Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Síða 46
, 58
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987.
Fólk í fréttum
\
Halldór Jónatansson
Halldór Jónatansson, forstjóri
Landsvirkjunar, hefur verið í frétt-
um DV vegna umræðna um sölu á
rafmagni. Halldór er fæddur 21.
janúar 1932 í Reykjavík. Hann lauk
lögfræðiprófi frá Háskóla íslands
1956 og MA prófl frá Fletcher
School of Law and Diplomacy í
Bandaríkjunum 1957. Halldór var
fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu 1. júlí til 1. september 1957
og fulltrúi í viðskiptaráðuneytinu
1. september 1957 til 1. júní 1962 er
hann var skipaður deildarstjóri í
ráðuneytinu. Hann var ráðinn
skrifstofustjóri Landsvirkjunar 26.
október 1965 og aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Landsvirkjunar 16.
desember 1971. Halldór var ráðinn
forstjóri Landsvirkjunar 1. maí
1983 og hefur verið í stjórn Sam-
bands íslenskra rafveitna síðan
1983. Hann hefur verið einn af full-
trúum íslands í stjórn NORDEL,
samtaka raforkufyrirtækja á Norð-
urlöndum, síðan 1984 og hefur
ennfremur setið í stjórn lands-
nefndar Alþjóða verslunarráðsins
á íslandi síðan 1983.
Kona Halldórs er Guðrún Dag-
bjartsdóttir, f. 18. janúar 1935.
Foreldrar hennar eru Dagbjartur
Lýðsson, kaupmaður í Rvík, og
kona hans, Jórunn Ingimundar-
dóttir.
Jórunn er f. 29. janúar 1911, dótt-
ir Ingimundar Benediktssonar, b. í
Kaldárholti í Holtum, og konu
hans, Ingveldar Einarsdóttur, frá
Hæh, systur, Eiríks Einarssonar,
fyrrum alþingismanns. Jórunn er
systir Einars, f.v. bæjarfógeta, og
Helgu, konu Sveins Benediktsson-
ar forstjóra.
Dagbjartur er f. 10. febrúar 1906,
sonur Lýðs Árnasonar, b. á Hjalla-
nesi í Landsveit, og konu hans,
Sigríðar Sigurðardóttur. Einn
bræöra Dagbjarts var Sigurður,
faðir Kristínar, konu Friðjóns
Þórðarsonar alþingismanns.
Börn Guðrúnar og Halldórs eru
Dagný, f. 22. október 1958, raf-
magnsverkfræðingur, gift Finni
Sveinbjörnssyni hagfræðingi og
eiga þau eina dóttur; Rósa, f. 25.
ágúst 1961, tölvunarfræðingur,
sambýlismaður Vilhjálmur Þor-
valdsson rafmagnsverkfræðingur;
Jórunn, f. 8. október 1962, bygging-
arverkfræðingur, og Steinunn, f.
24. nóvember 1973, grunnskóla-
nemi.
Systur Halldórs eru Bergljót, f.
11. apríl 1935, gift Jóni Sigurðssyni,
framkvæmdastjóra íslenska járn-
blendifélagsins hf., og Sigríður, f.
18. apríl 1937, gift Þórði Þ. Þor-
bjarnarsyni borgarverkfræðingi.
Foreldrar Halldórs eru Jónatan
Hallvarðsson hæstaréttardómari
og kona hans, Sigurrós Gísladóttir.
Föðurbræður Halldórs eru Jón,
sýslumaður, faðir Bjarna Braga,
aðstoðarbankastjóra Seðlabank-
ans. Föðurbróðir Halldórs er
einnig Einvarður, starfsmanna-
stjóri Landsbankans og Seðlabank-
ans, faðir Hallvarðs, saksóknara
ríksins, og Jóhanns alþingismanns.
Þriðji fóðurbróðir Halldórs er Sig-
uijón skrifstofustjóri, faðir Birgis
yflrdeildarstjóra og Hallvarðs bif-
reiöarstjóra.
Faðir Jónatans var Hallvarður,
b. í Skutulsey á Mýrum, Einvarðs-
son, b. í Skutulsey, Einarsson.
Kona Hallvarðs var Sigríður Jóns-
dóttir, b. í Skiphyl á Mýrum,
Jónssonar.
Faðir Sigurrósar var Gísli, sjó-
maður í Reykjavík, Kristjánsson,
tómthúsmanns í Rvik, Gíslasonar,
bróðir Guðmundar, afa Sverris
Kristjánssonar sagnfræðings og
langafa Þorsteins Pálssonar for-
Halldór Jónatansson.
sætisráðherra. Bróðir Kristjáns
var Pétur, bæjarfulltrúi í Ána-
naustum, afi Jakobs, fyrrverandi
orkumálastjóra.. Móðir Sigurrósar
var Halldóra Sigurðardóttir, sjó-
manns í Sýruparti á Akranesi,
Sigurðssonar og konu hans, Guð-
rúnar Ásbjömsdóttur, b. í Mels-
húsum á Akranesi, Erlendssonar,
sem Melshúsaættin er kennd við.
