Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Page 13
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987.
13
Valdframsal Alþingis
15., Björgunar- og öryggisnet.
16. Viðgerðir á veiðarfærum.
17. Upp- og útskipunargjöld.
18. Rafmagn til hitunar húsa og
laugarvatns.
19. Aðgangseyrir að íþróttasýn-
ingum, íþróttavöllum, skíða-
lyftum, sundstöðum,
gufubaöstofum, nuddstofum,
ljósastofum, heilsuræktar-
stöðvum, kappreiðum og
góðhestakeppni.
20. Skipa- og loftfaraleiga.
21. Prentun dagblaða og hhð-
stæðra blaða.
22. Hafna-, vita- og lendingar-
gjöld.
23. Iðgjöld af seldum lífeyris-
tryggingum, farmflutningum
vegna millilandaflutninga,
slysatryggingum og mörgum
öðrum tryggingum.
24. Vélabinding heys.
25. Leiga skýrsluvéla.
„Þá verða menn að hafa 1 huga að
stjórnarskrána verður Alþingi að virða
og hefur ekki rétt til að breyta, nema
á tveim þingum, þannig að kosningar
fari fram á milli.“
Kjallarinn
Guðmundur G.
Þórarinsson
þingmaður fyrir
Framsóknarflokkinn
Að undanförnu hafa orðiö nokkrar
umræður um valdframsal Alþingis
til einstakra ráðherra eða jafnvel
annarra aðila í þjóðfélaginu. Mest
er í því sambandi rætt um framsal
Alþingis á réttinum til að leggja á
skatta.
í 40. gr. stórnarskrár íslenska lýð-
veldisins segir alveg skýrt:
„Engan skatt má leggja á né
breyta né af taka nema með lög-
um.“
Dæmi um mjög frjálslega túlkun
löggjafarþingsins á þessari grein
stjórnarskrárinnar eru mörg. Eins
og fram kemur í nýútkominnni bók
Jóns Steinars Gunnlaugssonar,
Deilt á dómarana, hefur hæstirétt-
ur einnig túlkað þessa grein mjög
rúmt.
Himild til fjármálaráðherra
I lögum nr. 10/1960 um söluskatt
hljóðar 1. málsgrein 21. gr. svo:
„Ef sérstakar ástæður eru fyrir
hendi getur fjármálaráðherra
ákveðið að undanþiggja söluskatti
tilteknar tegundir vörusölu, vinnu
eða þjónustu umfram það, sem
undanþegið er í 6. og 7. gr.“
Athugun sýnir að hugtakið „sér-
stakar ástæður" er túlkað á ýmsan
hátt og raunar getur persónubund-
ið mat ráðherra ráðið. Sem dæmi
um hvenig þessi heimild hefur ver-
ið notuð má nefna niðurfellingu
ráðherra á söluskatti í eftirtöldum
málaflokkum sem þó eru aUs ekki
tæmandi:
1. Heitt vatn.
2. Auglýsingatekjur blaða og
tímarita.
3. Fólksflutingar.
4. Skóla- og námskeiðagjöld.
5. Afnotagjöld útvarps og sjón-
varps.
6. Sala happdrættismiða.
7. Heimtaugagjöld.
8. Vélavinna við ræktunarfram-
kvæmdir o.fl.
9. Sala veitingahúsa á hráefni til
matargerðar.
10. Sala verðbréfa.
11. Svartolía og gasolía, svoogkol
og koks til iðnaðarframleiðslu.
12. Vélar og tæki tíi notkunar í
fiskvinnsluhúsum.
13. Frystivélar og annar vélabún-
aður fyrir frystíhús.
14. Allar helstu vélar og tæki til
notkunar í hefðbundnum
landbúnaöi.
26. Aðgangseyrir að leiksýning-
um, tónleikum, upplestri og
fyrirlestrum.
27. Aðgangseyrir að íslenskum
kvikmyndum og útísamkom-
um.
