Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Qupperneq 25
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987. 25 Nýfrjálshyggjan í framkvæmd Ekki verður annað ráðið af við- brögðum sjálfstæðismanna en að þeir hafi samþykkt ætlanir fram- sóknarmanna en það er að afhenda nokkrum tugum íjölskyldna íjör- egg og sameign þjóðarinnar. Og hinn almenni borgari hefur verið svæfður og hann horfir ráðþrota á meðan mesta arðrán íslandssög- unnar er framkvæmt í skjóh kvótakerfisins og nauðsynjar þess að takmarka þarf fiskveiðar. I Fáránlegt kvótakerfi Og að sjálfsögðu hafa svokallaðir „hagsmunaaðilar" samþykkt fyrir sitt leyti arðránið, en þó margir með hálfum huga því upp til hópa eru þetta góðir drengir sem lifa á erfiði sínu og áræði en ekki því sem öðrum ber og margir þeirra sam- þykktu því kerfið með hálfum huga. í þessari grein ætla ég ekki að fara út í fyrri aflaskiptingu milli landshluta enda hafa aðrir gert það. Þess í stað að sýna fram á fár- ánleika og fullyrðingar frammá- manna Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokks um að ekki sé hægt að breyta kvótakerfinu því það sé svo margslungið. En sannleikurinn er sá að ekkert er fiær sanni. Og því til sönnunar tek ég dæmi. Sameign allra og kvóti Þegar fiskifræðingar hafa ákveð- ið hversu mikið veiöa má úr hveijum fiskstofni er hægt að stjórna veiðunum með einni tölvu sem tekur við upplýsingum vigtar- manna um hversu miklu hafi verið landað af hverri tegund á degi hverjum þar til kvóta er náð. Þá eru veiðar stöðvaðárá viðkomandi fiskstofni. í þessu kerfi hafa allir sama rétt til að róa og fiska sem að sjálfsögðu er hin eina og rétta fiskveiðistefna KjaUarixm Sigurður Arngrímsson f rámkvæmdastj óri og hún mundi spara þjóðarbúinu hundruð mihjóna króna árlega. En vilji menn færa hluta sam- eignarinnar yfir til landshluta, sem ekki er óeðlÚegt því sama fiskteg- und veiðist ekki allstaðar á sama tíma við landið, þá er ekkert auð- veldara en að skipta aflamagninu niður á landshluta. Það er einnig hægt að ákveða hversu mikið má veiða með hverju veiðarfæri og þetta er ekkert mál og gæti yerið í höndum byggðarlaganna sjálfra. Einnig hversu mikið af fiski þau vildu taka á mánuði hverjum. En í báðum dæmunum heíðu allir sama rétt til að sækja sjó og draga sinn fisk en það ætti enginn fiskinn í sjónum eins og nú á sér stað og stefnt er að áð lögfesta á Alþingi. Frelsi til lífsins Við megum aldrei binda okkur á þessa klafa sem frammámenn framsóknar- og sjálfstæðismanna hyggjast gera með því að keyra þetta stórgallaða kvótakerfi gegn- um Alþingi. Allir ungir menn innan sjómannastéttarinnar eiga jafnan rétt á við gömlu kempurnar að draga sinn fisk úr sjó og njóta afraksturs erfiðis síns og áræöis og það má aldrei verða að menn geti fengið þennan rétt í arf eða gegnum kvongun inn í útgerðarfjölskyldu. Og enn síður - eins og nú á sér stað - að fólk geti flatmagað á sólar- strönd og fjármagnaö dvöl sína þar með því að selja kvóta, sem þeim hefur verið úthlutaö úr tjöreggi og sameign þjóðarinnar. Og ég bið al- góðan guð aö forða okkur frá þessu oki sem þessir menn ætla nú að leggja á þjóðina því tvö ár gætu hæglega oröið tvö hundruð eða jafnvel ok um aldur og ævi. Og það er af þessum sökum, hvar í flokki sem við stöndum, sem okkur ber skylda til að snúa bökum saman og fella burt þessa vitiausu fisk- veiðistefnu með núverandi kvóta- kerfi. Sigurður Arngrímsson „AUir ungir menn innan sjómanna- stéttarinnar eiga jafnan rétt á við gömlu kempurnar að draga sinn fisk úr sjó..segir greinarhöfundur. Odýri skómarkaðurinn Hverfisgötu 89 Mölnlycke ‘S Fyrr eða síðar kemstu að því að LIBERO bleiurnar eru betri. Þær innihalda engin kemísk bleikiefni. Þykkastar í miðjunni þar sem þörfin er mest. Þurrar við húðina. Tvöföid teygja. Fjölnota límband. KAUPSELSF. VO ÍStUÍ ó\a^raU úð 'tV % Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 LAUGAVEGI 25 SÍMAR: 27770 OG 27740 VÉLMENNI OG TÆKI 4 GERÐIR QUICK- \ SHOT LASER BYSSA FALLEGAR DÚKKUR VERÐ KR. 1.595,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.