Aímæli________________
Sigvaldi Arason
Sigvaldi Arason framkvæmda-
stjóri, BÖðvarsgötu 15, Borgamesi,
er fimmtugur í dag. Sigvaldi fædd-
ist í Borgarnesi og hefur ávallt átt
þar heima. Eftir skólagöngu fór
hann að vinna fyrir sér og var þá
m.a. á kaupskipum. Sigvaldi var
sautján ára þegar hann keypti sér
vörubíl og gerðist vörubílstjóri en
jafnframt gerði hann út vinnuvélar
um árabil. Hann stofnsetti svo
verktakafyrirtækið Borgarverk hf.
sem hann hefur síðan verið eigandi
að og framkvæmdastjóri fyrir.
Kona Sigvalda er Halldís hús-
stjórnarkennari, f. 11.8.1943, dóttir
Elínar Frímannsdóttur og Gunnars
Guðjónssonar sem nú er látinn.
Sigvaldi og Halldís eiga þrjú börn:
Ari, f. 4.10. 1966, er nemi viö HÍ,
Oskar, f. 27.9.1971, er nemi við ML
og Ólöf Dögg, f. 26.2.1973, er nemi
við Grannskóla Borgarness.
Systkini Sigvalda era: Guðbjörg,
f. 1936, rannsóknarmaður á Raun-
vísindastofnun HÍ, gift Sigurði
Eyjólfssyni; Guðmundur, f. 1940,
fiilltrúi hjá VR í Borgamesi,
kvæntur Lilju Ólafsdóttur, Hólm-
steinn, f. 1941, rafvirkjameistari í
Reykjavík, Unnsteinn, tvíbura-
bróðir Hólmsteins, er trésmíða-
meistari í Borgarnesi, kvæntur
Hólmfríði Héðinsdóttur, Ómar, f.
1944, flugstjóri í Reykjavík, kvænt-
ur Önnu Kristófersdóttur, Jón, f.
1946, radíóvirki í Reykjavík,
kvæntur Þóru Einarsdóttur.
Foreldrar Sigvalda: Ólöf Sig-
valdadóttir, f. 11.9. 1906, og Ari
Guðmundsson, vegavinnuverk-
stjóri í Borgarnesi, f. 18.11.1895, d.
21.5.1959. Móðurforeldrar Sigvalda
vora Sigvaldi, skipstjóri í Stykkis-
hólmi, Valintínusarson, og kona
hans, Guðlaug Halldóra, dóttir Jó-
hanns, b. í ÓJafsey, Guðmundsson-
ar og konu hans, Þorbjargar
Ólafsdóttur Guðmundssonar Ól-
afssonar Snóksdalín. Faðir Sig-
valda skipstjóra var Valintínus
Olifer í Stykkishólmi, Oddsson, í
Einarsbúð í Ólafsvík, Sigmundar-
sonar, b. í Tungu í Önundafirði,
Erlingssonar Þorgilssonar. Móðir
Sigvalda var Gróa María, dóttir
Davíðs í Rimabæ í Setbergssókn,
Hnausa-Bjarnasonar Jónssonar.
Kona Davíðs var Margrét Þor-
steinsdóttir.
Sigvaldi Arason.
Föðurforeldrar Sigvalda voru
Guðmundur, b. á Skálpastöðum,
Auðunsson frá Grund í Skorradal
Vigfússonar og Guðbjörg Aradóttir
frá Syðstu-Fossum, Jónssonar.
Sigvaldi tekur á móti gestum í
fundarsal MSB að Engjaási 1, Borg-
amesi, í dag milli klukkan 20 og 23.
Bjöm Svenisson
Björn Sverrisson varaslökkviliðs-
stjóri, Skagflrðingabraut 39,
Sauðárkróki, er fimintugur í dag.
Björn fæddist að Viðvík í Skaga-
flrði og ólst þar upp hjá foreldrum
sínum. Átján ára fór Bjöm aö
heiman og lagði þá fyrir sig ýmis
störf. Hann lærði bílamálun og
starfaði m.a. í íjórtán ár við bílavið-
gerðir hjá Kaupfélagi Skagfirðinga.
Björn hóf síðan störf hjá Brana-
vömum Skagafjarðar en hann er
nú varaslökkviliðsstjóri og eld-
vamareftirlitsmaður.
Kona Bjöms er Helga, f. 1943,
dóttir Sigurbjörns, b. á Völlum í
Suður-Múlasýslu, Péturssonar og
Kristínar Þorkelsdóttur en þau,
tengdaforeldrar Björns, eru bæöi
látin.
