Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Síða 7
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. 7 Fréttir Fegurðardrottning Norðurlands 1988: Kamilla hlaut alla titlana r^yifi py, sinire^t Kamilla Rún veröur fulltrúi Norö- .—;——---:---;-----— urlands í keppninni um titilinn „Eg átti ekki von á að sigra, ég fegurðardrottning íslands sem fram hugsaði bara um þaö eitt að standa fer i Reykjavík og er glæsilegur full- mig vel hér í kvöld," sagði Kamilla trúi, það fór ekki á milli mála að þaö Rún Jóhannsdóttir sem á fimmtu- var álit manna í Sjallanum á fimmtu- dagskvöld var kjörin fegurðardrottn- dag. Þóra Birgisdóttir, fegurðardrottning Norðurlands 1987, krýnir Kamillu Rún Jóhannsdóttur, fegurðardrottningu Norð- urlands 1988. Með þeim á myndinni eru f.v.: Rósa Berglind Arnardóttir, Þóra Jósepsdóttir og Harpa Hlin Jónsdóttir. Fegurðardrottning Norðurlands 1988, sem kjörin var á fimmtudags- kvöld, Kamilla Rún Jóhannsdóttir, er 18 ára menntaskólanemi úr Eyja- firði. DV-myndir GK ing Norðurlands í Sjallanum á Akureyri. Kamilla lét ekki þar við sitja, hún var einnig kjörin besta ljósmynda- fyrirsætan og stúlkurnar, sem tóku þátt í keppninni, kusu hana vinsæl- asta keppandann. Hún náði semsagt „fullu húsi“ og var vel að því komin. Fulltrúi Norðurlands í keppninni um titilinn feguröardrottning ís- lands, sem fram fer á Hótel íslandi, er 18 ára Eyfirðingur, frá Hleiðar- garði í Saurbæjarhreppi, dóttir hjónanna Auðar Eiríksdóttur, odd- vita þar, og Jóhanns Halldórssonar. Hún stundar nám viö Menntaskól- ann á Akureyri og stefnir aö frekara námi, í sálarfræði eða félagsfræði. Sjallinn skartaði sínu fegursta á fimmtudagskvöld. Tekið var á móti gestum með „lystauka", lúðrablæstri og blómum og þeirra beið glæsileg veislumáltíð. Skemmtiatriði voru flutt undir borðum en undir niðri „kraumaði" eftirvæntingin. Eftir að stúlkurnar sex, sem kepptu um titil- inn, höfðu komið fram í baðfötum og samkvæmisklæðnaði, rann stóra stundin upp og það mátti merkja á undirtektum gesta að þeir voru sáttir við niðurstöðu dómnefndar. Kamilla Rún fékk glæsileg verð- laun fyrir sigurinn. Nefna má utan- landsferð, skartgripi, ljósatíma, „baðlínu", granítúr, gallerí-mynd og vöruúttektir. Allir þátttakendur fengu einnig viðurkenningar, s.s. skó, peysur, konfekt, íþróttafatnað, Ijósatíma og áfram mætti telja. Nyr metsölubíll með fimrn ára ábyrgð. Hyundai (borið fram hondæ) er í dag einn mest vaxandi bílaframleiðandi heims og sel- ur nú bíla í 65 þjóðlöndum. Hyundai Excel heftir verið mest seldi innflutti bíllinn, bæði í Bandaríkjunum og Kanada, síðustu 18 mán- uði.* Þennan árangur má þakka þeirri einföldu staðreynd að Hyundai er rétt byggður og rétt verðlagður. Hyundai Excel er fyrsti bíllinn á íslenskum markaði með 5 ára ábyrgð**. Hann er gerð- ur til að endast, viðhaldið er í lágmarki og þú getur verið áhyggjulaus í 5 ár. Excel er sterkbyggður og hannaður til að þola rysjótt veðurfar og misgóða vegi. Einnig heíur verið séð til þess að bílarnir séu aðlagaðir viðkomandi markaði, t.d. eru allir bílarnir sem seldir eru hér á landi búnir styrktu rafkerfi og með sérstakri ryðvörn. Excel er með framhjóladrifi og sjálfstæðri fjöðrun á hverju hjóli, 1,5 lítra kraftmikilli vél og hægt er að velja um 4 eða 5 gíra bein- skiptingu eða 3 stiga sjálfskiptingu. Öryggi farþeganna gleymist heldur ekki. Hyundai Excel er með styrktarbitum í hurðum og öryggisstuðurum. Hyundai Excel þstar frá 428 þúsund krónum og er betur búinn en gengur og ger- ist með bíla í sama flokki. Excel er bíll fyrir skynsamt fólk sem vill eiga vel hannaðan, öruggan og endingargóðan bíl, án þess að þurfa að kosta allt of miklu til. ’Wards Automative " Kynnið ykkur ábyrgðarskilmála Iscan hf. HYunnni í Framtíð við Skeifuna. Sími 685100. BÍLBELTI ERU SKYNSAMLEG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.