Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Page 21
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987. 21 Menning Búálfur á bænum er Jólagrauturinn. Höfundur: Sven Nordquist. Þýðgndi: Þorsteinn frá Hamri. Útgefandi: Forlagið 1987. Hinn þekkti sænski myndabóka- höfundur, Sven Nordquist, sendi í fyrra frá sér bók sem Þorsteinn frá Hamri hefur þýtt undir nafninu Jólagrauturinn. Þetta er litrík og falleg mynda- saga sem gerist á aðfangadagskvöld og er byggð á gömlu skandinavísku þjóðtrúnni um búálfmn sem var nokkurs konar verndari bæjarins. Ef búálfmum var gott gert var hamingja heimihsins tryggð en ef gleymdist að hugsa um hann var vísast að óhöpp gætu hent. Einkum var jólagrauturinn mikilvægur. í sögunni segir frá búálfatelpunni Höllu, systkinum hennar og for- eldrum og undibúningi undir jólaverð búálfafjölskyldunnar á aðfangadagskvöld og spurningunni um það hvort fólkið muni nú eftir að gefa búálfmum jólagrautinn. „ ... þegar fólkið fer út með graut- arskál handa búálfinum þá er það að votta honum virðingu sína. í því felst þakklæti fyrir allt sem hann gerir og ótti við að verða fyrir reiði hans,“ segir búálfapabbi við Höllu og hann segist verða reiður ef fólk- ið auðsýni honum ekki virðingu eftir allt púlið árið um kring. Búálf- ar eru nefnilega á þönum við að afstýra óhöppum alla daga. Búálfa Bókmeimtir Hildur Hermóðsdóttir kerlingar eru hins vegar þeirri gáfu gæddar að sjá þessi óhöpp fyrir og þær senda karla sína til að koma í veg fyrir þau. Búálfamamma veit að nú muni fólkið gleyma grautn- um sem karli hennar fmnst svo mikilvægur. „Einu sinni, fyrir óra- löngu hafði grauturinn gleymst. Þá hafði búálfapabbi orðið svo reiður að stöðug óhamingja ríkti á bænum í heilt ár.“ Þessu verður hún að afstýra og með kænsku sinni og aðstoð barn- anna tekst henni þaö. Sagan er sögð í gamansömum dúr og myndirnar sýna inn á myndar- legt sænskt heimili þar sem jóla- sveinn kemur i heimsókn og hefðbundnir siðir ríkja. Það má raunar varla á milli sjá hvort heim- ilið er ríkulegra: heimih bónda eða búálfsins á heyloftinu. En það ríkir sannkölluð jólastemning á báðum stöðum. Textinn, sem segir þessa litlu sögu, er kannski fulllangur en hann er skemmtilegur og vel upp settur með fallegum myndum. Þær sýna svo að segja alla hugsanlega hluti sem tengjast heimili og jólum og einkennast af hlýrri birtu kerta- ljósa og fjörlegum svipbrigðum persónanna. HH Ný bók Halldórs Laxness „Dagar hjá múnkum" í dag kom út hjá bókaforlagi Vöku- Helgafells ný bók eftir nóbelsskáldið Halldór Laxness. Hún heitir Dagar hjá múnkum og lýsir veru hans í klaustrum og kynnum af munkum og prelátum snemma á öldinni á meginlandi Evrópu og á Bretlands- eyjum. Skáldið segir bókina vera eins kon- ar essayróman en stór hluti hennar er efni dagbókar sem nýlega kom í leitirnar og Halldór hélt í klaustrinu í Saint Maurice í Clervaux í Lúxem- borg er hann „réðist á vist hjá múnkum af reglu heilags Bened- ikts“, svo notuö séu hans eigin orð, árin 1922 til 1925 og aftur veturinn 1925 til 1926. Bókin Dagar hjá múnkum er tæp- lega tvö hundruð síður að stærð. Hún skiptist í ellefu stutta kafla, átta þeirra eru á undan klausturdag- bókinni en þrír eftir að henni lýkur. í umsögn á bókarkápu segir að bókin eigi sér enga hliðstæðu meðal ís- lenskra bóka enda kynni Halldórs af klausturmönnum ólík því sem á daga annarra landsmanna hafi drif- ið. Prentvinnsla bókarinnar fór fram hjá Prentstofu Guðmundar Bene- diktssonar en hún er bundin hjá Nýjar bækur Bókfelli hf. Bæði fyrirtækin starfa í Kópavogi. Nýja Laxnessbókin kostar 1988 krónur með söluskatti. Alþýðubandalagið - átakasaga Bókaforlagið Svart á hvítu hefur nú sent frá sér bókina Alþýðubanda- lagið - átakasaga- eftir Óskar Guðmundsson ritstjóra. Bókin veitir lesandanum greinar- gott yfirlit yfir sögu vinstrihreyfing- arinnar á íslandi, allt frá stofnun Kommúnistaflokksins til sam- tímans, auk þess sem í henni er að finna uppgjör höfundar við ýmsa mikilvæga þætti, í fortíð og nútíð, sem hvað áhrifamestir hafa orðið í mótun þessarar sögu. Líkt og nafn bókarinnar bendir til eru dregin fram í dagsljósið margvís- leg átök sem einkennt hafa sögu þessarar hreyfmgar - átök sem orðið hafa undirstaðan í þeirri kenningu sem höfundur varpar fram um Al- þýðubandalagið. Verð kr. 2450. Á NÁTTBORÐIÐ ÚTVARPSVEKJARI, Verð kr. 3.490,- FM, langbylgja og segulband <> TiEKNILAND Laugavegi 168 - sími18055 landsleiknum og láttu drauminn rætast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.