Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Qupperneq 36
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987.
-*S
Fréttir
Gísli Ámi Eggertsson æskulýðsfulltrúi:
„Hópur unglinga kann
ekki að fara með frelsið' ‘
Eitt þeirra ungmenna sem var að niðurlotum komið í miðbænum að-
faranótt siðastliðins laugardags. DV-mynd: KAE.
„Það er alveg sama hve margar
félagsmiðstöðvamar verða, þær
koma ekki í veg fyrir að krakkarn-
ir fari niður i miðbæ. Þessi til-
hneiging hjá unglingum að safnast
svona saman er þekkt í öllum
stærri borgum Norðurlandanna. í
sjálfu sér er ekkert slæmt við það
að unglingar hópist svona saman
og skemmti sér. svo framarlega að
hlutirnir fari ekki úr böndunum,"
sagði Gísli Ámi Eggertsson hjá
Æskulýðsráði Reykjavíkur.
Gísli Árni var spurður hvort eng-
in lausn hefði fundist á mikilli
aðsókn unghnga i miðbæ Reykja-
víkur um helgar. í máh hans kom
meðal annars fram að það virtist
sama hvað krökkunum væri boðið
upp á, þeir sæktu alltaf í miö-
bæinn. Yngri krakkarnir fara
flestir heim um og eftir mið-
nætti.
Eldri krakkarnir komast inn á
veitingastaði og þegar þeim er lok-
að fara krakkarnir á götuna rétt
eins og eldra fólk sem er á þessum
veitingastöðum.
„Þaö er ákveðinn hópur unghnga
sem kann ekki að nota þetta frelsi
sem þeir hafa til að koma saman.
Það koma krakkar saman alls stað-
ar úr borginni og nágrannabyggð-
arlögum og langstærsti hluti
þessara unghnga er ekki til vand-
ræða. Þeir koma fyrst og fremst til
að sýna sig og sjá aðra og taka síð-
asta strætó heim. Þessi hópur er
ekkert vandamál.
Oft stendur eldra fólk fyrir
ólátunum
Svo er það aftur hópur sem er
erfiðari viö að eiga. Við ríáum ekki
til þess hóps nema að litlu leyti í
skipulögðu starfi.' Oft er það hka
eldra fólk sem stendur fyrir þess-
um ólátum.
Ég er á því að sá hópur, sem kom-
inn er út á hálan ís, hafi stækkað.
Áfengisneyslan hefur færst neðar
í aldurshópana. Það er staðreynd
að meðferðarstofnanir hafa af-
skipti af yngri börnum nú en áður.
Unghngarnir sækja mismikið í
miðbæinn. Ákveðnir dagar eru
öðrum verri. Þegar prófum í
mennta- og grunnskólum lýkur og
eins fyrst eftir að kennsla hefst á
haustin er ásóknin hvað mest. Það
virðist vera sama hvað í boði er
fyrir unglingana þessa daga, mið-
bærinn dregur alltaf mikinn fjölda
til sín,“ sagði Gísli Ámi Eggerts-
son.
Það er enginn staður fyrir ungl-
inga á aldrinum 13 th 17 ára opinn
á þeim tíma sem mest er um ungl-
inga í miðbænum. Samkvæmt
lögreglusamþykkt þarf sérstaka
heimild lögreglu til að hafa sam-
komu fyrir unghnga lengur en til
miðnættis. Félagsmiðstöðvar fyrir
unghnga eru sex í Reykjavík. Þær
em opnar tíl klukkan eitt eftir miö-
nætti á föstudögum og laugardög-
um.
-sme
Guðlaugur Bergmann kaupmaður:
Alltof mikið gert
úr ólátum í miðbænum
„Ég er svekktur yfir því að búið
er að brjóta fyrir mér fullt af rúð-
um. Það þýðir samt ekki að stimpla
aha þessa krakka óalandi og óferj-
andi. Ef nokkuö er þá eru þessir
krakkar miklu stihtari en krakkar
voru í minu ungdæmi. Ég man að
það var mikið um slagsmál og lög-
reglan varð að hafa tíö afskipti af
unglingum hér áður. Á gamlárs-
kvöld veltum við bhum og fleira.
