Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Blaðsíða 30
42
MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988.
Jarðarfarir Meruiing
Guðrún Valgerður Guðjónsdóttir,
Ægisíðu 64, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Neskirkju þriðjudaginn
2. febrúar kl. 15. Jarðsett verður í
Fossvogskirkjugarði.
Kveðjuathöfn um séra Hannes Guð-
mundsson, Fellsmúla, fer fram í
Skarðskirkju, Landssveit, í dag, 1.
febúar, kl. 14. Útfor hans verður gerð
frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðju-
daginn 2. febrúar kl. 13.30.
Eyjólfur Guðmundsson, fyrrv.
verkstjóri, Lindargötu 22a, Reykja-
vík, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju þriðjudaginn 2. febrúar
kl. 13.30.
Markús Þórhallsson rafmagnsverk-
fræðingur, Nesbala 17, Seltjarnar-
nesi, verður jarösunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík þriðju-
daginn 2. febrúar kl. 13.30.
Magnús Magnússon skipstjóri,
Langeyrarvegi 15, Hafnarfirði, verð-
ur jarðsunginn frá Garðakirkju
þriðjudaginn 2. febrúar kl. 13.30.
Jarðsett verður í Hafnarfjarðar-
kirkjugarði.
Katrín Karlsdóttir, sem lést 27. þ.m.,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 2. febrúar kl. 10.30.
Útfór Karitas Þórðarson, fer fram
fimmtudaginn 4. febrúar kl. 15 frá
Fossvogskapellu.
Vilborg Dagbjartsdóttir Wigelund
lést 20. janúar sl. Hún fæddist á Velli
í Grindavík 26. desember 1911. For-
eldrar hennar voru hjónin Dagbjart-
ur Einarsson og Valgerður
Guðmundsdóttir. Vilborg giftist Pet-
er Wigelund en hann lést árið 1973.
Þau hjónin eignuðust tvær dætur.
Útför Vilborgar verður gerð frá Ás-
kirkju í dag kl. 13.30.
Fundir
Aðalfundur kvennadeildar
Barðstrendingafélagsins
veröur haldinn þriðjudaginn 2. febrúar
kl. 20.30 að Hallveigarstöðum. Verýuleg
aðalfundarstörf. Gengið inn Öldugötu-
megin.
Kvenfélag Fríkirkjunnar í
Reykjavík
heldur aðalfund sinn að Hallveigarstöð-
um nk. fimmtudagskvöld 4. febrúar kl.
20.30.
Kvenfélag Háteigssóknar
heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 2.
febrúar kl. 20.30 í Sjómannaskólanum.
Venjuleg aðalfundarstörf og rætt um af-
mæli félagsins. Gestur fundarins verður
Hanna Þórarinsdóttir og segir hún frá
sínu starfi.
Kvenfélag Laugarnessóknar
heldur aðalfund sinn í safnaðarheimilinu
í dag, 1. febrúar, kl. 20. Venjuleg aðal-
fundarstörf og veislukafft .
Kvenfélagið Fjallkonurnar
Fundur verður í Fella- og Hólakirkju 2.
febrúar kl.20.30. Á fundinn kemur Jónina
Magnúsdóttir og kynnir postulínsmáln-
ingu. Ýmislegt verður til skemmtunar.
Kaffi og kökur.
Kvenfélag Bústaðasóknar
heldur aðalfund sinn mánudaginn 8. fe-
brúar í safnaðarheimili Bústaðakirkju
kl. 20.30.
Hádegisverðarfundur presta
verður mánudag 1. febrúar í safnaðar-
heimili Bústaðakirkju.
Sinfónían í sveitinni
Selma Guðmundsdóttir og kariakórinn Stefnir á sinfóníutónleikum í Mosfellsbæ.
Ekki er annað að sjá og heyra en
að Sinfónían sinni landsbyggðinni
allsæmilega. Satt að segja sýnist
mér að hún sé með tónleika utan
Reykjavíkur minnst einu sinni í
mánuði að meðaltali og jafnvel oft-
ar, sem er dijúg ábót skyldukon-
sertum í höfuðstað allra
landsmanna. Þetta er reyndar að-
eins hluti heildarstarfs Sinfó-
níunnar, hún er líka með
skólatónleika, útvarpsupptökur og
serenöður á spítölum og svoleiðis
svo að öllum má vera ljóst að hún
vinnur vel fyrir kaupinu sínu. Ég
vona að menn átti sig líka á að hún
þarf að æfa og það talsvert mikið.
Einn utanbæjarkonsertinn var í
fyrradag. Að vísu var hann í Mos-
fellsbæ, sem maður telur venjulega
úthverfi höfuðborgarinnar, en á
skýrslum og skrám er þetta víst
sjálfstæður landshluti. Þess vegna
var flutt þarna, í íþróttahúsinu að
Varmá, alveg sjálfstæö efnisskrá
nema eitt verkið, Jupitersinfónían
Tónlist
Páll P. Pálsson stjórnar Sinfóníunni og karlakórnum Stefni á tónleikunum
í Iþróttahúsinu að Varmá.
eftir Mozart, var á seríutónleikum
um daginn. Tónleikarnir hófust á
Jupiter og það var Páll P. Pálsson
sem stjórnaði. Ég man ekki hvað
hann heitir sá sem stjórnaði henni
um daginn. En mér fannst hún
hljóma miklu skemmtilegar hjá
Páli og lokaþátturinn, sem alÚr
DV-mynd S
vildu kveðið hafa, var spennandi
og afar vel upp byggður.
