Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988.
7
Jón Baldvin Hannibalsson:
Ekki frekari
ráðstafanir
„Ríkisstjórnin greip til sinna ráö-
stafana eins og hún haföi sagt fyrir
þegar fyrir lágu kjarasamningar sem
samrýmdust afstöðu ríkisstjórnar-
innar um hjöðnun veröbólgu,“ sagði
Jón Baldvin Hannibalsson fjármála-
ráðherra.
„Kjarasamningar sem slíkir eru
ekki í verkahring ríkisstjómarinnar.
Frekari samningagerð er algerlega á
valdi þeirra verkalýösfélaga sem
hafnað hafa sgmningum og þeirra
viðsemjenda. Ekki er um það að ræða
að ríkisstjórnin grípi til frekari efna-
hagsaðgerða.“
Um viðskiptahallann sagði fjár-
málaráðherra að enn væri óvissa um
hvort hann yrði 8,5 milljarðar eða 10
milljarðar en engin óvissa væri fyrir
því að 2/3 hlutar hans væru vaxta-
greiðslur vegna ótæpilegra fjárfest-
Stjómmál
Jón Baldvin Hannibalsson.
inga frá tíð fyrri stjórnar, t.d. á
skipum og flugvélum. Það lægi fyrir
að ekki væri hægt að komast hjá
þessum greiðslum en hins vegar
væri hægt að komast hjá nýjum fjár-
festingum.
„Fyrirtæki í sjávarútvegi ættu að
endurskoða afstöðu síúa til nýrra
fjárfestinga í skipum og þá sérstak-
lega fyrirtæki sem hggur fyrir að
hafi minni kvóta til umráða." -SMJ
Albert Guðmundsson:
Stjórnin er
fallin
„Nú hefur ríkisstjómin setið í sjö
mánuði. Við höfðum óskaplega þægi-
legt þjóðfélag áður en hún tók við
völdum. Á þessum sjö mánuðum
hefur þjóðfélagið gerbreyst, frá því
að vera þægilegt þjóðfélag í að vera
ópersónulegt og þungt fyrir einstakl-
inginn,“ sagði Albert Guðmundsson.
„Þær ráðstafanir sem ríkisstjórnin
hefur gripið til fjórum sinnum á sjö
mánuðum hafa verið íþyngjandi sem
allir finna þegar á að fara að greiða
því opinbera.
Ég get ekki túlkaö afgreiðslu kjara-
samninga öðru visi en sem mótmæli
gegn ríkisstjórninni. Því segi ég um
ríkisstjórnina í dag: Hún er fallin þó
þeir sitji áfram í stólunum. Ég segi
þetta vegna þess að almenningur er
að mótmæla aðgerðum hér. Þessar
aðgerðir hafa í raun og veru gert lífs-
viðurværi fólks lakara frá degi til
dags og eru í raun gengisfelling í
áfóngum. Þetta er ein gengisfelhng á
hverjum degi. Nú er gengið fallið og
spurning er hvenær fer ríkisstjórnin
sömu leið.
Hvað lengi ríkisstjórnin mun
standa í dauðateygjunum, það er
stóra spumingin í dag. Sem stjórn-
Albert Guðmundsson.
vald er hún búin - því fyrr sem hún
skhur það þeim mun minni skaða
veldur þaö þjóðfélaginu í hehd. Fólk-
ið í landinu hefur skihð það.“
Albert sagði að ríkisstjórnin stæði
nú frammi fyrir því að ekki væri
hægt að hækka útgjöld ríkissjóðs um
50% um leið og skattar váeru hækk-
aðir um 20-25 mihjarða. Þá væru
vaxtagreiðslur ríkissjóðs 4.800 mihj-
arðar sem jafnghtu árslaunum 10.000
verkamanna.
-SMJ
Atvinnumál
Botnftskaflinn:
20% utan Verð-
lagsráðsverðs
í sambandi við þá ákvörðun Sjó-
mannasambandsins að skora á
aðhdarfélög sín aö segja upp samn-
ingum th aö mótmæla ákvöröun
yfimefhdar Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins um að haía Ðskverö óbreytt
heftir veriö bent á aö Verðlagsráös-
verö skipti ekki miklu máli þar sem
stór hluti botnfiskaflans sé annað
hvort seldur á uppboðsmörkuðum
hér heima eða erlendis.
