Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987. 9 DV Mafían ekki af baki dottin Lík Antonio Giulla á götunni tyrir utan heimíli frænda hans f gær. Simamynd Reulcr ítalska mafían sýndi i gær að hún er ekki á því að láta deigan siga þrátt fyrir áfall það sem hún varö fyrir þegar yfír þrjú hundr- uð félagar í henni voru sendir í fangelsi af dómara í Palermo. Aðeins fáeinum klukkustundum eftir að dómar yfir mafíumönn- unum féllu myrtu félagar þeirra, sem enn ganga lausir, einn af keppinautum mafíunnar sem skömmu áður hafði verið sýkn- aður af dómstól í Palermo. Lögreglan á Ítalíu hafði áður lýst vantrú á aö niðurstaða rétt- arhaldanna yfir mafíumönnun- um myndi breyta miklu um starfshætti eða starfsumfang mafíunnar á Ítalíu. Kom enda á daginn strax í gær að vantrú þessi var á rökum reist. Dómstóli í Palermo dæmdi á miövikudag nítján mafíufélaga til lífstíöarfangelsis og felldi styttri fangelsisdóma yfir þrjú hundruð og nitján félögum þeirra. Aö með- altali hlutu atbrotamennimir liðlega átta ára fangelsi. Er þetta talið mesta áfall sem italska mafían hefur orðið fyrir. Öðrum réttarhöldum, yfír keppinautum mafíunnar, þar sem hundrað og fjórtán aðilar voru ákæröir fyrir eiturlyfjas- mygl, lauk einnig í Palermo í gær. Þar varð niðurstaðan hins vegar önnur því aö þeir ákæröu voru allir dæmdir saklausir vegna skorts á sönnnnargögnum. ; Einn hinna ákærðu var Ant- onio Ciulla. Síðari hluta dags í gær ætlaöi hann að fagna frelsi sínu með veislu en keppinautar hans úr mafíunni sátu þá fyrir honum og skutu hann til bana. Talið er að tilræðismennirnir hafi verið fjórir en þeir hittu Ciulla með níu skotum og lést hann samstundis. Skömmu eftir morðið fannst bifreið sú er tilræðismemúrnir notuðu. Hafði verið kveikt í henni en tilræðismenn frá mafíunni bera gjarnan eld að bifreiðum þeim sem þeir nota til slíkra verka. Luciano Liggío (til vinstri), mafíu- foringi, hlaut lifstiðardóm, en Michele Greco (til hægri) var sýknaöur við réttarhöldin i Pal- ermo. Greco situr þó f fangelsi þar sem hann afplánar dóm fyrir að hafa myrt keppinaut sínn úr mafiunni. Símamynd Reuter Útlönd Ákærður fyrir vopnasölu Yfirmaður franska vopnasölufyr- irtækisins Luchaire S.A. var í gær ákærður fyrir ólöglega vopnasölu til íran. Ákærurnar á hendur honum eru í fjórum höum og íúta þeir allir aö sölu á skotfærum fyrir stórskota- hö. Aö sögn heimilda í franska dóms- kerfinu var stjómarformaöur Luchaire, Daniel Dewavrin, ákærður fyrir aö hafa brotiö frönsk vopna- sölulög fyrir svik, misnotkun áhrifa sinna og spilhngu. Dewavrin segist sjálfur hafa tekið ákvöröun um skotfærasöluna til íran til þess aö koma í veg fyrir tap í fyrir- taéki sínu. Fyrirtækiö framleiðir einnig bifreiðavarahluti og á síðasta ári varð hagnaöur þess yfir þijú hundrað milljónir króna. Aö því er segir í niðurstöðum vam- armálaráðuneytis Frakklands mun fyrirtækið hafa selt írönum mikið magn af skotfærum til stórskotaliös á árunum 1983 til 1985. Notaði fyrir- tækið fólsuð vottorð um endanlegan notanda skotfæranna til þess að fela það hvert þau fóru í raun. Fyrirtækið hætti þessum viðskipt- um eftir að dagblað í Frakklandi kom upp um vopnaflutningana sem áttu sér stað í gegnum höfnina í Cher- bourg. Dewavrin er fyrsti aðilinn sem ákæröur er í máli þessu, sem hefur veriö kallað Luchaire-hneykslið, þótt allt hafi veriö um það vitað í tæp tvö ár. Síðastliðinn þriðjudag varð æðsti yfirmaður púður- og sprengiefna- verksmiöju franska ríkisins aö segja af sér vegna ásakana um aö verk- smiðjan heföi selt írönum meira en þúsund tonn af sprengiefni áriö 1985. Frakkar eru meðal þeirra þjóöa sem sjá írökum fyrir hvaö mestu af vopnum og vígbúnaði til styrjaldar þeirra gegn írönum. Icclar. HinnKBjarnason Mywf'i'. Bjamí Hlnnksson jólasöngvar meö nótum HELGAFELL \ú flimurðu í eínní bók þrjátíu íolalög noluiii ttWH týí. v . , ......... ‘ w»V á * ,-k vínj »-;v. ^ ’ ...., - i i 4 - Wi V^- „ " * *■ * ■** **'*'■“* 14,1' ib SÍÍ&K* SSWWf* tO 1» 5?-“r «4k- i —sungin um hver jól á hverju heimiU Við hátíð skulum lialda er langþráð bók með vinsælum jólasöngvum og frábærum textum Hinriks Bjarnasonar. Mörg þeirra eru sígild og hafa heyrst á hverju heimili í mörg ár, s.s. Ég sá mömmu kyssa jólasvein, Jólasveinninn kemur í kvöld, Snæfinnur snjókarl og Jólasveinninn minn. f þessari bók er einnig að finna heimsþekkt og gullfalleg jólalög og sálina sem ekki hafa iyrr birst á bók eða verið sungin með íslenskum texta. Bjarni Hinriksson myndskreytir bókina a óvenjulegan og skemmtilegan hátt. Með hverjum texta fylgir laglína skrifuð með nótum. Tónsetninguna hefur Jón Krjstinn Cortes annast og er hún ætluð fyrir almennan söng í heimahúsum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.