Einleikari á þessum tónleikum
var Selma Guðmundsdóttir píanó-
leikari og viðfangsefni hennar var
píanókonsertinn eftir Katsjatúr-
ían. Líklega var þetta hennar
„debut“ með hijómsveitinni nema
Leifur Þórarinsson
hvað hún lék sama verk á Loga-
landi daginn áður. Og þá var þetta
líka stórglæsilegt „debut“ og ekki
neinn byijendabrag að heyra. Kon-
sertinn er mjög erfiöur og þó hann
sé á yfirborðinu týpiskt Sovét-
Hollywood þá leynast í honum ótal
túlkunargildrur. Selma leysti slík-
ar þrautir af miklu öryggi og sigldi
framhjá vinsælum væmnisvoða án
þess að blikna. Það var vel af sér
vikið.
Rúsínan í pylsuendanum var svo
söngur Karlakórsins Stefnis í Þér
landnemar eftir Sigurð Þórðarson
og Finlandiu Síbehusar. Mega Mos-
fellingar sannarlega vera stoltir af
kór sínum; hann er ljómandi góður.
LÞ
Samtök um sorg og sorgar-
viðbrögð
halda fræðsluíúnd þriðjudagskvöldið 2.
febrúar. Fundurinn verður í safnaðar-
heimiH HaHgrímskirkju og hefst kl. 20.30.
PáU Eiríksson geðlæknir ræðir um sorg
og sorgarviðbrögð. Auk fyrirlesturs og
umræðna verða kaífiveitingar og gott
tóm til samræðna. Allir eru velkomnir.
nóamarkaður
Flóamarkaður
verður haldinn í sal Hjálpræðishersins
þriðjudag 2. feb. og miðvikudag 3. febrúar
frá kl. 10-17. Mikiö úrval af góðum fatn-
aði.
Fyrirlestrar
Fyrirlestur um mikilvægi
skjalastjórnar
í fyrirtækjum og stofnunum
Dr. James C. Bennett, prófessor í við-
skipta- og hagfræðideild ríkisháskóla
Kaliforniu, flytur opinberan fyrirlestur í
boöi félagsvísindadeildar Háskóla ís-
lands 1. febrúar kl. 17.15 í stofu 101 í
Odda, húsi félagsvísindadeildar við
Sturlugötu. Fyrirlesturinn fjallar um
mikilvægi skjalastjórnar í fyrirtækjum
og stofnunum. Hann er fluttur á ensku
og öUum opinn. Dr. Bennett er þekktur
fræðimaður og fyrirlesari á sviði skjala-
stjómar.
Árshátíðir
Árshátið
Húnvetningafélagsins
verður 6. febrúar nk. í Domus Medica og
hefst með borðhaldi kl. 19. Jafnframt
verður þetta afmæUsfagnaður en félagið
verður 50 ára 17. feb. í ár. Miðasala verð-
ur í félagsheimilinu, Skeifunni 17,
miðvikudaginn 3. febrúar og fóstudaginn
5. febrúar nk. kl. 17-20, báða dagana, sími
31360.
Fréttir
„Ég er ekkert óánægður með þessa
könnun. Samkvæmt henni erum við
á venjulegu róli. Við eigum að njóta
stuðnings um fjórðungs kjósenda ef
allt er eðlilegt," sagði Péll Pétursson,
formaður þingflokks Framsóknar-
fiokksins.
„Það er engin ástæða til að vera
óánægður. Ríkisstjórnin hefur staðið
í ströngu og það er ekki óeðlilegt að
stjómarandstaðan nái sér tímabund-
ið á strik nú. Hún hefur haft tækifæri
Páll Pétursson:
Erum á venjulegu róli
til þess aö andskotast á okkur yfir
jólin og komist upp með alls konar
rangfærslur ári þess að við höfum
haft tækifæri til að leiðrétta þær
nema að litlu leyti. Þó að þessir fiokk-
ar sæki í sig veðrið núna vegna árása
á matarskatt verður ekki framhald á
því þegar ráðstafanir okkar eru að
fullu komnar fram. Þá kemur í ljós
að þeir hafa verið að beijast við vind-
myllur. Þaö vekur sérstaka athygli
við þessa könnun að Kvennalistinn
virðist vera kominn í svipaða stöðu
og Alþýðuflokkurinn var í á síðasta
kjörtímabih, á meðan hann gat
þvaðrað ábyrgðarlaust um það
hvernig hann vildi hafa þjóðafélagið.
Það varð annað uppi á teningnum
þegar Alþýðuflokkurinn þurfti að
fara að takast á viö vandann og
þurfti að taka ábyrgö á gerðum sín-
um,“ sagði Páh Pétursson.
-ój
„Samkvæmt þessari könnun hefur.
