Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Page 38
50
Merming
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987.
BLAÐAMAÐUR - MATREIÐSLA
DV auglýsir eftir blaðamanni sem getur annast um-
sagnir og frásagnir af matreiðslu, matargerð, matar-
innkaupum og hliðstæðu efni á neytendasíðu. Um
fullt starf er að ræða. Kjör skv. samkomulagi. Þarf
að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist fyrir
áramót, merkt: Ritstjórn DV, umsókn um blaða-
mannsstarf.
Ritstjórar
KÍMA' -PANNA
FYRIR RAFMAGNSHELLUR
„Kína"pannan er notuð til að snöggsteikja. Snöggsteiking er aðal-
eldunaraðferð í kínverskri matargerðarlist. Pannan er hituð með
olíu, t.d. sojaolíu. Þegar pannan er orðin vel heit er smáskorinn
maturinn settur í og snöggsteiktur með þvi að snúa og velta hon-
um hratt. Leiðbeiningar um notkun og nokkrar uppskriftir fylgja.
Þessi panna er steypt með sérstakri fargsteypuaðferð sem gefur
bestu hugsanlegu hitaleiðni. Þess vegna hentar hún mjög vel
fyrir snöggsteikingu á rafmagnshellum. Kínapönnuna má nnta til
að djúpsteikja og gufusjóða, einnig til að brúna og krauma (hæg-
sjóða). Fæst í um 80 búsáhaldaverslunum um allt land.
Framleldd af Alpan hf., Eyrarbakka.
Heildsöludreifing Amaro - heildverslun, Akureyri, sími 96-22831
VINNUFATABÚÐIN
Laugavegi 76, Hverfisgötu 26
NÝKOMIÐ
PILOT LEÐURJAKKAR
Vefarinn mikli
var sprenging
rætt við Halldór Guðmundsson bókmenntafræðing
DV-mynd GVA
Vefarinn mikli frá Kasmír eftir
Haildór Laxness er viðfangsefni
Halldórs Guðmtmdssonar bók-
menntafræðings í bókinni Loksins,
loksins, Vefarinn mikii og upphaf
íslenskra nútímabókmennta. I bók-
inni útskýrir Halldór hvers vegna
hann telur Vefarann mikla vera
tímamótaverk í íslenskum bók-
menntum, - segir frá íslensku
þjóðfélagi á þriðja áratugnum,
þeim höfundum og menningarpáf-
um sem létu hvað mest að sér
kveða og hugmyndum manna um
þjóðfélagið og þróun þess. Halldór
tekur fyrir áhrif Vefarans í því
amdrúmslofö sem þá ríkti í ís-
lenskum menningarmálum, skoð-
ar hann í ljósi þeirra atburða sem
voru að gerast á íslandi annars
vegar og hins vegar þess sem var
að gerast í Evrópu á sama tíma.
- Hvers vegna þetta viðfangsefni,
Halldór?
- Ég skrifaði þetta upphaflega
1984 sem lokaritgerð í bókmennta-
fræði við Hafnarháskóla og þá
fannst mér fyrst og fremst forvitni-
legt að skoðá Vefarann í alþjóðlegu
ljósi. En ég var ekki bara að semja
þetta fyrir sjáífan mig og kennar-
ann, svo ég ákvað að gefa þetta út,
reyndar í breyttu formi. Ég hef
dregið úr fræðastagli og eins hef
ég bætt við ýmsu sem hefur komið
fram um efnið síðan ég lauk rit-
gerðinni, - þar má nefna bréf og
dagbækur Þórbergs Þórðarsonar,
greinasafn Halldórs og bók Áma
Sigurjónssonar, Laxness og þjóðlíf-
ið. Það sem fyrir mér vakti var að
útskýra þá sprengingu sem Vefar-
inn var í íslenskri bókmenntasögu
og til að gera það verður að reyna
að skilja þær oft á tíðum frum-
stæðu tilraunir sem hér voru
gerðar á bókmenntasviðinu. Þegar
Vefarinn kom út 1927 átti hann sér
enga hhðstæðu hér á landi nema
að nokkru leyti Bréf til Lára sem
kom út þremur árum áður, og þess
vegna finnst mér hann marka upp-
haf íslenskra nútímabókmennta.
- Nú virðast þessar bókmenntir
sem hér voru skrifaðar hafa verið
heldur ömurlegar og viðhorf
manna til hins nýja tíma oft á tíð-
um fáránleg.
