessu nýja skiiyrði; en æskti þess, þar sem þingi væri nýslitið, að úrslitum málsins yrði frestað þangað til þing kemur saman í febrúar 1922. Við þetta sat í gær þegar vér áttum tai um þetta við fjármálaráðherrann. Hann kvað Dani að þessu hafa staðið fast með oss íslendingum, en gat á hinn bóginn ekkert sagt um það, hve lengi það yrði. Hér er um alvarlegt mál að ræða. Ekki svo mjög fyrir það, að aðstaða íslendinga á fískmark- aðinum versnar kannske nokkuð i biii, heldur er hitt alvarlegra, að Spánverjar gera hér kröfu til þess, að vér Islendingar breytum einkalöggjöf vorri. Vitanlega kemur aldrei til þess, það nær engri átt, að vér verðum við þessum kröfum til samkomu- lags Til þess iiggja margar ástæð- ur og miklar. Fyrst og fremst er það sjálf stæði voru stórhættulegt, að láta undan í þessu máli. í öðru lagi er enginn vafi á því, að skaðinn sem við hefðum af því að ganga að þessu yrði meiri en sá skaði sem hlytist af að skrifa ekki undir með þessu skilyrði. Skal að þessu sinni siept að rökstyðja þetta, en mun síðar gert. Frá siðferðislegu sjónarmiði yrði tilslökun oss stór- hættuleg, og i sambandi við það má geta þess, að gagnvart Noregi getum við ekki staðið okkur við að láta undan. Við okkur er farið fram á, að afnema bannlögin og leyfa frjáls- an innflutning á spönskum vínum, en við Norðmenn er aðeins farið fram á, að þeir hækki lítillega hámark áfengisstyrkleikans. Mun- urinn er stórkostlegur. En þó dettur Norðmönnum ekki i hug að láta undan. Þeir hafa svarað Spánverjum til bráðabirgða með því að hækka um helming tolia á öllum spönskum vörum, sem ðuttar eru til Noregs, og eins og sjá má af símskeyti þvf, sem Stórstúkunni barst nýlega frá for- manni Bindindisféiagasambands Noregs, mun Noregur fús til að standa hlið við hlið við ísland i þessu tollstríði við Spán. Sím- skeytið hljóðar svo: sSá orðrórnur gengur, að Spánn setji sem skilyrði fyrlr nýjum samningum við Danmörk og ís- land, að leyfður verði innflutning- ur á sterkum vínum til tsiands. Svipuð skiiyrði hafa Noregi verið sett, en nýja stjórnin og meiri- hluti stórþingsins mua neita að verða við slíkum tilslökunum. ís- land og Noregur ættu að standa hvort við annars hlið í þessn máli. Arne Halgjem. * Eins og tekið var fram má af skeytinu ráða hug frænda vorra. Og hver skyldi viija vera sá ó drengur á íslandi, að ganga í lið með vínsölunum á Spáni og hjáipa þeim til að traðka rétti vors unga „fullvalda rikisf" Eng- inn — vonandi enginnl Á morgun halda bannmenn skrúðgöngu. Þar verður þetta mál væntanlega til umræðu meðal annars, og þá geíst öllum sönnum ísiendingum tækiíæri til þess að mótmæla því, að þeim séu í samningum við erlend ríki boðin smánarboð, því þetta eru smánar- bod. Því verður ekki neitað. Engan sannan fslending, engan sannan bannmann má vanta á morgnn í shrúðgöngu hannmanna. Utlenðar jréttir. Persía. Eins og sjá má af skeyti, sera kom í blaðinu i gær, hafa ein- hverjar veruiegar breytingar orðið á stjórninni í Persíu. Nýja stjórn- in hefir risið gegn öllum afskift- um Engiendinga, en leitað styrks hjá sovjetstjórninni i Moskva. Hún hefir stuðning meðalstéttar- innar, og kommúnistarnir hafa íeinnig heitið henni fuliu fylgi til þéss að losa Persíu undan öllum áhrifum Englendinga. Eftir frétt- um frá Moskva hefir töluvert gengið á i Persíu undanfarið. Stóreignamenn þar hafa verið teknir fastir hópum saman og lagðir á þá háir skattar. Margar stóreignir hafa verið lagðar undir ríkið og með aðstoð rússnesku stjórnarinnar hefir nýja stjórnin komið upp ríkisbanka. Yfirleitt virðist svo af þessum fréttum að það séu jafnaðarmenn sem nú hafa fengið völdin i hend- ur í Persíu. Charchill nýlendumálaráðgjafi Breta hefir nýlega haldið ræðu i Manchester um öll viðskifti bandamanna og Þjóðverja, og hefir hún vakið mikla eftirtekt. Kveður þar við annan tón en þann, sem jafnaðar- legast hefi' borið mest á meðal bandamanna á síðustu árum, Churchill hefir sannfærst á þvi að Evrópa geti ekki risið úr tústum

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.