Bjöm og Helga eiga þrjá syni:
Sigurbjörn er starfsmaður Kaup-
félags Skagfirðinga og sambýlis-
kona hans er Bára Jónsdóttir;
Sverrir Björn er starfsmaður
Kaupfélags Skagfiröinga og vél-
virkjanemí og er í foreldrahúsum;
Pétur Ingi er verslunarmaður og
býr í foreldrahúsum.
Björn á fimm systkini.
Foreldrar Björns eru Sverrir, b.
í Viðvík, Bjömsson, og kona hans,
Sigríður Hjálmarsdóttir, Jónsson-
ar. Föðurforeldrar Bjöms voru
Björn Sverrisson.
Björn, b. í Viðvík, Bjömsson og
kona hans, Sigríður Pálsdóttir.
Orðsending um afmælisgreinar
Upplýsingar og greinar um afmælisbörn dagana 23. til 28. desember þurfa
að berast blaðinu í síðasta lagi mánudaginn 21. desember.
Upplýsingar og greinar um afmælisbörn dagana 30. desember til 4. janúar
þurfa að berast blaðinu í síðasta lagi mánudaginn 28. desember.
Munið að senda myndir með greinum og upplýsingum.
80 ára_______________________
Jósefina Þorleifsdóttir, Norður-
götu 43, Akureyri, er áttræð í dag.
75 ára
Helena M. Líndal, Garðarsbraut 15,
Húsavík, er sjötíu og fimm ára í
dag. Guðrún Gísladóttir, Sund-
laugavegi 24, Reykjavík, er sjötíu
og fimm ára í dag.
Elísabet Jakobsdóttir, Víðilundi 12
I, Akureyri, er sjötíu og fimm ára
ÍÍS£__________________________
70 ára________________________
Guðný Bjarnadóttir, Asparfelli 8,
Reykjavík, er sjötug í dag.
Leifur Lárusson, Baldursgötu 6,
Reykjavík, er sjötugur í dag.
Bogi Guðmundsson, Laugarásvegi
26, Reykjavík, er sjötugur í dag.
60 ára________________________
Bjarndís Friðriksdóttir, Bugðulæk
20, Reykjavík, er sextug í dag.
50 ára_________________________
Finnur Sæmundur Bjarnason, Vík-
urbraut 4, Mýrdalshreppi, Vestur-
Skaftafellssýslu, er fimmtugur í
dag.
40 ára
Birgir Davíð Kornelíusson, Kleifar-
vegi 14, Reykjavík, er fertugur í
dag. Guðlaugur V. Eyjólfsson,
Breiðvangi 12, Hafnarfirði, er fer-
tugur í dag.
Þorleifur Sigurðsson, Kleifarási 8,
Reykjavík, er fertugur í dag.
Gísli Kristinn Björnsson, Fífuseli
9, Reykjavík, er fertugur í dag.
Hólmar A. Pálsson, Erpsstöðum ,
Miðdalahreppi, Dalasýslu, er fer-
tugur í dag.
Albert Hallgrimsson, Krókatúni 8,
Akranesi, er fertugur í dag.
Guðrún Arngrímsdóttir, Höfðahlíð
13, Akureyri, er fertug í dag.
Jóhanna Arnbergsdóttir, Bjarkar-
grund 37, Akranesi, er fertug í dag.
Andlát
Ingibjörg Ihorarensen
Frú Ingibjörg Thorarensen lést 12.
desember sl. Hún var fæddist 14.
janúar 1899 á Reyðarfirði. Foreldr-
ar hennar voru Sigrún Einarsdóttir
frá Kappeyri og Markús Gissurar-
son frá Flugustöðum í Álftafirði.
Ingibjörg var bam að aldri þegar
hún missti móður sína og var hún
þá tekin í fóstur að Hólmum í Reyð-
arfirði til Guðrúnar Torfadóttur og
séra Jóhanns Lúthers Sveinbjarn-
arsonar.
Ingibjörg giftist Ragnari Thorar-
ensen, kaupmanni á Flateyri, og Ingibjörg Thorarensen.
eignuðust þau fimm böm.
EftiraðþaufluttutilReykjavíkur Jarðsett verður frá Fossvogs-
var Ragnar umsjónarmaður í húsi kirkju föstudaginn 18. desember
Frímúraraámeðanheilsanleyfði. klukkan 15.00.
Skarphéðinn Guðmundsson, Eg-
ilsbraut 9, Neskaupstað, lést í
Fjórðungssjúkrahúsinu Nes-
kaupstað 15. desember.
Dýrunn Ölafsdóttir, Kárdals-
tungu, andaðist 16. desember.
Ásgeir Bjarnþórsson listmálari
lést á heimili sínu, Droplaugar-
stöðum, miðvikudaginn 16.
desember.