Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBÉR 1987. Iþróttir Frétta- stúfar Leikbann Brady stytt UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, tók í gær fyrir áfrýjun írska knattspyrnusambandsins vegna fjögurra leikja banns í Evrópukeppni sem Liam Brady var dæmdur í eftir aö hafði verið rekinn af velli í leik írlands og Búlgaríu í Dublin í haust. Dómur aganefndar UEFA var mildaöur- í tvo leiki. Áírýjunarnefnd UEFA kynnti sér feril Bradys en brottvikn- ingin í Dublin var hans fyrsta í 67 landsleikjum. Hann hefur tvívegis verið bókaður í land- sleikjum. Þá var hann hreins- aður af þeirri ákæru að hafa sýnt ofbeldi í leiknum í Dublin. „Fyrstu tveir leikir okkar í Evrópukeppninni skipta öllu máli. Ef Liam Brady getur ekki tekið þátt í þeim er lítil ástæða til að velja hann í iandsliðs- hópinn,“ sagði þjálfari írska landsliðsins, Jackie Charlton, )egar aganefnd UEFA dæmdi Brady og bætti við: „Ég mun ekki velja Brady nema leik- bannið verði alveg fellt niður“. Hvort hann stendur við þessi orö sín á eftir að koma í Ijós. Liam Brady hefur um langt ára- bil veriö besti og þekktasti leikmaður irska Manuel, sem leikið hefur með Benfica, var í gær seldur til svissneska lið9ins Sion. Kaup- verðið var 375 þúsund dollarar. Sion var eitt þeirra átta sem tryggöi sér úrslitakeppnir- deildinni Eigendaskiptin á Watford „Líklegt að ég hætti öllum afskiptum af knattspyrnu“ - segir Elton John og Robert Maxwell er mjög reiður „Stjórn deildafélaganna er ekki treystandi. Hún hefur sannað að orð hennar er ekki virði pappírsins sem forsetinn skrifaði nafn sitt á,“ er haft eftir Robert Maxwell stórútgef- anda í blaði hans Daily Mirror í gær og þess getið að svo kunni að fara að Maxwell og Elton John popp- stjarna hætti öllum afskiptum af knattspymunni. Selji þrjú knatt- spymufélög. Stjórn deildafélaganna tilkynnti Maxwell á þriðjudag að hann geti ekki keypt hlutabréf Elton John í Watford nema hann selji hlutabréf sín í Derby, þar sem hann er stjórn- arformaður, Oxford og Reading. Að sögn Daily Mirror eru þeir Maxwell og John reiðir mjög. Fyrir 10 dögum hafði forseti deildafélaganna, Philip Carter (Everton), lofað á einkafundi með þeim að Maxwell þyrfti aðeins að selja hlutabréf sín í Oxford til að geta keypt Watford. „Stjórnin er að skaða Watford. Ég veit ekki hvar ég stend og skil ekki hvað hún ætlast fyrir. Eins og staðan er í dag er eins líklegt að ég hætti öllum afskiptum af knattspymu, ég held mig langi ekki framar til að horfa á knattspyrnuleik,“ sagði Elt- onJohn. Á fundi sínum á þriðjudag ákvað stjórn deildafélaganna einnig að halda aðalfund allra hinna 92. deilda- félaga 19. janúar nk. og láta þar greiða atkvæði um hvort einn og sami maður geti haft afgerandi áhrif í meira en einu félagi. Watford, Oxford og Derby voru í lægri deildum, þegar John og Max- well tóku við stjórninni hjá þeim. John varð stjómarformaður Watford og kom liði félagsins úr 4. deild í þá fyrstu. Maxwell kom Oxford úr 3. deild í þá fyrstu og báðir hafa lagt mikla peninga í félögin. Ef þeir selja þurfa nýir eigendur aö standa í mikl- um fjárfestingum til að halda þeim í 1. deild. -hsím Það eru skiptar