Margar undanþágur geta átt rétt
á sér. En það getur hver fyrir sig
reynt að túlka ákvæði laganna: „ef
sérstakar ástæður eru fyrir hendi"
og borið saman við listann yfir
málaflokkana.
Listann yfir málaflokkana má
siðan hver og einn bera saman við
ákvæði 40. gr. stjómarskrárinnar.
Þá verða menn að hafa í huga að
stjórnarskrána verður Alþingi að
virða og hefur ekki rétt tíl að
breyta, nema á tveim þingum
þannig að kosningar fari fram á
miUi.
Frumvarpið
Á Alþingi hefi ég lagt fram frum-
varp um að þessi heimild veröi felld
niður. Þar vísaði ég til að ég teldi
valdframsal Alþingis of víðtækt
með heimildinni og heimildina of
rúmt túlkaða af ráðherra. Eðlilegra
væri að Alþingi fjallaði um breyt-
ingar á sköttiun.
Sjálfsagt þykir sumum ráðherr-
um þægilegt að hafa slíkar heimild-
ir og geta af góðsemi sinni og
manngæsku fellt niöur skatta fyrir
menn og þegið atkvæði fyrir. En
ákvæði stjómarskrárinnar beinast
að þvi að geðþóttaákvarðanir skuli
ekki ráða við skattheimtu, heldur
skuli koma til lög á Alþingi.
Fjármálaráðherra tjáði sig sam-
þykkan framvarpinu, en taldi sig
ekki geta mælt með samþykki þess,
þar eð lögfræðingar fjármálaráðu-
neytisins teldu að þar með féllu
niður allar undanþágur, sem veitt-
ar hefðu veriö samkvæmt heimild-
um. Þær hefðu ekki lengur
lagastoð.
Þessu er ég algjörlega andvígur.
Undanþágur sem veittar hafa veriö
era veittar samkvæmt gildandi lög-
um. Þó heimildin falli niður nú,
hljóta eldri undnaþágur að gilda,
ella væru lög um niðurfellingu
heimildarinnar afturvirk, sem ekki
gengur.
Raunar er þetta mál á vissan hátt
prófmál. Nauðsynlegt er að Alþingi
velti fyrir sér valdframsah se'm
þessu. Dæmin era mörg. Nú standa
yfir miklar breytingar á söluskatts-
lögum. Fjármálaráðherra upplýsti
í umræðum á Alþingi að viö fram-
lagningu slíkra frumvarpa mundi
hann taka tillit til þessara sjónar-
miða.
Rétturtilað leggjaá
Athyglisvert er að umrædd heim-
ild hefur verið túlkuð þannig að
þar sem fjármálaráðherra hafi rétt
til niðurfelhngar, hafi hann einnig
rétt til að leggja skattinn á á ný án
þess að leita til þingsins. Dæmi eru
um slíka framkvæmd.
Hugleiði menn nú 40. gr. stjómar-
skrárinnar.
Athyghsverðast er þó hvemig
þessi hugsun þróast í störfum ríkis-
stjórnar og þings. Þegar bráða-
birgðalögin um 10% söluskattinn
sérstaka komu fram í sumar, voru
lögin orðuð þannig að söluskatt
mætti leggja á í ákveönum tilvik-
um. En fjármálaráðherra var síðan
í 12. gr. laganna heimhað að feha
söluskattinn niður af einstökum
matvöram eða matvöruflokkum
o.s.frv.
Þetta vakti mig til umhugsunar.
Samkvæmt túlkun söluskattslag-
anna um að fjármálaráöherra geti
lagt söluskatt á þar sem hann hefur
heimild til aö feha hann niður ger-
ist hér athyghsverður hlutur.
Alþingi samþykkir heimild til fjár-
málaráðherra til að fella niður
sérstakan söluskatt af matvöru.
Niðurstaðan er sú að fjármálaráð-
herra hefur heimild til að leggja
söluskatt á matvæh. Hvað finnst
mönnum um þetta?
