Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Qupperneq 19
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987.
19
'
'
Merming
Svart á hvrtu 1987
Trúbadorar, gotneskar tumspír-
ur, galdrabrennur, siöspilltir
munkar og frómir koma mörgum
í hug þegar minnst er á miðaldir.
í bók Bjama Guðnasonar, Sólstöf-
um, frumraun hans í skáldsagna-
gerð, koma þessi atriði öll við sögu
svo enginn sem ann fyrri tímum
ætti að verða fyrir vonbrigðum við
lestur hennar. Þessi saga ber yfir-
bragð sögulegrar skáldsögu. Erfitt
er að tímasetja hana nákvæmlega
en líklega á hún að gerast á seinni
hluta miðalda og umhverfið er ka-
þólskt land einhvers staðar í
Evrópu.
Sagan fjallar um ofur hversdags-
legan pilt - svona meðalskussa -
sem finnst fátt leiðinlegra en að
hanga yfir skræðum i röku, ryk-
mettuðu andrúmslofti klaustursins
þar sem hann dvelst í upphafi sög-
unnar. Piltur er kallaður heim
vegna dauðastríðs móður sinnar
og á ekki afturkvæmt í klaustrið.
Eftir dauða móðurinnar lærir ungi
maðurinn iön fóður síns og sölu-
mennsku henni lútandi og hleypir
síðan heimdraganum í leit að ást-
inni.
Bókmenntir
Sigríður Tómasdóttir
Undir hælnum
Frásögnin spannar rúmlega eitt
og hálft ár í ævi hans og sagan er
sögð á hlutlægan hátt. Tíðarandi
og aldarfar birtist í sögum sem
ungi pilturinn, Pétur, heyrir, bæði
á meðan hann er í námi og á ferð
sinni. Hann er oftast áhorfandi eða
áheyrandi þeirra atburða er sagan
greinir frá. Sjaldnast er hann þátt-
takandi. Á ferð sinni hittir hann
margs konar fólk sem á það sam-
eiginlegt að vera undir hælnum á
valdastéttinni. Það á sér sína
menningu og hugmyndir sem birt-
ast í sögum þess, orðum og athöfn-
um. Sögumar segja ýmist frá
valdhöfum, grimmum og miskunn-
arlausum, sem svífast einskis til
að ná fram vilja sínum, eða gert er
grín að þeim. Grín, háð og spé í
garð ráðamanna er andsvar undir-
okaðra manna við kúgun. Af þeim
toga eru sögurnar þrjár af Róberti
rannsóknardómara sem haldinn er
ákaflegri fýsn til hugarfósturs síns,
júngfrúar Blánkiflúrs. Júngfrúin
varð auðvitað holdtekja djöfulsins
í meðfórum munksins svo hennar
vegna komst hann til vegs og virð-
ingar innan kirkjunnar.
Sögusamúðin
Skáldsagan Sólstafir á það sam-
eiginlegt skálkasögunum spænsku
að sögusamúðin er yfirleitt með
þeim sem minna mega sín. Annað
sem Sólstafir eiga sameiginlegt
með skálkasögunum eru persónu-
gerðir sögunnar, þær eru hvorki
margslungnar né þróaðar heldur
eru þær fulltrúar ákveðinna stétta
eða manngerða. T.d. eru þær
nefndar eftir störfum sínum, svo
sem oStagerðarmaðurinn, harpar-
inn, heimspekingurinn og fleiri.
Sama gildir um kvenpersónurnar,
ef þær heita eitthvað eru nöfnin
gegnsæ, þ.e. fela hlutverk þeirra í
sér. Kvenpersónur sögunnar, þær
lægst settu, eru sýndar í grótesku
ijósi. Það er flett upp um þjónustu-
meyjar, fætur þeirra eru digrir og
loðnir, peningmn kastað í mark í
bert skaut söngmeyjar sem er
fáguð stundu áður og fleira slijít.
í írónísku Ijósi
Flestar persónur sögunnar eiga
það sameiginlegt að vera að leita
einhvers. Sumar leita þess jákvæða
- ástarinnar eða horfmna ástvina.
Aðrar leita að völdum eða viður-
kenningu og enn aðrar leita
einungis að næsta viðkomustað þar
sem hægt er að höndla með eitt-
hvað, hvort sem það er góss eða
eigin líkami. Gangur lífsins virðist
vera sá sami hvar sem er á jarð-
kringlunni, hvort sem um er að
ræða 20. öldina eða einhveija aðra.
Mannlegt eðli heldur áfram að vera
samt við sig og mannskepnan er
enn áfjáð í það sem er handan seil-
ingar. Hvort hún nær að höndla
það sem hún þráir fer eftir því hvað
það er. Ef það er eitthvað jákvætt
og göfugt er það líklega torfengið,
a.m.k. nær söguhetja Bjarna
Guðnasonar ekki að finna ástina
sína í bókarlok. - Engin ný sann-
indi sem höfundur miðlar okkur
en sagan er ákaflega skemmtileg
aflestrar og sérstaklega tekst höf-
undi vel að gera mannlífinu skil
með því að sýna það í írónísku ljósi.
S.T.
Lækjartorgi og Laugavegi 8
HN^R
Bjarni Guðnason.
Ivazer Tag er keppnisíþrótt
ársins 3010, sem byggist á
hraða, mildlli nákvæmni og
einbeitni. Iæilvurinn byggist
til dæmis á því að gefa ljós-
sendingar á tölvuna, sem
skráir allt að 99 móttölcur.
lölvan getur eimiig sent til
baka og lukið um sig
ósýnilegum
hlííðarskildi.
Æsispennandi keppni jafiit
fyrir stelpur, sem stráka.
lAizer Tag, gjöfin, sem hittir
örugglega í mark !