Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 40
52 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. Lífestm Flug og bíll: Undanfarin ár hefur rutt sér til rúms nýr ferðamáti hjá íslendingum og gengur hann undir nafninu flug og bíll. Þessi leið býður upp á ýmsa möguleika fyrir ferðalanga. Fólk er frjálsara í ferðalögum sínum og er ekki eins bundið við ákveðna staði. Vinsældir þessa ferðamáta hafa auk- ist jafnt og þétt. íslendingar eru sífellt að verða sjóaðri í ferðalögum og jafnframt öruggari með sig. Áður fyrr vildi fólk helst ekkert nema þrælskipulagðar sólarlandaferðir en það hefur verið að breytast í gegnum tíðina. Með aukinni reynslu og öryggi hefur fólk áttað sig á að það er hægt að ferðast um heiminn án þess að hver einasti hlutur sé skipulagður fyrir- fram. Skipulagt eða óskipulagt ferðalag Flug og bíll ferðamátinn er snið- ugur að því leyti að hægt er að skipuleggja hann eins mikið eða lítið og hverjum hentar. Ferðalangar geta skipulagt ferðina út í ystu æsar, ákveðið ökuleiðir, tímalengd á hverj- um stað og látið bóka fyrir sig hótel eða sumarhús á leiðinni. Allt þetta er hægt að gera áður en haldið er af stað. Þeir sem vilja hins vegar hafa hlutina óskipulagða fljúga bara út, setjast upp í bílinn, líta á kortið og aka af stað. Hvort sem ferðalagið er skipulagt eða ekki er skynsamlegt að athuga nokkra hluti áður en lagt er af stað. Það er hægt að aka á hraðbrautum um þvera og endilanga Evrópu og sjá lítið annað en öryggisveggi meðfram vegum eða lítið spennandi landslag. Hraðbrautirnar eru ekki lagðar með útsýpissjónarmið í huga. Það er þvi nauðsynlegt að kynna sér aðeins svæði vel í rólegheitunum. Þetta þýð- ir ekki að ferðafólk þurfi að vera bundið á sama stað. Það er vel hægt að nota hraðbrautirnar til að komast á milli staða. Vegakort og ökuskírteini Að sjálfsögðu þarf að hafa með sér ökuskírteini og kynna sér að- stæður til aksturs. FÍB hefur liðsinnt fólki eftir bestu getu í þeim efnum. Vegakórt af þeim svæðum sem fólk ætlar að keyra um er í sumum tilfell- er gott að hafa í huga að oftast er hægt að fá inni á sveitagististöðum. Það getur verið mjög skemmtilegt að gista á þessum sveitagististöðum þar sem þeir eru ákaflega sérstæðir og öll þjónusta mjög persónuleg. Matur og vín er yfirleitt í mjög háum gæða- flokki og réttir og drykkir eru oftast einkennandi fyrir það svæði sem ferðast er um. Mikil fjölbreytni Skoðunarferðir um Evrópu á • 'tmp Flug og bíll er ferðamáti sem nýfur vaxandi vinsælda Þegar einhver staður heillar er hægt aö staldra við eftir eigin geðþótta. ferðaleiðir og möguleika áður en haldið er af stað. Þó svo að fólk vilji ekki njörva ferð- ina niður þá er gott að gera grófa ferðaáætlun og ákveða hvað eigi að skoða. Algeng mistök við svona ferðaáætlanir eru tilraunir til að komast sem lengst og sjá sem mest. Oft setur fólk sér markmið um að komast ekki aðeins langt heldur sjá sem mest á sem allra stystum tíma. Þetta endar síðan í einu allsheijar spani við að halda fyrirfram ákveðnu plani. Róleg og þægileg skoðunarferð getur endað í óþægilegu stressi af þeim sökum. Betra er að gefa sér rúman tíma og skoða skemmtileg um hægt að fá á ferðaskrifstofum þeim sem verslað er við. Bókaversl- anir hafa einnig eitthvað af vegakort- um til sölu og yfirleitt er hægt að kaupa nákvæm vegakort á áfanga- stað. Umfram allt borgar sig að vera ófeiminn við að fá sem bestar upplýs- ingar um vænlega staði til að ferðast um hjá þeim aðila sem selur ykkur miðana. Yfirleitt eru til bæklingar um áhugaverða staði til að sjá á leið- inni og er um að gera að fá sem mest úrval af þeim. Ef bóka á hótel eðá sumarhús á leiðinni er best að hafa tímann fyrir sér í því. Eigi hins vegar ekki að fast- bóka fyrirfram dvalarstaði á leiðinni þennan máta eru ákaflega heillandi. Fiölmargar leiðir og enn fleiri staðir bjóða upp á dæmalausa íjölbreytni. Fjölskyldan getur sámeinast um leiðaval og síðan eru endalausir möguleikar til frávika. Flestallar ferðaskrifstofurnar bjóða upp á flug og bíl og einnig flugfélögin. Verð- lagningu og þjónustu eru gerð skil í annarri grein í blaöinu. Það má búast við því að þessi ferða- máti verði æ vinsælli þegar fram líða stundir. Það er því verðugt verkefni að auðvelda þeim ferðamönnum lífið sem vilja ferðast um á þennan máta og aðstoða þá við að finna bestu ferðamöguleikana. -EG Bon Giomo - við erum byrjuð að œfa ítölskuna, fyrir áœtlunarflugið til Mílanó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.