Alþýðuhandalagið rétt nokkuð við
frá því í síðustu könnun DV,“ sagði
Ólafur Ragnar Grímsson, formaður
Olafur Ragnar Grímsson:
Betur má ef duga skal
Alþýðubandalagsins.
„Við þurfum hins vegar að gera
betur og þessi könnun segir, eins og
könnun Helgarpóstsins, að okkur
miðar aðeins áfram frá könnunum
síðasta árs. En betur má ef duga
skal,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms-
son. -ój
„Eg skil þetta ekki. Við höfum
undanfariö verið með fundáherferð
um landið og höfum átt þar verulegu
fylgi að fagna og hlotið góðar við-
tökur,“ sagði Albert Guðmundsson,
Albert Guðmundsson:
Skil þetta ekki
formaður Borgaraflokksins.
„Við höfum ekki orðið varir við
minnkandi fylgi, þvert á móti. Hins
vegar hafa fiölmiðlar reynt aö fela
okkur á þingi og þeir hafa htið sagt
frá okkar málum og því að við höfum
verið mjög starfsamir þar. Ég skil
þetta ekki,“ sagði Albert Guðmunds-
son.
-ój
Friðrik Sophusson:
Oska Kvennalistanum til hamingju
REYKJVMÍKURBORG
JLautein Stödcvi
„Það er ástæða til að óska Kvenna-
hstanum til hamingju með þessa
niðurstöðu. Skýringin á fylgi hans
er hklega sú að hann hefur aldrei
þurft að taka á sig þá ábyrgð sem
fylgir því aö stjórna og er því á ýms-
an hátt óþekkt stærð,“ sagði Friörik
Sophusson, varaformaður Sjálfstæð-
isflokksins.
„Ríkisstjórnin hefur staðiö fyrir
miklum og umdeildum breytingum
að undanfórnu sem ég veit að munu
skila sér þegar frá líður. Við skulum
átta ókkur á því að skoðanakönnun
er sköðanakönnun en það eru kosn-
ingar sem ghda.“
-SMJ
Gatnamálastjórinn í Reykjavík auglýsir til umsóknar
nýjar stöður stöðuvarða.
í störfum þessum, sem hentað geta jafnt konum sem
körlum, felst:
1. Yfirmaður stöðuvarða sem annast daglega stjórn-
un og skipulagningu.
2. Tveir aðstoðarmenn yfirmanns.
3. Stöðuverðir sem annast eftirlit með stöðumælum
borgarinnar, og umferðarlagabrotum hvað varðar
stöðu bifreiða, í samræmi við umferðarlög sem
taka eiga gildi 1. mars nk.
Þeir umsækjendur, sem ráðnir verða, sækja nám-
skeið hjá lögreglunni í Reykjavík til undirbúnings
og þjálfunar í starfinu.
Um launakjör fer eftir kjarasamningi St.Rv. og
Reykjavíkurborgar. Umsóknum á þar til gerðum
eyðublöðum skal skila til starfsmannastjóra borgar-
verkfræðings, Skúlatúni 2, fyrir 5. febrúar nk. sem
jafnframt veitir upplýsingar um starfið.
„Þetta eru sannariega góð úrsht
fyrir Kvennahstann. Við höfum ver-
ið á uppsveiflu í öllum skoðanakönn-
unum eftir kosningar en þetta er í
fyrsta skipti sem við forum yfir
20%,“ sagði Guðrún Agnarsdóttir,
Guðtún Agnarsdóttír:
„Góð úrslit“
þingmaöur Kvennalistans.
„Það er mjög ánægjulegt að finna
að vaxandi fjöldi fólks finnst mál-
staður okkar og málflutningur eiga
erindi við sig.
Greinilegt er að síðustu aðgerðir
ríkisstjómarinnar hafa ekki orðið til
að afla sjómarflokkunum vinsælda
sem eðlilegt er og mættu þeir draga
lærdóm af því og taka mark á vilja
fólksins."
-SMJ
Jón Baldvln Hannibalsson:
„Afar fróðleg niðurstaða
„Afar fróðleg niðurstaða," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson fjármála-
ráðherra. „Lítum á stjórnarflokk-
ana: Það hefur ekki farið á milii
mála að öll spjót hafa beinst að Al-
þýðufiokknum undanfarið sem
frumkvæðisaðila í ríkisstjóm að
skattabreytingum. Þær hafa verið
umdeildar og að hluta til óvinsælar.
Alþýöuflokkur tapar minnsta fylgi
stjórnmálaflokkanna en Framsókn-
arflokkur, sem hefur haldið sig til
hlés, tapar mestu.
Ef litið er á stjómarandstöðuna þá
heldur Kvennalistinn áfram að safna
óánægjuöflum undir sinn pilsfald.
Þá hefur andlitslyfting Alþýðu-
bandalagsins ekki skilað meiri
árangri en svo að Olafur Ragnar er
varla hálfdrættingur á viö stelpum-
ar. Borgaraflokkur á útleið en Sjálf-
stæðisflokkur hressist lítið við það.
Þetta er niðurstaðan í svartasta
skammdeginu, svo fer að rofa til.
-SMJ