Lagleg flétta mundu skákmenn
segja.
Þetta ásamt fleira hlýtur að vekja
Alþingi til umhugsunar um hið víð-
tæka valdframsal sem nú er
algengt.
Guðmundur G. Þórarinsson
Alls ekkert gott!
Þegar tveir íslendingar hittast era
þeir vanir að segja ákveðna form-
úlu.
A) Sæll. - Hvað segir þú? Segir þú
ekki allt gott?
B) - Jú, allt gott.
En ég er ekki formúlumaður. Ég
segi það sem mér finnst að sé gott
og er í samræmi við reynslu mína.
Þess vegna segi ég, ef nauðsynlegt
er: „Ahs ekkert gott!“
Hér era nokkur tílvik sem mér
finnst að ættu að vera öðravísi.
Tiikynningarskylda aldraðra
í öhum blöðum var nýlega skrif-
að um hve mikið öryggi váeri fólgið
í því að fólk á efri áram væri með
„neyðarhnapp" th að geta kallað á
hjálp. En því miður er þetta ekki
nóg.
Við athuganir mínar á yfir tvö
þúsund dánarvottorðum árið 1979
fann ég tvö dæmi sem benda th að
neyðarhnappar (hvort sem um
Securitas eða Vara er aö ræða)
væru ekki næghegir.
Komið var að tveimur gömlum
konum sem lágu á gólfinu heima
hjá sér dánar, önnur líklega í átta
daga og hin í þrjá. Einn maður
fannst fyrir mánuði heima hjá sér
og hafði verið dáinn í 3 vikur. Dytti
aldraður maður gætí hann legið án
þess að ná í neyðarhnapp og dáiö
smám saman úr þurrki (dehydratí-
on). Th að fylgjast með er nauðsyn-
legt að hafa „tilkynningarskyldu"
eins og skipin hafa.
Hver maður, sem fær neyðar-
hnapp, fengi samtímis eyðublað í
tvíriti, þar sem hann undirritar,
ásamt nafnnúmeri og heimihs-
fangi, að tilkynna sig einu sinni á
dag, t.d. fyrir kl. 10. Hafi hann ekki
KjáUarinn
Eiríka A. Friðriksdóttir
hagfræðingur
gert það myndi þá fyrirtækið
(Securitas eða Vari) hringja strax,
og væri ekki svarað að athuga þá
tilfelhð sem neyðartilfelh.
Hafa íslenskar bækur til sölu
í sumar var ég með nokkra gestí
erlendis frá og vora þeir mjög
hrifnir af íslenskri hst og lands-
lagi. Ákvað ég því að senda þeim
bækur sem jólagjöf.
Ég fór í stærstu bókaverslun 'í
miðbænum, en íslenskar bækur
voru ekki til. Ég bað um bók með
myndum Kjarvals og var svarið
„Ekki th.“
Bókin ætti að vera með nokkram
upplýsingum á ensku eða vera á
íslensku, svo að ég gæti bætt
nokkram þýðingum við. - Allt upp-
selt, ekki fáanlegt hjá forlaginu. -
Þá spurði ég um Erro. - Ekki th!
Þá baö ég umlandslagsmyndir. Ég
var spurð eftir hvaða málara.
En þetta var allt th einskis, orðið
landslagsmynd var óþekkt. Loks-
ins fann ég nokkra bækhnga og
vhdi fá afslátt. - Enginn afsláttur á
íslenskum bókum! Ekkert var með
afslætti.
Ég fór þá í aðra bókaverslun sem
forlagið sjálft á - og fékk afslátt á
öhum íslenskum bókum. Ég gat
vahð. - Maður, sem er kominn á
efri ár og er tekjulítill verður að
ganga frá forlagi til forlags til að
fá afslátt. Af hverju skh ég ekki.