Þótt ekki sé hægt að fá nákvæmar
tölur um hve mikið magn af fiski
er selt á uppboðsmörkuðum mun
hggja nærri áö mihi 5 og 7% af af-
lanum sé seldur á íslensku fisk-
mörkuðunum. Af þorski voru í
•fyrra Qutt út 13% af heildaraflan-
um en af ufsa og karfa um 5%.
Ahur annar botnfiskur er á Verö-
lagsráðsverði th fiskvinnslunnar
hér heima en taka veröur fram að
i sumum thfehum er um yfirborg-
anir á fiski að ræða, þótt það sé í
minna mæh á þessari vertiö en var
í fyrra.
Samkvæmt bráðabirgöatölum
Fiskifélags íslands var botnfiskafl-
inn á síöasta ári 659 þúsund lestir,
þar af var þorskafhnn um 380 þús-
und lestir. Þaö má því gera ráð fyrir
aö um 130 þúsund lestir af botnfiski
hafi verið fluttur út ferskur í fyrra
en ómögulegt er að segja th ura
hvert magnið verður í ár.
-S.dór
Fiskmarkaðurinn í Englandi:
Góður fiskur heldur sér í
verði þótt magnið aukist
- segir Aöalsteinn Finsen hjá umboðsfyrirtækinu Brekkes í Hull
Tómur salur i Hraöfrystistödinni i Eyjum eftir að verkfall Snótar hófst.
Fiskurinn, sem annars yröi unninn þar, fer nu á Bretlandsmarkað.
DV-mynd Ómar Garöarsson, Vestmannaeyjum
„Eg er ekkert hræddur um verð-
fah á fiski hér í Englandi
Vestmannaeyjabátarnir allir
afla sinn hingaö. Ef fiskurinn er
góöur helst verðið. Aftur á móti
höfum við verið aö fá smáan
af Austfjaröamiðum að undan-
fömu og hann er fullur af æti og
því slappur þegar hann er kominn
hingað og verð á honum hefur ver-
ið i þéssari viku svona 50 "
krónur fyrir kilóið. Þetta er
eins th tveggja kilóa fiskur,"
Aðalsteinn Finsen, framkvæmda-
stjóri hjá umboðsfyrirtækinu
Brekkes Ltd i Hull.
Aöalsteinn sagði að verðið þessa
dagana fyrir góðan þorsk væri á
rnihi 68 og 70 krónur fyrir kílóið. Á
þessum árstíma sagði Aðalsteinn
aö hættan væri raest hvaö fiskinn
frá íslandi varðar að hann er oft
fuhur af æti og verður þvi mjög
slappur. Hann benti á að á sama
tíma og ástand fisksins væri svona
væri besti tírainn á íslandi til veiða,
mið vetrarvertið, mest bærist því
aö á þessum tíma.
Vertíð í Norðursjó hefur veriö
heldur slök það sem af er, en aftur
á móti hefur veiði verið allgóð í
Eystrasaltinu. Afh af þessum slóð-
um hefur mikið að segja með verðið
á bresku fiskmörkuðunum.
-S.dór
sp^° Langar þig í myndbandstæki?
* 15 aðgerða þráðlaus fjarstýring.
* HQ (High Quality) hreint ótrúleg myndgæði.
* Sjálfvirkur stöðvaleitari.
* Myndleitari i báðar áttir.
* Fjórtán daga upptökuminni og fjórar skráningar á
þeim tíma.
* 30 stöðva minni sem gerir þér kleift að horfa á eina
rás en taka upp af annarri.
Spólar sjáflvirkt að byrjun þegar spólan er búin.
Þegar spóla er sett í fer það sjálfkrafa i gang.
(Frame by Frame) nákvæm skoðun atriða með skref-
spólun.
* Scarttengi.
* Klukka og teljari.
* (Repeat) Endurtaktu sama hlutinn
allt að 5 sinnum.
* QSR (Quick Start Recording) skyndiupptaka.
Óháð upptökuminni.
AFB 33.900,-
STGR. 32.205,-