skoðanir á kaupum Roberts Maxwell á knattspyrnufélögum. Teikning úr Shoot S-Kóreumenn eru komnir til landsins og æfa grimmt fyrir átökin „sirkuspiltarnir" á fjölum Laugardalshallar en þar tóku þeir meðal annars fram leikf á milli sín. Landsleikur í handknattle Sirkuslið S-l komið til lan - landslið S-Kóreu spilar tvo landsleiki við S-Kóreumenn eru komnir til landsins en þeir munu mæta íslendingum tvíveg- is eftir helgina. Fer fyrri leikur þjóðanna fram á mánudag klukkan 20.30 en sá síð- ari á sama tíma á þriðjudag. Báðar þessar viöureignir fara fram í Laugar- dalshöll. Áhorfendur ættu ekki að láta sig vanta á þessa leiki. Kóreumenn spila nefnilega ævintýralegan handknattleik þar sem allt er byggt á hraða, snerpu og knatt- tækni sem aðrar þjóðir ráða lítt eða ekki yfir. Flest það sem Kóreumenn taka sér fyrir hendur er veisla fyrir augað. íslendingar hafa tvívegis mætt S- Kóreumönnum í handknattleik - og í hvorugt skiptið haft betur. Fyrst stein- lágu íslendingar á HM í Sviss, 21-30, en réttu nokkuð sinn hlut er þjóðirnar mættust í S-Kóreu í sumar. Þá skyldu liðin jöfn, 24-24, í æsispennandi leik. Liðið sem ísland teflir nú fram er skipað þessum mönnum: Markverðir: Einar Þorvarðarson, Val, Kristján Sig- mundsson, Víkingi, Guðmundur Hrafn- kelsson, Breiðabliki, og Gísli Felix Bjarnason, KR. Aðrir leikmenn: Þorgils Óttar Mathiesen, FH, Jakob Sig- Laugavegi 168, sími 18055. HÖFUÐÚTVARP, FM STERE0. Frábær hljómgæði. VASADISKÓ, rauð og blá. Verð kr. 1.690 Félagaskipti í Englandi „Bruceerofdýr" - sagði stjórinn en Man. Utd keypti samt „Steve Bruce er of dýr, Norwich fer fram á 900 þúsund sterlingspund sem er miklu meira en við metum leikmanninn á. Þá hefur þetta mál þvælst fyrir þeim hjá Norwich og við munum nú leita á ný mið,“sagði Alex Ferguson, sfjóri Man. Utd, í gær- morgun. Um miðjan dag var hins vegar boðað til skyndifundar form- anna félaganna og klukkustund síðar hafði Edwards hjá United keypt leik- manninn á 825. þús. sterlingspund. „Mikill léttir,“sagði Ferguson þá. Talið var víst að Bruce, miðvörður Norwich, yrði leikmaður hjá United í vikunni en Norwich hafði nær tvö- faldað verðið á leikmanninum síðustu daga auk þess sem samnings- umræðum milli félaganna var frest- að nokkrum sinnum. Norwich vildi ekki láta Bruce frá sér fyrr en félag- ið hefði tryggt sér tvo nýja leikmenn. Það hefur það nú gert. Fyrst var norður-írski landsliðsmaðurinn John ONeill keyptur frá QPR á 100 þúsund sterlingspund og á miðviku- dag var Robert Fleck' keyptur frá Glasgow Ragngers á 580 þúsund sterlingspund. Það er mesta upphæð sem Norwich hefur greitt fyrir leik- mann. Fleck er 21 árs miðherji en ONeill er miðvörður og hefur lengst- um leikið með Leicester. Norwich er ekki sterkt félag fjárshagslega og tal- ið öruggt að það verði að selja Bruce til að geta staðið við samningana við Queens Park Rangers og Glasgow Rangers. Setningarnar hér að ofan voru skrifaðar eftir yfirlýsingu stjóra United í gærmorgun. Auðvitað varð Norwich að selja en þurfti þó ekki að lækka boð sitt nema um 75 þúsund sterlingspund. -hsím „Bruce er of dýr,“ sagði Alex Fergusson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.