Væri ekki hægt að selja íslenskar
bækur með afslætti í öhum bóka-
búðum, láta kaupanda undirrita
„afsláttarbók", sýna og láta skrá-
setja persónuskilríki og verslunin
myndi þá fá afslátt við reiknings-
greiðslu th forlagsins? - Til hvers
eru tölvur?
Selja ekki lífshættuleg
iþróttatæki sem leikföng!
Phur og skífur era hættulegar.
Þessi íþróttatæki eru í notkun í
enskum bjórstofum (pub) og aðeins
í fáum flölskyldum, þar sem engin
börn undir 16 ára aldri hafa aðgang
að iþróttatækjum þessum.
Pílurnar eru með stiloddum, um
2 cm löngum. Séu þær notaðar i
návist barna eru dauðaslys ekki
úthokuð. Pha getur farið í augu
bama, sem ganga á mhh, og gegn-
um augu inn í heha.
Hættuleg leikföng smábarna
a) Ofnæmisvaldar. - Ofnæmi er
algengt og nyúk dýr geta verið
stoppuð með muldum hnetuskelj- *
um. Áður en slík gjöf er keypt ætti
að biðja um skriflegar upplýsingar
um stoppefni.
b) Köfnunarhætta. - Séu keypt
leikfóng handa ungbömum er
nauðsynlegt aö athuga tvennt: (1)
Hvort hægt væri að bíta leikfangiö
eða brjóta'í sundur. (2) Hvort smá-
hlutir eru inni í því sem gætu fest
í koki bama og bamið kafnað.
Dæmi era um slíka köfnun frá
ýmsum löndum.
Hættulegar efnavörur
Kaupið ekki hættulegar efnavör-
ur án þess að athuga frá hvaða
landi þær eru. - Danska neytenda-
blaðið „Tænk“ birti frétt mn að
Evrópubandalagið (EBE) hefði
heimtað að efnavörur verði ekki
fullkomlega merktar heldur aðeins
eftir slæmum hsta sem EBE hefur
birt.
EBE-löndin era: Bretland, Frakk-
land, Luxemburg, Vestur-Þýska-
land, Holland, Belgía, Danmörk,
ítaha, Grikkland, Spánn, Portúgal
og írland. Hvað ættu kaupendur
að gera? Thlögur mínar eru: At-
huga skal strax gaumgæfilega þær
íslenskt barn sem verður að not-
ast við slöngu bæði við öndun og
til þess að fá fljótandi fæðu. -
Grein um mál þessa drengs birtist
i DV hinn 30. april í fyrra.
vörur, sem hafa verið keyptar, og
nota stílabók th skrásetningar.
Auk vöruheita ættu að vera skrá-
sett hættuleg efni eins og merkt era
nú. Séu þessar vörar ekki lengur
til sölu hér (því miður eru að stað-
aldri nýjar vörar th), skal athuga
nöfn efnainnihalds og bera saman
við vörahsta sem gefinn var út af
Slysavarnafélaginu í febrúar 1986,
undir tithnum: Slys af völdum efna
í heimahúsum - viðbrögð við þeim
og vamir. Merkja skal í sthabókina
og fyha inn aht sem var í bókinni.
Sé bókin ekki lengur til í heimahús-
um skal strax haft samband við
Slysavamafélagið.
Hættulegast er duft fyrir sjálf-
virkar uppþvottavélar (ekki
handuppþvottaefni). Efnið sem lifs-
hættulegt er heitir metasilikat.
Samkvæmt EBE-hstanum er efnið
ekki lengur merkt sem tærandi
(ætandi).
Eitt bam í Sviþjóð varð öryrki
árið 1983 og eitt íslenskt bam getur
alla ævi aðeins fengið fljótandi fæðu
gegnum slöngu beint í maga. Bam-
ið getur aðeins andað gegnum
slöngubút í lungun.
Hve mörg í viöbót?
Eirika A. Friðriksdóttir
„Einn maður fannst fyrir hálfum mán-
uði heima hjá sér og hafði verið dáinn
í 3 vikur.“