- Ég held að það sem sé merkilegt
við þessar bókmenntir sem hér
voru skrifaðar að höfundamir
vildu skilja hvað hér væri að ger-
ast. Þeir voru að reyna að ná utan
um nýjan raunveruleika borgarlífs
sem var þeim í rauninni mjög fram-
andi. Reykjavík var allt í einu orðin
borg „með football og hómósexúal-
isma“ eins og Halldór segir í einni
greina sinna, en höfundamir flestir
nýfluttir úr sveitinni. Og á sama
tíma áttu menn í vandræðum með
formið. Breyting þjóðfélagsins kall-
aði á breytingu tungumálsins,
þessir höfundar voru oft mjög óör-
uggir í sínum stíl, það þurfti að
hleypa að nýjum efnistökum og
nýjum orðum og þeir vissu ekki
almennilega hvernig þeir ættu að
fara að því. Mikið af róttækni
Halldórs og Þórbergs hggur einmitt
í því líkingamáli og þeirri óvenju-
legu orðnotkun sem þeir grípa til
við samsetningu sinna verka. Þeir
leyfðu sér að skrifa um hluti sem
menn töldu ekki að ættu heima í
ritmáli, til að mynda ýmsar sál-
arpælingar eða lýsingu á líkams-
starfseminni sem Þórbergur var
skammaður hvað mest fyrir. Ég
held að þetta hafi mönnum þótt
mun óheyrilegra en yfirlýsingar
hans um sósíalisma. En ein af
Halldór Guömundsson.
ástæðunum fyrir því að menn gátu
ekki lýst þessum nýja raunveru-
leika var að þeir voru andsnúnir
honum. Þeir voru sem rithöfundar
börn borgarinnar, Reykjavík var
forsenda þess að þeir gætu verið til
Bókmenntaviðtalið
Lilja Gunnarsdóttir
sem menntamenn, en þeir voru
ekki fyrr komnir úr sveitinni á
mölina en þeir fóru að sjá sveitina
i rómantísku ljósi og tala um borg-
ina í siðferðilegum vandlætingar-
tón. Þjóðernishyggjan var á
þessiun árum líka mjög sterk og
reyndar skiljanieg svona fyrst eftir
fullveldið. Héma var skemmtilegt
andrúmsloft að mögu leyti. Það
ríkti barnsleg bjartsýni og menn
voru að velta fyrir sér málum eins
og nafnaskiptum á landinu, kalla
það Sól-ey svona til aö gera það
meira aðlaðandi, og svo voru uppi
raddir um að við ættum að gera
kröfu til Grænlands. Og svo vora
menn að deila um hvort við ættum
yfirleitt að taka við erlendri nú-
tímamenningu eða hvort við
ættum að lifa áfram í sælli einangr-
un. Ég held að þetta hafi verið í
síðasta skipti sem menn gátu hugs-
að sér það í alvörunni að við
stæðum utan við heiminn. Halldór
Laxness boðar allt sem heitir nú-
tímamenning, hvort þaö eru kaffi-
hús, krár eða drengjakollur á
konum, hann er fyrst og fremst á
móti einangrunarstefnunni hvem-
ig sem hún birtist.
- Hvað frnnst þér mest til marks
um að Vefarinn sé tímamótaverk?
Er það orðnotkun og stíll eins og
þú varst að benda á eða er það þessi
sjálfhverfi nútímamaður sem birt-
ist í Steini Elliða?
- Með Vefaranum heldur nútím-
inn innreið sína í íslenskar
bókmenntir. Halldór er eiginlega
bæði að gera uppreisn gegn ein-
angrunarstefnunni og að glíma við
að lýsa þessu kameleóni sem hon-
um finnst nútímamaðurinn vera,
hann langar til að planta honum
niöur á íslandi og takast á viö hann.
Hann kemur þarna fyrstur manna
fram með strauma úr evrópskri
menningu sem hann hefur kynnst
og getur þess vegna talað um af
eigin raun, hann er eiginlega eins
og Sigurður Nordal segir „á grenj-
andi túr í Evrópumenningu".
Pyrirmyndin að Steini Elliða er
sótt í evrópskar bókmenntir og
hann túlkar þessa eirðarlausu leit
að gildum sem var einkennandi
fyrir þessa tíma. Kannski má segja
að hinn sjálfhverfi nútímamaður
sé að vissu leyti til staðar í Bréfi
til Láru en það er samt ekki fyrr
en með Vefaranum að hann birtist
í íslenskum bókmenntum svo ekki
verður um villst. Samt er Halldór
um leið aðgera upp við þessa sjálf-
hverfu höfunda sem voru fýrir-
myndir hans þó það komi ekki í
ljós fyrr en í lok bókarinnar. Fjar-
lægðin frá Steini fer vaxandi þegar
líður á verkið og sjónarhomið fæ-
rist frá honum til Diljáar. Það sem
hefur gerst í lok bókarinnar er að
þessi sæla einangrun munklífsins
er oröin vafasöm, faðir Alban, læri-
meistari Steins, er kominn í klaust-
ur þar sem má hvorki tala né vera
og Steinn er sjálfur á leiðinni í svip-
að lífemi. Þegar bökinni lýkur er
Steinn horfinn en Diljá stendur eft-
ir og á framtíðina fyrir sér, hún
horflr á borgina vakna og hefur
jafnframt síðasta orðið, og hennar
dómur um veröld munkanna er að
hún sé ómennsk. - Vefarinn er
merkilegt brautryðjandaverk og
með honum hefur Halldór losað um
höft ritmálsins, nú er ekki lengur
til sá hlutur sem ekki er hægt að
skrifa um og hann markar líka
upphafið á höfundarferli hans,
hann hefur þama búið sér til þema
sem hann kemur oft að seinna, en
það eru einmana skáldið og stúlk-
an. L.G.