Nú er gert svo mikið úr þessu hjá
krökkunum. Mér þykir alltof mikið
gert úr þessu,“ sagði Guðlaugur
Bergmann kaupmaður.
í miðbæ Reykjavíkur gengur á
ýmsu um helgar. Það má lesa í
blöðum um mikið af rúðubrotum,
slagsmálum og fleira. Guðlaugur
segir að eins og Austurstræti sé nú
þá verði þar ákveðinn suðupottur.
Samtökin Gamh miðbærinn hafa
fengið heimhd borgarstjóra og
skipulagsnefndar til að láta gera
tihögu aö breytingum á Austur-
stræti.
„Guðni Pálsson arkitekt er að
vinna að tihögunni, en hann er
aöalhöfundurinn að Kvosarskipu-
laginu. Það er miðað að því að
tillagan verði thbúin sem fyrst og
að framkvæmdir geti hafist næsta
vor. Eigendur eigna við Autur-
stræti munu að öllum hkindum
taka þátt í kostnaðinum. Við viljum
gera Austurstræti aftur að líflegri
götu. Þannig að rúnturinn opnist á
ný. Það er ekkert að því að hafa
fólk þama. Það er allt í lagi með
99,9% af þessu fólki. Ólátabelgirnir
eru miklu færri en áður og þegar
verið er að tala um að fólk geti
ekki farið niður í bæ vegna þess
að þaö sé stórhættulegt þá er það
ekki rétt.
Stæsti vandi lögreglunnar er sá
að fólkið safnast á of htið svæði,
ef fólkið dreifðist á stærra svæði
breyttist þetta mikið. Auk þess er
lögreglan ahtof fámenn. Það er
ekkert nýtt fyrirbrigði, lögreglu-
mönnum hefur frekar fækkað en
hitt, þó svo fólki hafi fjölgað og ég
tala nú ekki um umferðina. Við
höfum oft rætt þetta ég og Bjarki
Elíasson. Við erum sammála um
þessi atriði en Bjarki á í vanda þar
sem hann fær ekki nógu mikinn
mannskap.
Ég vil taka það fram að meirihlut-
inn af þeim krökkum sem safnast
saman í miðbænum er góðir krakk-
ar, þeir eru með ærsl og fjör sem
er eðhlegt fyrir þennan aldur. Og
að tala um að það sé hættulegt að
fara niður í miðbæ er ekki rétt.
Hitt er aftur annað mál aö það hafa
verið brotnar margar rúður því á
þessu svæði er htil umferð og htið
sést til þeirra sem brjóta rúðumar.
Það er einmitt þetta sem máhð
snýst um,“ sagði Guðlaugur Berg-
mann.
-sme
Æskulýðsráð:
Vonir um
afdrep í mið-
bænum fyrir
Unnið er að tihögmn um að
koraa á fót afdrepi fyrir unglinga
í miðbæ Reykjavíkur. Sá raikli
flöldi unglinga sera sækir í mið-
bæinn hefur í engin hús að venda
þurfi þau á einhverri aðstoð aö
halda. Salernisaðstaða er ekki
opin seint á kvöldin og um nætur.
íþrótta -og tómstundaráö vinn-
ur í samvinnu við félagsmálaráð
að gerð thlagnanna. Vonir standa
th aö heppilegt hús fyrir afdrepið
finnist sem fyrst og að thlögumar
verði samþykktar áður en fjár-
hagsáætlun Reykjavikur veröur
lögð fram.
„Þetta er spurning um peninga
en þörfin er mikh á aö koma
þessu sem fyrst af stað,“ sagði
Gísh Árni Eggertsson æskulýös-
fuhtrúi.
-sme
Opið til kl. 22.00 alla virka daga fram að jólum.
Laugardaga til kl. 20.00-sunnudaga til kl. 16.00.
Það er stutt til
jóia, það er lika
stutt i næstu
Fatalandsverslun.
Hringbraut 119. Smiðjuvegi 2B. Skólavörðustig 19.
Simi 611102. Sími 79866. Simi 623266.
Tökum upp
nýjar vörur
daglega.